Vísir - 21.08.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 21.08.1925, Blaðsíða 4
VÍSIK Nýtt dilkakjöt Verðið lækkað um 30 aura kilóíð. Matarbúðm. Laugaveg 42. Sími 812. Fyrirliggjandi: Hessian 72 tjöruhampur. Verðið mjög lágt. Málarinn. Sími 1498. Bankastræti 7. I I lí i I I I i) 1 Eldavélar stórar, þríhola, með bak- arofni og vatnskatli frá kr. 130,00. Ofnar, Þvottapottar. Ofnrör. (íassuðuvélar. Gasbakarofnar. Gufulok, Veggventlar, Sótrammar. Annast ef vill um uppsetningu á eldfærum. ísleifur Jónsson Laugaveg 14. | Mikið úrval af Snndfötnm Nýkomið Vöruhúsið. 1 v___________ m <í@$>£ý©T><í©í> <^©í> <í@ý* §|^-' Saumastofu og búð minni verður lokaö á morgun og næst- komandi mánudag, vegna breyt- inga sem veriS er aö gera. — Vig- fús Guðbrandsson, klæðskeri. (293 Barngóð unglingsstúlka óskast strax eða frá 1. n. m. Grettisgötu 44 B, uppi. (270 Unglingsstúlka óskast í vist, nú þegar eða 1. sept. A. v. á. (286 Allskonar hnífabrýnsla á Njáls- ! götu 34. (224 KomiB með föt yBar til kemiskr- ar hreinsunar og pressunar til O. Rydelsborg, Laufásveg 25, þá verBiö. þiB ánægB. (379 Um síðastliðin mánaðamót tap- aðist 15 litra mjólkurbrúsi, ann- a'öhvort á götum borgarinnar eða á lei'ðinni austan frá Ölfusi. Finn- andi vinsamlega beöinn að skila brúsanum á Barónsstíg 18. Sími 1334- C27S Tapast hefir víravirkisplata af beltispari. Skilist á Njálsgötu 30. * (292 1 i Blágrár ketlingur meö hvítar 1 Iappir og bringu hefir tapast. Skil- ist á Laufásveg 4, niðri. (291 Herbergi óskast til 1. okt. Nic. Bjarnason. (287 Stofa handa einhleypum óskast til leigu frá 1. okt., helst í austur- bænum. Uppl. í sima 670. (283 Tvær systur óska eftir 1 her- hergi og aðgangi að eldhúsi frá 1. okt. Uppl. í síma 1423. (282 3 herbergi og eldhús, óskast fyr- ir fámenna fjölskyldu 1. okt. — Ábyggileg greiðsla. A. v. á. (280 3 stofur og eldhús til leigu gegn 3000 króna láni með fyrsta veð- rétti i húsi. Úppl. í sima 1407. (279 Einhleypur ma'öur óskar eftir herbergi nú þegar. Uppl. í síma 1485- (277 Kona óskar eftir herbergi nú þegar til 1. okt. A. v. á. (288 Góð íbúð, 2 eöa 3 herbergi og eldhús, óskast 1. október. Skilvís greiðsla. A. v. á. (141 Herbergi me'ð húsgögnum ósk- ast nú þegar fyrir einhleypan. — Tilboð auðk.: „214“ sendist Vísi. (255 Falleg vagga til sölu á Vestur- götu 25 B. (281 2 skrifstofuborö og nokkrir skrifstofustólar verða keyptir. A„ v. á. (276 35 aura kostar liter af stein- olíu, besta tegund. Baldursgötu 11. Sími 893. (285. ;W' 35 aura kostar kg. af púðursykri í dag. Hannes Jónssony Laugaveg 28. (284 Kvensumarkápa til sölu á Njáls- götu 12, niðri. (29<> Steinolía, „Sunna" á 35 aura lit- erinn, riklingur, reyktur rauðmagi. Verslun Kristjáns Guðmundsson- ar, Bergstaðastíg 35. Sími 316. _________________________• (289- Ársritið Rökkur (3 árgangar út- komnir). Ódýrt og skemtilegt rit. Fæst eins og áður hjá bóksölum: ineð áskriftarverði. (351 Ljóðaþýðingar Steingríms, I. bindi, í snotru bandi, 13 arka bók með vandaðri mynd þýðandans. — Fæst hjá bóksölum. — Tvær papp- írstegundir. — Safn þetta fær lof allra. (360 ■ Leðurvörur svo sem: Dömu- töskur, dömuveski og þeninga- buddur, ódýrast í Versl. Goðafoss». Laugaveg 5. Sími 436. (222 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. GRÍMUMAÐURINN. fríður sýnum og hafði sýnt fádæma hug- rekki í viðureign sinni við spánverska ridd- ara daginn áður. Nú hafði hann borist mikið á, veifað höndum yfir höfuð sér, svo að allir máttu glögt sjá hann; en til þess að gera honum hægra fyrir um að tala, lyftu vinir hans honum á axlir sér og báru hann inn í miðja kirkju. Þar námu þeir staðar, en Peter Balde hreif allan mannfjöldann með eldsnöru augnaráði sínu. „Hvaða liefndir eg eigi við?“, mælti hann djarflega. „Nei! Spyrjum heldur, hvaða hefndurn við verðum að koma fram! Harð- stjórinn Iiefir nú traðkað hinum helgustu mannúðarlögum, sem bjóða hverjum manni að þyrma þeim, sem sendir eru i friðar-erindum. Hann er ótrúr, auðvirðilegur og undirför- ull. Hvers vegna ættim við að vera heiðvirðir og réttlátir? Hann metur hvorki drottinholl- ustu okkar eða hreysti, — látum þá koma í móti það eina bragð, sem hann skilur. Borg- arar. Við höfum tvær þúsundir fanga á valdi okkar í gildishúsunum, — tvær þúsundir Vallóna, sem barist hafa undir merkjum harðstjórans, gegn okkur, __ sem erum þeim skyldastir. Eg legg til að við drepum þessa fanga og sendum harðstjóranum höfuð þeirra, og svörum svo þessu ofbeldisverki hans L“' „Já! Já! Vel mælt!“, gall við hvaðanæfa meðal ungra iðnaðarmanna og námssveina, hinna áköfustu í flokki þessara hraustu manna, sem nú þjáðust undir hinni svívirði- legu lægingu, sem þeir höfðu orðið að þola, og brunnu af heift og hefndarhug. „Já! Já! Öxin geymir þá best, og sendið höfuð þeirra til harðstjórans! Vel mælt, Pet- er Balde,“ kölluðu þeir hástöfum. Hinir þögfðu. ’Ef til vill hefði ínörg'um hinna eldri manna verið næst skapi að taka undir óp þeirra: — grimd elur grimd, og kúg- un espar menn til miskunnarlausra hermdar- verka. Varla var þarna nokkur sá maður, er einn síns liðs hefði getað framið svo hrylli- legan glæp að myrða varnarlausan fanga, en þessii: menn höfðu árum saman stunið undir ánauðaroki hins versta harðstjóra, og höfðu bæði þeir og þeirra vandamenn verið beittir hinum niðingslegustu brögðum, hvað eftir annað. Þess vegna hafði réttlætistilfinning þeirra ^ljógast og þeir fyllst samskonar grimd sem spánskir ofbeldismenn heittu þá. Upp við altarisgrindumar stóðu forkólf- arnir um foringja sinn, Mark van Rycke, og biðu þolinmóðir á meðan eldmóðurinn óx og magnaðist yfir tillögu Peters Balde, uns óp- in virtust hljóma um alt hið heilaga hús, en hjöðnuðu svo (smátt og smátt, þangað til ekki heyrðist nema Iágur kurr, sem þó var eindreginn. „Þetta skulum við gera,“ kallaði einn ákaf- asti fylgismaður Peters Balde. „Það er ekki nema réttmætt, og þetta eru einu lög, sem harðstjórinn skilur — hnefarétturinn!“ „Það eru lögin, sem hann hefir sjálfur' kent okkur,“ mælti annar, „refsi-lögin!“ „Lög sviksemi, rána og ofbeldisverka,“ mælti Mark, hárri og skærri röddu, svo að< tók yfir allan hávaða og kur sem heyra mátti; meðal fylgismanna Peters Balde. Orð hans kváðu viö í hverri súlu um þvera og endi— langa kirkjuna.„Erum við svo aumir ræflar,að okkur komi til hugar að fremja morð og níð- ingsverk?“ „Ekki morg,“ sváraði Peter Balde af þjósti, „heldur hefnd!“ „Hefnd!“ kallaði Mark ógurlegri röddu. „Dirfist þið að kalla þetta hefnd í húsi hans, sem segir: ,Eg mun miskuna’!“ „Guð er með okkur og mun fyrirgefa!“' kölluðu sumir úr flokki Peters. „Alt, nema ofbeldisverk! .... Það, sem þið viljið gera, er óhæfuverk, sem engum hæfir nema fjandanum!“ 1 „Nei, nei! Balde hefir á réttu að standa! Dagar drengskapar eru taldir! Hveir veit,. nema kastalinn væri nú unninn, ef þetta vopnahlé hefði ekki, verið veitt?“ „Mun þá málstað ykkar hetur borgið, ef' þið myrðið varnarlausa fanga?“, spurðri Mark.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.