Vísir - 23.07.1925, Síða 2

Vísir - 23.07.1925, Síða 2
VtSlR AGFA-fllinur (Hraði: 400 H & D) Sportvðruhús Reykjavíkur. (Einar Björnsson.) Ðöfam fyrirllggjanði: Blandað hænsnafóðnr, Mais heilan, Mais mjöl, Hænsnabygg. Símskeytl Khöfn, 22. júlí. FB. | Frakkar og Þjóðverjar. i Símað er frá París, að þýski sendiherrann hafi í gær afhent írönsku stjórninni svar Þjóð- verja við frönsku orðsendingunni i 16. júní, um öryggissamþyktar- uppástungu þá, er Þjóðverjar báru fram fyrir nokkuru síðan. Svarið verður birt bráðlega. Vinstrimenn sigra í Frakklandi. ’ Símað er frá París, að í nýaf- i stöðnum kosningum til svokallaðra aðalráða, sem kjósa meðlimi öld- ungaráðsins, hafi vinstrimenn unn- ið glæsilegan sigur. 1 Slys x Danzig. ) Símað er frá Danzig, að pólsk- | ur torpedóbátur hafi sprungið í loft upp, er kviknaði í bensínforða hans. Tveir rnenn dóu við spreng- inguna. Hryllileg morð. Símað er frá Berlin, að kven- maður í Jugo-Slavíu hafi játað á sig hræðilegan glæp. lTefir hún myrt tvo eiginmenn sína, son sinn og 32 unnusta. Líkin geymdi hún í zink-tunnuín i kjallaranum. Utan af landi Akureyri, 22. júlí. FB. ; Um hádegi syrti skyndilega í lofti og skall yfir feikna óveður með hellidembu af hagli. Eftir hálftíma var haglskúrin liðin hjá og varð bjart af sólu og bliöuveð- ur. í gær drukknaði í Þverá Jóhann bóndi Helgason á Syðra-Lauga- landi. Var á hann á reið yfir ána ásarnt fleira fólki. Hnaut hestur- inn og féll Jóhann af honum. Sam- ferðafólkið sá honum ekki skjóta upp aftur. Talið er líklegt, að Jó- hann hafi fallið á höfuðið á stein og rotast. Líkið er ófundið. Jóhann var einn af efnuðustu bændum í Eyjafirði. Úr blððuni líestor-ísleRilinga. Rvík, í júlí. FB. íslenskir glímukappar. Heimskringla segir svo frá þ. 6. mai þ. á.: „Almenn glímu- og hnefaleikasamkepni fyrir alt Canada var haldin hér í Winnipeg 29. °S 3°- apríl. Þrír fslendingar keptu þar þjóðflokki sínumtilstór- sóma. Bræðurnir 'Óskar og Ingvar Gíslasynir, synir Ingvars Gisla- sonar póstmeistara í Reykavík, Man., urðu báðir glímumeistarar Candada, hvor í sínum flokki, Ósk- ar i léttvigt (light-weight) en Ing- var í fjaðurvigt (feather-wight). Ensk blöð segja, að þeir hafi báð- ir glímt aðdáanlega, og var Óskari sérstaklega hælt. — Paul Frede- ricksson fékk önnur hnefleika- verðlaun í fluguvigt (fly-weight) og var svo jafngóðurCanadameist- Knattspyrnnfélag Reykjavíknr. íþróttamót (innanfélags) verður haldið fyrir 2. flokk félagains 22. og 23. ágúst. Keppa skal í þessum íþróttagreinum : Hlaupl 80 metr. 400 metr. ÍBOO metr. Langstökki, Hástökki, Stangarstökki. Þristökki. Spjótkasti, Kringlukasti, Kúluvarpi beggja hauda. Sund: Bringusund 50 m. og 200 m. Frjáls aðfcrð 100 m. Þrenn verðlaun verða veitt i liverri íþrótt Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram við einhvern úr stjórn félagsins fyrir 19. ágúst. Þess er vænst að sem allra flestir 2. flokks meðlimir félagsins taki þátt í mótinu og æfi sig sem best undir það. Stjórnin. aranum Leitham frá Montreal, að varla mátti milli sjá. Hundrað ára afmæli ameríska Unítarafélagsins var há- tiðlegt haldið í Boston, Mass., um miðbik mánaðarins. Þessir íslend- ingar sátu mótið: Einar H. Kvar- an, skáld, síra R. E. Kvaran, síra R. Pétursson og síra Albert Krist- jánsson. Einar H. Kvaran var þar gestur félagsins og hélt þar tvo íyrirlestra Bókarfregn. ——O- Lárus Sigurbjörnsson: Over Passet og andre Fortællinger.— Nyt Nor- disk Forlag — Arnold Busck, Kjöbenhavn MCMXXV. Ennþá einn íslenskur höfund- ur, sem ritar á dönsku. En þó að atvikin hafi hagað því þannig, að fvrsta bók þessa höfundar komi út á dönsku, þykih mér ekki ólík- legt, að hann eigi eftir að auðga íslenskar bókmentir með ritum eftir sig, ef honunx endist aldur og heilsa til. Veit eg, að hann muni hafa fullan hug á því. Og eg fyrir rnitt leyti gleðst af þvi, er íslensk- ur höfundur gerir eitthvað vel, þótt hann verði sakir ástæðna sinna, að rita á útlenda tungu. Er það sjaldan tekið nógsamlega fram, að með íslenskum höfund- um berst hróður lands og þjóðar út um heiminn, ef þeim tekst vel, og hingað til höfurn vér ekki haft ástæðu til að kvarta. Það er sérkennilegur persónu- leiki, sem kemur fram í smásög- um þessum. Að sumu leyti svipar honum til Einars Kvarans, eink- um að samúð með þeim, er bágt eiga, og skilnjngi á kjörum þeirra. En þó er yfir sögum Lárusar ann- ar blær, yfirleitt þungur og dapur, en óendanlega viðkvæmur í öllu sinu vonleysi. Frá þeim andar sorg og vonbrigðum, ömurlegri vissu, að því er virðist, um það, að kjör manna hér á jörð hljóti að vera þtmgbær, eins og einmanaleg dvöl á bak við byrgða glugga. En með- aumkvun og viðkvæmni höf. lyft- ir raunakjörunum upp í æðraveldi, — lesandanum virðist, sem þrár og sorgir þessarra manna séu heil- agar. Og við óttumst nærri því, að setja fingraför á bókina. Þetta á sérstaklega við aðalsög- una, ,)Yfir skarðið“, þar sem bældri útþrá ungrar stúlku er lýst, þránni yfir skarðið, út í bjartan beiminn úr þröngum dalnum. En jtráin er eins og vængbrotinn fugl, sem flögrar þreyttur t búri, og í allri eymd og einstæðingsskap út- kjálka-dalverpis verður stúlkan Saloon-kex frá Mitchell & Muil. Aberdeen. Afgreitt beint til kaup- manna frá verksmiðjunni. Umboðsmenn: pórktur Sveinonon & Co. Hjólkestar, gúmml og varahlntir í heildsöla. H. Nielsen, Westend 3, Köbenhavn vitstola. Þetta á og við hugleið- ingarnar um „litla bróður“, sem „kom og fór aftur“ og var ef til vill sorgin sjálf. Átakanleg saga er „Eyðijörð“, sem lýsir starfi ein- yrkja, sem ræktar jörð í von um að geta búið þar með æsku-ást- mey sinni, en brennir síðan upp bæinn, þegar draunxurinn yfir líf- inu hverfur. Sumstaðar tekur höf. sér yrkis- efni úr fornnm sögum eða þjóð- sögnum, t. d. í sögunum „Fólgið fé“ og „Fossinn“, og fer vel með. „Hvíti dauðinn“ eru hugleiðingar „foiTagatrúarmanns“, sem býst við ‘ því, að dauðinn, sem hann ber í brjósti sér, komi á hverri stundu. Dálitlum gamansemi-bjarma slær á frásögnina unx „Stínu þvottakonu“, barneignir hennar og baráttu við bæjarstjórn og lög- regluþjóninn stranga, sem hún ótt- ast meir en fjandann sjálfan. Stíll höfundar er hóglátur og" ærslalaus, x besta samræmi við efni sagnanna. I þeim er þung undiralda tilfinningar, sem „ei vill ærslast hátt né kvarta.“ Málið er gott, að því er eg hefi best vit á. ITöf. tileinkar bók þessa móður sinni. Er og greinilegt, að ættar- mót er með sögum þeirra tveggja, mæðginanna. Þar er sami þungi veruleikablærinn, og þó að ein- hver munur kunni að vera á lífs- skoðununx þeirra í orði, er við- horfið gagnvart heiminum Iíkt. Munurinn er aðallega sá, að frú Guðrún Lárusdóttir vill frekar breyta heiminum, en sonur henn- ar tekur heiminn fremur eins og- hann er, og virðist sætta sig við það. Það er öll ástæða til að óska höf. til hamingju með bók þessa, og- vænta hins besta af honum fram- vegis. Jakob Jóh. Smári.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.