Vísir - 08.05.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1922, Blaðsíða 2
V I s I R ) 99 Leo 33” er nú aftur fyrirliggjandi. Góður, ódýr matur: Nautakjöt, soöið, í x kg\ dósum, á kr.,3-75- Náutakjöt, steikt, í i kg. dósum, á kr. 3.85.1 Kindakjöt, steikt, í % kg. dósum, Kæfa, afar ljúffeng. Fiskadellur og Fiskabollur, stórar dósir, kr. 3.10 Verslun B. H. Bjarnason. ímskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn, 7. maí. Zita keisaraekkja. Frá London er sírna'S, aö Alfons Spánarkonungur hafi boðiö Zitu keisaraekkju frá Austurríki dval- arsta'ð, en anpar þjóöhöfðingi í Norðurálfu (Bretakonungnr ?) hafi veitt henni fjárhagslega að- stot5. Samningar og deilur stórþjóðanna, Frá París er símað, aS breskt steinolíufélag, „Shell-félagið", hafi fengið einkarétt til að starfrækja allar olíulindir Rússa. Það fylgir fregn þessari, á'S Belgía telji þetta ósamrýmanlegt sínum hagsmun- um og hafi því neita'ö að undir- skrifa hiö sameiginlega ávarp bandamanna til Rússa, sem samið var á Genúaráöstefnunni. Fullyrt er, a'S Bandaríkin muni hallast á sveif meö Belgíu, sem og Frakk- land. Mjög ákveðnar sagnir ganga um það i Berlín, að þeir Lloyd George og Wirth ríkiskanslari hafi sín á milli gert samninga um fjárhags- viðskifti Breta og Þjóðverja. Spánarsamningar Norðmanna. . í „Vísi“, 6. apríl var sagt frá því, að sú fregn hefði borist hing- að í einkaskeyti, að „norska þing- ið hafi samþykt með 4 atvæða meiri hluta, að slaka í engu til við Spánverja". Aðalræðismanni Norðmanna hér hefir nú borist símskeyti frá utan- ríkisráðaneytinu riorska, á þá íeið, að fregn þessi sé ekki á rökum bygð. — Einkaskeyti það, sem hér i um ræðir, var frá Kaupmannahöfn | og til kaupsýslumanns hér í bæn- í um; er vafalaust um einhvern mis- i sfcilning að ræða á einhverri at- : kvæðagreiðslu Stórþingsins. Fjárhagurian. Það virðist vera að koma betur og betur í ljós, að í raun og veru hafi fjárhag vorum aldrei verið svo illa komið ‘ undanfarin ár, að það hefði átt að geta valdið þeirri „viðskiftakreppu", i viðskiftum við önnur lönd, sem vér höfum þó átt við að búa. Þetta sést ljós- lega af niðurstöðu verslunar- skýrslnanna Tyrir árið 1919, sem birt var hér í blaðinu á föstudag- inn, eftir Hagtíðindunum. Niðurstaðan var sú, að verðmæti útfluttra afurða landsins á því ári hafi numið 13 .milj. kr. meira en verðmæti aðfl. vara. A því ári var að vísu flutt út eitthvað tals- vert af afurðum næstu ára á und- an, sem þegar voru seldar og a-nd- virðið greitt fyrirfram. ’Næstu tvö ár á undan hafði kafbátahernað- urinn tálmaö mjög útflutriingnum, enda var vöruinnflutningur á þeim árum, samkvæmt verslunarskýrsl- unum, viðlíka miklu meiri en út- flutningurinn eins og útflutningur var meiri en innflutn. á árinu 19x9. En öll þrjú árin, 1917—'19, hefir út- og innflutningur staðið svo að segja í járnurn. Hvað er það þá, sem valdið hefir viðskiftakreppunni ? Að útfluttar afurðir ársins 1919 hafi selst eitt- hvað lægra verði en talið er i verslunarskýrslunum, og eitthvað alls ekki selst ? Vísir hefir spurst fyrir um þetta hjá hagstofunni, en svarið er á þá leið, að þetta sé ekki liklegt; að minsta kosti sé ólíklegt, að söíuverðið ’hafi yfirleitt orðið til muna lægra en verslunar- skýrslurnar telja, því að skýrslurn- ar hafi verið gefnar svo löngu eftir á, að sala hefði átt að vera um garð gengin. Og fullyrt er, að í skýrslunum sé yfirleitt ekki talin síldin frá árinu 1919, sem hrapal- legast tókst til um söluna á; sú síld, sem skýrslurnar telja útflutta þetta ár, er mestmegnis frá næsta ári á utidan (1918), og var öll seld fullu verði. Það er sennilegt, að eitthvað af fiski, sem se'ndur var til Spánar í umboðssölu, hafi selst eitthvað lægra verði en talið er í skýrslun- um. (Eitthvað af honurn ef til vill ekki selst ?) En þá ber þess að gæta, að árin fyrir 1917, sérstak- lega árin 1915—16, hafði útflutn- ingurinn numið talsvert tneira en innflutningurinn. Landið átti að eiga, og átti áreiðanlega talsverða fúlgu inni' erlendis effir þau ár. Enda kunnugt, að jafnvel í árslok 1918 áttu bankarnir allmikið fé inni í erlendum bönkurn. Það átti því að vera talsvert „upp á að hlaupa“. Og niðurstaðan af þessu virðist híjóta að verða sú, að við- skiftakreppa undanfarinna ára hafi stafað nær eingöngu af því, hvað afurðir landsins 1919 og ’20 seldust seint, en ekki svo rnjög af því, að minna hafi verið aflað en eytt. — Eða þá að verslunarskýrsl- urnar eru algerlega óábyggilegar. Sterlmg; næst ekki á flot. Á laugardaginn barst Trolle & Rothe svolátandi símskeyti frá Seyðisfirði: „Geir hættur við björgun. Kafarinn segir, að botninn í stórlestinni sé algerlega eyði- lagður." Farþegaflutningur mun allur hafa bjargast úr skipinu og um 15 smálestir af farmi þess, en giskað á, að 60 til 65 snxálestir af ýmiskonar vörum muni enn í skip- inu og næst sennilega lítið eða ekkert af því úr þessu. fflareooi-firStal. Neðanskráð bréf er þýtt úi Manchester Guardiaix og er frá fréttaritara blaðsins í Lundún- um: Hr. Godfrey Isaacs, ráðsmað- ur Marconi-félagsins, hefir sagl mér, að félag hans hafi nú með höndum stórfeldar ráðagerðir til þess að útbreiða notkun firðtals í Englandi. Alt til þessa hefir einstökum mönnum nálega verið vamað þess að eignast móttöku tæki Marconi firðtals, vegna þess að póststjómin hefir haldið fast við gamla venju um veitingu slíkra leyía. En hr. Isaacs fullyrðir, að póststjórnin sé nú að því kom- in, að breyta um stefnu i mál- inu og ætli framvegis að greiða sem mest fyrir útbreiðslu Mar- coni-firðtals. Er búst við, að til- kynning um þetta efni verði hirt, þegar þing kemur næst saman. þegar þær hömlur, sem nú eru, verða afnumdar eða úr þeini dregið, þá mun ekkerl tálma stórmikilli útbreiðslu. — Ráðagei-ðir Marconi-félagsins eru ekki fullgerðar en mér skilst, áf orðum hr. Isaacs, að félagið ætli að setja á stofn miðstöð, er senoi öllum ,,áskrifendum“ orð- sendingar á tilteknum tímum dags. —. Móttökutæki félagsins verða leigð fyrir gjald, er senni- lega fer ekki fram úr venjulegu símagjaldi. Félagið er við því búið, að láta smiða miljónir þessara móttölcu- tækja, sem svo eru úr garði gerði að hvert flón á að geta hand- leikið þau, sér að skaðlausu, og án þess að þau skemmist. Félagið hefir um langan ald- ur látið gera tilraunir til undir- Ininings þessu fyiirtæki, og hef- ir nú alt til taks, sem til þarf, en hér verður að eins um móttöku- tæki að ræða; notendur geta ekki sent skeyti frá sér. Hr. lsaacs taldi engum efa undirorpið, að móttökutæki þessi yrðu bráðlega notuð, bæði í heimahúsum og skrifstofum. Hann sagði, að eigendur slíkra tækja gætu setið heima hjá sér og lilustað á stjórnmálaræður leikrit og samsöngva. Tækin verða lítil og svo létt, að þau má hæglega hera úr einni stofu í aðra. Hr. Isaacs drap á þá afarmiklu útbreiðslu, sem tæki þessi hefði náð í Bandaríkjunum. pau eru nú í þúsundum húsa viðsvegar um landið og allskonar orðsend- ingar herast daglega inn á hvert heimili. Jafnvel markaðsverð er tilkynt um land alt með þess- um tækjnm. Dánarfregnir. í nótt andaðist hér i bænum frú Jóhanna Bjarnadóttir, kona Lud- vigs kaupmanns Hafliðasonar, en systír Þórðar kaupmanns Bjarna- sonar og þeirra systkina. Látinn er 5. þ. m. Jón Einarsson, dannebrogsmaður í Hemru í Skaft- ártungu. Hann var bróðir síra Bjarna Einarssonar, fyrrum prests á Mýrum. Veðrið í morgun. Reykjavík o st„ Vestmannaeyj- um 1, Grinckvík 1, Stykkishólrpi 1, ísafirði o, Akureyri -4- 3, Grims- stöðum -f- 8, Raufarhöfn -4- 4, Seyðisfirði 4-1, Hólum í Horna- firði 1, Þórshöfn i Færeyjum 7, Kaupmh. 7, Bergen 7, Tynemouth (Englandi) 13, Leirvík (Hjalt- landi) 8, Jan. Mayen 4- 5 st. Loft- vog lægst fyrir austan Jan Mayen, norðlæg átt, allhvöss á Austur- landi. Horfur: Sarna vindstáða; kyrrara veður. Minningarhátíð heilagrar Jeanne d’Arc halda Frakkar hér i dag. Skipafregnir: Sirius kom frá Noregi í morg- un. Meðal farþega var Smith, símaverkfræðingur. ísland er væntanlegt hingað í nótt. Gullfoss er að koma til Leith. Lagarfoss er að koma til Grims- by ; telcur þar kolafarm til Austur- landsins. Björgunarskipið „Geir“ fer til Kaupmannahafnar, beina leið. frá Seyðisfirði. Skipshöfnin af „Ster- ling“ kemur því ekki hingað fyrr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.