Vísir - 25.05.1925, Blaðsíða 4
VlSIR
ðdýrt.
Maismjöl, Rugmjöi, Hveiti,
Haframjöl, Hrisgrjórr, Heilmais,
Hænsnabygg ogSpratt’s hænsna-
fóður.
VON og
BREKKUSTlG I.
PÍANÓ. Gott píanó óskast tii
leigu í sumar. A. v. á. (1048
í fjarvist minni, nokkrar næstu
vikur eru menn beSnir að snúa sér
til Jóns Gunnlaugssonar, stjómar-
ráðsritara, um kaup á Iegsteinum
frá Shannong og allar upplýsingar
um ]?au efni. Snæbjörn Jónsson.
(1055
F R Ö N S K U
kennir Thora Friðriksson, Tjarnar-
götu 20. Viðtalstími íl—1. (1061
Silfurblýantur, Yalelykill, stafur,
bifreiðakeðjci, sjálfblekungur, erm-
arhnappur, 2 peningabuddur, manc-
hetthnappur, sólskins-gleraugu,
kvenúr, næla, gleraugu, sálmabók,
belgvetlingur, handvagn, peningar,
lampakögur,' „slobrokkur", svunta,
gotneskir stafir. Vitjist á lögreglu-
varðstofuna. (1057
Kvenúr fundið fyrir nokkrum
dögum. A. v. á. (1038
JJgJgT” UngUtigsslúU(u, frá 12—
15 ára, vantar frá 1. júní. Óðins-
gatu 28 B. (1060
Vor- og sumarstúlka óskast á
gott heimili á Mýrum. Uppl. á
Laugaveg 18. Sími 1518. (1047
Duglegur sjómaður, óskast til
róðra á Austfjörðum. — Hátt kaup.
Uppl. skrifstofu h.f ísóifs, Veltu-
sundi 1. (1042
Stúlka óskast um tíma á Bar-
ónsstíg 11. (1040
Kaupakonu vantar upp í Borg-
arfjörð. Uppl. Bræðraborgarstíg 3
A, kl. 7—9 í kveld. (1049
Unglingspilt, sem getur haft á
hendi smá afhendingu, hefi eg ver-
ið beðinn að útvega. Jón ELgilson,
Laugaveg 40 B. (1035
Stúlka óskar eftir starfa seinni-
part dags, 4—5 tíma. A. v. á.
0033
Málari tekur að sér utan- I
hússmálningu, fyrir mjög sanngjarnt
verð. A. v. á. (1030
Allskonar hnífabrýnsla, á Njáls-
götu 34. (557
FRAMMISTÖÐUSTÚLKA
óskast strax á Hótel Heklu, Hafn-
arstræti 20 (1059
Ábyggilegur og duglegur mað-
ur, vanur sveitavinnu, óskast í
ársvist, ennfremur vor- og
kaupamaður. Uppl. lijá Einari
Einarssyni, Vitastíg 10. (1020
Stúika óskast í vist nú þegar.
Hátt kaup. A. v. á. (1009
Unglingsstúllca, 12 til 16 ára,
óskast nú þegar eöa i. júni á Lind-
argötu i8B. (1019
íbúð óskast, mætti vera utan við
borgina. A. v. á. (1046
Barnlaus hjón óska eftir íbúð nú
þegar eða síðar í sumar, má vera
lítil. A. v. á. (1044
1 eða 2 herbergi og eldhús ósk-
ast til leigu. Uppl. í síma 665.
(1041
Lítið herbergi til leigu fyrir ein-
hleypa. Uppl. Skólavörðustíg 12,
efri hæð, kl. 6—8. (1037
íbúð óskast strax. Fyrirfram
greiðsla til 1. okt. Uppl. Njálsgötu
13 B. (1036
Gott herbergi til leigu. Uppl. í
síma 342. (1034
§ FÆÐI
Sel fæði á Laugaveg 18 A. Guð-
ný Guðnadóttir. Sími 1518. (838
|,i|llKA0PSKAP0a jj
Sýnishorn. Tækifærisverð á
nýlísku Gabardin sumarltápu.
Danskur iðnaður. Sími 1403. —
Útsalan Laugav. 49. (1027
SglT" Nýlegt vandað kvenreið-
hjól til sölu. Verð 80—90 kr. Mið-
stræti 8 B, uppi. (1058
Bláu rykfrakkarnir, ódýrastir eft-
ir gæðum, hjá H. Anaersen & Sön,
Aðalstræti 16. (167
Barnarúm (sundurdregið) til sölu.
á Laugaveg 53 B. (1045
Lítil byggingarlóð, á ágætum.
stað í austurbænum, til sölu. A. v. á.
____________________________(1043
Pottaplöntur, Aralia, Asparagus-
og ýmsar fleiri, selur Einar Helga-
son. (1039
jgfagg- FATASKÁPUR óskast
til kaups. A. v. á. (1056
Sterkur, enskur barnavagn til sölu.
Nýlendugötu 10. (1054
Notuð ísl. frímerki keypt hán
verði, Suðurgötu 14, eftir kl. 7 síðd.
(1053
2 kýr til sölu. Uppl. í dag í síma
404.________________________(1052
Enskar húfur, axlabönd og bindi-
slifsi, alt í stóru úrvali, verður selt:
sérstaklega ódýrt til Hvítasunnu.
Komið á meðan nógu er úr að velja.
Guðm. B. Vikar, klæðskeri, Lauga-
veg 5. (1051
, •
Islenskt rófufræ fæst á Skóla-
vörðustíg 10. J (105Ö1
Til sölu, jacket, ódýr. Skóla-
vörðustíg 28, niðri. (1032
Eftir kl. 6 í kveld, er til sýnis og:
sölu á Njálsgötu 13, 2 sjöl, reið-
dragt, dragtartreyja, klæðiskápa,
skinnsett, alt með hálfvirði. (1031
Nýkomnar veggklukkur í eikar
og mahogni kössum,vekjai;aklukk-
ur, úrfestar, armbandsúr, maskínu-
olía, ágæt teg. — Daníel Daníels-
son, leturgrafari, Laugaveg 55.
Sími 1178. (330
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
GRlMUMAÐURINN.
heföi borist bréfið, .... Fundinum yrði vissu-
lega skotiö á frest. En þó aö svo væri, og
hvað sem öllum njósnum liði? þá gæti flokk-
ur uppreisnarmanna þessara ekki komist und-
an refsingu. Bréf hennar kæmist föður henn-
ar í hendur þá um kveldið. Innan fárra stunda
yrði hann sannfróður orðinn um hið svívirði-
lega samsæri, — og landstjórinn þá líka, —
þeim yrði í Iófa lagið að sjá, hvemig öllu
ætti að haga, — þeim yrði kunn nöfn þeirra
tvö þúsund svikara, sem ráðnir væri í aö bera
vopn gegn konungi, — þeim yrði kunnugt um
veru Vilhjálms af Óraníu í Ghent, um lið-
safnað hans þar, um geymslustaði vopna og
skotfæfa.
Hún hafði skýrt frá þvi öílu, skýrt og í
fám orðum, og ekkert undan dregið. Faðir
hennar yrði ekki í vandræðum, hvað gera
skyldi. Iiann sæi Iíka ráð til þess að brjóta
samsærismenn á bak aftur og refsa þeim mak-
lega.
En skyldi hann Iíka kunna ráð til þess að
leggja hraminn á hinn dularfulla Grímumann
.... mannirm, sem vann myrkraverkin,
grimdarleg og sviksamleg ... morðingja
don Ramons de Linea ..... manninn, sem
hinir mútuðu til þess að fremja myrkra-
verkin ....?
Lenóra hallaðist aftur á bak á svæflana i
stólnum. Hún fann til ógleði, þegar hún hugs-
aði um alt, sem hún hefði gert. Hún hafði
þjónað konungi sínum og ættlandi! Hún hafði
eflaust forðað lífi Alba hertoga, og var það
eitt ómetanlegur hagur landi og lýð .... hún
hafði orðið til þess, að upp kæmist um flokk
skaðvænlegra svikara og uppreisnarmanna
.... og þeím yrði hegnt .... og á meðal
þessara manna varð hún að telja Mark van
Rycke .... eiginmann sinn.......Ó! Hún
hataði hann sannarlega, hataði hann af einka-
ástæðum, og miklu meira og ákafar en alla
aðra fjandmenn konungs, sem hún hafði eng-
in kynni af haft. Henni fanst, að hann hlyti
að vera miklu grimmari, huglausari og sví-
virðilegri en nokkur annar maður! .... Já,
alt þetta hafði hún gert, og nú ól hún þá eina
von í brjósti, að hún fengi að deyja- þetta
kveld, — þegar hún hefði gert skyldu sína
og haldið eið sinn, en væri nú orðin ein og
yfirgefin, — vonlaus og óhuggandi.
*§ 4-
Veðrið var hið versta um nóttina, eins og
Greta hafði spáð. Byljirnir buldu á gluggun-
um, svo að brast og brakaði í þeim. Regnið
dundi á rúðunum, draup niður um reykháfinn
°g ýrðist á eldinum, svo að sauð og snarkaði
á eldibröndunum og lægði logana. Lenóra
saup nokkura mjólkursopa og reyndi að
bragða á brauðinu,wen fanst hver biti standa
í sér. Hún gekk út að glugganum, dró hin
þykku tjöld frá honum og settist á stól í
gluggaskotinu, — því að hún var eirðarlaus-
og hugsjúk. Alt í einu lauk hún upp einní
rúðunni.
Regnið ýrðist inn um gluggann, framan í
hana og á beran hálsinn. Henni þótti þægi-
legt að svala sér ofurlítið á höfði og andlitL
Torgið úti fyrir var dimt og draugalegt. Flest
ljósin í Klæðahöllinni þar andspænis höfðtt
verið slökt, — þó blikuðu þar datif ljós í ein-
um og einum glugga. Lenóra vissi ekki fyrr
til en hún var farin að telja Ijósin. Hún sá.
tvö ljós x smágluggum undir þekjunni og eitt
í háum glugga á veggnum þar fyrir neðan, en.
lóðrétt þar niður undan stóðu höfuðdyrnar,
opnar upp á gátt, niður við götu, og þar sást
löng og breið ljósrák. — Eitt, nei tvö fyrir
ofan! Þau voru eins og augu! Eitt ljós i
miðju, það var nefið! — skælt og á ská, —
og neðsta ljósið var munnurinn, — stór og'
hlálegur! En þekjan var eins og hattur á-.
þessu stóra höfði og hallarturninn var fjöður
í hattinum! Eftir því sem Lenóra horfði leng-
ur á ljósin, fanst henni þau meir líkjast hlæj-
andi andliti, þangað til þetta fékk svo á hana,
að hún tók sjálf að hlæja, — hlæja ! .... Hún
hló þangað til hún kendi til og augun fyltust
tárum! Hún hló, þó að höfuð hennar ætlaði
að klofna af sársauka, og hún sárkendi til í
öllu andlitinu af óþolandi kvölum. Hún hló-
þangað til hláturinn snerist í ekka og húns
hneig áfrarn á hendurnar í gluggakistuna, em
regnið lamdist um hár henni, háls og herðar.