Vísir - 30.07.1923, Side 3
VÍSIR
Nýtt vandaS Flygel
til sölu vegna plássleysis. Enn-
fremur alveg ný bestu stofuhús-
gögn, sem alt fæst með tækifæris-
verði. A. v. á.
á sama um alt starf til efling'ar
riki Krists, en hafa eingöngu
áhuga á að tala, í niðurrifandi
trúmálastælum.
Sigurður Kristófer segir, að
guðspekingar séu andvígir sálna-
reikskenningunni, þeim komi
öllum saman um, að mannssál
geti eigi orðið dýrssál, en þetta
getur verið bandvitlaust, þó
þeim öllum komi samn úm það,
og er því engin sönnun. Einu
sinni trúðu allir menn því, að
sólin gengi í kringum jörðina,
en það var rangt fyrir því; ið
þveröfuga er rétt. Aftur eru
guðspekingar því fylgjandi, að
dyrssál geti orðið mannssál og
það er þó óneitanlega ein tegund
sálnareiks.
Andmælandi Sig. Iýiástófersj
hafði sagt: „að þeir báðir mundu
verða sama dómi að lúta.“ pessu
snýr Sig. Kristófer svo í hendi
sér, að það merki: „að þeir
hljóti báðir sama dóm.“ Slíkri
óráðvendni leyfir hann sér að
bcita, og telur síðan, að orðin
verði að játningu andstæðings-
ins, á þeirri kenningu guðspek-
inga, „að hver verði sæll með
sína trú.“ En af hvi eru þeir
þá íátlaust. að vilja troða upp á
aðra trúarkreddum sínum? pað
virðist þá vera tilgangslítið. En
þetta var nú samt gott og bless-
að, því nú sjá menn þó í fullu
ljósi, hversu óheiðarlegum vopn-
um Sig. Kristófer heitir. Og þessi
maður þykist flytja guðs er-
indi!!
Eg geri ráð fyrir að Sigurði
Kristófer sé eitthvað lieilagt,
þrátt fyrir alt; að minsta lcosti
að svo sé honurn um eigin
áhugamál sín, og þá ætti hann
að búast við að sama sé um aðra
menn. En þá er það alveg óhæfi-
legt af honum að rita með þess-
ari fyndnishæðni, meinbægna
útúrsnúningi og kersknisfulla
gáska um svona háalvarlegt
málefni. Einnig tel eg víst, að
hann rjúki nú upp til að rita á
móti mér, því manninum virð-
ist alt af vera mál, mál að tala
í tíma og ótíma, en óvíst tel eg
að eg þá hirði um að svara hon-
um aftur. pótt ástæður Sigurð-
ar Kristófers kunni að vera
þannig, að hann geti eytt tím-
anum í vætkísverðu kjaftæði,
þá munu ástæður flestra annara
svo lagaðar, sem betur fer, að
þeir liafa öngvan tíma til þess
sífelt að svara vitleysum. En al-
mennings vegna verður þó að
gera það við og við.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
StiDapllllnn.
Saga sú, er hér fer á eftir,
er tileinkuð hr. Bjarna Jóns-
syni meðhjálpara í Reykjavík,
og sr. Einari Hoff, er sagði í
dómkirkju Rvíkur sumarið
1923: „En Theosof kan
umulig være kristen og én, som
er kristen, kan umulig være
Theosof.“
Jörðin leið um geiminn, eins og
hún hafði liðið margar miljónir ára.
pó var sem einhver þreytubragur
væri að færast á göngu hennar. Hún
var fyrir löngu hætt að snúast um-
hverfis sjálfa sig. Leið hún nú áfram
eins og tunglið, er fylgdi henni enn
þá sem tryggur förunautur, er vildi
ekki við hana skilja, uns yfir lyki.
Bæði höfðu þau nú „bundna hreyf-
ingu“. Sneru þau því ávalt sömu
hlið að sólu. Endalaus dagur drotn-
aði á öðru hveli jarðar, en á hinu
ríkti eilíf nótt.
Sólin virtist vera orðin lítil. Var
sem hún væri orðin þreytt að skína,
enda hafði hún skinið margar miljón-
ir ára, hafði vakað yfir jörðinni, eins
og ástrík móðir, er vakir yfir veiku
barni sínu og kemur ekki dúr á auga.
Hún hafði látið geisla sína lýsa öll-
um og verma alla, er hún hafði náð
til. Hún hafði runnið upp yfir góða
menn og vonda, kristna menn og
heiðna. Aldrei hafði hún farið í
manngreinarálit, og aldrei hafði hún
reynt að leggja dóm á mennina. Nú
var sem hún væri að því komin að
loka augunum og sofna fyrsta og
hinsta blundinn.
Jörðin var orðin ein flatneskja.
Hafið var horfið og fjöllin farin af
yfirborði hennar. Móðir vor, hin
aldna jörð, leit út eins og illa hirtur
kirkjugarður. Var hún einn samfeld-
ur grafreitur norðan frá norðurheim-
skauti og suður á suðurheimskaut.
Hér og hvar sáust menn á gangi
milli grafa. En þreytulegir voru þeir
og því líkast sem þeir gengi í
svefni.
Alt í einu heyrðist undarlegur
ómur. Mennirnir litu upp. Var sem
þeir vöknuðu af dvala og sumir
þeirra urðu óttaslegnir. Ómur þessi
kom einhversstaðar úr fjarlægð.
Hann færðist óðum nær og varð að
lokum að drynjandi lúðurhljómi. Og
hljóðöldur hans voru svo orku-
þrungnar ,að yfirborð jarðar virtist
gnötra og ganga í bylgjum fyrir
þeim.
Og hljómurinn magnaðist.
Jörðin tók að rifna sundur fyrir
kyngikrafti hans. Allar grafirnar
opnuðust. Efstu grafirnar lukust
fyrst upp og síðan hinar, er undir
þeim voru, því að grafir voru undir
gröfum, svo langt sem sá niður í
skaut jarðar. Og þegar allar grafir
höfðu opnast, leit jörðin út eins og
stórriðið net.
Hljómurinn magnaðist.
Bein framliðinna manna höfðu
hvílst í skauti jarðar. Sum þeirra
höfðu verið þar að eins litla hríð,
önnur svo árum skifti og enn þá önn-
ur, árþúsundir og jafnvel margar
miljóriir ára. Voru jsum beinin í
rauninni engin bein, en frumagnir
þeirra voru þó til, því að móðir vor,
hin aldna jörð, hefir mætur á öllum
jarðneskum leifum þess, er eitt sinn
hefir lifað. Svo voru og önnur bein,
er gátu heitið heillegar kjúkur. En
hljómurinn verkaði svo á allar þess-
ar Ieifar, að það var líkast því sem
þá er sterkum segul er brugðið undir
pappírsblað, þar sem stráð hefirverið
á járnsvarfi. pær röðuðu sér saman í
samfeldar beinagrindur og lágu í
gröfunum.
Hljómurinn magnaðist.
Nú var sem líf tæki að færast í
limina dauðu. peim tók að vaxa
holddróg og holdinu hörund, svo að
beinin hengu þolanlega saman.
Hljómurinn magnaðist.
Beinagrindurnar risu á fætur, og
þær gengu út úr gröfunum. pær rið-
uðu flestar/Og virtust eiga erfitt með
að ganga. Sumar þeirra báru í hönd-
um gömul kver, er grafin höfðu verið
með þeim. Létu þær sér ant um þau,
eins og þær hefðu í hyggju að hafa
þau sem eins konar vegabréf. Allar
beinagrindurnar skjögruðu af stað og
stefndu þangað, sem endalaus dag-
ur og eilíf nótt féllust í faðma.
Hljómnum slotaði alt í einu.
pögnin ríkti. Varð nú svo hljótt
um víða veröld að heyra mátti hugs-
anir bærast í höfðum hinna nýupp-
risnu. Allur fjöldinn var nú kominn
fram fyrir dómarann. En fjöldinn
var svo geysimikill, að ekki sást út
yfir hann, þar sem horft var yfir
hann á sléttunni. Mátti því búast við,
að seint mundi þeir sækjast, dómarn-
ir, þar sem að eins einn átti að
dæma, en mergðin var mikil.
Margir þeirra.er biðu þarna,
höfðu verið starfsmenn miklir, þá
þeir lifðu. Leiddist þeim þvíiriðin,
er þeir höfðu ekkert fyrir stafni, en
voru margir hverjir milli vonar og
ótta um afdrif sín. Meðal þeirra
voru og ýmsir, er unnið höfðu mikið
fyrir dómarann. peir kviðu engu.
Vildu þeir nú fegnir gera honum
einhvern greiða, meðan þeir biðu
þess, að þeir yrðu kvaddir til að
ganga inn í sælu þá, er þeim var
fyrirbúin. par voru og nokkrir, er
höfðu lifað endur fyrir löngu norðar-
lega á hnettinum og í borg einni,
er hét Reykjavík. Var hún um þær
mundir höfuðborg eylands þess, er
ísland hét.
pessar áhugasömu sálir höfðu
unnið mjög að því, að stimpla sam-
tíðarmenn sína. Höfðu þær útvegað
sér tvennskonar stimpla. Stóð orðið
„sannkristinn“ á öðrum þeirra, en
orðið „heiðinn" á hinum. pær höfðu
stimplað menn, til þess að flýta fyrir
dómaranum, þegar þar að kæmi.
Gengu þær vel fram og lágu ekki á
liði sínu og allra síst á helgum dög-
um. Höfðu þær þá stimpla þessa
sinn í hvorri hendi. Stimpluðu þær
úrvalstrúbræður sína með hægri
handarstimplinum. Stóð á honum
orðið „sannkristinn“. En með vinstri
handar stimplinum stimpluðu þær
þó miklu fleiri.
Var þeim nú mikil forvitni á að
sjá, hve stimpillinn hefði haldið sér
vel í allar þessar aldir. póttust þær
illa sviknar, ef blekið hefði bliknað
eða horfið, því að mörg var merki-
blekflaskan dýr. Sagt var að sein-
asta flaskan hefði kostað land þeirra
2500.00 kr.
Gengu nú sálir þessar að ýmsum,
er þær höfðu stimplað. Sáu þær sér
til mikillar undrunar og skelfingar,
að stimpillinn hafði farið af þeim.
Var því alt verkið ónýtt.
par var til dæmis prestur. Hann
hafði ekki ævinlega lotið í auðmýkt
og lotningu öllum kreddum og venj-
um kirkju sinnar. Lék það orð á, að
hann vildi reyna að hafa fast undir
fótum í andlegum efnum og Iéti því
stundum leiðast af rannsóknaranda.
Var hann og talinn riðinn við tvær
andlegar hreyfingar, er margir sann-
trúaðir menn og konur töldu ekki til-
heyra hinni einu og sönnu og sálu-
hjálplegu trú. Hafði hann því verið
tvístimplaður vinstri handar stimpli.
Reyndar hafði hann þótt mikill
verkmaður, þar sem hann vann í
víngarði Krists, og það svo, að þeir
voru færri þar um slóðir, er fengu
afkastað meira en hann. Hann hafði
huggað marga, er hreldir voru og
vakið þeim von í huga, sérstaklega
þeim, er höfðu harmað og tregað
horfna ástvini. Og vonirnar fékk
hann vakið með töfrasprota sann-
færingar sinnar, er árangur rann-
sókna hans hafði gefið honum. Og
víða hafði hann farið og vakið menn
til andlegrar umhugsunar. Kenning-
ar Krists fengu og iðulega nýjan
og sterkan byr undir báða vængi í
gusti þeim, er stóð af honum.
En sannkristinn maður nokkur
sagði, að heiðin hugsun gæti búið
undir kristilegum orðum. Var því
ekki óhugsandi að maður þessi væri
í raun og veru heiðinn. purfti því
að reka hann út úr víngarðinum. En
það gekk ekki greitt. Stundum fær
„afl þeirra hluta, er gera skal“ af-
rekað það, er mannlegur máttur
megnar ekki. petta vissi kona ein
sannkristin. Bauð hún að gefa tutt-
ugu og fimm silfurpeninga, ef trú-
bræður hennar fengi stjakað hon-
um út fyrir víngarðsvegginn. pótti
það rausnarlega boðið og maður-
inn metinn hátt, þegar þess var gætt,
að meistari hans var seldur fyrir
þrjátíu. En samtökin brugðust, þótt
undarlegt mætti það heita, þegar
um svo kærleiksríkt og kristilegt fyr-
irtæki var að ræða. Reyndar hafði
hann verið stimplaður, en hvað stoð-
aði það, því nú var merkið máð og
horfið.
Prestur var nú kominn fram fyr-
ir dómarann. Heyrðist þá sagt frá
dómstólnum: „pú hefir beðið og
þér hefir veist. pú hefir leitað og
þú hefir fundið. pú hefir og knúið
á og fyrir þér mun upplokið verða.“
Sanntrúuð . beinagrind heyrði
þetta. Sá hún, að svo búið mátti
ekki lengur standa. preif hún því
vinstri handar stimpilinn tveim hönd-
um og ruddist um fast. Stimplaði
hún hart og títt á tvær hendur og
reyndi að hitta á herðablöðin. Gekk
hún svo fast fram, að hún gætti
þess ekki, hvar hún fór. Vissi hún
því ekki fyrr en hún var komin upp
að dómstólnum. Vildi þá svo til, að
hún stóð rétt fyrir aftan einn sam-
tíðarmann sinn, er verið hafði lækn-
ir. Var hann talinn næsta trúlaus
maður. Hann hafði og stundum hent
gaman að ákafa ,,stimplara“, er þeir
fóru yfir Iáð og lög til þess að stimpla
menn utanlands og innan. En hann
hafði verið dugandi læknir. Marga
veika menn hafði hann læknað, er
fallið höfðu í ræningjahendur sótta
og sjúkdóma, þótt ýmsir prestar og
Levitar hefðu gengið fram hjá þeim,
svo að þeir saurguðust ekki af mein-
semdum þeirra. En hvað sýna kær-
leiksverk mannanna? Ekki neitt.
pað hafa ýmsir sannkristnir menn
fyrir satt, að miskuriarverkin geti
sprottið upp af heiðnum hvötum,
eins og kristileg orð geta verið runn-
in fram af heiðinni hugsun. Heiðn-
ar hvatir geta leynst á bak við göf-
ugmensku. Fyrir því hafði og lækn-
ir þessi verið stimplaður vinstri hand-