Vísir - 24.03.1923, Side 2
ylsn
Höfam fyrirliggjandi:
Strákústa — Gólfikrftbbnr.
Tjörnkústa - Pottaskrúbbnr.
Naglabnrsta — Fiskbnrsta. — Flatnlngshnlía.
Hrátjðrn Rapid Cylindemlfn.
Frá Alþlngi,
í efri deild voru rædd þrjú
mál í gær. Fyrsta ínál^ð var
frumv. Jónasar Jónssonar, um
takmörkun á liúsaleigu í kaup-
stöðum. Allsherjarnefnd lagði
til, að frumv. yrði vísað frá með
rökstuddri dagskrá, sakir þess,
að bæjai’stjórn Reykjavíkur
hefði húsaleigumálið nú til með-
ferðar og hefði þegar samþykt
til annarar umr. frv. til reglu-
gerðar um skyldumat á íbúð-
um í bænum. Flm, frv. and-
mælti þessari tillögu nefndar-
innar og kvað mál þetta svo
miklu varðandi fyrir all landið,
að þingið gæti ekki látið það
afskiftalaust. Mæltist hann svo
að lokum til þess, að málið yrði
tekið af dagskrá og umr. frest-
að um óákyeðinn tímá, til þess
er séð yrði, hver afdrif skyldu-
matsfrv. bæjarstjórnarinnar
f engi. Atvinnumálaráðherra
studdi þá tillögu, og Var málið
siðan tekið af dagskrá og umr.
frestað. — Á sama liátt var farið
með frv. J. J. um íþróttaskatt,
en um það hafði fjárhagsnefnd
deildarinnar lagt það til, að því
yrði vísað frá með rökstuddri
dagskrá, sakir þess, að málið
sé fyrst og fremst bæjarmálefni
Reykjavíkurkaupstaðar, en und-
irbúningur af hans hálfu ógerð-
ur“. — priðja málið var frv.
um breyting á lögum um hæj-
arstjórn á Seyðisfirði, og var
því vísað til 3. umr.
íneðri deild var lokið vlð atJra
umræðu um fjáraukalagafrv.
fyrir árið 1922. Svaraði fram-
sögum. fjárveitingan., M. P.,
þeirri ásökun forsætisráðh. á
hendur nefndarinnar, að hún
hefði gefíð tilefni til ýmsra
aukafjárveitínga, með tillögum
til stjórnarinnar um ýmsar fjár-
bænir. Neitaði frsm. þessu harð-
lega, pá spurði hann stjórnina
enn, hvort hún liefði í hyggju,
að leggja fyrir þingið fjárauka-
Jagafr\7. fj'rir árið 1923, en ráð-
herrar svöruðu því, að ekkert
tilefni væri til þess, því að þeir
vissu ekki til þess, að neinna
fjárveitinga væri þorf á þessu
ári um fjárlög fram. Var frv.
síðan vísað til 3. umr., en feldar
lir því tvær fjárveitingar, skv.
beiðni nefndarinnar. — pá var
tekið fjrir frv. til laga um br.
á lögum um stofnun Lands-
banka, um hækkun launa banka-
stjóra, bókara og gjaldkera.
Flm. eru Jón A. Jónsson og Jak.
M. Hafði .T. A. .T. framsögu. Eru
bankastjórum ætluð 24 þús. kr.
laun, eins og hinum stjórnskip-
uðu bankastjórum íslands-
banka, bókara og aðalgjaldkera
5000 kr. hyrjunarlaun, hækk-
andi upp i 6500, og aðstoðar-
gjaldkera 4000 hækkandi upp í
5500 kr. Er launahækkun þessi
rétllælt með þvi, að störf þess-
ara embættismanna séu ekki.
sambærileg við önnur embættis-
slörf; sakir þeirrar áhyrgðar og
erfiðis, sem þeim fylgja. Að lok-
ínni ræðu frsm. var frv. visað
til annarar umr. með samhljóða
atkv., og til fjárhagsnefndar. —
pá hí’jfsl fyrsta umr. um frv. til
laga „um heimild fyrir stjórnina
til að veita ýms lilunnindi fyrir-
luigðum nýjurn banka í Rcykja-
vík“. Er Trv. þetta svipað frv.,
sem kom fraiu á þingi 1920, ög
fer það fram á, að bankanum
verði veitt sparisjóðsréttindi og
skattskylda Iians takmiirkuð
svipað og íslandshanka, en
hlunninda þessara njóti hann að
eins til löka leyfistíma íslands-
banka. — Jak. M. hafði fram-
sögu máJsins, og kvaðjiann svo
brýna þörf á auknu vellufé til
atvinnureksturs og viðskifta, að
skylt væri að greiða sem hest
fvrir stofuun nýs hanka, sern
aflað gæti sér erlends starfsfjár
og hætt með þvi úr gjaldeyris-
þröng' landsins og veltufjár-
skorti. Magnús Kristánsson and-
mælli frv., en þó hófléga. Virð-
ist helst hafa ímugust á öllum
bönkum, einkanlega þei'm, sem
störfuðu með útlendu fé. Að
ræðu hans lokinni var umræðu
frestað og fundi slitið, því að
fundartíminu var á enda.
Þjóðleikhus.
Merkilegt frumvarp er borið
fram á Alþingi, af þeim Jakob
Möller og þorsteini Jónssyni. Er
það um skemtanaskatt og þjóð-
leikhús, og er svo lil ætlast, að
skemtanaskattur allur i Reykja-
vík og öðrum kauptúnum lands-
ins, er hafa yfir 2000 íbúa, renni
í sérstakan sjóð, „þjóðleikhús-
sjóð“. Á að verja honum til þess
að koma upp þjóðleikhúsi i
Reykjavík, og til að styðja sjón-
leiki, sem sýndir verða að stað-
aldri í því húsi. Eiga þrír menn,
Goodyear Cord bifreiðahring-ir eru væntanlegir með næstu
skipum og verða seldir fyrirneðanskráð verð, meðan birgðir
endast.
30x314 Cl. Cord . . kr. 58.00
765x105 —- - — . . — 83.50
32x31/2 Ss. .. — 85.50
33x4 .. — 99.50
32/444— — 127.50
33X414 • - .. —131.00
34X414 — — .. —135.00
35x5 178.00
Afslátturl fæst, ef mikið erkéypt og greitt út í hönd.
Bifreiðaeigendur! Dragið ekki að senda okktir pantanir vðar,
því verðið hækkar að líkindum hráðlegá.
Goodyear verksmiðjan er besta hringi fyrir lægst verð.
smiðja i heiminum, og býr tilbestá liringi fyrir lægst verð.
Jóh, Olaisson ófc (Jo,
Tobler,
fcesta svissneska átsuhkuledSl
sem búið er til I heiminum
Biðjið nm það.
Fæst alstaðar.
er kirkju- og verslunarmálaráð-
herra velur, að liafa allan undir-
búning undir stofnun þjóðleik-
hússins á hendi, og starfa kaup-
laust, en rikið leggi til ókeypis
lóð undir leikhúsið neðan til á
Arnarhólstúni fyrir norðan
Hverfisgölu.
Hugmynd þessi er ág'æt, og er
vonandi, að frumvarp þetla nái
fram að ganga. Rikjssjóður
missir ekki einn eyri við það, en
skemtanáskátturinn, er bæjar-
stjórnum var lieimilað að leggja
á skemtanir fyrir álmenning,
með lögum 1018, rennur í þenna
sameiginlega sjóð. Er Jionum
breylt að nokkru í frumvarpi
þessu, en ekki hafa kaupslaðir
Iandsins flýtt sér að nota þessa
heimild, því að í Reykjavík
komst liann ekki ó fyr en í árs-
lok 1921, á ísafirði um líkt leyti
og á Akureyri mun hann ekki
enn kominn á. Aítla má, að
skattur þessi muni nema um
50.000 krónum á ári, og má þá
fara að hugsa um leikhússbygg-
ingu eftir 4—5 ár. Rjóðleikhús
eftir örfá ár, ætti að verða mctn-
aðarmál allra íslendinga, og
með fnimvarpi þessu er fundin
hægasta Iciðin að takmarkinu.
Um málið hefir verið hugsað í
10— 20 ár, samdar ítarlegar rit-
gerðir í tímaritum og blöðum;
Stúdentafélagið kaus nefnd í
málið fyrir noklcrum árum, en
alt liefir strándað á fjárskorti.
Rörfin er svo brýn, að málið
stendur nú fyrir utan og ofan
alla flokkadrætli. Margar tillög-
ur bafa komið fram, lil þcss að
leysa úr þcssti vandamáli, en
engin þeirra liefir enn reynst
lífyænleg.
Kök.ur
frá Carr & Co.
Ca é Nol'r
Creamy chocolate
Metropolitan Mixed.
íakökur.
Cherry Mt caroons
Boston C eama
Chcco'at Obani.
Fyj iríiffgjandi.
"þökbuk sveinsson & co-
Tll sOlU:
áigrætt hey.
Stefán A. Pálsson & Go.
Hyeiflsgöta 84. Slmi 244,
petla frumvarp sker í sundur
Gordions-hnút vandræðanna, og
ef það nær fram að ganga, ris
hér upp eftir örfá ár vegleg höll,
sem á að varðveila hljómfegurð
íslenskrar tungu, leiða fram á
sjónarsviðið fegurstu hugsjónir
erlendra og íslenskra leikrita-
skálda, cndurspegla líf og háttu
þjóðarinnar á liðnum og líðandi
árum og lyfta lienni til aukins
menningarþroska. Vandað þjóð-
leikliús er nokkurs konar liá-
skiíli alþjóðar; eitt leiknt, sam-
ið og sýnl af list, getur sveigt
vilja þúsundanna í rétta átt, og
bætl og lagað það, sem margra
ára kensla ckki fær á orkað.
pess vegna er þjóðleikhús eitt
af mestu velferðarmálum allra
menningarþjóða og jafnnauð-
synlegt fyrir Islendinga að koma
því upp eins og t. d. háskóla.
Leiðin ei’ nu fundin, og er von-
andi, að liáttvirtir þingmenn,
sem eiga að vera hugsjónamenn
þjóðarinnar, gangi liana.
Alexander Jóhannesson.