Vísir - 19.02.1923, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1923, Blaðsíða 4
Vlsil Leir & glervöruYersi, Bankistreti 11 Selar íyrir hálfvirði allar þær myndastyttar sem nú »ru fyrirliggjandi, i dag og næstu daga. Lestrarfélap, kvenna heldur skemtifund kl. 8V2 annað kveld í Iðnaðarmanna- húsinu. Verður mjög vandað til skemtananna, svo að slíks eru varla dæmi áður. Alþýðufræðsla. Hæstu hlynir íslenskrar menn- ingar eru vaxnir upp úr jarðvegi alþýðunnar. Jkir hafa þeir dreg- ið til sín þann nærandi safa, er gert hefir þá svo laufgaða og íturvaxna, að þeir hafa getað veitt öðrum skjól. Fyrir því verður að rækta þann jarðveg sem best. Komist hann í órækt, er öllum íslenskum menningar- gróðri hætta búin. Og það er ekki laust við, að margur þyk- isl sjá votta fyrir óræktarmosa útlendra áhrifa hér og hvar í þessum frjósama jarðvegi. þeirn f jölgar stöðugt, ritunum sem þýdd liafa verið úr útlend- um málum, hvers kyns sögum, sem margar væru betur óþýdd- ar. Bókagerð fer vaxandi, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika. J?að þykir ekki sæma siðaðri þjóð, að láta rílcið hafa verulegt ettir- lit með útgáfu bóka. Bókaútgef- endur verða að hafa lausar hend- ur. En það er annað, ér ríkið getur gert. það getur greitt fyr- ir útgáfu verulega góðra bóka. pað getur stuðlað að því, að jarðvegurinn sé ekki látinn fara í órækt, — að alþýða manna eigi völ á verulega góðum bókum, er komi út árlcga. J?egar talað er um verulega góðar hækur, er átt við þau rit, er hafa ákveð- ið menningargildi og verða til að menta livern þann mann, er les þau. Slík rit eru t. d. sígild skáldrit og fræðirit. Bókaleiðin er greiðfærasta leiðin, ér íiggur lil vaxandi menningar. J?að er sú leið, er flestir geta farið. Sér- hver hugsandi maður getur afl- að sér mcntunar af bókum, ef þær eru fáanlegar hæfilegu verði. En bókakostur okkar ís- lendinga er helst til takmarkað- ur. Margar eru þær fræðigrein- ir, er lítið eða ekkert hefir verið ritað um á íslensku. Reyndar eigum við margar góðar bækur, þar sem fornrit okkar eru, en þau veita helst lil einliliða ment- un, þótt það sé sú undirstöðu- mentun, er vér megurn ekki án vera. Bókmentir seinni tíma eru að vísu meiri að viixtum en minni að kostum og helst til fáskrúðugar. Fyrir þvi er ekki um annað að gera, svo framar- lega sem þjóðin á að þokast i menningaráttina, en að auðga bókmentir okkar með úrvalsrit-, um annara þjóða, betur en gert hefir verið. petla hafa margir bestu inenn þjóðarinnar séð fyrir löngu. — Ýmsir miklir gáfumenn og rit- höfundar hafa lagt fram krafta sina tii þess að beina þjöðinni hraut inn i hugmyndariki ann- ara þjóða, með því að vinna að þýðingum ágætra rita. Meðal þeirra mætti nefna Jón porláks- son, Sveinbjörn Egilson, Jónas Hallgrímsson, Benedikt Cxrön- dal, Steingrím Thorsteinsson, Matthias Jochumsson, Bjarna Jónsson frá Vogi o. fl. Öllum þessum mönnum hefir verið það Ijóst, að það þurfti að auðga ís- lenskar bólcmentir að úrvalsrit- um annara þjóða og að alþýðu- mentun er og verður fjöregg þjóðarinnar. ]?ó munu flestir þessir menn hafa gert sér það ljóst, að ekki lesa allir Islending- ar þessar úrvalsbækur, er Jieir liafa J?ýtt. Jónasi Hallgrímssyni hlýtur að hafa verið það ljóst, -að fleiri mundu lesa Tistrans- rímur en Stjörnufræði dr. G. F. Ursins. En hvað um það. pað er ekki mæhkvarði á nytsemi bóka, hve margir lesa þær, held- ur hvort bókin er vel lil þess fallin að hafa sjálfmentandi á- lirif á þá menn, er lesa liana. J?að má til dæmis gera ráð fyrir því, að fleiri hafi lesið ,Kapitolu‘ en kvæði Hómers. pó mun eng- ! inn maður þora að segja, að liún „Kapitóla“ hafi meira menning- argildi, og að meiri fengur liafi verið að fá liana þýdda á is- lensku en þeSsi sígildu söguljóð. I Ýmsir útgefendur hafa ráðist í að gefa út alþýðurit, er opnuðu þjóðinni útsýn yfir þann andlega heim, er mentaðri hluti alþýðu annara landa lifir í. En alt af hefir lyr eða síðar strandað á þessu sama: fárskorti. Slík rit ganga fremur seint út og borga sig illa. J?að cr því ekki um ánn- að að gera en ríkið sjái um út- gáfu alþýðlegra fræðirita, sem þýdd eru úr útlendum málum. Próf. Sig. Nordal vekur máls á því í siðasta Andvara, að J>jóð- vinafélagið taki að sér þá hug- mynd, er hann ritaði um í Skírni árið 1919 og ýmsir hafa ritað um síðan. Hugmynd hans var sú, að rikið léti gefa út 100—- 150 arkir skáldrita og jfræð|- rita nokkurn veginn jöfnum höndum. En það má mikið á milli vera að gefa út 150 arlcir eða ekki neitt, enda vill próf. Sig. Nordal heldur að ráðist sé í það að gefa út eitthvað minna en að eklcert sé gert. pingið mun og háfa synjað einstökum mönn um uiri styrk til að gefa út slík rit, af því að það mun hafa haft í huga áð koma þessari hug- mynd fram í einhverri mynd. pjóðvinafélagið mun nú sækja um styrk til að gefa út um 60 Stofa með rafmagni og' for- stofuinngangi til leigu. A. v. á. (124 Budda tapaðist í gær með kr. 40 og lykli. Skilist á afgr. Vís- is gegn l'undarlaunum. (131 arkir á ári, mentandi alþýðurita. pað félag hefir nú starfað i full fimtíu ár og getið sér góðan orðstír. Er því ekki nema mak- legt, að það fái að færa út kví- ar sínar. Stjórn þess er og skip- að hinum ágætustu mönnum sem er trúandi til.að sjá þjóð- inni fyrir úrvalsritum, ef fjár- skortur verður ekki til að binda þá á höndum og fótum í þessum efnum. Allar líkur eru til, að þingið veiti félaginu slyrkinn. Oss er kunnugt um, að ýmsir þing- menn eru máli þessu hlyntir og telja því fé vel yarið, er verður til að menta þjóðina. peim er það fyllilega ljóst, að mentun al- þýðu má ekki vera undir tilvilj- un komin. pai- verður að vinna að með viti og eí'tir þeim regl- um, er hagkvæmastar þykja. Með öðrum þjóðum eru gefnir iit fræðiritafloþkar, svo að fróð- lciksgjörn alþýða á kost á því að fylgjast með öllum helstu nýj- ungum, er verða á ýmsum svið- um almennra vísinda. E11 hér ineð okkur cr öðru máli að gegna. peir er lesa ekki nema íslensku liafa naumast hugmynd um ýmsar þær fræði- greinir, er margt og mikið hef- ir verið ritáð um við hæfi al- J?ýðu, t. d. bæði á ensku og þýsku og meira að segja á Norð- urlandamálunum. Reyndar get- um við ekki gert okkur von um að verða að nokkru sinni færir um að keppa við stórþjóðirnar i þessum efnum. En við getum reynt að stíga fáein spor i sömu ált og þær hafa stikað áfram. Ef við reynum það ekki, verðum við að sætta okkur við að sjá íslenska alþýðu setjast um kyrt, þar sem aðrar þjóðir hafa áð fyrir löhgu á framsóknarför sinm’. Og í áfangastaðnum er fátt annað til bjargar en úrgang- ur og leifar, er aðrir hafa eftir skiíið. * * * Tómir pokar undan hveiti og rúgmjöli, til sölu. Davíð Ólafsson, Hverfisgötu 72, Sími 380. . (9$. Stór konsolspegill til sölu af- ar ódýrt. A. v. á. (139 Orgel óskast tiikaups nú þeg- ar. Lindargötu 8 B. (129 Veðdeildarbréf til sölu. A.v.ú, (125 Til sölu buffet, ruggustóll, bókahilla, bárnarúm. Uppl. á Lokastíg 25, niðri, eftir kl. 6 siðd. (121 Nýr riffill til söhi. Verð kr. 15,00. Til sýnis á skrifstofu Sig. Skúlasonar, Lækjargötu 6. (120 Nýlegt tveggjamannafar ósk- ast keypl. A. v. á. , (119 Gotf orgel til sölu. A. v. á. (118 Hús og lóðir til sölu. Uppl. á Njálsg'ötu 13 B. (117 Talið við mig áður en þér lái- ið gera við hjólhesta yðar; hefi alt þeim lilheyrandi og ávalt ný- ir hjólhestar til sölu. Besta teg- und. pekt merki. Sigurþór Jóns- son. (111 Besta saumavélaolía, sem tii landsins hefir komið, fæst hjá Steinþór Jónssyni úrsmið, Aðal- stræti 9. (113 Bcstan rikling í borginni hefir versl. Jökull, Laugaveg 49. — Sími 722. ' (132. Karlmannsháttar gerðir upp að nýju. Vatnsstig 3, þriðja hæð (115 Stúlka vön matreiðslu. óskast í vist nú þegar. Ásta Ólafsson, Aðalstræti 2. (129 Vönduð og heilbrigð stúika óskast í vist strax. Uppl. í síma 903. (128 Stúlka óskast í vist um mán- aðartíma. Bjargarstíg 6, uppi. (127 Saumaðar kápur og kjólar. Vönduð og ódýr vinna. Til við- tals frá ld. 2—6. Sími 1081. (123 Föt eru hreinsuð og pressuð, á Baldursgötu 1, uppi. (116 Stiilkur gcta fengið tilsögn í að sauma og sníða kjóla og káp- ur. Til viðlals frá kl. 2—6. Simi 1081. (122 Félagsprentsmiðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.