Vísir - 05.04.1922, Síða 2
t'
*
yisir
Höfum fyrirliggiandi:
RAgmjöl
HLa.fra.mi0l,
MaiHmjöl,
lioilan
8öda kryntall,
Kex, Lncch og Snowílake,
Strausykur aðeins lítið óselt.
Cacoa frá, Bensdorph
E?eiti vaitaalegt neð e s. Itlaadi
Sfmskeyt!
fri fréttaritara yísie.
Kaupm.h. 4. april.
Nýi ríkiserflngínn í Ung-
verjalandi.
Símað er frá Búda-Pest, að
konungssinnar í Ungverjalandi hafi
tekið til konungs Otto son Karls,
hins nýlátna keisara (sem dó i
útlegð í Madeira), en drotning
móðir hans fer með völd meðan
hann er ómyndugur. Stjórnin hefir
látið gera strangar varúðarráð-
stafanir (til þess að hinn ungi
konungur nái ekki konungdómi).
Lloyd Ueorge fær trausts-
yfirlýsingu.
Lloyd George helt ræðu í neðri
málstofunni i gær og skýrði þar
frá þeirri stefnu, sem hann ætlaði
að halda fram í Rússlandsmálum
á Genúa-ráestefnunni. Vildi hann
viðurkenna Lenin stjórnina, ef hún
héldi skilyrðislaust þau loforð, sem
hún hefði gefið. Að lokinni ræðu
hans var samþykt traustsyfirlýsing
til hans með 372 atkv. gegn 94.
Hergagna-flutningur.
Skip hlaðið vopnum, sem fara
átti frá London til Pireus, hefir
verið stöðvað í Stafangri, en
þangað höfðu skipverjar neytt
skipstjórann til að halda, en sjálf-
ur hafði hann ætlað að halda til
Murmansk við Hvítahaf.
Undirróður holsvíkinga í
fýzkalandi.
Blaðið Vorwarts fullyrðir, að
ráðstjórnin i Moskva leggi komm-
unistum á Þýzkalandi 5 miljónir
marka á mánuði, til undirróðurs.
Lenin ekki hættulega sjúkur.
Prófessor Klemperer hefir mót-
mælt þeim orðrómi, að Lenin
hefði krabbamein. Segir að hann
hafi að eins lagt of hart að sjer.
Fulltrúar Rússa í Genúa.
Simað er frá Berlín, að Genúa-
fulltrúum Rússa sé veitt mikil
eftirtekt i Berlín og búist menn
við, að þýzka stjórnin muni bráð-
tega viðurkenna Leninstjórnina.
Hvort lieldar i x/i kössum, eða
skorið eftir máli, er lang ódýr-
ast i verslun undirritaðs.
er væntan-
legt fyrri hluta maím., sem
selt verður með atar lágu
verði. Pantið. — 20—30 tóm-
ir stórir kassar undan rúöugleri
fást með gjafverði i
Versl. B. H. Bjarnason.
Fulltrúar Rússa eru þessir: Tits-
cherin, Litvinoff, Radek, .Toffe,
Rakowsky, og Krassin.
Poincaré fær traustsyiirlýsingu
Símað er frá París, að fulltrúa-
deildin hafi samþykt traustsyfir-
lýsingu til Poincaré með 484 at-
kv. gegn 78, er hann hafði lýst
stefnu þeirri, sem hann ætlaði að
halda fram í Genúa.
(Svarræða Bjarna Jónssonar frá
Vogi, við 3. umr. fjárlaga.)
Niðurl.
Hv. þm. N.-ísf. (S. St.) rang-
færði orð þm. Dala. (B. J.) um
alþýðumentun. Þetta sýnir hið
ítrasta röksemdaþrot, þar sem
maðurinn hefir áður lýst yfir því,
að hann væri mér sammála um það
mál.
Annars munu menn vita, að eg
hefi haldið því fram, að heimiliri
mundu fær um að túlka börnun-
um opinberun þess visdóms, að
lesa, skrifa og reikna.
Eg hélt því fram, að eg vildi fá
miklu meiri fræðslu í landinu. Til
þess vildi eg láta stofna i ung-
lingaskóla eða alþýðuskóla í hverri
sýslu.
Þetta sýnir enn hversu þessi
þm. leyfir sér að fara á hundavaði
yfir allar röksemdir, og hirðir þá
eigi meira um sannleikann eða
sinn eigin sóma en það, að hann
lætur sér sæma, að segja það sem
deildin öll gæti vottað að er rangt.
Loks gat hann þess að niðurlagi,
að hann gæfi ekki 2 aura fyrir.
fullveldiö (! ?). Hann hefir nú áð-
ur reiknað út,.að fullveldið hafi
,kostað landið 200.000 kr. og taldi
þær þá eftir. Hefði hann því get-
laö sparað sér þessa yfirlýsingu,
þvi ölíum þingmönnum er kunn-
ugt um að hann hefir margsinnis
svikið þann málstað. Það er ann-
ars gaman að rifja upp nú hve
mikið kapp hann lagði á það, að
fjölga embættismönnum, læknum
og prestum. Hvar ? — í sínu eigin
kjördæmi. Þá var ekki* talað um
sparnað, þá var ekkert til sem væri
léttlátara eða betra en fá lækni
og prest í Bolungarvík. Og þá brá
svo við, að sólroði færðist á hið
geistlega andlit hans, þegar talað
var um að ausa ýt fé úr ríkissjóði
i Hesteyrarsímann. En hvar er svo
Hesteyri og þessi sími, sem svo
nauðsynlegt er að leggja? Mundi
hann ekki vera vestur á Ströndum,
eða einhversstaðar nærri þm. N.-
ísf. (S. St.)? Svo var að minsta
kosti að skilja á þakkarávarpi þm
til hæstv. atv.málaráðh. (Kl. J.).
En eg vil ekki skilja við þennan
höfuðpaura sparnaðarnefndarinn-
ar, án þess að minna á, ab hann
muni segja eins og Skuggasveinn:
„Lofið honum aumingja Katli að
fylgjast með“. Og er eg þá kom-
in að hv. 1. þm. Eyf. (St. St.) sem
þó sérstaklega virðist á þing send-
ur vegna Ólafsfirðinga. Það er
ekki ósennilegt að honum takist að
nurla saman í Ólafsfjarðarbryggj-
una, ef hann fylgir uppteknum
hætti, að drepa alt, sem ekki snert-
ir hans kjördæmi að einhverju
leyti. Slíkir menn sem hann, eru
sparnaðarhugsjón sparnaðarnefnd-
ar trúir, og ekki er nema von þó
að þeir ætlist til, að aðrir láti alt
af höndum, jafnvel atvinnu og
lifsuppeldi til þess að sparnaðar-
menn geti gengið í landssjóðinn
og tekið sem þá lystir handa sér
og sínum kjördæmum.
Eg hefi þá lofað veslings Katli
að fylgjast með, og svarað þess-
um hv. herrum. Skal eg því ekki
frekar lengja umræður úr því hv.
þingmenn hafa látið sér sæma að
skera þær niður. Að þeir hafa
gripið til þess, hlýtur að byggjast
á þvi, að sumir áliti sig sitja hér
til skaða fjárhag landsins. Þeir
um það, en eg mótmæli því fyrir
sjálfan mig og svo munu fleiri
gera; en það er altaf hægt að
svíkjast að mönnum og skera nið.
ur umr. að þeim forspurðum. Og
vil eg þá bæta við frá sjálfum mér,
að slíkt ætti hvergi að koma fyr-
ir, að skornar væru niður umræð-
ur um fjárlög.
Frá Alþingi.
Nýtt viðskiftahaftafrumvarp
er fram komið í n. d., flutt af
minni hluta viðskiftamálanefndar
þingsins (framsöóknarmönnum)
og er það á þessa leiö:
1. gr. Ríkisstjórninni veitist
heimild til með reglugerðum að
banna innflutning til landsins á
hverjum þeim vörutegundum, er
hún telur ónauðsynlegar eða næg-
ar birgðir af í landinu. SömuleiðÍR
veitist ríkisstjórninni lieimild -fíl
að hafa umsjón með erlendtu*
gjaldeyri í eigu landsmanna og
með gjaldeyri fyrir útfluttar af-
urðir og ef nauðsyn krefur að ráð-
stafa slíkum gjaldeyri.
2. gr. Þegar ákvæði 1. gr. koma
til framkvæmda, skal skipuð 3ja
manna nefnd til að hafa á hencK
framkvæmd innflutningshaftanna
og ákveða útsöluverð innanlancfe
á liinum bönnuðu vörutegundura,
er til eru í landinu og hafðar t&
sölu, og skal meginregla sú, að út-
söluverð sé eigi hærra en það var,
er baímið gekk í gildi. Sama nefnd
hefir með höndum umsjón gjald-
eyris og ráðstafanir viðvíkjandi
honum. Nefnd þessi skal skipuS
þannig, að Verslunarráð Islands
tilnefnir einn mann, Samband ísl.
samvinnufélaga annan, en ráðu-
neytið hinn þriðja, og er hann for-
maður nefndarinnar. Ráðuneytið
getur skipað einn mann frá hvor-
um bankanna til viðbótar nefnd-
inni, þegar um ráðstafanir erlends
gjaldeyris er að ræða.
3. gr. Ríkisstjórninni heimilast
að taka nauðsynleg lán í þarfir
rikisins.
4. gr. í reglugerð skal ákveðið
nánar *um framkvæmd laga þess-
ara og má þar tiltaka sektir fyrir
brot á þeim eða reglugerð, 1000—
50000 krónur. Um meðferð mála
út af þeim brotum fer sem um al-
menn lögreglumál.
5- gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi. Jafnframt falla úr gildi lög
nr. 1, 8. mars .1920, og lög nr. 76,
27. júní 1921.
Á s t æ ð u r: Undanfarið hefir
gengi íslenskrar krónu sífelt fari#
lækkandi, og er vafalaust ein or
sökin of mikill og óþarfur inn-
flutningur til landsins hin síðustu
missiri, sem og það, að í sambandS
við þennan óþarfa innflutning hafa
myndast skuldir, meira en góðu
hófi gegna, við erlenda lánar-
drotna.
Innflutningshöft þau, er nú
gilda, hafa litlu orkað um tak-
mörkun innflutnings, enda hvorki
nógu víðtæk, né heldur fram-
kvæmd með þeim einbeittleik, að
dregið hafi að nokkru ráði úr inn-
flutningnum.
Jöfnuður viðskifta og gengis
verður eigi fenginn nema ástand-
ið breytist, og er sú breyting að
sjálfsögðu háð ýmsum ósjálfráð-
um atvikum, svo sem góðu árferífi
og arðvænlegum vertiðum, en er
annars vegar komin undir hald-
kvæmum viðskiftaráðstöfunum, og
eru þær því nauðsynlegri, sem him
ósjálfráðu atvik reynast óhagfeld-
ari.
Fyrir því teljum vér óhjákvæmi-
legt að veita ríkisstjórninni þí
heimild til að gera viðskiftaráð-
stafanir, sem atvikin gefa tilefrn
til, og hafa þá heimild svo rúm*
um takmörkun innflutnings ög
ráðstöfun útlends gjaldeyris, afi
fult gagn megi að verða, enda þóff
viðskiftaerfiðleikarnir aukist 1x6
því sem nú er.