Vísir - 20.12.1921, Blaðsíða 4

Vísir - 20.12.1921, Blaðsíða 4
I 20. desember 1921)’ ,VlSIR Odjr Húsgögn Ef barn yðar tatur litlum þroska þ& reynið að gefa þvi GLÁXO. Frá deginum í dag til jóla, sel eg öll fyrirliggjandi húsgögn ineð miklum afslætti. J>ar með eitt sett í herraherbergi, klætt með leðri. 3 sett í dagíeg herbergi. Sérstaka hægindastóla og orgel- stóla. — Ait nýtt og búið til á húsgagnavinnustofu minni, og því trygging fyrir fyi-sta flokks efni og vinnu. Styðjid iimlenda.ii iðnað! Með þvi látið þér peningana ekld að óþörfu út ur landinu. Með sérstöku tækifærisverði verður selt eitt sett borðstofuhúsgögn og eitt sett í svefnherbergi. Enn frémur eitt ameríkanst skrifborð. — Dívanar og dívanteppi seljast til jóla með mjög miklum afslætti. — Mikið úrval af gluggastöngum og dyratjaldastöngum (Portera) með öllu tilheyrandi. Linoleum og linoleum áburður. — Hvergi ódýrara. yirðingarfylst. Kx*£stiiizi Sveinsson. Vatnsstíg 3. Talsími 321. SJÁLFBLEKUNGAR, ágætir, 14 karat gull — tækifæris- verti 5 krónur. Besta jólagjöfin. Útsalan á Laugaveg 2. Á g æ t EPLI og APPELSÍNUR fást ódýrast í VERSL. VAÐNES. Sími 228. HANGIKJÖT ■ \ ■ hvergi betra. Komið og sannfærist. VERSL. VAÐNES. Sími 228. Jólaleyfi ' r , ■ 1 háskólans hófst í gær, aö tokn- um kenslustundum. Grunsamlegur farmur. Hingaö kom nýskeö þýskur botnvörpungur með 20 tonn af á- fengi, sem fara átti til St. John i Canada, Kvaðst skipstjóri vera á leið vestur til aö stunda ísfiski við Nýfundnaland, en hafa komið hér við til þess að fá nánari fyrirskip- anir frá Þýskalandi. Frásögn hans þykir ekki alls kostar sennileg 0g lögreglan hefir sent fyrirspurn til Þýskalands, en svar er ókomið. Sóttvarnir. Enskur botnvörpungur kom hingað i morgun til að leita sér viðgerðar, en skipsmenn eru lasn- ir af þungu kvefi og hefir þótt ráðlegra að gæta allrar varúðar í samgöngum við þá. Árbók Háskólans 1920—21 er nýkomin út. Fylgir rit eftir háskólarektor skólaársins, prófes- sor dr. Guðm. Finnbogason, er heitir: Land og þjóð. Verða nokk- ur eintök sérprentuð, og er þeim ráðlegra, sem eignast vilja bókina, að falast eftir henni sem allra fyrst. Það er skemtilegt rit og al- þýðlegt. Verður þess siðar getið hér i blaðinu. Höfundurinn biður þess getið, að láðst hafi að leið- rétta prentvillu í ritinu, á bls. 26, 9. linu að neðan. Þar segir svo: „eitthvað tveim eða þrem árum“ en á að vera: „eitthvað hundrað og tveim eða þrem.“ Atvinnuleysið í bænunn í gær birtist auglýsing frá borg- arstjóra um atvinnuleysið i bæn- um. Er þess- að vænta, að hver einstakur bæjarmaður geri sitt til þess að aftra þvi, að menn korni hingað i vetur til að leita sér at- vinnu, með því að ætla niá, að það verði þeim að eins vonbrigði. Vinnuveitendur láta sér vafalaust svo ant utn sameiginlegan hag sinn og bæjarfélagsins, að þeir láti innanbæjarmenn sitja fyrir hvers konar atvinnu á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Ásbjörnsson gengur ekki úr bæjarstjórn að þessn sinni eins og sagt var í Vísi i gær. Fimti maðurinn, sem úr gengur er Kristján V. Guðmunds- son. Leiðrétting. í auglýsingu frá Björnsbakaríi, sem stóð í blaðinu í gær, stóð hun- ungakökur, en átti auðvitað að vera hunangskökur. Gammamir 45. Prinsinn lagði frá sér blaSið og leit upp skyndi- lega. í hvert skifti sem athygli hans var að óvöru vakin, varð hann skyndilega harðlegur á svip. Einhver hafði einhvern tíma sagt, að saga Pól- lands væri skráð í hinum djúpu andlitsdráttum hans. — „Nokkuð farið aflaga?" spurði hann. „Ekkert, sem nokkru skiftir," svaraði Martin. „Öllu er óhætt.“ petta virtist orðtak þeirra, því að Kosmaroff hafði sagt eitthvað mjög svipað. „Eg er alveg sannfærður um, að málefninu er engin hætta búin,“ sagði Martin og talaði ótt og ákaflega eins og sá, sem þörf er á að sannfæra sjálfan sig. „pað var ekki annað en misgáningur, en okkur varð hræðilega hverft, þið megið trúa því, — einkum mér, því að eg varð að gæta tvenns konar hagsmuna. Cartoner kom ríðandi beint í flasið á okkur.“ „Cartoner?" endurtók prinsinn. „Já, hann hringdi bjöllunni, en við áttum von á öðrum, og þegar hliðinu var lokið upp, leiddi hann hestinn beint inn á milli okkar. pað var laus skeifa undir klðrnum- „Hver sá hann?“ spurði prinsinn. „Hver einasti maður.“ „Kosmaroff?“ „Já, og ef eg hefði ekki verið þar, þá hefði farið illa fyrir Cartoner. pið vitið, hvemig Kos- maroff er. pað var mjórra muna vant.“ „pað hefði verið yfirsýnd,“ sagði prinsinn. — „pað var slysið, sem þá henti síðasL pað hefir % [aldrlei Itil Jþessa orðið jtil láns að úthella blóði í smáskömtum." „pað sagði eg einmitt Kosmaroff, þegar Car- toner var farinn. pað var auðséð, að hann hlaut að hafa komið af hendingu. Cartoner gat ekkert um þetta vitað. Ef hann hefði gert þetta af ásettu ráði, hlaut hann að vita alt — eða ekkert.“ „Hann gat ekki hafa vitað alt,“ sagði prins- inn- „pað er algerlega óhugsandi.“ „pá hefir hann ekkert vitað,“ sagði Wanda og hló við og þá var mesti alvörublærinn horfinn af þessu máli. „Eg veit ekki, hve margs hann varð vísari með- an hann var inni hjá okkur — það er að segja um þá hættu, sem hann var sjálfur í — því að hann er allra manna stiltastur og var rólegur, rólegri en eg. En hann veit, að eitthvað var þarna at- hugavert," sagði Martin og þurkaðj rykið framan úr sér með vasaklútnum sínum. Hönd hans titraði ofurlítið, eins og hann hefði riðið geyst eða hon- um hefði skotið skelk í bringu. „Við komumst í hart, fyrst í stað, þegar hann var farinn, einkan- lega við Kosmaroff. Maðurinn er ekki nema hálf- taminn, ef satt skal stgja. „pað er honum sjálfum fyrir verstu,“ sagði Wanda. Hún talaði mjög kvíðalaust og virtist stað- ráðin í að gera svo lítið úr þessu atviki sem verða mátti. , „Hvernig er þá máíum komið?“, spurði prinsinn.:- „Nú er svo komið,“ svaraði Martin, „að Pól- land er ekki nógu stórt til þess, að þeir geti báðir verið þar Kosmaroff og Cartoner. — Cartoner verður að fara. pað verður að segja honum það, eða annars —“ Wanda hafði sest við sauma sína, en þegar hún laut yfir þá athugul, hvarf roðinn smátt og sinátt úr kinnum henni- „Eða annars — hvað?“ spurði hún. . Martin ypti öxlum. „Jæja, Kosmaroff lætur sér ekki alt í augu vaxa.“ „pú átt við, sagði Wanda, (sem vildi komast fyrir allan sannleika í þessu efni), „að hann muni myrða hann?“ Wanda leit til föður síns. Hún vissi, að þeiv menn eru engir sáttasemjarar, sem mjög eru að- þrengdir. Hún var kunnug sögu síðustu uppreisnar °g vissi um hin mörgu morð, sem hin nafnlausa þjóðstjórn stofnaði til og lét fremja, en duldist sjálf svo vel, að ekki hefir til þessa dags orðið upp- víst um meðlimi hennar. Prinsinn bandaði hend- ■inni lítið eitt, eins og hann varðaði litlu um þetta. „Við getum ekki fengist um þessa smámuni. Við höfum meirí stórræði með höndum. Okkur hefir ævinlega komið saman um, að einstaklingslíf megi ekki tálma framgangi okkar mála.“ „Kosmaroff styður altaf mál sitt með því,“ svaraði Martin og var órótt. „Einmitt! Og úr því að eg var ekki nærstadd- ur, þegar þetta skeði — og það er meira að segja ekki í mínum verkahring — þá get eg ekki látið þetta til mín taka.“ „Kosmaroff hlýðir éngum öðrum.“ „Gerið þið þá Cartoner við vart,“ sagði prins- inn að lokum. Og hann var ævinlega vanur að eiga síðasta orðið. Hann var vanur að segja við einn: Farðu! og við annan: Komdu! „Eg get ekki gert það,“ sagði Martin og leit til systur sinnnar. „pið vitið um stöðu mína, og hvernig um mig er setið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.