Vísir - 08.03.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1922, Blaðsíða 3
55ISKK m. til Isaíjarðar, snögga ferð, <cn héðan til útlanda 19. þ. m. Ciísli Ólafsson skemti i gærkveldi í Bárubúð og var vel sótt, þó að tíminn væri illa valinn og skemtunin seint auglýst. Nýjustu bækur, sem komið hafa á bókamark- aðinn, eru ljóðabók eftir Sigurð Grímsson: „Yið langelda" og leikrit eftir Jón Tlioroddsen: „María Magdalena“. Hjúskapur. , Gefin voru nýlega saman í hjónaband ungfrú porbjörg Olafsdóttir og Walter Kratsch. Síra Ól. Ólafsson gaf þau saraan Stefán frá Hvítadal flytur erindi i Bárubúð ann- að kvöld um ljóðagerð og gildi hennar. Sterling fer héðan í áætlunarferð 16. mars (ekki 23., eins og ráðgert var), i hringferð, austm' og norður um land. Draupnir er væntanlegur i kvöld eða nótl. Hann seldi afla sinn fyrir 900 sterlingspund. Skallagrímur kom af veiðum í gær, með ágætan afla (107 tunnur lifrar). Hann er fyrsti botnvörpungur- inn, sem kemur inn með salt- fisksfarm á vertíðinni, og fyrsta fiskiskipið, sem lagðist við nýja haf narbakkann. er væntanlegur i dag frá Eng- 3andi. Hann kom við í Færeyj- aim á heimleið og tók þar skips- höfn á Ingólf Arnarson, sem Færeyingar hafa keypt. Gammarnir er ein af bestu sögunum, sem 5komið hafa í Vísi. Fást nú á af- greiðslu Yísis. Kosta 4 kr. Wilhelm Reinhold, þýski botnvörpungurinn, sem áfengið var tekið af hér um jóla- leytið í vetur, kom hingað í gær- kveldi, eftir 6 daga ferð frá Fýskalandi, til að sækja skip- •stjóra sinn, sem hér hafði verið undir lögreglugæslu og hafði iekið út hegningu sina. Veðrið í morgun. í Reykjavík -r- 2 st., Vest- mannaeyjum 0, Grindavik -e- 5, Stykkishólmi -f- 5, ísafirði 5, Akureyri -r- 7, Grimsstöðum -- 11. Raufarhöfn 0, Seyðisfirði 1, Hólum i Hornafirði -h 2, pórs- höfn í Færeyjum 2, Jan Mayen — 7 st. Loftvog lægst fyrir suð- austan land, stígandi, nema á norðvesturlandi. Hæg norðaust- læg átt. — Horfur: Kyrt veður fyrsí um sinn. Fyrsta dansæfing í marsmán- uði í kveld kl. 9. Sækið að- göngumiða í Bankastræti 12, konfektbúðina. Lilla Eiríksd. Páll Andréss. Yerslunarm.fél. Reykjavíkur heldur fund annað kveld kl. 8y» á Hótel Skjaldbreið. Tekin ákvörðun í málum þeim, er frestað var á síðasta fundi. Ný mál á dagskrá. Áriðandi að mæta. De Wet látinn. Gamli Christian Rudolf De Wet dó 3. fyrra mánaðar. Um siðustu aldamót var hann víð- frægur maður og svo að segja kunnur hverju manns barni út um allan heim, vegna fram- göngu sinnar í Búa-styrjöldinni. En mjög var hljótt um hann hin síðustu árin. De Wet var fæddur 7. október 1854 nálægt Smithfield í Orange- l'rírikinu i Suður-Afriku. Hann kvæntist 1873 og var kona lians Gornelia Krúger. þ>au eignuðust 10 börn. Skömmu áður en Kriiger, forseti Búa, sendi Englending- um úrslitakosti, var De Wet boðið út og fór hann í hernað- inn með þrem sonum sínum. Hann hafði litil völd i fyrstu, en tókst giftusamlega á fyrstu her- ferðum sinum og hækkaði brátt í tigninni. Frægur varð liann fyrst eftir orustu eina, sem hann háði við Englendinga ásamt öðr- um Búaforingja, 30. nóvember 1899. — ]?eir Búa-foringjamir höfðu 360 rnenn en feldu 203 Englendinga, tókii'817 til fanga, náðu tveim hriðskotabyssum, 1000 rifflum, skotfærum hest- um, múlösnum og fleira, en af Búum féllu fjórir en fimm særðust. Eftir þenna sigur varð De Wet yfirforingi og hafðist þá niest við vestarlega í landinu. Snemma árs 1900 varð Philip Botlia að- stoðarhershöfðingi hans og voru þeir samherjar úr því, uns P. Botha féll i lok styrjaldarinnar. De Wet vann margan frægan sigur á Bretum árin 1900 og 1901, en þar kom að lokum, að Búar voru ofurliði bornir, sem kunnugt er, en allir ágættu vörn þeirra. þegar farið var að semja um frið, var De Wet orðinn vara- forseti Búa og var honum mjög nauðugt að semja frið og gekk síðastur sinna manna að frið- arkostum Breta. Yarð Kitchen- er til þess að telja um fyrir honum og blíðka hann og fyrir hans fortölur lét hann að lok- um undan, enda fengu Búar góða friðarkosti, einkanlega í framkvæmdinni. De Wet hvatti landa sína til að sýna Bretum trúskap, þegar Hús og bygginfirarlóöir »elur Bárunni Sími 327. Áhersla lögð^á hagfeld yiðskifti beggja aðila. friður var á kominn. )?egar Suð- 1 ur-Afríka sameinaðist, var liann einn þeii’ra fjögra manna, sem falið var að koma skipulagi á hermál landsins, en hann lcom ekki skapi við félaga sína og sagði af sér, en þó hafði hann enn noklcur afskifti af opinber- um málum. pegar styrjöldin mikla liófst, fengu þjóðverjar nokkra Búa í lið með sér í Suður-Afriku til þess að liefja uppreisn gegn Bretum. Einn þeirra var alda- vinur og samherji De Wet’s, og svo fóni leikar, að De Wet greip til vopna gegn Bretum en varð lítið ágengt og varð að gefast upp. Var hann sakaður um land- ráð og dæmdur i fangelsi en laus látinn i desember 1915 með því skilyrði, að hann ætti engan þátt i stjórnmálum úr þvi. Skrift og leshnr. Svo tclst til í skýrslum, að hver fullvita og fulltíða maður á íslandi kunni að lesa og skrifa. og alkunnugt er, að margir menn, einkum ólærðir, skrifa listavel. — Hefir útlendingum stundum orðið mjög starsýnt á rithönd íslenskra alþýðumanna, er þeir hafa af hendingu séð þá drepa niður penna eða blýanti. Sumir þessara listaskrifara liafa aldrei í skóla gengið og„„kent sér sjálfir“. Margir lærðir menn hér á landi hafa og skrifað liina fegurstu rithönd, svo sem síra Sigurður, faðir Jóns forseta, og þeir frændur fleiri. En hins er ekki að dyljast, að nú geta drengir komist óskrifandi gegn- um barnaskóla og þaðan gegn- um gagnfræðaskóla og Menta- skólann og sjalfán liáskólann, án þess að þeir kunni að skrifa, þ. e. a. s. án þess að þeir geti skrifað læsilega hönd. — Slikt hirðuleysi i mentamálum er vítavert. pó að strákum geti haldist það uppi, að komast ó- skrifandi úr barnaskóía, þá ætti það ekki að leyfast í öðrum skólum. Og í raun og veru ætti hver skólagenginn eða „ment- aður“ maður að telja það skyldu sína að vcra vel skrifandi. það er kunnara en frá þuríi að segja, að greinileg rithönd er nauðsynleg við sum störf og beinlinis sett að skilyrði utan- lands, t. d. við bókavarðarstörf. Hér mega bókaverðir sennilega vera óskrifandi, þ<> að þeir séu það ekki í raun og veru. Yersl- unarmönnum cr oft gert að í.kyldu að skrifa vel og margir þeirra eru ágætir skrifarar. Eins þyrftu símainenn að vera. Eg hefi oft fengið mjög ólæsileg og alólæsileg skeyti frá landssíma- stöðinni hér, en nú er farið, að vélrita skeylin, og má þá segja, að litlu skifti um skriftina! Skrift og lestur er oft nefnt í sömu andránni, og væri fróð- legl að vita, hve margir menn geta lesið vel og áheyrilega hér á landi. peir eru áreiðanlega færri en vera ætti, eða vera mætti. Lestur er ein ágætasta list og miklu torlærðari en skrift. pó helir margur maður lært að lesa ágætlega tilsagnar- lítið, en miklu minnirækterlögð við lestrarkenslu en vera ætti. Eg ætlast þó ekki til þess, að börnum sé kendur svo kallaður „lista-lestur“, því að sárfáum er sú gáfa gefin að beita honum svo að vel fari og hefi eg ekki setið undir leiðinlegri „Iestri“ eða „skemtun“, lieldur en upp- lestri slikra manna, er skortir allan innri eða dýpri skilning á því, scin þeir eru að fara með. En hitt ætla eg fæstum ofætlun, að geta lesið sæmilega skýrt og rétt með kækjalausu lestrarlagi, og það ætla eg mætti takast að kenna flestum börnum i barna- skólum, ef alúð væri við það lögð. Er það miklu meira vert en margur hyggur, og ætti að verða til þess að viðhalda ein- um besla og merkilegasta þjóð- sið licr á landi, sem viða hefir tiðkast, — að lesa upphátt. Sú skemtun mun nú heldur að leggjast niður á lieimilum, með vaxandi skólagöngum, en ætti að aukast með ári liverju. Er þar gott verkefni fyrir kennara- stéttina, presta, unglingafélög og aðra þá, sem auka vilja þekk- ingu, skemtun og menningu í landinu. E. K. B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.