Vísir - 27.04.1922, Blaðsíða 2
VlSIR
Viifnm fempt
1 Línuspil No. 2
Einnig iskassa á mótorbát
V»r0ur aö v«ra ógalluö o@r litiÖ notnö
Alþingi ' litið
pingdeildirnar luku störfum í
fyrradag, en Alþingi var slitið í
gær. Síðasti fundur sameinaðs
þings var settur kl. i, og var þá
á dagskrá ein þingsályktunartil-
laga, um að skora á stjórnina
að vinda hið bráðasta að því, að
byggja landsspítala. Flm., Jón
Baldvinsson, mælti með tillög-
unni og benti hann á, að reyna
mætti að bjóða út innanlands
sérstakt lán, til að afla fjár til
byggingarinnar. Forsætisráð-
herra kvaðst engu geta lofað um
framkvæmdir í þessu efni, sakir
fjárskorts. — G. Björnson taldi
hina mestu nauðsyn á því, að
byggja, en var þó hræddur um,
að margir teldu tillöguna fram
borna af fordild, þvi að engar
líkur væru til þess, að slikri
byggingu yrði hrundið í fram-
kvæmd nú þegar. — Að lokn-
um þessum umræðum var þó
tillagan samþykt með 23 atkv.
— pá skýrði.forseti frá störf-
um þingsins og flutti stutta
kveðjuræði, en forsætisráðherra
sagði þingi slitið;
moar.
n.
Kjarval.
það verður varla komist hjá
því, að skrifa lcngra um sýningu
Kjarvals, vegna þess að hún. er
yfirlití*sýning, og ákaflega marg-
breytt, og Kjarval auk þess ekki
eins þektur og menn honum
óvanari. Eg gal líka skoðað
þessa sýningu heldur betur.
Nálægt dyrunum hanga
nokkrar smániyndir frá fyrri
áruin. Er þar t. d. mynd af
Reyk’javíkurhöfn og Esjunni, og
er gaman að sjá, live geysilangt
þessi mynd er frá nútímans
Kjarval. Nær honum eru vants-
litateikningar af líkömum í
ýmsum stellingum, þvi að þar
cr teiknarinn farinn að koma
fram, en einmitt í þvi á Kjar\ral
afarmikinn styrk. Hann teiknar
alveg frábærlega vel. Frá þessu
aaá rckja feril lians, gegnuin
kubismann o. fl. til „vorra daga“
þegar islensk náttúra er að ná
alvarlegum tökum á honum.
Sýningin er mjög fjölbreytt.
par eru algeng olíumálverk,
svo sem skógarhöllin, sem mál-
verkasafnið á, Jónsmessunótt,
Reynir, og ein nafnlaus stór
mynd af konu með tvö böm,
epli á fati og tvær myndir úr
Borgarfirði eystra. par em og
olíumyndir í öðrum stil, eins-
konar olíuteikningai-, eins og t.
d. tindarnir miklu, Dyrfjöll,
Torso (Madonna með bamið).
par eru vatnslitir af ýmsum teg-
undum, teikningar, málverk og
munstur. par em rauðkrítar-
myndir. par er kúbismi, bæði
með olíu og vatnslitum, þar em
uppköst að tveim altaristöflum
gerð með vatnsliíum á mórauð-
an umbúðapappír. Sýningin er
þvi mjög margbreytt, þar sem
bæði er um svo mörg þroska-
stig áð ræða hjá listamannin-
um og um svo margar'greinar
myndlistarinnar.
Kjarval er \ikingur í heimi
listarinnar, hann má ekkert í
friði sjá, þá er hann kominn
þar með sín strandhögg. Hann
er „órólegt liöfuð“. sem hleypur
úr einu í annað, eins og bam,
sem lileypur úr einni berjalaut-
inni í aðra. En þetta er í raun-
inni alveg skaðlaust, þvi að hvar
sem hann beitir sér, fær hann
fulla áreynslu fyrir línur og liti,
og hann herðist í þessum eld-
raunum æ meir og meir. Og það
er eftirtektarvert hve heill og
óskiftur hann er við hvert verk-
efni sitt, meðan á því stendur.
Beint á móti glugganum em
nokkur málverk, sem nýstárleg
eru hér, en það era kúbisma
myndimar („hyminga" hefi eg
heyrt það nefnt). pað er varla
von að menn kunni strax að
meta þær. Menn em svo vanir
að spyrja hvað þetta og þetta sé,
en hér er fljótt á að lita eins og
á þilfari á skipi, þar sem koff-
ortum og tinum og pokum og
ölhi er saman grautað, og áhorf-
andinn á bágt með að átta sig.
En i raun réttri er þessi spum-
ing, af hverju myndin sé, æfin-
lega aukaatriði, frá listarinnar
sjónarmiði, hversu skýr sem
myndin er. pað er um að gera
að það sé eitthvað fagurt, ein-
hver geðbrigði eða stemning,
einhver listarheild. Og einmitt
þessu vilja ýmsir ná með þeim
hætti, að jdirgefa sjálfa náttúr-
una og skálda með ófjötruðum
linum og litum. „Fyrir framan
Paradís“ er afbragðsgott dæmi
þessa, og liún þykir inér best.
,,Sunnudágsmorgun“' er dálítið
„hrárri“, að því er mér finst, en
þó verður þvi ekki neitað, að
ró og helgi sunnudagsins sé náð
all vcl, og symbolík má einnig
út úr henni fá, hvort sem mál-
arinn hefir til þess ætlast eða
ekki.
Af venjulegum olíumálverkum
kannast margir við „Skógar-
liöll“, sem er fyrirtaks dæmi
þess, hvemig Kjarval getur mál-
að þegar hann vill. Hann er ekki
að þjóta út i hyrninga og hráa
liti af þvi að hann geti ekki dreg-
ið bungur og blandað liti. „Jóns-
messunótt“ liefir dýpt énn þá
meiri, en sumt i henni, einkum
rnenn og skepnur, hryndir frá.
„Reynirinn“ er prýðilegt verk,
en myndin hangir ekki vel og
nýtur sín illa. Glæsilegust er þó
myndin af konunni með bömin
(nafnlaus). Fljótt á litið er hún
ekki nema hálfgerð, en hún mun
þó varla verða bætt, enda full-
kominn samhreimur og festa í
henni. pó hefði eg kosið hana
dálitið meira útfærða. Eg vil
skíra hana „Glókoll“, þvi að
lokkabjart barnshöfuð er það,
sem dregur augað sterkast. pessi
mynd er liklega það besta sem
við eigum af fólksmyndum. Hún
ætti að vera í málverkasafninu,
ef hún er föl.
pá eru þær myndir, sem eg
vil kalla olíuteikningar, því að
það eru varla málverk i venju-
legri merkingu og nefni þar til
„Dyrfjöllin“ tvö, sem erú nálega
eingöngu í hvitum og svötum
lit (bnint næst). pau em einu
islensku náttúrulýsingamar,
sem mér finst koma við hliðina
á Ásgrimi, þótt mjög sé með
öðmm hætti, og er gaman að
sjá hvernig Kjarval fer hér, og
í vatnslitamyndum sínum, aðr-
ar leiðir að sama markinu. Hvít-
ur tindurinn með svörtum
klettabeltum, er dreginn með
mikilli festu og dirfsku, og það
er maður viss um,aðþessikulda-
legi jötun haggast ekki úr sæti
sínu nema mikil undur verði. —
pá er teikning af móður með
barn (Madonnu) sem er ágæt-
lega gerð. Höfuð hennar sést
ekki, nema móðurbrosið, en
barnið sefur nakið í faðmi henn-
ar. Grunnurinn undir teikning-
unni er eftirtektarverður fyrir
litfegurðar sakir' mjúkgrænn
undir myndinni sjálfri en i gul-
um og móleitum blæbrigðum í
kring.
Við hliðina á Dyrfjöllum
| verður að nefna smá vatnslita-
myndir, sem Kjarval málaði í
fyiTa, því að allar þessar mvndir
eru sérstakur þáttur i list hans,
og hver veit nema hann ■ finni
hér að lokum andlegt heimili
og óðal Nuir list sína. Og þaS
verður sannarlega gaman að sjá
hvernig það verður þegar hann
nær meiri fastatökum. Enn þá
eru það klettabeltin, sem aðal-
lega hafa hrifið hann, letui?
þeirra og rúnir. Og það er a?f
mestu teikning, sem hann beitir
fyrir sig, þótt með litum sé, og
því eru klettar með snjó honum
kærastir.
Eg skal nú ekki fleira telja,
en þó væri það vel þess vert.
Einkum er eftirtektarvert upp-
kast að altaristöflu af Fjallræð-
unni.
pað er varla hætta á að Kjar-
val forpokist. Og ef til vill verð-
ur hann bestur á þessum sprett-
um og áhlaupum alla ævina.
Ásgrimur vinnur í ákveðna átt
og nær þar til fullkomnunar.
Kjarval herjar i út og suður.
Hver verðiu’ að fara eftir sínu
innræti og sinni löngun. Og það
verður aldrei sagt að eitt sé betra
en annað í því efni.
M. J.
Lík
fanst á floti fram undan hafn-
arbakkanum í morgun og var
orðið torkennilegt, en giskað er
á að það sé af Vilhjálmi Odds-
syni, 2. vélstjóra af Ingólfi Am-
arsyni, sem druknaði á gaml-
árskvöld hér við norðurgarðinn.
Slys.
Tvær stúlkur hrukku af flutn-
ingabifreið á götuhorni í fyrra-
kvöld. Voru að koma frá fisk-
vinnu á Grímsstaðaholti. Önnur
þeirra handleggsbrotnaði, en
hin skarst á fæti.
Bannlagabrot.
jþegar botnvörpungurinn Glað-
ur kom hér við land frá pýska-
landi, hélt skipstjórinn fyrst ÖI
Sands, og lagði þar i laná
ófengi. Sýslumaður Páll V.
Bjaraason símaði kæru hingaif
og var skipstjórinn settur i
varðhald þegar hingað kom, og
situr þar siðan. Máli?í er litl
rannsakað enn.
Af veiðum
komu í gær: porsteinn Ing-
ólfsson, Rán, Vinland, Draupnir
og Ari, en Gylfi og pórólfur
komu í morgun.
Wilhjálmur Olgeirsson,
Laugaveg 58, er 65 ára i dag.
Veðrið í morgun.
Frost á öllum stöðvum. 1 Rvik
2 st„ Vestm.eyjum 2, GrindavO*
2, Stykkishólmi 1, ísafirði 2,
Akureyri 3, Grimsstöðum 7,
Raufarhöfn 5, Seyðisfirði 3, Hól-
um i Homafirði 2, Jan Mayen
4, pórshöfn í Færeyjum hiti 1
st. — Loftvog lægst fyrir aust-
an Færeyjar, stöðug eða hægt
stígandi. Norðlæg átt. Horfur:
Sama vindstaða.