Vísir - 08.07.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1922, Blaðsíða 3
VÍSIR Crescent ^nin4i> Þ»f »sl> mtlmeli - Reyislm er ðlfgeest Kosnineaskrifstofa E-listans er í Bámbáð niðfi. Opin all- an daginn. SlZXUL 827 ósið snemma. R.i!iöuiSirl©r tvöfalt — og þar yfir. Heild- og smásala. Lægsta verð á landinu. versl. B. H. BJARNASON. Skemtiför fara barnastúkurnar fram á Sel- tjarnarnes á morgun. Lagt verður aí stað frá G. T.-húsinu kl. io árd. og eru börnin beöin aS koma í tæka tíð. Þorsteinn Ingólfsson er a'ö búast á veiðar; ætlar aö veiöa í ís og leggur af staö í kvöld. Þeir botnvörpungar, sem veitt hafa í ís og selt í Englandi nýskeö, hafa fengið mjög lágt verð fyrir afl- ann. Sameiginlega skemtun halda þ.eir Guðmundur Kamban OR Eggert Stefánsson í Nýja Bió á mánudaginn. Sjá auglýsingu. Bifreiðaferðir. Eftirleiðis verða bifreiðaferðir austur yfir Hellisheiði á þriðju- dögum og föstudögum. Afgreiðsla i' versl. „Vöggur“. Sími 493. Leikmót. íþrótt^félags Reykjavikur hefst i kvöld kl. 8 á íþróttavellinum. Verður þá kept í spjótkasti, 100 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki og 3000 metra floklca- hlaupi. Ennfremur sýna leikfimis- flokkar félagsins fimleika. Annað kvöld verður haldið áfram, og þá kept i 4 X 100 inetra boðhlaupi, 5000 metra hlaupi, hástökki, stang- arstökki og kringlukasti. Ennfrem- ur sýnir Reidar Tönsberg íþrótta- kennari fimleika. — Þátttaka er ágæt í þessu leikmóti; flestir af bestu og kunnustu íþróttamönnum hér um slóðir hafa tilkynt þátttöku sína og ýmsir nýjir menn koma fram á þessu móti. En tvímælaust rná telja sýningu Tönsbergs við-. bui-ð mótsins. Hann er kunnur íþróttamaður um allan Noreg og Noregsmeistari í fimleikum. Þeir, sem minnast komu norsku iþrótta ■ mannanna hingað í fyrra, — og hver er sá, sem ekki gerir það, —- munu óðfúsir vilja sjá þennan snilling, sem hingað hefir komið fyrir milligöngu Christiania Turn- forening og fyrstur alh-a kennirís- lendingum íþróttir. Erleud mynt. 7. júlí. Sterlingspund .......kr. 20.54 Dollar ................— 4Þ3.5 100 mörk þýsk ............— 0.90 100 kr. sænskar......— 119.85 100 — norskar .........— 77-25 100 fr. franskir .........— 36.10 100 fr. svissn............— 88.60 100 lírur ít..............— 20.00 100 pesetar spánv......— 72.30 100 gyllini holl..........— 179.00 (Frá Verslunarráðinu). Roald Ammdsen. Roald Amundsen er víst fræg- astur allra þeirra, sem við ferðir i heimskautalöndunum hafa feng- ist. Hann er nú orðinn roskinn maður, en ekki alveg af baki dott- inn. 14. des. 1911 komst Amundsen í suðurheimskautið, og varð hon- um þá að orði, að þótt hann hefði nú náð tilgangi þeirrar farar, þá hefði þó varla nokkur maður stað- ið á bletti, sem væri andstæðari sjálfu lifstakmarki hans, heldur en hann, er hann stóð á suðurpóln- um. Þvi að hann hafði sett sér það fyrir, að komast í norðurheim- skautið. Norðurheimskautið líefir þvælst fyrir honum, en hann kann ekki að láta undan. Og nú hefir hann sett sér það, að komast í heimskautið í flugvél. Hafði hann keypt sér flugvél i þessu skyni. Hún var bygð úr alúminium af Ameríkumanni með Hán imnt honum 85 „ViS giftumst á laun,“ sagði hann. „E.g hefi verið erlendis og kom heim í morgun." „Og hafið ekkert heyrt um eldsvoðann!“ sagði forstjórinn forviða. Hann átti örðugt með að trúa því, að nokkur maður á hnettinum hefði ekki heyrt getið um bruna Skemtihallarinnar. Clyde hristi. höfuðið. ,-Eg heyrði fyrst sagt frá því, fyrir fáum augna- blikum.“ Forstjórinn varð hugsi nokkra stund; síðan kall- aði hann í mann, sem fram hjá fór. „Sækið fyrir mig koníaksflösku,“ sagði hann og fleygði til hans peningum. „Hvenær sáuð þér ungfrú St. Claire síðast?“ spurði hann Clyde, sem stóð og furðaði sig á hiki mannsins og vonaði að hann mundi geta sagt sér eitthvað ofurlítið um konu sína. „pað eru nokkrar vikur síðan,“ sagði hann. „Eg var snögglega neyddur til að fara til útlanda." „Eytt sparifé hennar og síðan strokið. peir eru ávalt í skuldum," sagði forstjórinn við sjálfan sig. En þrátt fyrir gremjuna gat hann ekki að sér gert að aumka þennan háa, föla og raunamædda unga mann. „Og þér hafið ekki séð hana síðan? Hérna,“ hann helti koniaki og vatni í glas og rétti honum. r*’ / „raio your sopa. Clyde varð hálfundrandi, en sötraðv úr glasinu ósjálfrátt. „Eg skal vera yður mjög þakklátur, ef þér getið sagt mér eitthvað um hana síðan,“ mælti hann. „Eg er hræddur um að þér verðið það ekki, herra minn,“ sagði forstjórinn alvarlega. „Fáið yður sæli,“ og hann ýtti trésmiðsstóli til hans, „pér segið, að ungfrú St. Claire hafi farið úr leikfélagi rnínu; það er rétt. En vitið þér, að hún kom aftur?“ Clyde hrökk við og roðnaði. „Kom aftur — kom aftur til hallarinnar,“ var alt, sem hann gat sagt. „Já. Og það var hörmulegt, að hún skyldi nokk- urn tíma yfirgefa það, og koma svo aftur, eins og hún gerði.“ Clyde rétti út hendina með hálfbjóðandi og hálf- biðjandi hreyfingu. „Segið mér alt,“ sagði hann hásum rómi. „Eg sé, að þér vitið eitthvað um hana. Eg er bóndi hennar, — þér skiljið. Og — og eg veit ekkert. hvar hún er. Eg hefi mist hana.“ ..Setjið yður niður,“ sagði forstjórinn og ýtti Clyde óþyrmilega niður á stólinn. „Nú, herra minn, eg hefi slæmar fréttir að færa yður. Berið þær eir.s og maður. Aðrir hafa orðið að gera það á undar. yður, svo hundruðum skiftir og mér hefir runnið til rifja að þurfa að segja þeim það og horfa á þá. Herðið yður upp, herra, og — og berið yður karlmannlega. „Haldið áfram,“ sagði Clj^de svo lágt, að varla heyrð'st. „Hún — hún kom aftur. Hvers vegna? Guð minn, hvers vegna? En hún kom aftur!“ „pér ættuð að fara næst um orsökina! Jú, hún kom aftur og — heilla maður, getið þér ekkert skilið? Hún var hér eldsvoðakvöldið.“ Clyde leit á hann sljóum augum. „Eldsvoðakvöldið? Jæja? Hvar er hún núna?“ Forstjórinn þrýsti glasinu í hönd hans. „Drekkið þér, maður, drekkið þér!“ sagði hann með örvæntingarsvip. „Eg sagði yður, að fréttirnar væru slæmar, gerði eg það ekki? Jæja, þær geta ekki verri verið. Kona yðar, — blessuð dúfan, — var rr.eðal þeirra, sem vöntuðu, og — og •— þarna!“ hann greip höndunum fyrir augun. „pó að hún hefði verið dóttir mín, hefði eg ekki getað gert meira. pað hefir ekki verið árum saman önn- ur eins jarðarför innan listarinnar.“ „Jarðarför," stamaði Clyde hásum rómi; en svo stökk bann á fætur og þreif í öxl forstjórans. „Hvað eruð þér að segja mér?“ hrópaði hann í annarlegum rómi. „pér eruð að tala um einhverja aðra; en ekki um konuna mína!“ Forstjóiinn greip um handlegg hans, og hélt hon- um föstum. „Herðið yður upp,“ sagði hann. „Berið yður karlmannlega! pað var um konu yðar, ef ungfrú St. Claire hefir verið kona yðar. Hún lét líf sitt eins cg tuttugu álnum frá blettinum, sem við stönd- um á, og eg sá um greftrun hennar. Stillið yður nú og berið yður karlmannlega, herra minn!“ Clyde skjögraði og slengdist aftur á bak upp að bjálkaskýlinu og staorði eitt augnablik á þrútið og hrukkótt andlit forstjórans, eins og hann hefði mist vitið; en svo skalf hann allur og fálmaði með höndunum, eins og maður, sem alt í einu verður blindur. Forstjórinn setti hann á stólinn og lagði hendina á öxl hans. „Svona, svona!“ sagði hann. „Herra minn sæll! Hver skyldi trúa því, að þér hefðuð ekki heyrt um þetta, fyrr en nú! Jæja, hvað sem ykkur hefir farið á milli, þá verður yður mikið um þetta! Svona! Stillið yður og fáið yður meira í staupinu. pað er engin furða, þó að yður falli þetta þungt! Mikil ósköp! Eg hefði gefið aleigu mína til að frelsa hana, og hún var mér þó óvið- komandi! Hún var sú allra ástúðlegasta og við- feldnasta kona, sem lifað hefir, og þar að auki bráðvel gefin og úrvals listakona! Jæja, jæja! pað er mælt, að sú veröld sé betri, sem við tekur, og ef svo er,“ hann sagði eitthvað ljótt, sem verður að fyrirgefa honutn, „og ef svo er, þá er kona yðar þar, herra minn!“ Clyde titraði aftur; skiögraði á fætur, eins og allur styrkur hans væri horfinn, studdi sig við hand- legg forstjórans og leit í kring um sig. „bynio — symo mei4 — , sagoi hann. Forstjórinn skildi hvað hann átti við og leiddi hann þangað, sem búningsherbergi Bessies hafði verið. „Hérna," sagði hann. „Hérna íundum við hana.“ CJyde leit niður fyrir sig og fól síðan andlitið í höndutn sér. Forstjórinn tók upp vasabók sína og skrifaði þar í flýti nafn kirkjugarðsins og hvar gröfin væri; síðan rief hann blaðið úr, braut það saman og stakk því í vasa Clyde’s. „Lesið þetta, þegar þér komið heim og eruð búnir að jafna yður ofurlítið, herra minn. Og — og ef þér viljið vita meira, þá skuluð þér finna mig að máli. Eg veit ekkert hvað ykkur hefir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.