Vísir - 04.04.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 04.04.1925, Blaðsíða 4
B LÓMIÐ BLÓÐBA.UÐA EB BESTA ÁST- ABSAGAN. FÆST HJÁ BÓKSÖLCM. r TILKYMMINQ 1 Ráðskona óskeist á lítið heimili. Uppl. Skólavörðustíg 14. (81 Skó- og gúmmíviðgerðvr Ferdin- ands R. Eiríkssonar, Hverfisgötu 43, endasi best. (278 Svört kventaska tapaðist á Lauga- vegi eða Vatnsstíg. Skilist á Skóla- vörðustíg 22. (79 Skóhlíf hefir verið tekin í misgrip- um í Goodtemplarahúsinu síðastlið- ið laugardagskveld. A. v. á. (78 Xapast hefir keðja af bifreið. Skilist gegn fundarlaunum á Vöru- bílastöð Reykjavíkur. Sími 971. ‘(72 Lyklar töpuðust á götum borgar- innar. Finnandi vinsamlega beðinn áð skila í Suðurgötu 11. (65 Rykfrakki, grár, tvíhneptur, hef- ir tapast. A. v. á. (64 Karlmannsskóhlífar teknar í mis- gripum í Kaupþingssalnum í gaer- kveldi. Hringið í síma 1390. (89 Tapast hafa gleraugu, frá Bald- ursgötu 34, niður að Skólavörðu- stíg. Skilist gegn fundarlaunum á Baldursgötu 34. (88 Fyrir 9 dögum tapaðist veski með 10—20 krónum í peningum, kort- um, bréfum og skrásetningarbók á Tryggva gamla. Skilist á Grettis- götu 50, uppi. Ingvcu: S. Guðmunds- son. ',. (86 FÉLAGSPBXNTSMIÐJAN f HÚSNÆÐI 1 2 stofur með sérinngangi og ef til vill aðgangi að eldhúsi, eru til leigu, sömuleiðis gott loftherbergi með for- stofuinngangú A. v. á.________(80 Barnlaus fjölskylda óskar eftir 2- j ja herbergja íbúð og eldhúsi, 14. ; maí. Uppl. í Búnaðarfélagi íslands. ______________________________(73 Sólrík íbúð (helst 3 herbergi, eldhús og geymsla) óskast í kyrlátu j húsi 14. maí. )?riggja mánaða greiðsla fyrirfram getur komið til mála. Tilboð auðkent: „Fyrirfram" sendist afgr. Vísis. (68 Lítil þægileg íbúð í kyrlátu húsi óskast 14. maí. Tilboð auðkent: j „Mæðgur“, sendist Vísi fyrir 6. j apríl. (22 2 einhleypar mæðgur óska eftir • góðri stofu eða 2 litlum herbergj- um með aðgangi að eldhúsi 14. maí. S Viss borgun. Góð umgengni. Uppl. í síma 743. (54 Kennari óskar eftir góðri rtofu mót suðri, helst með miðstöðvarhit- unt Uppl. í síma 743. (55 Stórt herbergi er til leigu fyrir ein- hleypan í Vinaminni, Mjóstræti 3, frá 14. maí. (94 Nýjar og ódýrar vörur á Bræðra- borgarstíg 18 A. Komið og kynn- ykkur verð og vörugæði. Reynið hvort það muni ekki borga sig. Sími 1376.____________________________(63 Dömutöskur, alt nýjasta gerð. Lægst verð, sem hér þekkist. Márgt fallegt í fermingargjafir. LEÐUR- VÖRUDEILD HLJÓÐFÆRA- HÚSSINS. (83 F KAUPSKAPUB 1 Barnavagn til sölu á Lokastíg 2. (77 -------------------g----------- Notaður karlmannsfatnaður til sölu á Laugaveg 74, uppi, eftir kl. 5.___________________________(71 Verslun Guðjóns Guðmundssonar, Baldursgötu 31, selur ágætt íslenskt, smjör á 2,70 % kg. og hveiti, Saphir, í 5 kg. pokum á 4,25. (69 V ORUFLUTNIN GA- BIFREIÐ til sölu með tækifæris- verði. A. v. á. (87 Barnakerra til sölu. Uppl. á Lindargötu 19. (67 Til sölu mörg hús, stór og smá, með 'lausum íbúðum 14. maí. Jónas H. Jónsson. (85 GUMMISTlGVÉL, kvenna. pau sterkustu sem hægt er að fá við fiskþvott. — Barnastíg- vél með tvöföldum sólum, nýkom- in. pÓRÐUR PÉTURSSON & CO. Bankastræti 7. (98 Hvaða vörur mæla með sér sjálf- ar? Skorna neftóbakið, ásamt fleiri vörum, sem fást í verslun Kristín- ar J. Hagbarð, Laugaveg 26. (21 Kaupið fermingargjafir, íslenska og eigulega hluti, hjá Jóni Sig- mundssyni, gullsmið, Laugaveg 8. __________________________(20 Til sölu ca. 6 dagsláttutún í ágætri rækt, skamt frá bænum. Jón- as H. Jónsson. 385 Öll smávara til saumaskapar, sem vantaði áður, er nú komin, alt frá því smæsta til hins stærsta. Allt á sama stað. Guðm. B. Vikar, klæð- skeri, Laugaveg 5. Sími 685. (669 Kaup og sölu fasteigna anna»* Helgi Sveinsson, Aðalstræti 11. — Viðtalstími 11—1 og 6—8 daglega Sími 1180. Pósthólf 711. (292 f YIMMA I DRENGIR og STÚLKUR óskast til að selja „Sögusafnið“, í dag og á morgun. Há sölulaun og verðlaun. Komi á Nýlendugötu 7, niðri, kl. 5 í dag. (82 Unglingsstúlka, 14—lóára, ósk- ast í vist, nú þegar. A. v. á. (93 Stúlka óskar eftir hreingerning- um. A. v .á. (92 Telpa óskast til að gæta barna. Uppl. á Baldursgötu 31, niðri. (76 Kápur, kjólar, peysuföt og fleira fæst saumað í pingholtsstræti 28» uppi, miðhæð. (75 DRENG, um fermingu eða eldri, vantar til snúninga nú þegar (getur verið alt til hausts) að Sunnuhvoli hér í borginni. (74 an. Sendisveinn óskast í Björnsbak- (70 Hrausta og duglega eldhússtúlku vantar nú þegar á kaffi- og mat- söluhús. A. v. á. (66 15—16 ÁRA PILTUR GET- UR FENGIÐ ATVINNU við verslun í nánd við Reykjavík. Góð kjör hjá góðu fólki. Uppl. gefur Jón Sívertsen á morgun, sunnudag, kl. 1—3 í Verslunarskólanum. (901 Stúlka óskast til 14. maí. Ingveld- ur Ólafsdóttir, Hverfisgötu 84, uppi.. _____________________________(91 Komið með föt yðar til kernískr- ar hreinsunar og pressunar til O. Rydelsborg, Laufásveg 25, þá verð- ið þið ánægð. (761 Sólningar best unnar og ódýr- ar, bræði undir skóhlífar (ekki rautt). Jón porsteinsson, Aðalstræti 14. Sími 1089. (505 GRIMUMAÐURINN. leyndarmál, varðandi ríkisstjórnina, eða um morðingja don Ramons eða eiðinn, sem hún vann föður sínum, — hver gæti giskað á slíkt? Vissuléga gerði hún sér enga grein fyrir því sjálf; hún hlustaði að eins, — hlustaði eins og henni var framast unt og innan skamms heyrði hún stóli ýtt til á steíngólfinu, þá járnhringa á tjaldi dregna til á stöng og loks heyrði hún vindstroku leggja inn um opinn glugga. pessa færis neytti hún sér í hag. Hún sneri hurðar- húninum hægt og gætilega, og hann Iét undan án þess að í honum heyrðist. pá ýtti hún hurð- innr upp á gátt og dokaði við, — hlustandL Hurðin inn í gestaherbergið stóð upp á gátt, eins og hun hafði getið sér til; gluggasúgurinn andaði á kertaljósið, svo að það blakti, og þar sátu menn inni, sem höfðu hægt um sig og hvísl- uðust á yfir borðið. Lenóra læddist áfram, — lengra, eins og mús. Niðamyrkur var í borð- stofunni, hún var sjálf í dökkum ullarkjól, og læddist hljóðlega, hafði hendur fyrir sér, til þess að reka sig ekki á það, sem kynni að verða á vegi hennar, og gætti þess, að ganga ekki fram í skímuna. Loksins komst hún i nánd við opnu dyrnar og sá inn í litla herbergið fyrir innan. Hún sá borðið á miðju gólfi, karlmennina sitja um- hverfis það, og Clemence van Rycke sitja á bakháa stólnum við borðendann, sem f jær henni var. En í þeim svifum litu þau öll út í glugg-' ann, en úti fyrir kom Lenóra óglöggt auga á höfuð og herðar manni, sem brá fyrir í svip, en hvarf jafnharðan. Eftir það heyrði hún mennina ræðast við og heyrði, hvað þeir sögðu; hún sá, að einn þeitra naut hinna mestu virðinga, og heyrði hina ávarpa hann: „Yðar hátign“. Hún hlustaði nu eins og líf hennar Iægi við og hnipraði sig í borð- stofuhorninu, eftir því sem pilsfjaðrirnar leyfðu. Hún heyrði manninn, sem þeir ávörpuðu: „Yð- ar hátign,“ — og ekki gat verið annar en Vil- hjálmur af Óraníu, — heyrði hann leggja á ráðin til þess að kveðja saman 2000 manns, þegar Alba hertogi kæmi til Ghent, hún heyrði nefndan „Grímumanninn“ og ýmislegt um ein- hver skjöl. Hún heyrði prinsinn tala um að hitta þá annað kveld í húsi Aðalumboðsmanns- ins, og loks sá hún Laurence van Rycke taka við skjalastrangá af prinsinum, og sá hann læsa hann inni í skáp, sem stóð rétt hjá glugganum. í raun og veru kom henni ekki til hugar að efast um það í svip, hvað þetta táknaði, sem hún hafði heyrt og séð. Sjón var sögu ríkari, — hér var skýlaus vott- ur um sviksemi þá og landráðabrugg, sem faðir hennar hafði margsinnis talað um við hana að undanförnu! Hér voru þessir Niðurlandabúar undir blessunarríkri og réttlátri stjórn hins ein- valda lávarðar og herra, Filippusar konungs á. Spáni, — þess manns, sem var í augum allra Spánverja meiri, göfugri og réttlátari en nokk- ur annar konungur, og næst hans heilagleika, páfanum, vissulega kjörinn af guði almáttugum til þess að sitja í voldugasta konungssæti á jarð- ríki, til þess að framkvæma guðs vilja meðal þegna sinna, — og hér sátu þessir bófar og uppreisnarmenn á svikráðum við stjórn þessa háa og göfuga konungs, sátu á svikráðum vi<& fulltrúa hans, landstjórann, sem hann hafði sjálfur skipað yfir þá. í huga þessarar stúlku, sem alin var upp við' hálfgildings átrúnað á Filipusi konungi, var upp- reisn Niðurlandabúa langhræðilegasti glæpur, sem nokkur þjóð gæti framið. Hún skildi nú,. það hatur og .þá lítilsvirðingu, sem faðir henn- ar lagði á þá, — hún hataði þá líka, síðan einn þessara samsærisþrjóta hafði myrt Ramon frænda hennar í myrkri. „Grímumaðurinn“! — Maðurinn þarna inns í hinu herberginu, sem þeir ávörpuðu: „Yðar hátign,“ hann talaði um „Grímumanninn** og kallaði hann vin sinn! Parna var prins í föruneyti leigðra mann— drápara! Lenóru fanst sál sín fyllast andstygð á öllu þessu fólki. Var ekki maðurinn, sem myrt hafði Ramon, — sviksamlega í myrkri, — var hann ekki í nánd við þetta hús, sem átti að verða heimkynni hennar alla ævi, — ef til vildi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.