Vísir - 04.04.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1925, Blaðsíða 2
VÍSIR HSfnm iyrlrllgglandl: Þakjárn, Þakpappa, Girðingavir. Símskeyti Khöfn, 3. mars. FB. Jórsala háslfóli v'tgSur. Símað er frá London, að Balfour lávarður hafi á miðvikudaginn vígl nýja hebreska háskólann í Jerúsal- em, sem á að verða andleg mið- stöð Gyðinga, en þó opinn fynr allar þjóðir. pýsfyir hermenn drukkna. Símað er frá Hamborg, að 80 hermenn hafi drukknað við heræf- ingar.Voru þeir staddir á ferju einni, er sökk. Hermennirnir voru allir her- tygjaðir, og sukku óðara. Ajvopnunarráðsiefnan. Símað er frá Washington, að Frakkar kynoki sér enn við að taka þátt í afvopnunarstefnunni, sem Coolidge hefir boðað til í Washing- ton. Bandaríkjamenn eru Frökkum stórreiðir og þvinga líklega Frakka til þátttöku með hótunum um, ao annars verði þeir að greiða Banda- ríkjunum skuldir sínar. Frá Alþiugi i gær. frá Alþingi; en lög þessi hljóða um heimild handa ríkisstjórninni til að veita Áslækjarrjómabúi í Hruna- mannahrepp undanþágu frá banni því, sem felst í lögum nr. 38, 1923, gegn því að reka smjörlíkisiðnað í sambandi við rjómabú, og hefir áð- ur verið skýrt frá þessu máli í Vísí, er málið var til umr. í Ed. Frv. um breytingu á launalögum embættismanna var tekið út af dag- skrá og frestað 2. umr. um J?að þar eð eigi endist tími til að ræða það í þetta sinn. Frá Danmörku (Tilk. frá sendiherra Dana). Ejri deild samþykti og afgreiddi tvö frv., sem lög frá Alþingi: 1. Lög um sektir. •2. Lög um að veita síra Friðrik Hallgrímssyni ríkisborgararétt. Ennfremur var frv. um breytingu á sóttvarnalögunum samþ. og af- greitt til Nd. Frv. um verslunaratvinnu, var samþ. til 3. umr. eftir all-langar um- ræður; höfðu komið fram margar breytingartillögur við frv. og voru þær flestar samþyktar. í NeSri deild var haldið áfram 3. umr. um frv. um slysatryggingar og stóðu þær lengst af fundartím- ans og lauk með því að frv. var samþ. með nokkurum breytingum og afgreitt til Ed. pá var einnig- frv. um hvalaveið- ar samþ. og afgr. til Ed., eftir stutt- ar umr. í þriðja lagi fór fram framhald einnar umr. um frv. um breyting á lögum nr. 38, 20. júní 1923, um verslun með rmjörlíki og líkar iðn- aðarvörur, tilbúning þeirra o. fl., sem Ed. hafði endursent til Nd. og var frv. að síðustu samþykt eftir nokkurt þjark og afgreitt sem lög Reykjavík, 3.' apríl. FB. Oll von er talin úti um, að gufu- skipið „Anine“, eign félagsins „Heimdal", muni koma fram, þar eð liðnir eru 18 dagar síðan til þess hefir spurst. pað var á leiðinni frá Gibraltar til Civitia Vecchia. Skipið var 2000 tonn og 18 manna skips- höfn. Skipstjórinn hét Risöe. Islensl(unám Alexandrínu drottningar. Berl. Tid. birtir viðtal við ung- frú póru Friðriksson.. Segir hún frá konungsheimsóknunum þremur til íslands. pess er getið í lok viðtals- greinarinnar, að drottning Alexah- dríria hafi nýlega tilkynt frú Björgu porláksdóttur, sem sagði henni til í íslensku, að Hennar Hátign drottn- ingin hafi í huga að halda áfram íslenskunámi sínu, er frú Björg kem- ur aftur heim, en hún hefir nú dokt- orsritgerð í undirbúningi á frönsku, sem hún ætlar að verja við Sor- bonne. Hennar Hátign drottningin ætlar að leggja stund á íslensku framvegis, til þess að geta talað mál- ið, er hún kemu# til íslands í næsta sinn. Messur á pálmasunnudag. í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni ) Jónsson. I Landakotskirkju: kl. 9 f. h. pálmavígsla. Levítmessa, þrír prest- ar tóna píslarsögu Jesú Krists. Kl. 6 e. h. guðsþjónusta með prédikun. í kaþólsku kapellunni á Jófríðar- stcðum í Hafnarfirði: Messa kl. 10 f. h. og kl. 5 e. h. guðsþjónusta með prédikun. í fríkirkjunni kl. 2, síra Ámi Sig- urðsson, kl. 5 síðd., síra Haraldur prófessor Níelsson. I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. h. síra Ólafur Ólafsson. VeSrið í morgun. Frost um land alt. í Reykjavík 5 st., Vestmannaeyjum 3, ísafirði 7, Akureyri 4, Seyðisfirði 4, Grinda- vík 5, Stykkishólmi 5, Grímsstöð- um 8, Raufarhöfn 6, Hólum í Hornafirði 3, Angmagsalik 14, pórshöfn í Færeyjum, hiti 6, Kaup- mannahöfn 2, Utsire 2, Tynemouth 1, Leirvík 6 st. (ekkert skeyti frá Jan Mayen). — Mest frost í gær 7 stig. — Loftvægislægð á norð- austurleið fyrir suðaustan land. Veð- urspá: Allhvöss norðlæg átt. Snjó- koma á Norðurlandi og Austur- landi. Sjómannastojan. Guðsþjónusta á morgun kl. 6. AI- j fred Petersen frá Færeyjum, talar. ! _ x Prestskosningar. í gær fór fram talning atkvæða við prestskosningu í Staðarpresta- kalli í Steingrímsfirði. Kosinn var síra ]7orsteinn Jóhannesson, með 179 atkv. af 183, sem greidd voru. í Landeyjarþingum var kosinn síra Jón J. Skagan, með 107 atkv., öllum, sem greidd voru. Aj veiSum komu í gær og í nótt: Apríl, Guli- toppur, Tryggvi gamli, Asa, Njörð- ur, Draupnir og Jón forseti. Enn fremur komu mörg línuveiðaskip. Lagarjoss kom frá útlöndum í gær. Meðal farþega voru: Jón Guðbrandsson, afgrm. Eimskipafélagsins í Hull, ungfrú Sigríður J. Auðuns, Ebenes- er Ebenesersson, vélameistari. Mr. Walker, kaupsýslumaður og stú- dentar tveir frá Englandi Mr. Neill og Mr. Johnson. Leikhúsið. „Candida" verður leikin annað kveld kl. 8. — Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Sjá augl. Asgrímur Jónsson, málari opnar málverkasýningu sína á morgun kj. 11 í Templara- húsinu uppí. í sumar, er leið, var Ásgrímur austur á Fljótsdalshéraði og málaði þar ýmsar myndir, og eru þær helstu þeirra af hinum ein- kennilegu „Dyrfjöllum" og „Beina- geitarfjalli“ á Othéraði. pá eru og | J ! nckkrar nýjar myndir úr Fljótshlíð. af pingvöllum og víðar. SiúdenlajrœSslan. Guðbrandur Jónsson flytur á morgun mjög fróðlegt erindi um andlát íslendinga á miðöldum, og skcðanir manna á dauðanum á þeim tímum. Byggist fyrirlesturinn á sögu- legum rannsóknum, sem Guðbrand- ur hefir gert. Hefif hann klætt efn- íð í mjög skemtilegan og alþýðleg- an stíl; ekki ólíkt þeim, sem Troels Lund notar í hinu alþekta riti sfnu „Dagligt Liv i Norden“. pingmönn- um og stjórn er bcðið á þennan fyr- irlestur. Z. 3r»^i w«* iw;i Fyrirligii: Rusínur, Sveskjur, Aprikósur. Sími 701. ÞÚRBUfi 8VEIN880N & CO. Dansk-íslenska félagiS. Athygli skal vakin á auglýsingu hér í blaðinu í dag, um upplestrar- samkomur hr. Adams Poulsens, leikhússtjóra. Gengi erl. myntar. Rvík í morgun. Sterlingspund .........kr. 27.05 100 kr. danskar .... — 103.72 100 — sænskar .... — 152.78 100 — norskar .... — 89.72 Dollar ..................— 5.68 Dansskóli Reykjavíl(ur. Æfing annað kveld kl. 9 í Thom- senssal. Áheit á ElliheimiliS, frá K. 55 kr., frá G. G. 5 kr., frá p. 2 kr., frá Lord 5 kr., afhent Vísi 7 kr. — 4. mars 1925. Har. Sigurðsson. Áheii til fríkirkjunnar, afhent Sighv. Brynjólfssyni, frá A. J. 10 kr., frá S. S. S. 15 kr„ frá J. Á. 5 kr„ frá N.. N. 5 kr. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 10 kr. frá Kr„ 10 kr. frá G. N„ 10 kr. frá H. H. H. Fáránlegur reikningur. í síðasta Lögbirtingablaði er birt- ur „Reikningur sparisjóðs Vestur- ísafjarðarsýslu árið 1924.“ — par er í upphafi eytt geysirúmi undir hagfræðilegar upplýsingar um starf- semi sjóðsins, sem kemur reiknings- útkomunni bókstaflega ekkert við. Ef sjóðurinn væri vel efnum búinn, væri að vísu ekki tiltökumál, þótt þessar upplýsingar væru birtar sem alhugasemdir neðan við, en það er fáránlegt að kalla þetta „reikning". Á einu er þó hægt að græða í þessum ..reikningi“. par er talið í útborgunum „kostnaður við rekstur sparisjóðsins" samt. kr. 1113 05,ená næstu síðu, í ábata og halla reikn- ingi er þessi kostnaður orðinn 100 kr. hærri. Reikningurinn er þó end- urskoðaður, en þetta hefir ekki verið „tekið með í reikninginn" við þá at- hugun. , /• K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.