Vísir - 24.03.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 24.03.1923, Blaðsíða 3
yísm Elðtraustan peiiiiaskáp heli ég til tölu meö tækiíeríiveröi, Kr. 0. Skagfjörð. Hitt og þetta. Frakkar og Pólverjar. Nýlega- hefir franska þingiö samþykt oliusamning, sem Frakkar og Pólverjar gerðu með sér G. febrúar ll.)22. — Sam- kvæmt þeim samningi eiga frönsk félög að l'á umráð yfir helmingi allra olíulinda í Galisíu og yfir tveim þriðju allra olíu- iireinsimarstöðva á því svæði. Frökkum er veitt heimild til að flytja úr landi alla þá olíu, sem ekki er nauðsynleg lil heima- notkunar í Póllandi. Ekki má íþyngja olíuversluninni með þungum sköttum, cn Frakkar heita Pólverjum aðstoð sinni í öllu því, er lýtur áð rekstri olíu- Jindanna og l'yrirgreiðslu flutn- inga á hemii. Ekki eru Póllaadi veitt nein gagnkvæm lilunnindi í þessum samningi, en þess er að gæta, að stjórnir landanna gerðtt með sér marga aðra samninga 6. febrúar 1922, um samvinnu milli land- anna í ýmsum iðnaðargreinum, og í þeim samningum eru Pól- verjum veitt ýmisleg fríðindi, sem vega fullkomlega upp í móti þcssum blunnindum. Jón JonssoQ, læknir SkólftTöröustig 19. Heima 1-3 og 8—9. Tannlækningar. NÝKOMIÐ: MeJis á 70 au. Vz kg., kandía 75 au. Vz kg., melis i toppum 75 au. Vz kg., lirísgrjón 35 au. Va kg., liveiti 30 au. V2 kg., isl. smjör kr. 2.50 Vz kg., egg 30 au. stykkið og vínþrúgur í kút- um 25 lcr. kúturinn. Verslunin „V o n“. GLJÁBRENSLA. Erindi um bolsclievikaslef'nuna og hinn raimverulega tilgang liennar, flytur Steinn Emilsson sunnudaginn 25. þ. m., kl. 4 e. m., i Nýja Bíó. Ríkisstjórn og alþingismönum l>oðið. Aðgöngumiðar á 1 — eina lcrónu, — seldir frá kl. 1,30 sama dag. fálogalandi Leikfél»g Reykjayiknt ikingarniF á og viðgeröir & hjólum er ódýr&st i t FÁLKANUM veiöa leiknir i sunnudaginn 25. þ. m. kl. 8 slöd. Aðgöngumiöar seldir á laugardag frá kl. 4—7 eg á tunnudag 10—12 og eftir kl 2 fvers vegna er betra en alt annað smjörlíki, til viðbits og bökunar? Af því að það er gert úr fyrsta flokks jurtafeiti. — Húsfreyjur, dæmið sjálfar um gæðin. IsmjeRUKn n TWf Smjörlikisgerðin i KegkjavíkJ ]\ ^ ■ _ - - . .. . •• Husholdnings og Kousum, A. ObeihMpt Nokkrir dnglegir fiikweu geta komist að á mótorskipið „Vivid“, frá Hafnarfirði, til þess að stunda handfærafiski í vor og' sumar. Sigurður Guðnason, skipstjóri, Hafnarfirði. í VARGAKLÓM. 30 IX. KAFLI. SrV Jósef vercíur fyrir Vonbrigóum. Nóra staulaðist út úr húsinu. Hægur kveldsvali kom í móti henni og vakti hana til meðvitundar um þá smán og svívirðingu, sem hún hefði orðið að þola. Konan hafði barið hana fólskulega, en Nóra fann varla til sársaukans. Hún skalf og titr- aði af blygðun, og hjarta hennar brann af ákafri gremju og réttlátri reiði yfir þessu svívirðingarhöggi. Sjálfur sársaukinn var ekkert; hún hafði oft kent meira til, þegar hún datt úr trjám eða af hestbaki. Einu sinni hafði hún legið meðvitundar- laus, þegar hún hafði fengið eina slika byltu. En nú fanst henni sem hún hafði orðið fyrir því áfalli, sem engin tár íá læknað og aldrei gleymist. Drengj- um getur verið fullilt, að verða fyrir höggum, en , stúlku á Nóru aldri er það háðung, skömm, skap- raun og niðurlæging. Henni fanst, sem hún hefði verið troðin niður í skarnið, og andlit hennar svo afskræmt, að hún gæti ekki þekt sig. Nóra mátti ekki hverfa heim til úhssins; henni kom síst til hugar að læðast heim og gráta sig þreytta í herbergi sínu, og eiga svo að fara ofan næsta morgun með áverkann á andlitinu. Höfðingjasetrið Grange var ekki lengur heimili hennar. Frú Ryall hafði hrakið hana þaðan og faðir hennar horft á það, án þess að leggja henni liðsyrði. Hana langaði nú til þess eins að komast svo langt að heiman sem verða mætti. Hún reyndi að hugsa og finna einhver úrræði, en nú var úr vöndu að ráða, og þarna starði hún út í nátt- myrkrið, og vissi ekki, hvað hún ætti að gera eða hvert að halda. Alt í einu heyrði hún rödd föður síns, sem var að kalla á hana skjálfraddaður og j lágum rómi. Hún hrökk við, eins og hún hefði orðið fyrir nýju hoggi; hugarfar hennar til hans Var breytt. Hún hefði enn viljað leggja lífið í sölúrnar fyrir hann, en liennni var það óbærileg tilhugsun, að hann kæmi auga á meiðslin undan högginu, sem hann hafði horft á aðgerðalaus. Hún hörfaði undan út í myrkrið. og beið þar. Frú Ryall kallaði hástöfum á hann og Nóra heyrði, að haitn gekk inn. pegar hann var horfinn, læddist hún inn í fordyrið og tók gömlu kápuna sína af snag- anum, vafði henni um sig og dró hettuna fram yfir höfuðið, til þess að skýla rispunum á andlitinu. Síðan flýtti hún sér yfir hagann, forðaðist allar götur og leyndist milli trjánna. Hún hafði í hyggju, að komast svo á þjóðveginn, að enginn tæki eftir eða gæti rakið feril hennar. En til þess þurfti hún yfir landareign Ferrands. Idún nam augnablik staðar og hélt svo áfram. Á einum stað, skamt frá Höllinni, var afgirtitr skógarblettur og hún þóttist vita, að þar mundi enginn sjá sig. Hlýtt var í veðri og henni sjálfri heitt um hjartarætur, svo að hún ýtti hettunnni aftur af höfðinu, áður en hún vissi af. Hún var nærri komin gegnurn skóginn og að girðingunni, sem hún ætlaði að klifra yfir, þegar hún heyrði mannamál, og sá tvo menn ganga á gangstígnum hjá akveginum. Annar þeirra var Sir Jósef, hinn var herra Trunion, lögfræðingur frá Nelsworthy, sem stundum hafði skift við föður hennar. Sir Jósef hafði báðar hendur í vösum og var hinn al- varlegasti. Hinn máðurinn gekk við hliðina á honum, niðurlútur og skotraði augunum til beggja handa, og hafði Nóru aldrei verið um þann sið hans. pegar þeir nálguðust tréð, sem Nóra stóð á bak við, nam lögfræðingurinn staðar, og sagði varkárlega, en þó svo hátt, að Nóra mátti vel heyra: — „Eg má treysta því, Sir Jósef, að þér séuð al- veg sannfærður um þetta og hér geti ekki verið um neinn misskilning að ræða.“ „Já, yður er það óhætt,“ sagði Sir Jósef. „Gilli & Roberts eru allra manna áreiðanlegastir og ágœt- lega að sér í sinni grein. Eg hefi aldrei vitað til þess, að þeim skjátlaðist. Efnið er þar, enginn vafi á því, en nú er að eignast það, en á því ættu ekki að vera miklir örðugleikar. Eg veit hvernig landið liggur við. Eg veit að þér, eða einhver yðar skjólstæðingur á veð í jörðinni. Nú vil eg taka það veð að mér, og þér getið hjálpað mér til þess; þess vegna hefí eg leitað til yðar. Eg geng ævin- lega hreint til verks; og það býr ekkert annað undir en þetta, sem eg hefi sagt yður. Eg vil vera hreinskilinn við yður og skal engu leyna yður." ,,Jæja,“ sagði Trunion og leit til hans, „eg verð að játa, að eg furða mig talsvert á því, Sir Jósef, að þér skulið gera það.“ ,,Já, þessu trúi eg,“ svaraði Sir Jósef gætilega. „En þér vítið, að eg er eldri en tvævetur og þekki veröldina og mennina. Lítið þér á! Gerum ráð fyr- ir, að eg hefði komið til yðar og boðist til að taka að mér þenna veðrétt og fundið mér eitthvað og eitthvað til, að yfirskini. pér hefðuð getað sagt yður það sjálfur, að ekki keypti eg landið rétt að gamní mínu, og eitthvað hlyti að búa undir, og þér hefðuð tortrygt mig og farið að giska á eitt og annað, þangað til þér hefðuð komist að sannleikanum, • En í stað þess kom eg nú til yðar og segi yður sannleikann, af því að eg er fús til að bjóða yður góða skilmála. pað er hvorugum okkar til góðs, að landið verði boðið upp, og við færum ekki að bjóða hvor á móti öðrum. Eg er reiðubúinn til þess, að láta yður fá þriðja part af því, sem eg græði á fyrirtækinu, og ef mér skjátlast ekki, þá er það meira fé en þér getið búist við að fá á annan hátt. pví að þetta verður ekki rekið án höfuðstóls, og hann verður að v.era mikill. En eg haif það fé, sem til þess þarf, en mér er sagt, að þér munið ekki hafa það, — eg segí það án þess að ætla að móðga yður.“* „Svo er það,“ sagði Trunion, „yðar ráðagerð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.