Vísir - 25.08.1924, Síða 4

Vísir - 25.08.1924, Síða 4
VISIH BORTDRIVER SMERTERNE SLOAN'S er langútbreidðuta hL INIM E N T“ f beimi, og þúsund- Ir manna reiða dg á hann. Hitar stnuc og linar rerki. Er borinn á án nún- Ings. Seldnr f öllum lyf jabúSnm. —• Nákrœmar notknnarreginr fylgja hyerri flöskn. son hafa fluit sig i húsið iwr. 78' við Laugaveg. Snorri Goði faeitir nýr botnvörpungur, sem ih. Kveldúlfur hefir keypt frá Nor- egi, og kom hann hingað i fyrra- ’ðag. Einar skipstjórí Einarsson kom með skipið. Sjötugir ” verða tveir mætir menn hér i 'bæ i haust, báðir sama dag, 28. september, — þeir Sigurður bók- suli Kristjánsson og Sveinbjörn skáld Björnsson. — Sveinbjörn er uú að gefa út kvæðabók eftir sig <og verður hún komin á markað- inn fyrir afmæli hans. Sigurður er að visu skáld líka, þó að lítið beri á, en hann er allur i útgáfum forn- riia, og verða menn líklega að faiða kvæða sjálfs hans enn um nokkur ár. ■Véhtjórafélag íslands heldur framhalds- aðalfúnd annr aS kveld kl. 8 síSd. í GooStemplara- faúsinu. iheit á Strandarkirkju. 10 krónur frá Ragnheiði (afh. Visi). Dakjárn Nr. 24 og 26 allar lengdir, fengum við með Lagarfoss. Yerðið hefir lækkað Helgi^Magnússon & Co» Kartöflur besta tegund n ý komn&r. Jónatan Þorsteinsson. Símar 464 og 864. TILKTNNIN9 Besta gisting nýður Gesta- heimilið Reykjavík, Hafnarstr. 2» (174 Rafmagns-verð hækkar. Samþ. var á bæjarstjórnarfundi á ffimtudaginn að hækka hemils- gjald um 10°/e. Sjáaugl. Stúlka, vöu bósverkum, óskast mánaðartíma eða iengur ef um semur. A. v. á. [382 I Stúlka óskast í vist strax á Ránargötu 30. [385 FUNÐIÐ......| Peningabudda hefir fundist. Vitj- ist i Gretti gegn greiðslu auglýs- ingarinnar. [381 Tapast hefir budda. Finnandi vinsamlega beðinn að skiia á afgr. Vísis. [371 Tvö til þrjú herbergi, meS eld- húsi, óskast leigð 1. sept. TilboS merkt V. E. sendist Vísi. (386 Gott herbergi með húsgögnum óskast til leigu nú strax til 1. okt., helst i miðbænum. A. v. á. [376 Ibúð óskast fyrir fámenna fjöl- skyldu. Fyrirfram borgun getur komið til mála. Guðjón Jónsson, úrsmiður. Sími 14 eða 1342. [373 íbúð á góðum stað í bænum óskast nú þegar eða l.okt. Uppl. gefur 6skar Lárusson. Sími 882. [370 1—2 herbergi og eldhús óskast lil leigu 1. október, fyrir barn- laus hjón. Tilboð merkt „2“ leggist inn á afgreiðslu Visis. [369 Fékgsprentuniðjux. Verslunin Baldursbrá, Skóla- vörðustíg 4, simi 1212, hefir ágætt silkillauel, kr. 27,00 og 18,00 pr. meter, baldýringaefni, upphlula- silki, allskonar ísaumsefni og mikið úrval af vönduðum og ódýrum áteiknuðum nærfatnaði. [379 Lóð til sölu með góðum bygg- ingar-skilyrðum. Sími 1489. [38Ö Nýtt liús, fremur lítið, til söluc A. v. á. [378- Litið hvítmálað barnarúm (pói- erað) til sölu. Grettisg. 40 B. [377 Uppdráttur íslands eftir Björn Gunnlaugsson óskast keyptur strax- A. v. á. [375- Nýtt karlmannsreiðhjól, divan o. fl. til sölu. Baldursgötu 32. [374- Verslunarbúð á besta stað til sölu. A sama stað stór og góð ba kl óð til sölu. Simi 316. [373 Nokkur þúsund krónur í Veð- deildarbréfum til sölu. A. v. á. (348- Tvær eða fleiri snemmbærar kýr til sölu. Uppl. gefur Helgi Bergs. Sími 249.' [329" Nýir og nýlegir hnakkar og ágæt- ar kliftöskur, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — SöðlasmíSabúðiœ Sleipnir, Laugaveg 74. Sími 646- (295- Drekkiö Maltextraktöliö frá Agli Skallagrímssyni. (88 Besta og ódýrasta gúmmíið á barnavagna, fáið þið í örkinni hans Nóa. Sími 1271. (317 tfHEILLAGIMSTEINNINN. 74' rætur eins og áður, þegar hann hélt i bönd henni. Honum fanst sem hann væri að róa úr draumheima landi, einhverskonar álfabústöð- «m, fegri og unaðslegri, en hann hafði áður órað fyrir. En álfkonan átti hverja hugrenn- íng hans. Ronald hafði lifað i sællífi í London nokk- «r missiri og kynst mörgum konum, ósnort- inn og ósigraður, en nú hafði hann í fyrsta sinni verið særður í hjartastað. Svipur og mál- rómuF stúlkunnar úr heiðarmylnunni hafði hrifið liann, hver hreyfing hennar vakti hjá honum unun og aðdáun, svo að hann mátli «kki um annað hugsa. Hann hætti að róa svo að hann gæti i næði hugsað um hana og séð hana i huganum. Já, hann elskaði hana. Þess vegna mátti hann ekki um annað hugsa. Hann fann, að engin hamingja biði sín, nema hann næði ástum hennar. Hann kendi ákafs hjartsláltar, þegar hann hugsaði til hennar. — Ná ástum hennar! Voru nokkur likindi til þess, að hann ætti slíka hamingju í vændum? Hún hafði ekki tekið honum jafn kuldalega nú eins og í fyrsta sinni, sem fundum þeirra bar saman i mylnunni, en hún hafði bægt honum frá sér og bannað honum að koma oftar. En Ronald. fanst, að sér væri jafn nauðsynlegt að sjá hana oftar, eins og að draga andan. Hann mátti ekki fremur án hennar vera, en án ljóss og andrúmslofts. Hann hafði engar ráðagerðir um framtíð- ina, — þvi miður! Honum lét ekki að setja sér fjarlæg takmörk, hann átti oftast fult i fangi að ráða fram úr þeim vandræðum, sem steðjuðu að honnm í það og það skiftið. Hon- um var það eitt Ijóst, að ef hann hefði ekki þessa stúlku hjá sér, ef hann mætti ekki eyða ævinni með henni, þá væri ekkert til, sem fengi honum gleði, — jafnvel ekki fólgnir fjársjóðir. Þegar honum flaug i hug hið fólgna fé, þá mintist hann þess, hverju hann hefði heit- ið Cöru, — að þegja yfir því,: að hún væri þarna i eynni, Honum fanst það ljóta yíirsjónin og hætti nú að róa og lét bátinn enn reka fyrir straumi. Hann fann, að þessu hefði hann ekki ált að lofa, þvi að Vane hlaut að vera nauðsynlegt að vita, að eyin væri bygð. En þessu hafði h ann heitið, og frá þvi varð ekki gengið; heit- ið var honum heilagt. Þegar Ronald kom heim, vildi svo vel til, að Vane var kominn inn á undan honum, og morgunin eptir var hann svo önnum kaf- inn, að hann virlist hafa gleymt þessum leið- augri Ronalds, en sjálfur forðaðist iMnn að vekja máls á honunu Ronald virtist nú, í fyrsta sinni, að dagur- inn væri lengi að liða. Hann fór út með byssu sina um morguninn, en skaut ekkert,-- hann ætlaði sér í raun og veru ekkert að skjóta. Öðru hverju livíldi hann sig, settist á steina, réykti i ákafa og mændi sífelt i átt- ina til eyjarinnar, þar sem Cara var. Sjálfa eyna sá hann þó ekki, þvi að hún var í hvarfi við aðra stærri ey. Seinna um daginn skaut hann báli á ilot og reri i hægðum sinum til ævintýralandsins,. sem altaf seiddi hann til sín, og hann mændi á tréð við Klöppina hjá víkinni, en þar sást enginn klútúr; hún hafði ekkert merki gefið' honum. Hann andvarpaði af vonbrigðnm og.; óþolinmæði og reri heim, hryggur i huga. Smilhers stóð á bryggjunni, sem skipverj- ar höfðu smíðað, og heilsaði Ronald glaðlega.. „Gott veður til að róasér tilgamans, herra\ sagði hann og batt bátinn. „Hr. Vane er far- inn út á skip og ætlar að sofa þar, hugsa. eg“. Ronald fanst sem steini væri létt af sér; honum gæfist þá tækifæri til þess að hugsa urn stúlkuna i næði, honum væri frjálst að rifja upp alt, sem þeim hefði farið i milli kveldinu áður. Hann fór að leita i bókunum., sem fluttar höfðu verið heim í húsið úr skip- inu og valdi sex úr þeim af mikilli vandvirkni og var sifelt að skifta um og öfundaði bæk- -

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.