Vísir - 15.07.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1922, Blaðsíða 3
VÍSIR Crescent þTottasápu þnr! engin meðaali - Reynslan er ilýgnst Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. n, síra Bjarni Jónsson. í Landakotskirkju: Lágmessa lil. 6 f. h., hámessa kl. 9 f. h. Eng- in sí'ödegismessa. Ðánarfregn. Hr. stórkaupm. Þóröur Bjarna- son og frú hans hafa oröi'ö fyrir þeirri sorg að missa son sinn, Hinrik aö nafni, Hann andaðist 5. fvrrinótt úr heilabólgu eftir þunga legu. Hinrik heitinn var 13 ára að aldri, og var að taka próf inn í Mentaskólann þegar hann veiktist. Veðrið x morgun. Hiti í Rvik 14 st., Vestmannaeyj - um 10, Grindavík 14, Stykkishólmi 12, Isafirði 11, Akureyri 13, Gríms- stöðum 9, Raufarhöfn 7, Seyðis- firði 8, Hólum í Hornafiðri 13, Þórshöfn í Færeyjum 10 st. Loft- vog lægst fyrir sunnan land. Austlæg átt. Horfur: Austlæg átt á Suðurlandi, kyrt á Norðurlandi.. Knattspyrnumennirnir skotsku komu með Gullfossi í dag og eru 16 að tölu. Foringinn heitir A. G. Mitchell. Bretar eru yfirleitt rniklir knattspyrnumenn, og þó þessi flokkur sé ekki þeirra besti, þá má gera ráð fyrir að þeir séu íslendingum miklu fremri og að talsvert megi af þeim læra. Má ]>ví óhætt búast við góðri skemt- un. — Knattspyma er og hefir verið ein allra besta útiíþrótt okk- ar. — Keppa munu skosku knatt- spyrnumennirnir við knattspyrnu- félögin hér 4—5 kappleika. Byrja nð keppa við Víkinga á morgun. Skemtun. í dag skemta þeir sjúklingum á Vífilsstöðum Páll ísólfsson og Guðm. Kamban. Skjöldur fer á morgun upp í Hvalfjörð með fólk sem þangað fer á skemt- un. Skipið fer kl. 8 árd. ef veður leyfir. Helgi magri fór í dag til Siglufjarðar með margt fólk, sem ætlar að stunda þar sildarvinnu. Mb. Reginn fór til Reykjarfjarðar í morgun, ætlar að stunda þaðan síldveiðar. Leiðrétting. x í augl. um leikmót U. F. M. A. og D. í gær hafði gleymst að geta um tímann, sem mótið á að byrja á. Það á að byrja úr því ki. er 1. Þór fór norður í gærkveldi til land- helgisgæslu við síldveiðarnar. Go'ðafoss fór frá Leith í dag til Austur og Norðurlandsins. Villemoes er á förum frá Leith. Svanur fór í dag til Breiðafjarðar. Saltskip að nafni Solaas kom í morgun frá Spáni með saltfarm til H. Bene • diktsson & Co. og Bernh. Peter- sen. Skipið flytur saltið á ýmsar hafnir kringum land. Vélstjórafélag fslands heldur fund í kvöld kl. 8. Gullfoss kom i dag kl. 1. Farþegar: Sendiherra Sveinn Björnsson, síra Þórður Tómasson frá Horsens, A. Gunnlaugsson skipstjóri, Snorri Halldórsson, læknir, Sigvaldi Kaldalóns, læknir og frú, Halldór Gunnarsson kaupm., Friðþjófur Thorsteinsson, kaupm., Bolli Thoroddsen, stúdent, Daníel Fjeld- sted, læknir, Oscar Clausen, kaup-. maður, ungfrú Ebba Halldórsson, Jón Árnason, versl.m., Brynjólfur Magnússon, Jón Kristófersson, Kammerjunker Skeel, Dr. Petrus Beyer og frú;. yfirréttarmálaflm. Helde, Madsen, verksmiðjueig- andi, König, forstjóri og frú, H. Kjær, forstj.,lektorL.Sörensen, Munch, forstjóri, biskupinn af Aberdeen, Rev. Cannon W. R. Majendic, Olgerson skipstj. og frú, 16 skoskir knattspyrnumenn og 10 austurrískir drengir. Alls urn 100 farþegar. Botnia < kom hingað í gærkveldi frá Iíafnarfirði og ísafirði, fer á morgun til Færeyja, Leith og K-> hafnar, kl. 12 á miðnætti. Farþegar með Botniu til Khafnar: Marteinn Einars- son kaupm., Björgólfur Stefáns- son kaupm., Guðrn. Kamban rit- höfundur, Malmberg og frú og 2 synir. Til Leith: Páll Kolka lækn- ir frá Vestm.eyjum, Mr. R. Templeton knattspyrnukennari. Til Færeyja: Herluf Clausen. Hrossasala. » Um hundrað hross fara með Botníu á morgun. Eru þau seld til Danmerkur. Sendandi er Jensen- Bjerg. Gamalmennaskemtunin verður haldin 1 Ási á morgun og byrjar kl. 1 e. h. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Sigríður Magnúsdótt- ir og Prófessor Ólafur Lárusson. Vísir óskar brúðhjónunum til ham- ingju. Trúlofun. Ungfrú Sólveig Guðmundsdótt- ir, Stóru-Háeyri, Eyrarbakka og Jngimar Jóhannesson kennari hafa birt trúlofun sína. Inn í Hvalfjörð, (Hrafneyri), á skemtun þá, sem Hesta og fylgdarmenn í styttri og lengri ferðalög útvegar Pálmi Hannesson, Mensa Academica, kl. 6-7. Hvernig er það með rafgeymir- inn í bílnum yðar? Þér vitið að Willard er sá besti sem hægt er að fá. Nokkur stykki fyrirliggjandi. j Sömxileiðis sýrumælar, límbönd, i sýrur 0. fl. H f. Rafmf. Hiti & Ljós - Laugaveg 20 B. Sími 830. Nýkomið: Straujárn 3 teg., Suðuplötur 3 teg., Ryksugur, Kaffikönnur nik- keleraðar (ágætar til tækifæris- gjafa), Ofnar, Heitvatnsgeymarj Lampar og Ljósakrónur. Sömu*> leiðis rafeldavél með fjórum hita- hólfum og bakaraofni, (sú full- komnasta sem til landsins hefir komið). Notið tækifærið og lítið á úrvalið meðan það er stærst. Virðingarfylst H.Í Rafmf Hiti & Ljós Laugavég 20 B. Sími 830. þar verður haldin, fer rnk. Úlfur með fólk, ef nægilega margir kaupa. farseðla í dag í Bláu búð- inni, Laugaveg 3. Skipið leggur af stað frá Elíasarbryggju kl. 7—8 f. h. á morgun. Má búast við að margir noti sér tækifærið. ERLEND MYNT. Khöfn 14. júlí. Sterlingspund t.... .. kr. 20.66 Dollar ............... — 4.66 100 mörk........ — 1.03 100 kr. sænskar........— 120.75 100— norskar ...... — 77.15 100 fr. franskir ....... — 38.00 100 — svissn. ....... — 89.40 100 lírur ít.............— 21.15 100 pesetar spánv. ...— 72.62 100 gyllini holl. ...... — 181.00 (Frá Verslunarráðinu). M StemdóFi BifreiðaferSir næstu daga. Á morgun (sunnudag): til Þingvalla og Vífilsstaða. Á mánudag: til ölvusár, Stokkseyrar, Þjórsár, Garðsauka, Þing- valla og Keflavíkur. Á þriðjudag: Austur að Brúará, ölfusá og Þjórsá, Til Þingvalla eru þægilegar ferðir daglega. t *A*-*&*&n*ism‘™*u~' v.Þ&v/* ■ Bestir bílar! Lægst fargjöld! Pantið far í tíma. i Símar 581—838. I Steindór. | I Farseðlar 1 með 0Qtulifoss“ til Veatfjarða, sækist á manudag. H.f. Eimskipafélag íslands. B S. R. Heldur uppi hentugum ferð- um austur yfír Hellisheiði. Á mánudögum, miðviku- dögum og laugardögum til ölfusár, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þessar ferðir hefjast frá Reykjavík kl. 10 f. m., til baka frá Eyrarbakka daginn eftir. Bifreiðarstjóri í þessar ferðir er Steingrímur Gunnarsson frá Eyrarbakka. Á þiðjudögum og föstudög- um austur að Húsatóftum á Skeiðum. — Bifreiðarstjóri: Kristinn Guðnason. Á mánudögum og fimtu- dögum að Ölfusá, Þjórsárbrú, I Ægissíðu, Garðsauka og Hvoli. - Bifreiðarstjóri: Guð- mundur Guðjónsson. Ábyggilegust afgreiðsla, best- ar bifreiðar og ódýrust fargjöld hjá BilreiOasfOð Reykjavfkur. Símar: 716 — 880 —> 970.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.