Vísir - 07.05.1925, Blaðsíða 5

Vísir - 07.05.1925, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 7. maí 1925. VÍSIR I Magasin du Nord. | Eftirtaldar vörur eru hvergi ódýrari í bænum: Handklæða- dregill frá 1,25. Tviáttau frá 1,45. Gardínur, mikið úrval. Slitfataefni tvíbreitt, sérlega gott á 4,00 pr. meter. Molskinn, fjórir litir.^Cheviot í drengjaföt, bast í bænum hjá okkur. I Y0RUHOSIÐ Veggfóður, Loftpappír, Gólfpappa og Veggjapappa selur ódýrast Björn Björnsson veggfóðrari Laufásvegi 41. Sími 1484. Iiieiti Eimskipafél.húsinu j3. hæð.j „ Semur sérstaklega um alla mánaðarinnheimtufyrir versl- anir. Tekur einnig einstáka víxla og aðrar skuldakröfur til innheimtu kl. 10—l á dag- inn. Visiskaffíö gsrlr alla glaöa. } Ekkert strit Aðeins iitil suða Og athugið litina i mislitum dúkunum, hve dásamlega skœr- Ir og hreinir þeir eru, eftir litla guðu með þessu nýja óviðjafn- —r-* anlega þvottaefni. >-< FLIK-FLAK Gaman er að veita því athygli, meðan á suðunni stendur, hve greiðlega FLIK-FLAK leysir upp óhreinindin, og á eftir munu menn sjái, aC þræðimir í dúknum hafa ekki orðið fyrir neinum áhrifum. FLIK-FLAK er sem sé gersamlega áhrifalaust á dúka og þeim óskaðlegt, hvort sem þeir eru smágerðir eða stórgerðir. J>ar á móti hlífir þaO dúkuniun afarmikið, þar sem engin þörf er á að nudda þá á þvotta- bretti né að nota sterka blautasápu eða sóda. Aðeins litil snSa,’og óhreinindin leysast alveg npp. Jafnvel viðkvæmustu Jit'ir þol« FLIK-FLAK-þvottinn. Sérhver mis- litur sumarkjóll eða lituð mansétt- skyrta kemur óskemdjúr þvottinum. FLIK FLAK algerlega óskaðlegt. FLI K Fæst í heildaelu hj| 1 Bmnjólfsson $ Kuaranl rfímar 890 & 949. Reykjarík. FLAK GRlMUMAÐURINN. Mundu þiS standa hjá, á meSan útlendir her- menn færi úr einni borg í aðra, svívirSandi kon- ur ykkar og rænandi borgarbúa? Mundi ykkur líka vel, ef sú trú, sem guð hefði gefið ykkur, væri talin á borð við drottinsvik og upprebn? Höndin, sem hefir fætt þessa þjóð, frú mín,“ sagði hann og hló við kuldalega, „það er hönd- in, sem hefir eytt þetta land, rænt borgir lands- ins, rekið fólkið klæðlaust og hungrað út á gaddinn, -— það er höndin, sem prinsinn af Óraníu hefir risið gegn, til þess að koma fram hefndum!“ Hún hafði smátt og smátt þokast frá honum á meðan hann talaði, og hún hefði losað hend- ur sínar, ef hann hefði ekki haldið svo fast um þær, að hún fekk þær hvergi hreyfðar. „En Ramon var myrtur, herra minn,“ mælti liún hægt, „getur þú búist við, að eg gleymi því? — og eg þyrði að sverja, að jafnvel nú finnast menn, sem mundu vilja myrða Alba hertoga, ef færi gæfist .... og jafnvel föður minn.“ Hann svaraöi þessu engu, — eí hún heföi ekki minst á, að faöir sinn lcynni aö veröa myrtur, kynni hann, ef til vill, aö hafa reynt aö segja henni, að manndráp væri ekki æfin- lega morÖ, heldur réttlát refsing á stundum. Ramon, hinn svíviröilegi þrjótur, var dauöa- sekur, umfram flesta ótínda glæpamenn. En hvernig ætti hann aö segja henni þaö, úr því aö hún haföi gert svo svo alranga ímyndun sem mest mátti veröa, um þenna illa og sví- virðilega mann? — Honum varö þess vegna ekki annað fyrir, en aö þegja og stynja. Ekki var enn kominn tími til þess aö hin nærna og hjartahreina mær mætti sjá ráðgát- ur tilverunnar leystar hverja af annari, — til þess aö henni mætti skiljast, aö til er víðari sjóndeildarhringur í veröldinni en sa, sem hún hafði litið yfir múra klaustursins. Hún hafði alist upp við fyrirmyndir, hugsanir og fyrir- ætlanir, sem hvergi komu nærri þeim miklu og beisku sannindum, sem boðuð vóru hver- vetna í hinu fótum troðna landi. Allar hug- myndir hennar um konung og föðurland, skyldur og drottinhollustu urðu að hverfa og eyðast fyrir hversdagslegum og sárum sann- indum, áöur en hún reisti sér hreinni og heil- næmari skoðanir á rústum þeirra, um trú, von og takmarkalausan kærleika. Mark vorkendi henni af öllu hjarta barna- skap hennar og fáfræði. Stjórnlaus löngun greip hann, til þess að vefja hana í faðm sér og flytja hana eitthvert út í ævintýraheima, fjarri öllum svikráðum, grimdarverkum, eymd 0g kúgun; og þó hefði hann á hinn bóginn haft yndi af að fara með henni þangað, sem sorgir og fátækt þjakaði hvað sárast, því að hann vissi, að sál hennar var enn þrungin þeim blíöu tilfinningum, sem kunna aö létta þrautir og þjáningar með einu, társtokknu augnatilliti eða hlýju handtaki. Alt þetta og margt fleira sagði augnaráð hans henni, þó að hann þegði, og hún vissi, — af undarlegri skarpskygni, — hvað honum bjó í brjósti. Ákefð sú, sem lýsti sér i því, sem hann hafði sagt við hana, hafði sann- fært hana um, að hann væri ekki sá hirðu- lausi dáðleysingi, sem orð fór af. Heitar og djúpar tilfinningar bærðust í brjósti honum, — heitari, ef til vildi, en i brjósti þeim mönn- um, sem hugðu á morð og uppreisnir og sátu um nætur á svikráðum. Hún fann, að hann væri ekki blindur fylgifiskur landstjórans, eða föður hennar. Hann sá eymd þá, sem þjóðin stundi undir, en kæruleysi lians 0g gáleysi var auðsjáanlega ekki nema yfirvarp, — undir niðri kendi hann biturrar gremju, vegna þjóð- ar sinnar. En þó að undarlegt megi virðast, þá áfeldist hún hann ekki fyrir þetta. Ált í einu virtist hún sjá hag lands og þjóðar öðrum augum en áöur. Hún haföi alt í einu hlotið nýjan skilning á málefnum Niðurlandabúa. Úr því að Mark var verndari þeirra 0g málsvari, þá skildist henni, að þeim gæti ekki verið alls varnað. Þetta var, ef til vill, ekki rökvíslegt, en þó máttugra og sannara en mörg rökleiðsla, — og rödd tilfinninganna hvíslaði að henni: „Gæti hann barist fyrir þessu málefni, ef það væri ilt? Gæti slíkur sannfæringareldur brunn- ið í sálu hans, ef hér væri um ilt málefni að ræða?“ Og Lenóra fann skyndilega til ákafrar löng-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.