Vísir - 07.05.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1925, Blaðsíða 2
VÍSIR D feTMNl IÖLSEIHI (( Qöiom fyrlrllggjandi: KANDI8 MJÖG ÓDÝRAN. Símskeyti Khöfn 6. maí. FB. Látinn ráöherra. Símaö er frá Stokkhólmi, a‘ð ThorsOn fjármálaráiSherra hafi dáT ið á þriðjudaginn, eftir langa legu. Mikkelsen sjúkur. Símá'ð er frá Osló, að fyrrver- andi stjórnarforseti Mikkelsen sé mikið veikur. Er honum ekki líf hugaS. Gengi norskrar krónu hækkar. Geysileg hækkun á krónunni. Dollar hefir fallið 10% síðustu daga. Noregsbanki hefir árangurs- laust reynt til að stöðva hækkun- ina. Símað er frá New |York, aS þar hafi ekki lengi veriö hærra gengi en nú á sterlingspundum, norskum og dönskum krónum. Hindenburg náðar sakamenn. Símað er frá Berlín, að sam- kvæmt heimild stjórnarskrárinnar, hafi Hindenburg náðað ýmsa borgaralega og pólitíska laga- brjóta. Er naðunin í tilefni af því, að hann tekur við forsetastöðunni. Khöfn 7. maí. FB. • Trotzky. Símað er frá Moskva, að Trot- zky sé sáttur við stjórnina og fái aftur eitthvert mikilsvert embætti. Veiðar Norðmanna. Símað er frá Osló, að fiskiveiða- stjórnin í Björgvin tilkynni, að 40 skip muni stunda veiðar á nýju miðunum vestan við Grænland. Baráttan við smyglana. Símað er frá New York, að stjórnin hafi hafið öfluga sókn í baráttunni við vínsmyglana, og noti heilan flota hraðskreiðra toll- gæslubáta, sem útbúnir séu með fallbyssum. Skipshöfnunum er fyr- irskipað, að handsama smyglana en skjóta niður skip þeirra, ef þeir sýni þrjósku. Gullið og Englandsbanki. Símað er frá London, að Eng- landsbanki hafi lagt fram eina miljón sterlingspunda í gulli til að leysa inn seðla. Frá Alþingi í gær. Efri deild samþ. og afgreiddi þrenn frv. sem lög frá Alþingi: 2. 3- Útvega beint frá verksmiðjunni: Sólaleðnr, Reiðtýgjaleður Vélareimar. Ludvig Storr Sími 333. 1. Frv. til 1. um breyting á 1. nr. 51, 27. júni 1921, um lífeyris- sjóð embættismanna og ekkna þeirra. Frv. til 1. um samþykt á lands- reikningnum 1923. Frv. til fjáraukalaga fyrir ár- ið 1923. Frv. um breyting á 1. nr. 91, 14. nóv. 1917, um aðflutningsbann á áfengi var samþ. til 3. umr. Frv. um sérleyfi til að reka út- varp var samþ. til 2. umr. Frv. um breyting á og viðauka við lög nr.. 7, 4. maí 1922 (seðla- útgáfa) var og samþ. til 2. umr. Þá var ákveðin ein umræða um tillögu til þingeályktunar um að skora á stjórnina að halda uppi landhelgisgæslu fyrir Austurlandi. Umræður urðu nær engar um neitt þessara mála og stóð fundur að eins 3 stundarfjórðunga. Eitt mál var tekið út af dagskrá og frestað. Neðri deild. Frv. um framleng- ing á gildi laga nr. 48, 4. júní 1923 um gengisskráning og og gjald- eyrisverslun var samþ. til 3. umr. með nokkrum breytingum á lög- um þessum, eftir all-langar umr. önnur mál voru ekki rædd og voru þvi 5 mál tekin út af dag- skrá og frestað er fundi var slitið kl. 4 síðdegis. band Norðurlands. í því eru Verka- mannafélag Akureyrar, Jafnaðar- mannafélagið, Verkamannafélagið og Verkamannafélag Siglufjarðar. Hljómleikar Utan af landi, Akureyri 6. maí. FB. Hér eru nú víðtæk málaferli á ferðinni. Fyrsta tilefni þeirra var greinarkorn, sem birtist í 14. tölubl. Dags um Sigurgeir Daníelsson hreppstjóra á Sauðárkróki. Stefndi hann fyrst ritstjóranum fyrir æru- meiðingar og er.það mál þegar kom- ið í.dóm. Næst gerist það, að 8G Sauðkrækingar birta j íslendingi mótmæli og yfirlýsingu út af Dags- greininni, sem svo ritstjóri Dags tel- ur ærumeiðandi fyrir sig og hefir þegar lagt drög til málshöfðunar gegn þeim, sem skrifað höfðu undir. Eln meðal þeirra eru sýslumaðurinn, sóknarpresturinn, héraðslæknirinn og flestir málsmetandi menn á Sauðár- króki. Hér er nýstofnað Verkalýðssam- Otto Stöterau (Piano), pórh. Arnason (Violincell). pað er nýstárlegt að heyra cello- einleik opinberlega hér. Celloleikar- inn er ungur maður, pórhallur Árna- son, og hefir hann lært hjá hr. Emil Leichsenring í Hamborg. Hann er þegar kominn vel á veg og var þess- um fyrsta celloleikara okkar vel tek- ið af áheyrendum, að makleikum. Viðfangsefnin voru meðal annars Sonata og Aria eftir Hándel, og gáfu þau honum tækifæri til að sýna stílvitund sína, og virðist sú hliðin og hljóðfall vera styrkur hans. Enn fremur lék hann Kol Nidrei eftir Max Bruch og Menuett eftir Beethoven og náði hann allmiklum tilþrifum í fyrnefnda og síðarnefnda var leikið með hinum Iétta og við- feldna blæ, sem við á. prátt fyrir það þótt hreint sé spilað og boginn vel dreginn, þá er sjálfur tónninn ekki alt af viðfeldinn, ekki lausviðað vera þungur og óþjáll, og mun ef til vill hljóðfærið eiga sinn þátt í því. Hr. Otto Stöterau, einnig ungur maður, lék undir og leysti hlutverk sitt ve*I af hendi. Hann lék einnig nokkur lög einn, og sýndi mikla leikni. Leikur hans leiddi vel í ljós byggingu tónsmíðanna (arkitekton- iskur), sem inniheldur hinar erfiðustu „teknisku" þrautir, og voru þær Tanzfantasie eftir Weismann, í nýjum stíl, allmikið og sniðugt verk, j en þó sagði einn söngvinur að Iokn- j um hljómleikunum, að það væri ekki nógu „exprimerað“ til þess að j það vekti áhuga manns. — As-dur ! Ballade Chopins hefir oft heyrst hér áður, og var hann henni mjög vel vaxinn sökum hins þroskaða áslátt- ar. Að lokum lék hann Rhapsodie nr. 12 eftir Fr. Liszt og náði þá mestum tökum á áheyrendum. Hefði verið enn tilkomumeira að heyra hann leika hana á gott hljóðfæri, t. d. Bluthner-flygel eða Schied- meyer eða annað jafngott. Auk fullkominnar leikni hefir hr. O. Stöterau marga aðra góða eigin- leika í spilinu, svo sem breytilegan tón, og náði hann þannig mörgum góðum áhrifum, sem eflaust hefðu komið betur fram, ef hljóðfærið hefði verið betra, og er rétt að geta þess, að óviðunandi er að hafa ekki fullboðlegt hljóðfæri í aðalhljóm- leikasal bæjarins. Einnig gefur það leik hans gildi, að hann er borinn uppi af heilbrigðri hugsun. B. A. Dánarfregn. Ástráður Hannesson og kona hans hafa orðið fyrir þeirri sorg Cement útvegum við frá Christian- ia Portland Cementfabrik, Oslo, i heilum förmum og smærri sendingum, á all- ar aðal hafnir landsins. Biðjið um tilboð. Umboðsmenn: pórður Sveinsson & Co. aS missa Ingveldi dóttur sína. Hún andaSist á heimili þeirra 5. þ. m. Es. Mcrcur fer héðan í dag til Noregs. Meðal farþega verða hafnarstjóri pórarinn Kristjánsson og frú hans, pórður Jónsson, úrsmiður, Eggert Kristjáns- son, heildsali. Mr. Grey og Olsen trúboði. j , Esja fór héðan í strandferð í gær. Með- al farþega vom síra Einar Jónsson frá Hofi og frú hans, Ólafur Ó. Lár- usson, læknir á Brekku, Hreinm Pálsson, skipstjóri og margir fleiri. porleifur CuSmundsson í porlákshöfn og þeir fjórir menn sem með honum vom við björgun skipshafnarinnar af Viscount Allen- by, hafa verið sæmdir verðlauna- peningi úr silfri fyrir afrek sitt, segir í tilkynningu til sendiherra Dana, og er fregnin komin frá London. — Vísir flutti í vetur viðtal við Mr. Wren, skipstjóra á Viscount All- enby, og fullyrti hann, að skipshöfn- in hefði farist, ef porleifur hefði ekki hjálpað þeim. — Sonur por- leifs, 13 ára gamall, var einn þeirra fimm, sem hlaut verðlaunapening þenna. Síra Cultormur Vigjússon hefir fengið lausn frá prestsskap úr næstu fardögum, vegna heilsu- brests. i Vísir er sex síður í dág. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá J. J., 5 kr. frá I., 5 kr. frá M^M., 30 kr. frá N. N., 4 krónur frá mæhgum, 5 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá G. B., 15 kr. frá H. P., 10 kr. frá Á. Á., 10 kr. frá S. L. Treglega ganga bókaskilin á Landsbóka- safniS, þó að ekki hafi verið sparaS ab kalla inn bækurnar meS auglýsingnm. Er því enn fastlega skoraS á alla þá, sem bækur hafa Strigaskór fyrir fólk á öllum aldri. Gott úrval! Hvannbergsbræðnr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.