Vísir - 15.07.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1922, Blaðsíða 2
VÍSIR v , '« , .....d' Hðlum fyrirliggjawdl: Þakjárn nr. 26, 6,7, 8, 9 og 10 fets, Þakpappa, jGauchada4 Gaddavír, Gaddaví rskeu gi. Þeir sem hafa hugsað sér &ð panta eru vin3amlega beðnic* að tala við okkur hið fyrsta Jóh. Olaísson & Co, • Spánarmál enn. Eg gat síöast um þa'S, hvílíkt óvit þaS er, aö hugsa sér, aíS unt sé fjrir þjóöina a‘ð bæta nú á sig þeim halla, sem viö yrðum að hafa af því, að fá hámarkstoll á Spán- arfiskinn. í fundarályktuninni er talað um það, „að lækka á ein- hvern hátt innlendar tollbyrðar" útvegarins. Það á auðsjáanlega að iíta svo út, sem hér þurfi ekki nema eitthvað lítið eitt. En það er vitanlegt, að létta yrði öll- um innlendum tollbyrðum af út- veginum og mundi þó ekki líkt því verða fullnægjandi til þess að hann gæti haldið áfram. Það yrði beinlíni’s að borga honum, bæta honum upp þetta feikna gjald, sem hann yrði að leggja í lófa Spánverjans. Mönnum yrði það víst ekki óljúft, að auka við skattana, sem nú renna í ríkissjóð- inn, öðru álíka miklu í spánska ríkissjóðinn! í ályktuninni er talað um þann sjálfstæðis, menningar og siðferð- is hnekki, sem vér bíðum við að slaka til á bannlögunum. Þetta er hverju orði sannara, og það er best í hverju máli, að þora að horfast í augu við sann- leikann. Það er hnekkir og herfi- legt ólán, að verða að slaka til á þessari löggjöf. Það er ólán að lenda í ræningja höndum og heyra skipunina: Peningana eða lífið! Það er ólán að lenda í ófriði og tapa, eins og t. d. Þjóðverjar, verða að auðmýkja sig, hafa réttarpróf samkvæmt skipun frá erlendu valdi, yfir bestu sonum þjóðar- innar, rífa niður mannvirki, láta af hendi skip og vélar, þola er- lendan her inn í landinu o. s. frv. Hver neitar að alt þetta sé ólán og hnekkir ? En hver hikar þó við undir slíkum kringumstæðum að klóra í bakkann og kjósa líf og hmi meðan kostur er á? Og hverj- um verður með rétti lagt út til skammar, þótt hann láti undan í reyfara höndum? Ef vér hefðum gefist upp fyrir gaspri andbann- inga og ólöghlýðni drykkjumanna, þá hefði mátt tala um að vér hefð- um orðið oss til skammar, en ekki þótt vér séum beittir valdi. Og hvar er sjálfstæði okkar, weaning o. s. frv. eftir að við höf- um kollsiglt fjárhagsfleytunni? fívar mundu þeir þá sýna sig vin- •umsnoq f sijaœ So sjptreq ‘!)40dx9 'tjjsq 'SSÆq -susnœq •siajfl -uius9p ,8q */i I •q?s 09'I ? nsjnqns Qtuioq^ XOA ir okkar, úti um heim, sem nú hafa eggjað fastast til að fórna öllu? Eg geri heldur lítið úr „foryst- unni“ og því glamri öllu og lotn- ingunni, sem fyrir þjóð vorri væri borin úti um heiminn eftir að hún héfði fórnað fyrst efnum sínum og svo — bannlögunum á eftir. Já, „leita tafarlaust nýrra mark- aða“. Auðvitað er hægt að „leita“ tafarlaust, en það verður líklega talsverð töf á því að þeir finnistj nýir markaðir sem bæta upp Spánarmarkað vorn, besta fisk- markað í heimi. Og þó að nýir markaðir skapist smám saman fyrir ærið fé og fyrirhöfn, þraut- seigju og nákvæmni, þá er það ekki annað en -það sem við þurf- um, að auki við Spánarmarkaðinn. Loks vill fundurinn að Alþingi, ofan á alt hitt, veiti „öflugan fjár- styrk til útbreiðslu bindindisstarf- semi í landinu“ o. s. frv. — Hann verður víst öflugur fjárstyrkurinn sá, eins og aðrir fjárstyrkir, þegar búið er að drepa útveginn okkar og það sem á honum hvílir! Og það verður ekki erfitt fyrir barnakennarana,að „fræða“ nem- endur sína um „áfengisáhrifin“ þegar frá líður. Annars er ekki vel ljóst, hvers vegna á að vera að kenna slíkt bóklega, ef bannið verður gert áhrifamikið. Eru „áfengisáhrifin“ svo skemtilegur liður í lífinu, að það megi ekki gleymast í bannlandinu hvernig þau eru? Það vakir sjálfsagt eitthvað fallegt fyrir fundarmönnum með þessu, en það er held eg ekki vel ljóst, hvað það er. Nei, það sem heimta á er það, að ef Alþingi sjái sér ekki fært að halda bannlögunum óskertum, þá skuli það veita til bindindisstarf- semi á frjálsum grundvelli veru- lega ríflega upphæð og til þess að vinna að því inn á við og út á við að við getum sett okkar bannlög á aftur, og þau þá kannske betri en áður vegna fyrri reynslu, bæði undir bannlögunum og eftir að þeim var slept. * * Sögaleg lýsing íslenskrar réttritunar um rúmt hundrað ára eftir Jóhannes L. L. Jóhannsson. Sannarlega er bæklingur þessi mjög þörf hugvekja, þvi það er illhægt að kenna íslensku í skólum nú, eftir þeim mótsagna-ríku regl- um sem löggiltar eru. Þar ber öll- um góðum kennurum saman. Sam- kvæmt fyrirsögninni, eru í ritinu bæði saga og lýsing þeirra höfuð- stafsetninga, er mestu hafa ráðið í skólum vorum og bókmentum, um síðasta aldarskeið. Þar er stutt- lega en rökfast skýrt frá kostum og göllum hverrar fyrir sig. Með ljósum dæmum sýnir höfundur liversu mikil nauðsyn oss er, að komast út úr þvi rangritunarrugli, sem nú gildir. Og í endalok máls- síns kemur hann með ákveðnar en hóflegar umbætur. Það hlýtur líka • að vera tómur klaufaskapur, að geta ekki haft fasta bókstöfun og góða í íslenskunni, mállýskulausri tungu, með miklum bókmentum, óslitnum öldum saman. Hér á landi er síst ástæða til að taka ritháttar- hringl Færeyinga, og umfram alt Norðmanna, til fyrirmyndar, því í nýnorskunni hvílir alt ritmál festu- laust á kviksandi. Þar er alt á til- raunaskeiði, innan um bókmenta- snauðan mállýskugraut í landinu. Vér höfum þar á móti fasta og fornhelga undirstöðu á að byggja. Höfundur ræður til að snúa aftur að hinni velgrunduðu réttritun Halldór Friðrikssonar (eða Konr. Gíslasonar). Þar er líka ágætur grundvöllur fundinn. Samt stingur höfundur upp á að breyta þar til ' i fjórum atriðum. Tvö af þeim eru samkvæm því, sem eru höfuðatrið- in í blaðamanna-stafsetningunni. Þau eru að rita é fyrir je og ft fyrir pt, þar sem uppruni krefur. Hin atriðin eru að rita einfalda sam- hljóðendur á undan d og t, og enn- fremur sl, sk, st (en láta uppruna ráða annarsstaðar). Það er víst sjálfsagt að veita þvi samþykki, því framburður segir þar líka til að svo verði að gera. Svo vill hann að hætt sé að hafa z í fleirtölu mið- myndar af sögnum, öldungis eins og það hefir aldrei verið haft í eignarfalli nafna og lýsingarorða (en að öðru leyti skal z haldið). Það er nú þetta atriði sem helst munu verða skiftar skoðanir um, því margir vilja alveg útrýma z og telja það mikinn hægðarauka. Einnig munu ýmsir minnugir muna það, að Björn heitinn Ol- sen hélt mjög á móti z, og taldi saman stílavillur skólapilta, til að sýna, að á fáu væri þeim fremur hætt við að flaska. En nú aftur á móti kvarta ýmsir kennarar bein- línis undan því, að z-leysið auki stórum stílavillur. Það gangi svo illa að fá nemendur til að rita ekki „íslendskur“, „stendst“ o. s. frv. sem er á móti reglunni og'fram- burðinum líka. Og svo eru margir, sem kunna illa við að missa z. Það verður því liklega rétt, einnig í þessu, að fara eftir tillögum höf- undarins. Gott væri, ef þetta nýja rit yrði til þess, að koma lögun á réttritunarmálið, þvi nú ríkir al- menn óánægja með stjórnarráðs- stafsetninguna. Gamall kennarí. Heilsufa? Lenins. Maður einn, sem hefir fengið beinar og nákvæmar fréttir af Len- in, segir að fregnirnar af heilsu- leysi hans séu mjög orðum aukn- ar. Hann hafi fengið slæmaa magakvilla, en sé nú þegar laus við sjókdómseinkennin, en þurfi nolckra stund til þess að ná sér til fullnustu. Tsyurupa, sem hefir verið nánasti samverkamaður Len- ins, og þekkir starfsaðferð hans og vilja út 1 æsar, annast störf hans í bráð. Vinir Lenins eru alveg öruggir um að honum batni, ef hann að eins taki sér næga hvíld. Hann er veiðimaður ágætur, og notar fríið vafalaust til veiðiskapar. Fréttin um það, að mynda ætti sérstaka nefnd til þess að taka við af Lenin, er nú borin til baka sem algerlega tilhæfulaus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.