Vísir - 23.07.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1925, Blaðsíða 3
yfiis Bæjarfréttir fl Dánarfregn. Hjónin Sigríður Sigurðardóttir ■og Þóroddur Ásmundsson á Vest- n.rgötu 46, urðu fyrir þeirri sorg -aö rnissa elstu dóttur sína, Guð- rúnu Sigurlaugu, 20. þ. m. Hún var nær 16 ára gömul (fædd 12. ágúst 1909), fríðleiks stúlka, ást- sæl og efnileg. Hún hafði lengi verið heilsutæp og dó eftir langa legu í Landakotssspítala. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 10 st., Vest- mannaeyjum 9, ísafirði 6, Akur- ■eyri 12, SeySisfirði 15, Grindavík 10, Stykkishólmi 21, Grímsstöðum 10, Raufarhöfn 10, Þórshöfn í Færeyjum 14, (ekkert skeyti frá Angmagsalik), Kaupmanna- höfn 22, Utsire 22, Tynemouth 14, Wick 14, Jan Mayen 3 st. (Mest- ur hiti í Rvík i gær 11 st., minst- xir 5 st. Úrkoma 2.3). Veðurspá: Suðvestlæg átt á Suðurlandi og Austurlandi, breytileg vindstaða annars s'taðar. Skúrir sumstaðar á Suðurlandi og Vesturlandi. Skemtiskipið Miinchen fer héðan i kveld. — Helming- ur farþega fór til Þingvalla í gær og voru þeir Guðbrandur Jónsson 'Og Halldór Jónasson þar eystra, til þess að leiðbeina þeim. Hinir far- þegarnir voru hér í bænum, skoð- uðu söfn og fleira. Glímt var í Iðnaðarmannahúsinu og glímu- leiðarvísi útbýtt um leið. — Lúðrasveit skipsins lék þar og úti á Austurvelli, þegar glímunni var lokið. í gærkveldi flutti Kristján Albertson fyrirlestur úti íMúuchen um menmngu íslendinga og síðan var sýnd kvikmynd Lofts Guð- mundssonar. — 1 kveld kl. 7 syng- •ur Karlakór K. F. U. M. og bland- •að kór úti á skipi. Ferð um óbygðir. Þeir Ársæll Árnason, Friðrik Magnússon, Sveinn, bróðir hans, og Bjarni Bjarnason, klæðskera- meistari, eru nýkomnir úr hálfs- mánaðar för um óbygðir. — Þeir höfðu með sér tjald og hvílupoka og voru vel búnir að vistum. Lágu þeir fjóra daga við Hvítárvatn, í besta veðri, en fóru þaðan norður á Hveravöllu og sneru þar við. Of- viðri hreptu þeir einn dag í Þjófa- dölum og illviðri suma daga. Á Hveravöllum hittu þeir Jón Björnsson, Jörgen Hansen, Guð- mund Þórðarson og Sveinbjörn Sæmundsson. Þeir ætluðu norður um Langjökul til Borgarfjarðar. Tveir lögregluþjónar, Sigurður Gíslason og Karl Guðmundsson, voru að koma norðan tir Skaga- firði og hittu Ársæl og þá félaga við Hvítárvatn; urðu þeir sam- ferða þaðan suður á Þingvöll. Hjúskapur. 21. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungf. Halldóra Björns- dóttur og Brandur Vilhjálmsson. Síra Friðrik Hallgrímsson gaf þau saman. Es. Suðurland fer kl. 8 í fyrramálið til Borg- arness. Franska skipið Pourquoi Pas, er væntanlegt h.ingað næstu daga. Á því er haf- rannsóknarnefnd oger foringihenn- ar dr. Charcot, er var'foringi leið- angurs til Suðurheimskautsins ár- ið 1910. Dr. Charcot er sonur hins fræga taugalæknis, dr. Charcot, er var stórfrægur maður og braut- ryðandi á sínu sviði. Sonur hans er einnig læknir. PourquoiPaserleigt af frönsku stjórninni til þessarar farar. Munu menn minnast þess, að franska stjórnin bauð norsku stjórninni, að láta skip þetta leita Amundsens, ef þörf reyndist á. — Efnalang Reykjaviknr Kemlsk fafahrelnsim og lltnn Langaveg 32 B. — Siml 1300. — Simnefni: Efnalaug. Hrainsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein&n fatnaS og dúka, úr hvaSa efni semer. Litar upplituS föt og breytir um lit eftir óskum Eyknr þœgindl. Sparar fi. Sokkar. Mesta og besta úrval lands- ins er hjá okkur, bæði á börn og fullorðna úr silki, ull og baðmull. Karlmannssokkar ódýrastir hjá okkur. Verðið frá kr. 0,75 til 9,00 paríð. Allur tilbúinn fatnaður bestur hjá okkur. Vöruhúsið. Komið hefir til mála að skipið færi héðan til Grænlands. Gengi erL myntar. Rvík í dag. Sterlingspund........kr. 26.25 100 kr. danskar .. 100 — sænskar .. 100 — norskar .. Dollar............ 117.19 14543 98.26 54iJ^ Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 3 kr. frá Nönnu, 25 krá frá ónefndum, 5 kr. frá Ö. Gjöf ; i til fátæku konunnar, 3 kr. frá Nönnu. Fram II. og III. flokkur. Æfing í kveld kl. 8. Skúfasilki 6 kr. í skúfinn. Upphluta silki á kr. 8,80. Dúnkantar og astrakan kantar, nýkomið. Versl. Gnllfoss Sími 599. Hálfvirði | snmarkápnm g °s H hðttnm. || Egill Jacobsen. 2 menn óskast til síldveiða, þurfa að fara norður með Islandi. Gott kaup. Upplýsingar á Vatnsstíg 9. Blýmenja löguð og þur, aðeins bestu tegundir Málarun. Simi 1498. Bankastræti 7. -GRIMUMAÐURINN. „Hliðin hafa verið hraustlega varin, yðar hágöfgi. En uppreisnarmenn eru einráðir í miðbænum enn þá. Þeir hafa náð ’Sgraven- steen á sitt vald. Tvær þúsundir Vallóna liafa •gefist upp fyrir þeim......“ „Tvær þúsundir!“, kallar Alba upp yfir sig, æfareiður og blótandi. „Ræfils geiturn- ar!“ „Plér sitja að minnsta kosti þrjár þúsundir manna um kastalann." „Veit eg það!“, svarar Alba hránalega. ,„Þeir hafa brotið Jirjú skörð í varnarvirkin! .... Þessir óbótamenn! Hjálp! Mig vantar sjálfan hjálp!“, endurtekur hann og blótar hástöfum. „Serbellóní foringi liað mig að segja yðar hágöfgi, að hann hefði sent til Dendermonde til þess að biðja um hjálp í snatri. Hann von- aði, að yðar hágöfgi mundi fyrirgefa sér, ef hann hefði gert glappaskotT Þá hýrnaði yfir Alba, en hann svaraði ekki skjótt. Hann vikli ekki láta samherja sína sjá, — og jafnvel ekki einkavin sinn de Vargas, — hve mjög sér létti við þessi tíð- indi. „Sendi hann mann á hesti, einn eða fleiri?“, spurði hann eftir litla þögn. „Það hefði verið öruggara að senda tvo, ef annar skyldi meið- ast á leiðinni.“ „Herforinginn sendi þrjá menn, yðar há- göfgi. En þeir urðu að fara fótgangandi. ViS höfum enga hesta við hliðin. Uppreisnar- menn náðu þeim öllum, löngu fyrir sólsetur. En sendimenn bjuggust við að ná hestum á leiðinni.“ Alha blótar í hljóði, eins og hann er van- ur. Ilin spánverska riddarasveit, sem hann hafði um sig á torginu, varð fyrst til þess aS flýja eins og fætur toguðu yfir Ketelbrú og inn i kastalann, en heil hersveit fórst í Scheldefljóti. Ef hann ætti ráS á einum hesti jiarna í kastalagarðinum, þá gæti hann vænst liðsauka innan fárra stunda. „Hvenær lagði sendimaðurinn af staS til Dendermonde?“, spyr Alba. „Þegar farið var að hringja hádegishring- ingum, yðar hágöfgi.“ „Hvers vegna fór hann ekki fyrri?“ „Herforinginn var á báðum áttum. líann bjóst á hverri stundu við hjálp eða orðsend- ingu frá yðar hágöfgi. Hann reyndi líka aS koma boöum til Londrónós herforingja, við Waalhliðin, er sendimenn hans hljóta aS hafa veriS gripnir og drepnir, því að honum kom engin hjálp, úr neinni átt.“ „Veistu, hvort herforinginn lét þess getiö í orSsendingunni tfl Dendermonde, aS mik- i6 Iægi viS?“ „Eg hugsa, aS svo hafi veriS, ySar há- göfgi. Herra Serbellóní var orðinn mjög áhyggj ufullur." Hertogann setur h'ljóðan. Hann hnyklar brýnnar og er hinn reiöulegasti. Hann reyn- ir að gera sér í liugarhmd, hvenær búast megi við hjálparliSinu. „Mennimir verða aS ganga til I)endermonde,“ segir hann hugsandi, „og koniast ekki þangað fyrr en um náttmál . .. foríngirm gæti lagt af stað í nótt .... en hann kann að aS biða morguns ________ Hann kemur varla hingað fyrr en annað kvéld .. .. og margt gæti gerst á meðan.“ „HvaS sagSirðu marga fallna við BraehliS- in?“, spurði hann stuttlega. „Þegar eg fór, voru hundrað og tuttugu íallnir, yðar hágöfgi, en fúll þrjú hundruS lágu í sárum á hrúnni. ViS höfum beðiS mik- ið tjön,“ segir-maðurinn meS hálfum huga, — eins og þeim er títt, sem flytja óheilla fregnir til þeirra, sem þeir óttast. Aiba þegir éitt eða tvö augnablik, en seg- ir síSa'n ált í einu.: „Veistu þaS, að mér væri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.