Vísir - 15.03.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 15.03.1922, Blaðsíða 3
ima Allar tegundir aí lýsi óstast keyptar. H.f. .IsilfM' Simi 719. ísland erlendis. I febrúarhef ti „The Educatio- nal Times“ er vinsamleg grein um „Anglia“, hið nýstofnaða fé- lag enskumælandi manna hér í bænum. Höfundurinn er vafa- laust prófessor Cowl, sem hér var siðastliði'ð sumar. Má meðal annars ráða það af því, að höf. kveðst hafa verið hér á sam- komu og hlýtt á fyrirlestur flutt- an á ensku, — (þ. e. fyrirlestur K. T. Sen, sem prófessor Cowl var á). Hann lýkur miklu lofs- <orði á landsmenn, svo að sumum hérlendum kann að þykja nóg um. „í andlegum þroska stendur íslenska þjóðin ekki nokkurri Norðurálfuþjóð að baki, og vér getum vissulega lært eins mikið af þeim, eins og þeir kunna að geta Iært af oss,“ segir hann. Hann lætur og vel af alþýðu- anentun og segir ensku-þekkingu víða um landið. „Eg liefi verið svo heppinn,“ segir hann enn- fremur, „að hlusta á ágætlega fflutt erindi á enskn fyrir íslensk- um áheyrendum, §em skiftu nokkrum hundruðum, og fúrð- aði eg mig þá á þeirri nánu eftir- tekt áheyrendanna. Hæfari á- heyrendúr eða skynugri hefði hvergi verið unt að finna nokk- urstaðar á Englandi.“ Höfundurinn getur um til- gang félagsins og fyrirætlanir og vekur samtímis máls á þvi, að -æskilegt væri, að islenska væri kend í fleiii liáskólum á Bret- landi en nú tíðkast, og írland ætti ekki að láta sig engu skifta íslenskuna, sem töluð hefði ver- ið þar fyrr á öldum, samfara irsku. KaapiO vandaðan skó- fatnað og sterkar skó- hlifar hjá okknr. Þórður Pétursson & Co. I. O. O. F. 1033169 — St.f. B j örgunartilraun. Geir fór inn á Eiösvík á mánu- dagsmorguninn, til þess atS reyna aö lyfta barkskipinu Fristad, sem sökk þar fyrir nokkru. Tilraunin misheppnaðist, og kom Geir hing- að svo búinn í gærkveldi. Fristad mun hafa brotnað eitthva'ð leSa liSast sundur. Korn-einkasölufrumvarpið var til umræSn á síSasta bæjar- stjórnarfundi í HafnarfirSi, og var felt þar meS öllum greiddum atkvæSum 'gegn tveimur. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 5 st., Vest- mannaeyjum 6, Grindavík 6, Stykkishólmi 6, ísafirSi 5, Akur- eyri 10, GrímsstöSum 3, Raufar- höfn 4, SeySisfirSi 8, Hólum í Hornafirði 2, Þórshöfn í Færeyj- um 6, Jan Mayen -t- 7 st. Loftvog há, einkum y.fir SuSurlandi, og stígandi. Hæg suSlæg átt. Horfur : Kyrt veSur. Frá Bæjarsimanum. Upp frá þe8su verða stúlkur eigi ráönar á bæjarslmastöðlna nema aö undangengnu prófi, sem veröur haldiö einu sinni eöa tvisvar á ári. Eftir prófum þessum veröur svo valiö i stööurnar jafn ótt og þær losna. Slikt próf fer í fyrsta sinn fram i lok þessa mánaðar og verða að því loknn ráönar nokkrar stúlkur. Þœr sem kynnu að óska aö ganga nndir próf þetta komi meö eiginhandar umsókn — stilaða til landssímastjórans — til undírritaös kl. 9—12 árd. og 4—6 síöd. hvern virkan dag, til og með 22. þ. m. Reykjavík, 14, mars, 1922. BBjmiautjériai. Sameinaða gufaskipafél. E.s. „Hengest” fer frá Leith til Reykjavikur 33. j>. m. C. Zimsen. Háskólafræðsla. í kvöld kl. 6-r-y: Prófessor Ágúst H. Bjarnason: Sálargrensl- an. Gamla landsbankahúsið á nú aS endurreisa, og er ný- byrjaS á því verki. AV. Haflð þér til 1. hefti 12. árg. Eimreiðar- innar? Keypt háu verði. A. v. á- Kári Sölmundarson kom frá Englandi i morgun. Þilskipin. SigríSur kom af veiðum í gær meS 7—8 þúsund og Hákon meS 8þá þúsund. Þór kom frá Vestmannaeyjum í morgun. Verslunarmannafél. Rvíkur heldur fund annaS kvöld kl. 8þ-£ á Hótel SkjaldbreiS. Hr. bankastj. Sighv. Bjarnason flytur erindi um verslunarlífið hér í bæ fyrir 50 ár- um. Félagar m/ntir á aS mæta vel og stundvíslega. Skugga-Sveinn verSur leikinn í 13. sinn í kvöld. Alt af sama aðsóknin. Gammamir Fást á afgr. Vísis. Ljómandi skemtileg saga. Hún unni honum. 21 „Já, það var vel borgað," sagði Bessie. „Ó, yð- ur finst þaS lítiS. En þaS er ekki. petta var fyrsta íilraun mín, og ekki víst, aS mér'tækist ávalt eins vel. ]7etta var eins og ævintýri fyrst. Og eg mundi ekki fara, þó aS mér væri boSiS hærra kaup ann- arsstaSar. Aheyrendurnir eru rólegir og hegSa sér vel, en eg hefi heyrt, aS út af því beri annarsstaS- ar. Og þar aS auki“ — hún hikaSi eitt andar- tak — „eru engin líkindi til aS neinn af þeim sem þektu mig áður, rekist þangaS inn; það er skamt undan. Ó-já, það er alveg nægilegt." „Og þér eruS hamingjusamar?** spurSi Clyde, •en fann um leið og hann slepti orðinu, að sú spurn- ing var .ónærgætnisleg. „0-já,“ sagði hún og horfði djarflega í augu hans; „eg er hamingjusöm. Lil skortir ekkert, og — jæja — eg hefi ánægju af starfinu. Stundum hugsa eg til þeirra daga, þegar“ — hún hló við — eg var hefðarmær, en eg gleymi því, þegar eg ■sé manngrúann fyrir framan mig, og finn að eg látið þá hlæja eða gráta, eftir því sem á mér liggur. pá missi eg vald yfir sjálfri mér, og — það er eins og að lifa öðru lífi.“ „Við Jehóva! pað er stórmerkilegt," tautaði ’Clyde, ,,og sýnir ókunnugleik manna. Allir ímynda sér að leikkonur baði í rósum og lifi í sukki; að þær sofi á daginn, en þegar kvöldar fljóti þær í kampavíni. Mikil ósköp! pér gætuð ekki lifað lcyrlátara lífi, þó að þær væruð — hérna — sveitabúi." Hún hló. „Nei; nema þessar fáu mínútur á hverju kvöldi, sem eg er á pallinum." Hún þagnaði dálitla stund og Clyde horfði á litbrigðin í yndisfríðu andliti hennar. „Ef til vill er það rangt af mér, að segja ekki Lil satt frá,“ sagði hún. „En eg ímynda mér að hún héldi það verra en það er, og mundi halda, að eitthvað mundi koma fyrir mig, svo að eg sagði henni að eg hefði fengið stöðu við kvöldskóla. Og“ — bætti hún við brosandi — „það er í rauninni skóli; og hver veit nema að eg kenni þeim eitt- hvað.“ „Eg gæti trúað því!“ hrópaði Clyde og mintist um leið táranna, sem hann hafði séð renna kvöldið góða í Skemtihöllinni. „petta er öll mín saga,“ sagði Bessie með lát- bragði sem gaf í skyn, að nú hefði hún sagt hon- um alt. „Hún er stórmerkileg! “ sagði Clyde. pau þögðu bæði dálitla stund, en þá varð Bessie litið upp. , „En hvað Lil sefur lengi!" sagði hún og hrökk við, eins og hún hefði gleymt því, að tíminn er á hreyfingu. „Lofið henni að sofa,“ sagði Clyde. „Henni er það holt.“ „Pér hafið verið henni mjög góður," sagði Bessie lágt. „O-sei-sei; ekki vitund,“ sagði Clyde og fann til sektar sinnar. „Mér þykir feikilega gaman að börnum, og Lil er skemtilegasta barnið, sem eg hefi fyrir hitt.“ „Hún mun aldrei gleyma deginum í dag,“ sagði Bessie í þýðum rómi. „Hann verður ljósgeisli í þrautalífi hennar. Aumingja Lil! Nú held eg aS hún sé að vakna, og — er ekki orðið áliðið?" „Nógur er tíminn,“ sagði hann. „Halló, ung- frú Lil! Hvað er títt í draumaheimi?“ Lil opnaði augun, starði í kring um sig og Ieit brosandi á hann. „Sofnaði eg?“, surði hún svo. „Ekki nema rúma klukkustund,“ svaraði Clyde. „Á eg að segja ykkur hvað mig dreymdi?" sagðiýiún með alvörusvip. „Mig dreymdi það, aS þetta væri alt saman draumur, og eg reyndi aS varast að vakna; þér vitið að það er hægt að gera það. Eigum við nú að fara,“ bætti hún við og var óþreyja í röddinni, því að Bessie var staðin upp. „En hvað tíminn líður fljótt.“ „Hann gerir það venjulega meðan sofið er,“ sagði Clyde. „Já, því miður verðum við að leggja af stað, ungfrú Lil. Eg er reiðubúinn að eyða því sem eftir er ævinnar í Hamptongarðinum. En eg er smeykur um, að þeir gefi okkur ekki leyfi til að slá hér tjöldum. pað verður að hafa það. Eig- um við ekki að líta á höllina?" Hann bar hana í stólinn. — „Alveg eins og eg væri fótalaus," sagði Lil — og vafði ábreiðunn* um hana. En um leið og þau lögðu af stað, tók hann upp gæsablómið, sem Bessie hafði slitið upp, og stakk því í vestisvasa sinn, án þess að þær tækju eftir því. Á leiðinni til hallarinnar, sem er áföst við garð- inn, mættu þau einum umsjónarmanninum; hann leit á þau grunsemdaraugum, en tók svo ofan fyrir \ * -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.