Vísir - 21.11.1922, Blaðsíða 4

Vísir - 21.11.1922, Blaðsíða 4
■IIO 1000 matrósaföt ár hennanoaklseðiau al- þekta, seljast mikið ó- dýrari en ðnnnr fðt, og þó mikln^ sterkari. Mik- ið af stðknm drengja bnxnm i VöraMsinn. Herbergi óskast. Uppl. á UrSar- stíg 7, kl. 7—9 síSd. (375 Herbergi með rafmagnsljósi til leigu nú þegar á Bergþórugötu 21 A.____________________________(380 Stofa raflýst með forstofuinngangi til leigu 1. des. í Efri-Selbrekku. (366 V4U» - r»Mli Bifreiðarsveif fundin í gær, neð arlega á Baldursgötu. Vitjist í Fé- lagsprentsmiðjuna fyrir kl. 6, gegn greiðslu augl. (377 Kventaska töpuð með 5 kr. Skil- ist á Laufásveg 20, kjallarann. (374 Stúlka óskast í vist á gott heimili í Hafnarfirði. Uppl. Framnesv. 1 C (365 Duglegur drengur óskar eftir snúningum. Uppl. Bergþórugötu 4. _________________________(364 Stúlka vön strauningu óskar eftir að straua í húsum. Uppl. á Njáls- götu 20. _______ (373 Tek nú saum, peysuföt o. fl. — Sigríður Ólafsdóttir, Bræðraborgar- stíg 3 B. (372 Hringurinn Sjónleikur miðvikudaginn 22. og fimiudaginn 23. þ. m. kl. 8 síðdegis. Húsið opnað kl. 7/2. Á undan leiknum verður sýndur baxnadans ®g myndastyttur. Samið af börnum. W .- a'i , L. * .■ , ~ Alveg nýtt; heftr aldrei sést hér áður. Undir stjórn frú Helenu Guðmundsson og Guðm. Thoreteins- son listmálara. Leikið verður: - i ú ■'*>. Aprilsnarrarnir eftir J. L. Heiberg (í 2 þáttum). Leikendaskrá: Ekkjufrú Bittermandel . Constance, bróðurdóttir hennar Zierlich kennari ............ Frk. Trumphmeyer ............ Mdm. Rar .................... Trína, dóttir hennar...... Sigfriður Möller, snikkari .. Tennemann, danskennari . ,>M Símon......................... Vinke, hárskeri...... Fugtel, rakari .............. Hans Mortensen, skólasveinn . ,j pjónustustúlka .............., Vinnumaður ........>........ Kjallarasveinn _____........ Kona ...................... Drengir, stúlkur og gestir. frk. Anna Sigurðardóttir. — Soffía Björnsdóttir. — Halldóra Matthíasdóttir. — Sigriður Bjömsd. Jenss. frú Anua Ásmundsdóttir. frk. Arndís Bjömsdóttir. frú Elisabet Waage, frk. Margrét Ásgeirsdóttir. — Kristín Danielsdóttir. — Unnur Pétursdóttir. — Ragnheiður Björnsson. — Lóa Hjaltested. — Svava porsleinsdóttir. — Kristín BrynjóKsdóttir. — Helga Arason. — Sigþrúður Brynjólfsdóttir. Aðgöngumið.ar verða seldir í Iðnó frá kl. 2 í dag og kosta: betri. sæti 3.00, almenn sæti 2.50, stæði 2.00, bamasæti 1.00. Hljóðfærasveit hr. Bemburgs spilar á undan leiknum. Ágóðinn rennur til berklaveikra fátæklinga í Reykjavíkurbæ. Áteiknað og ábyrjaS útsaunts- efni, vandað og ódýrt, nýkomið. Ut- saumskensla á sama stað, ef óskað er. Aðalstræti 11, niðri. (345 Gluggajárn fást í verslun Hjá!n»- ars porsteinssonar, Skólavörðustíg 4^ sími 840. (351 Upphlutsskyrtur á kr. 5.90 stk. og hvítar telpusvuntur selur Nýi Bas- arinn, Lækjargötu 2._________(325' Nýtt eikarskrifborð til sölu í versl. Katla, Laugaveg 27. (378 Lítið nýtt steinhús nálægt mið- bænum, mjög vandað, með öltum nýtískunnar útbúnaði (rafmagn, W. C., miðstöð), er til sölu, af því að eigandinn flytur í burtu. — Tilboí snerkt: ,,Lítið hús“ leggist inn á af- greiðslu Vísis. (379 P 1 u s s, einbreitt og tvíbreitt (Mekka), Hessian 4 teg., stórskipa- segl, leðureftirlíking í ýmsum litum. til sölu afar ódýrt í Sleipni, Klapp- arstíg 27. Sími 646. (371 MÓTORHJÓL, ágætt, til sölu með gjafverði, nú þegar. A. v. á. (376 Á Hverfisgötu 40 fást fallegir og ódýrir kvenhattar, einnig mikið úr- val af hattaskrauti. (378 Svefnherbergishúsgögn, konsól- spegill, fallegur salóns-skápur úr hnottré o. m. fl. til sölu. Kirkju- torg I._____________________ (369 Orgel til sölu með tækifærisverði. A. v. á. (368 Tvenn drengjaföt og fleira, er til sölu á Laufásveg 33. Til sýnis frá 1—3. (367 $■ Léreftasaum kennir Ingibjörg Ey- feíls, Skólavörðustíg 4 B. (326 FélagsprentsmiVjjUi. 'iSkift tmt hlutverk. 53 — J7ér verðið að gæta þess, að þér eruð ekki laus allra mála enn. Eg hefi ekki fengið neitt svar frá lögmönnum mínum enn þá. Eg hefi ekki heyrt hið allra minsta um það, hvar kona mín muni niður komin. Og ekki má jnaður treysta póstferðum nú sem stendur. pað hafa nær engin bréf komið hingað frá Lundúnum í þessari viku. Eg hristi höíuðið: — Mér þykir leiðinlegt að heyra það. En eg get þó ekki beðið eftir því. Eg verð að leggja á stað undir eins og hægt er- Eg bjóst við því, að hann mundi koma með mótbárur. En það var síður en svo. Hann sagði bara, eins og ekkert hefði ískorist: — pér ráðið því. — Jæja, sagði eg. pér hafið þá ekkert á móti jþví, að eg hverfi ? * Hann horfði þegjandi á mig nokkra hríð og jnælti svo: — pegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta Iíklega besta úrræðið. pér farið þá eins fljótt og unt er. — Já, undir eins og vegabréfið mitt er kom- ið í dag. — Má eg ekki hjálpa yður til þess að fá vegabréfið áritað? — Jú, það þykir mér vænt um, mælti eg. Við urðum nú samferða til konsúlsins og hann mælti ekki orð frá vörum, og eigi heldur á leið- inni þaðan. Mér þótti þetta leiðinlegt. pað er undarlegt, hvað menn geta kynst vel á stuttum tíma, og mér fanst nú, að eg væri í þann veg- inn að skilja við góðan vin og ætti aldrei framar að fá að sjá hann. — Eg skal fylgja yður á járnbrautarstöðina í fyrramálið, mælti hann er við beygðum inn í Place Vendome. Nú þurfið þér að búa yður á stað og eg ætla því ekki a® ’tefja neillt fyrir yður það sem eftir er dagsins. Eg verð að segja það hreinskilnislega, að mér þótti fyrir þessu. Eg hefði heldur kosið, að hanri hefði boðið mér til kvöldverðar og látið vera að fara með mér á járnbrautarstöðina daginn eftir. En hann þóttist víst ekki eiga neitt vantalað við mig lengur. Hlutverki mínu var lokið og hann þóttist ekki einu sinni þurfa að sýna mér neinn þakklætisvott fyrir það sem eg hafði gert fyrir hann. Mér fanst meira að segja, að hann flýtti ferðum heim til gistihússins eins og hann vildi serp allra fyrst Iosna við mig. Eg bað hann að fylgja mér inn í anddyri Ritz | og ætlaði að kveðja hann ,þar. — Verið þér sælar, sagði hann í þeim kæru- lausa tón, er kvenmenn taka sér nær en flest annað. Svo fór hann. En um leið og hann var að' ganga út úr dyrunum, kom þjónn þjótandi og stöðvaði hann. — Afsakið, herra kapteinn, mælti hann. Héi er kominn ókunnugur maður, sem þarf endilcga. að tala við yður og frúna. — Hver er það? mælti Georg gremjulega. pað var auðheyrt, að honum lá mikið á. — Alt í einu kom mér nokkuð til hugar: — Eg get ímyndað mér, hver það muni vera, mælti eg. pað er Penmore kapteinn. Eg hefi altaf átt von á því, að hann mundi heimsækja mig. Georg spurði þjóninn: — Er þessi maður í ein- kennisbúningi Rauða krossins? — Nei, hann er ekki í neinum einkennisbún- ingi, svaraði þjónninn og benti svo á ermi sína. — Hann er með eitthvert skraut hérna. — Hver getur það verið? mælti Georg. Hvar er hann? — Hann bíður þarna inni og ætlaði sér að bíða þangað til þið kæmuð. Nú, þarna kemuv hann. pað ber vel í veiði. Við snerum okkur við og virtum fyrir okkui aðkomumann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.