Vísir - 28.09.1923, Blaðsíða 4

Vísir - 28.09.1923, Blaðsíða 4
VUiR Föstudagfirfti 28. sept. 1923. Earlmannatatnaðir. Blá Cheviotsföt, svört Kamgarnsföt og allsk. mislit föt frá kr. 55.00 pr. sett, nýkomnir í stóru og fjölbreyttu úrvali í Brauns Verslun. Aðalstræti 9. Veggíðður Fjölbreytt iryal af emkn voggféöri. Légt yerB. Guðmundur Ásbjörns^on Laagayeg 1. Ef þið viljlö veralega góö, ósvlkln vín, blöjlð þi um hln heimsþektu Bodega-vin. Sjóvátryggingarfélag Islands, EimsMparéiagshúsiuu, Reykjavfk Bimar: 542 (skrifitofan), 809 (framky.atj.). Simnefni sIn«uranoe“. Alakonar ajó- og atriBayátryggingar. Aliaienakt ajóyátryggingarfélag. Hvergi betri og árelðanlegri vlðskifti. Léreftasaum kennir undirrituð. — Elísabet Er- lendsdóttir, Grettisgötu 27 (eftir 30. þ. m. í Þingholtsstr. 27, uppi). Miðdegismatur fæst framvegis í Þingholtsstræti 28 (Hússtjórnarskólanum). Sann- gjarnt verð. Grólfdúkar og vaxdúkar, miklar birgöir, einn- ig dívanteppi, frá kr. 15.50. JÓNATAN ÞORSTEINSSON. Þakjárn og þakpappi kom meB Gullfoss og Lagarfosi. Helgi Magnússon & Co. Magasin du Nord Haapmaanahöfn Linvöradeildiu verBuropnuð aánuiaginn 1. okt. V0RDHÚSIÐ Rúmstæði i ailskonar og tréstólar, mjög ódýrir, hjá JÓNATAN ÞORSTEINSSYNI. V eggf óður venjulegt og leður-„imitation“ (vaskegta), ódýrast og best. Kom- iS og þér munuð sannfærast. Versl. Hjálmars Þorsteinssonar Skólavörðustíg 4. Sími 840. Krydd allskonar er best og ódýrast i Nýiendavörndeild J e s Z i m s.e’n. Gistihæli Hjálpræðishersins á Seyðisfirði opnaði deildarforingi S. Graus- lund á laugardaginn var. Er það í bæjarfógetahúsinu, er Ari Arn- alds hafði selt hernum fyrir 45 þús. kr. f neðri hæð hússins er lestrarstofa, borðstofa, eldhús og ibúð fyrir umsjónarfólk, en á efri hæðinni svefnrúm fyrir 17 manns. Eætir þessi framkvæmd úr mjög tilfinnanlegum skorti á gistingu á Seyðisfirði og mun bærinn og sýslan styrkja fyrirtækið eftir föngum. ENGINN VEIT SÍNA ÆFINA — Konan , hristi höfuðið og muldraði: „Kol! Ekki nema það þó.“ En eftir örstutta stund, kom hún með kolamola r ausu. Travers kveikti eld og hitaði sér tevatn, Að því búnu settist hann við borðið og tók að rita utan á um- slögin, eftir -rauðu bókinni. pess háttar störf eru að líkindum ver iaunuð en flest annað, og mega menn rita bæði fljótt og lengi til þess að vinna sér inn fáa shillinga. En þó að honuni lægi mikið á fénu, þá hætti hann fljótlega að skrifa. Virtist svo sem hann fengi ekki fest hugann við þetta óbrotna starf vegna þeirra . tilfinninga, sern bærðust honum í brjósti. Hann stóð á fætur, tautaði eitthvað blótsyrði fyrir munni sér, lauk upp gömlum og slitnum malsekk og tók þar upp dagblað. pað var þriggja daga gamalt. Hann þurfti ekki að fletta því við. Á ystu síðu blasti við honmníburð- armikil frásögn um það, hvernig erfingi Stran- fyres lávarðar hefði fundist, og frá því skýrt, að hann væri kominn til Englands. Fréttin hafði verið símuð vestan um haf, og kom frá bláðamanni, sem var svo heppinn að sjá Rafe, og hafði hann lýst hinum unga námumanni mjög eftirminnilega. Helstu atriðin í lýsingunni lutu að vaxtarlagi hans og karlmensku, og þess getið, að hann væri rauðhærður. Frásögninni lauk, eins og vera bar, á upptalningu allra þeirra titla, sem Stranfyre lávarður hefði öðlast með arfinum, og skrá yfir fasteignir þær, sem hann hefði erft, og hvað þær gæfu af sér. Travers starði lengi á hvert orS og las grein- ina í hægðum sínum, þó að hann.í raunínni kynni , hana utan bókar. Síðan settist hann við arininn, með blaðið í hendinni, og starði í glóðina. pað var ekki örðugt að gera sér í hugarlund að- stöðu þessa manns, sem hafði skotið upp úr venjulegri námamannsstöðu, en nú var orðinn einn af ættgöfugustu aðalsmönnum og hafði fengið í arf gamalt og þjóðkunnugt ættarnafn, ásamt gegndarlausum auðæfum. Öll gæði þessa heims stóðu opin hinum unga manni; hverri þrá gat hann fullnægt og upp- fylt allar sínar óskir; hann gat skrýðst pelli og purpura, og hann gat óhikað biðlað til hinnar ættgöfugustu og fríðustu meyjar ríkisins. Hann var nokkurskonar ævintýraprins, vafinn í skykkju auðæfanna og átti alt það, sem Travers girntist. Travers spratt á fætur, kreisti blaðið í hendi sér, og bölvaði jarlinum af Stranfyre; ekki í ákafa, en í stuttum, snöggum setningumí með haturshreim í rómnum, hatur logaði í augum hans og hatur titraði á vörum hans. Hann sett- ist oftur við borðið og tók til við hið fyrirlitlega, sálarlausa starf. ----- Lávarður Stranfyre var á ökuferð með ungri hefðarmey, efalaust hentu þau gaman,s á þessu augnabliki, að hinu undar- lega framferði mannsins, sem þau höfðu bylt um koll, og héma sat nú hann, Travers, í ræfils- kytru, skrifaði utan á umslög og fékk að laun- um nokkra aura fyrir þúsundið. Hann sá muninn í huga sér, meðan hann vann af kappi, og hjavta hans fyltist gremju, því að hann taldi sjálfum sjer trú um, að ef fara ætti eftir lögmáli náttúrunnar, þá væri það hann, Travers, sem ætti a8 erfa tignamafnið og allan auðinn. * pví að þessi maður var hálfbróðir Rafes, son- ur. konu þeirrar, sem faðir þeirra hafði flekað, og um það hafði hann verið að hugsa í andar- slitrunum. „Og er það ekki dæmafátt, að fáein orð, sem hempuskrýddur snáði hefir mælt, skuli valda þessu öllu,“ hvæsti hann á milli tann- anna. „Enginn hefir orðið fyrir eins hastarleg- um rangindum eins og eg. Eg er nafnlaust úr- þvœtti, en hinn er aðalsmaður og hefir auð fjár. pað er hreinasta furða, að eg skyldi ekki taka fyrir kverkar honum og kyrkja hann. Eg á auðvelt með að skilja bróðurmorð Kains. pað má margt færa honum til afsökunar. Bróðir! Er það nokkur furða, þó að sá bróðir sé hataður, sem situr að öllu því, sem að réttu lagi tilheyr- ir öðrum? Já, .það má finna Kain margt til málsbóta. Mér var morð í hug, þegar mér varð litið á brosandi andlit hans. Guð gœfi, að eg sæi hann aldrei framar!" Hann þurkaði kaldan svitann af enni sér, reis á fætur, drakk nokkra teiga af tei og stóð síðan með bollann í hendinni, starði fratm fyrir sig og tautaði hálfhátt: % „Eg er eflaust asni! Eg hefði átt að segja þeim hvar eg átti heima. pau hefðu boðið mér peninga. Og hamingjan veit að þeirra þarf eg með. En eg gat það ekki. pað er hálfskrítið að óþektur ræfill skuli eiga stolt til í eigu sinnil Hvaðan skyldi eg hafa það? Ékki frá móður minni,“ og fyrirlitningarbros lék um varir hans; því miður bar hann hvorki ást né virðingu fyrir móður sinni. „Sennilega frá föður mínum. Mér kippir í kynið. Eg er Halgrave, að minsta kosti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.