Vísir - 20.12.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 20.12.1921, Blaðsíða 2
VlSIR Ennþá lítið eitt óselt a£ RÚSÍNUM SVESKJUM BENSDORPS CHOCOLADE HÖGGNUM MELIS ELDSPÝTUM SODA HVEITI. Einnig fyrirliggjandi Litbbys mióllz. Tekjnr og gjðld bæjarsjdðs 1922. Þegar lokið var fyrri atkvæða- greiSslu á bæjarstjórnarfundi 7. desember s. 1. um frumvarp til fjárhagsáætlunar Rvíkur 1922, voru tekjur og gjöld, hvort um sig áætlaS kr. 2618265,00. En viö seinni atkvæöagreiöslu voru nokkrar breytingar geröar, ýmist til sparnaöar eöa aukinna útgjalda og urðu hinir síöartöldu liðir þyngri á metunum, svo að út- gjöldin uröu nær 24 þúsundum meiri en ráögert var viö fyrri um- ræðu. Gjaldaflokkarnir eru þessir 19, í 119 gjaldaliðum: Stjórn kaupstaöarins.............................. kr. 108508.00 Löggæsla.......................................... — 83750.00 Heilbrigðisráðstafanir............................. — 176752.00 Fasteignir (þar í talinn ræktunarkostn. í Fossvogi) — 57500.00 Ýmiskonar starfræksla.............................. — 112500.00 Fátækraframfæri.................................... — 309500.00 Til gatna (lýsingar og viðgeröa)................... — 112000.00 Ráðstafanir til tryggingar gegn eldsvoða........... — 70500.00 Barnaskólinn....................................... — 129077.00 Ýmisleg útgjöld................................... — 98081.00 ix. Ýmsir styrkir..................................... — 31800.00 12. Lán.............................................. — 240000.00 Tekjuhalli á reikningi bæjarsjóðs 1920 ........ — 115358-35 Eftirstöðvar til næsta árs......................... — 100000.00 Vatnsveitan........................................ — 102500.00 Gasstöðin.......................................... — 295000.00 Rafmagnsveitan..................................... — 408000.00 18. Baðhúsið.......................................... — 16310.00 19. Fiskreitirnir í Rauðarárholti..................... — 75000.00 1. 2. 3- 4- 5- 6. 7• 8. 9- 10. 13- 14. i5- 16. i7- Samt. kr. 2642136.35 Tekjuflokkarnir eru taldir þessir 13: 1. 2. 3- 4- 5- 6. 7- 8. 9- 10. 11. 12. 13- Eftirstöðvar frá fyrra ári...................... kr. 100000.00 Skattar af fasteignum............................. — 136500.00 Tekjur af fasteignum kaupstaðarins............... — 104546.00 Sala á fasteignum................................. — 16000.00 Tekjur af ýmiskonar starfrækslu................... — 88000.00 Endurgreiddur fátækrastyrkur..................... — 55200.00 Ýmsar tekjur...................................... — 16700.00 Aukaútsvör................................... — 1228380.35 Vatnsveitan....................................... — 102500.00 Gasstöðin.......................'.............. — 295000.00 Rafmagnsveitan.................................■ — 408000.00 Baðhúsið........................................ — 16310.00 Af láni til fiskreitagerðar....................... — 75000.00 Helstu breytingar, sem gerðar voru á fjárliagsáætluninni við síð- ari umræðu, voru þær, að samþ. var að veita 72750 kr. til 19 lög- regluþjóna, í stað þess sem áætl- aðar voru 60237 kr. til 12 lögreglu- þjóna. Óvís útgjöld voru áætluð 20 þús. kr. í stað 10 þús., en feld var 10 þús. kr. fjárveiting til und- irbúnings byggingar nýs barna- skólahúss. Aðrar breytingar skiftu minna máli. Samt. kr. 2642136.35 Upphæð sú, sem nú á að ná í bæjarsjóð með útsvörum, er nokkru lægri en í fyrra, — var þá kr. 1371307.00 — en á það er að líta, að gjaldþol einstakra manna og félaga er nú stórum minna en þá, og er hætt við að sparnaðar- hugur gjaldenda verði nokkuð ríkur, þegar þeir sjá útsvör sín næst. leiidsaia-lmboðsveFslui Fyrirliggjandi: Nýjar, íyrsta ílokbs, ödyrar ISmaille vöi ur Sigfús Bl0ndahl & Co. Sími72 0. Lækjargötu 6 K. Símskeyt frá fréttaritara Vísis. Khöfn 19. des. Spánartollurinn. Miðstjórn bindindisfélaganna dönsku hefir sent út opið bréf, og hvetur þar almenning til .þess að hafa kaupbann (boycot) á spán- verskum vörum til þess að styðja íslendinga í tollbaráttunni við Spánverja. „Afholdsdagbladet“ fylgdi bréfi þessu úr hlaði með all- ákafri meðmælagrein. Flest önnur blöð hafa tekið fjarri framkomu „Afholdsbladet’s" og leggja eink- um áherslu á, að þetta mál varði að eins íslendinga og Spánverja. og sé ekki frekar að ræða um árás á sjálfsákvörðunarrétt af hálfu annars aðilans en hins. Samdráttur Austurríkismanna og Tékka. Símað er frá Prag, að Heinisch forseti í Austurriki hafi í síðustu viku heimsótt Mazarylr forseta í Tékko-SIovakíu, og er þetta talinn vottur um það, að vinátta milli h'ins þýska Austurríkis og Tékka standi fyrir dyrum. Heinisch hefir talað um framtið Austurríkis og ekki látið mjög illa yfir. Segir hann að landbúnaðinum fleygi mjög fram, svo að það muni nægja að landinu verði hjálpað 2—3 ár til, en eftir þann tima muni það ekki verða hjálparþurfi. Skaðabætur Þjóðverja. Símað er frá Berlín, að skaða- bótanefndin í París hafi svarað til- kynningu þýsku stjórnarinnar, við- víkjandi getuleysi hennar um skaðabótagreiðslurnar. — Hefir nefndin spurst fyrir um hve mikið Þjóðverjar geti greitt af janúar- og febrúarafborgununum, og hve- nær þeir búist við að geta greitt afganginn og telur það leitt, að ríkiskanslarinn skuli ekkert hafa tilkynt um það, hvað hann hafi gert til þess að reyna að útvega greiðsluna, og uppfylla skilmál- ana. Marokkóstríðið. Þingið í Madrid hefir rætt um ástandrð í Marokkó. Er hagur Spánverja og horfur mjög bágleg- ar enn þá þar í landi. Síðustu 10 árin hefir Marokkó kostað Spán- verja ylnr miljard peseta. Jólagleði. Að sjálfsögðu er það ekki m a t- ur og drykkur, sem vér eig- um fyrst og fremst að gleðjast við, er vér höldum jólahátíð. En eigi að siður mun þó erfitt að gleðjast, ef ekkert er til i búrinu. Til allrar hamingju þekkjum vér lítið til þeirrar miklu neyðar og hungurs, sem víða á sér stað erlendis — bæði um jólin og á öðr- j um timum. En þó að hér sé ekki að ræða um slíka átakanlega neyð, munu þau eigi að síður vera all- mörg, heimilin hér í Reykjavík, þar sem smátt er um mat og drykk* Allir kvarta um atvinnuleysið, sem verið hefir og er enn, og margur fátækur heimilisfaðir neyðist til að ganga iðjulaus. Hjá öllum þessum mönnum, svo og hjá sjúklingunum og hinum . aldurhnignu, sem orðnir eru ófærir til vinnu, er hætt við að smátt verði um j ó 1 a g 1 e ð i. Undanfarin ár höfum vér útbýtt um jólin svonefndum jóla- b ö g g 1 u m með kjöti, kaffi, sykri, jólaköku o. fl. — Nú um þessi jól vildum vér helst geta út- býtt slíkum jólabögglum til 100 heimila í Reykjavík, með því að oss er kunnugt um þarfirnar. Og kært væri oss — eigi síður en áð- ur — að geta glatt börn og gamal- menni með sérstökum jólafagnaði. En alt þetta kostar fé — að minsta kosti einar 2000 kr., ef vel á að fara úr hendi. — Eða eigum við að takmarka jólaglaðningarn- ar, af því að nú, á þessum erfiðu . tímurn, hafi menn ekki ráð á að gefa í jólapottinn eins og vant er? Nei, vér treystum því, að Reykvíkingar vilji fúslega hjálpa oss til að gleðja þessi 100 heimili, svo og fátæku bömin og gamal- mennin. Ef þið, unglingar, vilduð nú neita yður um eina kvöldskemtun. en láta peningaha í jólapott- i n n, þá legðuð þið ykkar góða skerf til þess, að auka jólagleði, og fengjuð sjálf með þeim hætti ef til vill hin bestu jól. Allir, sem vilja hjálpa oss til að koma þessu í framkvæmd, eru beðnir að leggja gjafir sínar í j ó 1 a p o 11 a n a, eða senda þær til undirritaðs. Meðtakið fyrirfram vorar bestu þakkir. Rvík 16. des. 1921. F. h. Hjálpræðishersins S. Grauslund. Hafið þér lesið „Jólagjöfina“?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.