Vísir - 28.09.1923, Blaðsíða 3
V181R
Föstudaginn 28. sq)t. 1923.
Sýningin í Gautaborg.
1 vor í maímánuði var opnuð
sýning í Gautaborg, til minningar
um 300 ára afmæli borgarinnar.
Sýning Iþessi hefir v'akið mikla
athygli víða um lönd og hefir mik-
ið um hana verið talað og ritað,
annarsstaðar en hér á íslandi.
Sýningin hættir í lok þessa mán-
aðar. í sumar iiafa öll gistihús
Gautaborgar verið fullsetin af er-
lendum ferðamönnum, sem komið
hafa aðeins til ])ess að sjá sýning-
una. Og ennþá strcymir þangað
jerðamannaskarinn, þótt nú séu
fjórir mánuðir frá því sýningin
var opnuð.
Sýnitigin er ekki eingöngu vöru-
sýning. Hún er lifandi saga af
menningar og iönaðarframförum
Gautalrorgar og um leið alls Svía-
ríkis. Hún er dásamlega saman-
safnaður' og stórfeldur auður af
menningarþátt;;m Svia, og sýnir
nærri skref fyrir skref breyting-
arnar, sem orðið hafa i 300 ár á
lífi og háttum jiessarar þjóðar,
sent mest er fyrir sér á Norður-
löndum.
Ekkert höfðu Svíar sparað til
þess að gera sýninguna sem best
úr garði. Stórar hallir liafa verið
bygðar, sýningasalir, listasöfn,
leikhús og veitingasalir. Alt gert
fyrir þessa einu sýningu. Bygg-
ingarnar taka yfir stórt svæði, sem
er á við hálfa Reykjavik. Nú
standa þessar byggingar sem einn
af virðulegustu hlutum borgarinn-
ar og sá, sem að kemur, undrast,
að allar þessar stórbyggingar og
skrautlegi búnaður skuli vera nýtt
og reist fyrir eina hátið, tjaldað
til einnar nætur. Eftir mánuð verða
flestar hallirnar horfnar, en eftir
standa nokkrar gamlar götur, við
fæturna á skógivöxnum granithól-
um í útjaðri Gautaborgar.
Það væri að reisa sér hurðarás-
inn um öxl, að ætla sér að lýsa
sýningunni i stuttri blaðagrein.
Hún tekur yfir svo stórt svæði og
nær um svó margt, að engi sér
þar alt með nokkurri athygli á
skemri tíma en þrem döguiii. Þar
eru málverka og listaverkasýning-
ar, prentlistar og handavinnusýn-
ing, sýningar um sögu siglinga
og verslunar, fiskveiða og jarð-
ræktar, póst, síma og samgöngu
mála, íþrótta og ferðahreyfingar-
innar, á.samt mörgu fleira.
Einn þátturinn í þessu stóra
meninngarsögusafni eru lifandi
myndir, sem sýna hinar eldri að'
ferðir í samgöngum og iðnaði og
breytingarnar, sem smátt og smátt
nálgast það horf, sem tuttugasta
„öldin hefir nú að bjóða. ,
Ef menn gæfu sér tíma til að
athuga með gaumgæfni alt það
sem þessir fjölmörgu salir hafa að
bjóða, mundu menn geta lært á
skömmum tíma það, sern margra
ára bóknám gæti ekki veítt þeim.
Þar eru sýndar eftirlíkingar af
skipum, sem notuð hafa verið alt
frá víkingaskipum níundu aldar
og til hinna risavöxnu hafskipa
vorra daga. Og fyrir þá, sem
kynnast vilja nánara siglingum og
verslun <jautaborgar á liönum öld-
um, eru allar upplýsingar f\rir
hendi. Til þess að sýna framför
borgarinnar, skal eg geta þess, að
árið 1740 flutti Gautaborg inn 10%
af öllurn vörum til Svíþjóðar, og
hafði 19°/c af öllUm útílutlum vör-
um. Arið e()20 flutti hún inn 28.g.%
og 33,6% út af öllum vörum lands-
ins.
Þar er til dæmis stórt safn af
ritvélum, sem sýnir aliar gerðir,
írá þvi þær voru fyrst búnar til,
um miðja nítjándu öld, og þar til
nú, að þær eru endurbættar og
íullkomnar, eins og við notuin pær
í dag. Þar vantar ekkert. Þar er
hver einasta gerb, sem á nokkurn
hátt hefir valdið cða ráðið breyt-
ingum og endurbótum.
Þessi nákvæmni í smáatriðunum
iafnt og í þeini stærri, einkennir
ekki aðeins umhyggju, nákvæmni
cg framsýni þá, sem öll sýningin
ber vott um, hún sýnir einnig það
skaplyndi Svía, sem virðist ein-
kenna þá mest. Þeir hafa ekki af
cngum -hæfileikum komist svo
tramarlega í iðnaði sem þeir eru
nú. Bak við Jiað liggur vandvirkní,
rcglusemi, ástuúdun og dugnaður.
Vörusýningin er skýr vottur um
;að hversu stórfeldur er iðnaður
þeirra og hversu framarlega þeir
standa. Óviða, þótt hjá stórveld-
unum sé, mundi sjást svo vegleg-
ur vélaiðnaður sem sá er sýndur
er á þessari sýningu, enda eru Sví-
ar taldir framarlegast standa í
þessari grein. Þótt langmest beri á
vélaiðnaðinum þá er annar iðnað-
ur þeirra mjög fjölbreyttur og ber
alstaðar með sér sérstaka vand-
virkni og smekkvísi. Sviar sækja
ekki tiltölulega mikið af unnum
vörum til annara þjóða og útlend-
ingar veita því strax athygli,
hversu sænskar vörur eru yfir-
gnæfandi í öllum búðum,
Fyrir framan hin breiðu hlið
sýningarinnar er allan daginn
hópur af fólki, bifreiðum og spor-
vögnum. Klukkan 8 að kveldi er
sýningarhöllunum lokað, en þá
streymir fólkið í tugum þúsunda
til skemtistaðanna innan sýningar-
svæðishis. Aðal samkomustaður-
imi er ,,Huvudrestaurangen“, sem
tekur um þrjú þúsund gesta. Þar
er dansað á hverju laugardags-
kveldi og sérstakir dansleikir
haldnir öðru hvoru. Þar blandast
saman í einum hljóm öll heimsins
•tungumál. Þar sjást allra þjóða
menn, alt frá flatnefjuðum hala-
negrum upp í alvörugefna enska
lávarða. Þar er aldrei sæti óskip-
að. Sviarnir hafa svikalaust ann-
c st um það, að sýningargestirnir
gætu skemt sér. Þar er stórt
sktuntisvæði með leikhúsi og söng-
h.öll, þar er hljóðfærasláttur úti,
þar eru sýndar loddarakúnstir,
þar eru sextugir dvergar frá
Austurríki og gargandi svarthöfð-
ar frá Arabíu. Þar er úr mörgu
að velja. Þar geta menn skemt sér
í samræmi við sinn eigin þroska.
r
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
BAnar ú besta
Ifftnesh \M
Yerfl ti 1,00
pakkinn, 10 stykkja.
♦
iíiO
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Auglýsing
um skóiagjöld.
ITver innanbæjarnemandi við etlirnefnda skóla ríkisins, í Reykja-
vik og á Akureyri, skal árlega greiða skólagjald:
1. Gagnfræðadeild Mentaskólans,
2. Gagnfræðaskólinn á Akureyri,
3. Kennaraskólinn,
4. Stýrimannaskólinn, . .
5. Vélstjóraskólinn.
Gjaldið, fyrir hvern nentenda, skal fyrst um sinn vera 100 krónur,
er greiðist ábur en skóli byrjar ab haustinu.
Skyldan til að greiða skólagjaid nær ekki til þeirra. sem áður
liafa verið nemendur. Nýir nemendur haustið 1923 greiða fyrstir
gjaldið.
Undanþága frá skólagjaldsgreiðslu kann að verða veitt síðar á
skóláárinu efnalitlum en einkarefnilegum nemendum, á þann hátt,
að þeir fái skólagjaldið endurgreitt.
. 1 t
í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 24. sept. 1923.
Sig. Eggerz.
Sigf. M. Johnsen.
Á einurn aðal umferðarvangin-
urn var „hirðmyndasmiður Ját-
varðar Englakonungs", og klipti
út rnyndir af þeim sem lék for-
vitni á að vita hvernig þeir litu út.
Kona hans stóð fyrir sölunni og
náði í viðskiftamennina. Hún
ávarpaði þá sem framhjá gengu
og hvern' um sig persónulega:
,Fallegi maður, þér hafið „profil“
sem hvergi á sinn jafningja. Aldrei
hefir svartur pappír fyrr fengið
tækifæri til að taka á sig jafn göf-
ttgan svip. Kontið hér, sannfærist
sjálfur.“ Svo stíga rnenn tipp á
pallinn nauðugir viljugir, þykir
lofið gott, þótt logið sé, leggja
eina krónu í óþveginn lófann á
kerlingunni, biða drykklanga
otund, þangað til kerling, brosandi
eins langt og eyrun leyfa, réttir
þeim skuggann af þeim á hvítum
pappír. Þeir líta á.athuga sinn göf-
uga svip, sjá eftir krónunni og
hverfa svo burt með myndina
langt niðri í frakkavasanuni.
Björn ólafsson.
lskoiar kryd
; Ávextir, þurkaðir og liiðursoði
>
‘ fást í heildsölu hjá
I
, JÓNATAN ÞORSTEINSSYNI
!
j FYRIRLIGGJANDI:
Rúgmjöl, hveiti, haframjöl, maií
* strausykur, melís, kandís. — Alta
best að versla í
Von Simi 448.
Stðfitsala.
^ Hálfvirði. .
. Næstu daga verða nokkur hund
J uð pör af Kvenskófatnaði sel
fyrir ca. hálfvirði. Nýjasta tísl
Aðeins ágætar tegundir. Mikið 1
val.
Ótsalan er í Veltusundi 3.