Vísir - 07.05.1925, Blaðsíða 6

Vísir - 07.05.1925, Blaðsíða 6
VÍSIR Fimtudagínn 7. maí 1925. Skýrsla um fiskafla frá 1. janúar til 1. maí þ. á., miðuð við tölu skippunda i af fullverkuðum fiski. Vestmannaeyjar .................................. 27.591: skpd. Stokkseyri og Eyrarbakki ........................ 3-110 — Þorlákshöfn ..................................... 531 — Grindavík ....................................... 1.980 — Sandgerði ......................................... 5.000 — Garður .............................................. 300 — Keflavík .......................................... 4-3°° — Vatnsleysuströnd .................................... 224 — Hafnarfjarðartogarar ............................. 19.124 — Hafnarfjörður (önnur skip) ........................ 1.200 — Reykjavíkurtogarar ............................... 47-io5 — Reykjavík (önnur skip) ........................... 2-553 — Akranes ......................................... i-5°2 — Sandur og Ólafsvík................................... 7°o — Vestfirðingafjórðungur ............................ 2.492 — Norðlendingafjórðungur.............................. 59 — Austfirðingafjórðungur............................. 4-°37 — Lagt í land og flutt út á færeyskum skipiim....... 1.762 — Afli á öllu landinu 1. maí 1925 samtals 123.560 skpd. Afli á öllu landinu 1. maí 1924 samtals 100.924 — (Frá Fiskifélagi íslands). íiuer uilljÉis oss! í tilefni af því, að 30 ár eru lið- in síðan Hjálpræðisherinn hóf starf sitt hér í Reykjavík, seljum vér litið afmælismerki hér á göt- unúm þann 11. og 12. maí næst- komandi. Árangurinn af blómadegi vorum hér árið 1921 var ágætur, og án efa hefir það ekki síst verið þvi að þakka, hve vel margir borgarar þessa bæjar og börn þeirra aðstoð- uðu oss þá við blómasöluna. Vér vonum, að Reykvíkingar veiti oss samskonar aðstoð nú, og biðjum því hér með alla þá, sem kynnu að vilja aðstoða oss við blómasöfuna þ. II. og 12. maí n. k., að gera oss aðvart sem allra fyrst. Það er tilætlun vor, að öll- um þeim, sem vilja aðstoða oss við söluna, verði afhent blómin (merkin) á skrifstofu Iijálpræðis- hersins sunnudaginn 10. maí kl. 3—6 síðdegis. Salan hefst að morgni þess 11. maí og endar að kvöldi þess 12. — á þriðjudag. Minnist þess, að þér getið stutt gott málefni með nokkurra stunda vinnu. Virðingarfylst. Kristian Johnsen. flokkstj. Hjálpræðishersins í Rvík. Rikislögreglan íslenska í útlendum blöðum. í ýmsum þýskum blöðum hefir undanfarið staðið eftirfarandi klausa: Stjórn íslands hefir afráðið að koma á lögregluvarnarskyldu á eynni, svo að allir menn milli tví- tugs og fimtugs séu þjónustuskyld- ir. Sökina á því á — kommunism- inn. Hingað til var hervarnar- skylda ókunn á fslandi. Lega landsins og hin almenna fátækt landsmanna, var öldum saman nóg vörn. En ófriðurinn kom upp við- skiftum. Hann kom upp auðvalds- stóriðju, og þar með kom óánægj- an. Sextán ára gamall rússneskur bolshvíkingur, Friedmann að nafni, prédikaði bolshevismus fyr- ir bændum. Yfirvöldin í Reykjavík langaði til að vísa þessum óþægi- lega útlendingi úr landi, en þau skorti afl, þvi hann réð yfir líf- verði, er vopnaður var með bar- eflum. Og fyrst, er nokkrum dug- legum leiðtogum tókst að koma upp borgaraliði, sem einnig var vopnað með bareflum, tókst eftir stutta orustu að koma herra Fried- mann til skips. Svo eru íslandsmál á að líta, í spéspegli útlends misskilnings. Stöknr eftir G. Ó. Fells. Túlkur skáldsins. ■ pú hefur alveg óvart hitt eina rétta strenginn: Enginn skilur skáldið þitt, — þig skilur heldur enginn! Arfi og kál. Vel er ef þú varúS beitir; viS því skyldi jafnan séS: þegar arfann upp þú reytir, aS ekki fari káliS meS. Til hins fúllynda. Víst er hér í veröld nóg af vöru þeirri, er skyldi hafna. Aumlegast af öllu er þó í eigin fýlu sinni’ aS kafna. < Seppi. Seppi mælti’, af sundi dreginn: Synda enn eg vil! Alt mun draslast einhvern veginn eins og hingaS til! Osltusió. Oddborgarans ánægS ró, ég oft verð þig að styggja; IHjög gott, ódýrt gripaíöðar til sölu. ðigerðin Egill Skallagrimsson. „TRIOMPH" Varpaukandi Hænsnafóður. Er, eftir margra ára reynslu, viðurkent bera .af öllum öðrumvarp- aukandi fóðurblöndunum. Allir, sem nokkuð hirða um varp hænsna sinna, verða því að nota „Triumph“, sem er bæði best og ódýrast. Er notað þurt, eins og það kemur fyrir, eða blandað til helmings heimilisúrgöngum. Fæst hjá þessum verslunum: Eiríkur Leifsson, Laugaveg 25. Halldór R. Gunnarsson, Aðalstr. 6. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Jón Hjartarson & Co. Jes Zimsen, Nýlenduvörudeild. Liverpool. Liverpool-útbú, Laugaveg. Verslunin Vísir. Þórður Þórðarson frá Hjalla. Þorst. Sveinbjörnsson, Vesturg. 45 Reynið „TRIUMPH“, og þér munið sannfærast uni, að þér get- ið ekki án þess verið. Reynslan er ólýgnnst. Skoðið sjálfs yðar vegna, mínar miklu birgðir af allskonar Gólfdnkum og Borðvoxdnknm, og dæmið svo um, hver ódýrast selur, og hverhefirmestúrvalið. Aldrei úr eins miklu að velja sem nú. Jónatan þorsteinsson Vatnsstíg 3. Símar : 464 & 864. (því) þú ert andleg öskustó, sem í ég vil ei liggja! StöSuglyndi. Verða mörg á vegi slys, vanti stöðuglyndi. Ilt er að vera eins og fis eða strá í vindi! Bílífi. ( Undan því ei skaltu skorast skort að þola heims í rann! Að sama skapi’ oft sálin horast sem þú fitar líkamann. Mœlgi. Mælgin, hún er breysk og blind, blekkingarnar tvinnar, því sú lifir kláðakind á kostnað djúphyglinnar! Heimsafneitarinn. Að hafna öllu’ er hættuspil. Eg hylli’ ei glæfraferðir. í gegnum heiminn himins til ég held þú fara verðirl Skóflur og Kvíslar Ristuspaðar, Garðhrífur, Ofn* rör, bein og bogin, Hreinsidyr o. m. fl. Járnvöruverslun JÓNS ZOEGA. Til gifis manns. Enga konu fær þér fest fólsku þinnar dróminn. Rósahlekkur heldur best hug, sem elskar blómin. HtíaS skortir tsl. þjóSina mesi? Hver mun reynast hjálpin best? Hvað er þörf að vinna? ísland skortir allra mest eining bama sinna! Von og trú. Ef von og trú þré víkja frá, þó viljinn tóra kunni, helst þú líkist húsi þá, sem hrunið er af grunni!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.