Vísir - 21.08.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1925, Blaðsíða 2
vtam Vísis-kaflið gerir alla glaða. Höfam lyrirllggjandi: Blandaða hænsnafóðrið góðkunna, Hænsnamais, Hænsnabygg, Hestahafra, Maismjöi. Símskeyti Khöfn, 20. ágúst. FB. * Byggingavcrkbann í Berlín. SímaS er frá Berlín, aS vegna ósamkomulags um laun á milli vinnuveitenda og verkamanna; hafi hinir fyrnefndu lýst yfir byggingaverkbanni (lockout). — Sextiu þúsundir verkamanna bí'öa atvinnuhnekki viö verkbanniö. Villidýr á almannafæri. Símaö er frá París, aö leopardi einn, er var nýfluttur í dýragarö hafi sloppiö úr búri og reiki nú um Boulogneskóg. Fólk er afskap- lega hrætt, þar eö dýriö er alger- lega ótamið. Eru gerðar tilraunir til þess aö handsama þaö af mikl- um mannsöfnuði. Heimskautsför Amundsens. Símaö er frá Osló, aö það sé ákveðið, aö Amundsen geri tilraun til þess að fljúga til norðúrpóls- ins í loftskipi en ekki flugvél. Kínverjar og Bretar. Símaö er frá London, að Kína- stjórn hafi bannað breskum skip- um aö koma við í kínverskum höfnurn. Eru Bretar mjög reiðir yfir þessu tiltæki og er búist við stór-alvarlegum afleiðingum. Gyöingafimdi frestað. Símaö er frá Vínarborg, að Zionistafundurinn hafi verið af- lýstur, (sbr. skeyti x gær). Jafnaöarmenn og franska stjómin. Símað er frá París, aö það hafi verið ákveðið á socialistafundi að hætta aö styöja stjórnina. Mfred Olsen & Go. A. s. Kanpmannahöfn. Smurningsolmr allar tegundir. 1 XJmboðsmenn: Þórðnr Sveinsson & Go. Utan af landi. ísafiröi, 20. ágúst. FB. Slys. Ragnar Jóhannsson frá Garðs- stööum, vélarmaður á m.k. Gylfa, festist í hjólreim vélarinnar og barst undir sveifluhjólið og beið þegar bana. Síldveiðin treg síðustu daga. — Tiöarfar rnilt en þurklaust. Drykkjnskapnr eða bindindl Framh. III. Eg þykist þess fullviss, að þjóð- inni hafi verið nauðugur einn kost- ur, að ganga að kröfum Spánverja um undanþágu frá bannlögunum, að því er létt vín snertir. — Þáð mun vera hin mesta heimska, eða annað verra, að neita því, að þar hafi ekki fullkomin nauðsyn rekið á eftir. — En við þessa undanþágu hefir víndrykkja hér í Reykjavík magnast stórkostlega. Að minsta kosti ber miklu meira á drykkju- Gerið alvörn úr þvi tafarlanst að fá yður Kodak u Þér getið lært að fara með hann á hálfri klukkustund. Dragið það ekki, - fáið yður tafarlanst .,KODAK (( Hans Petersen. skap nú á almannafæri, enda geta menn, síðan „Spánarvínin" komu, verið „löglega“ fullir, en áður var það tæplega hægt, því að „lækna- brennivínið“ var alt úti látið sem meðul til lækninga, og menn verða yfirleitt ekki staur-fullir af með- ulum. — Að minsta kosti þótti ýmsum varhugavert að sýna sig „meðala-drukkna“ á almannafæri, og fóru því heldur varlega. — En nxi er hægðarleikur að kenna Spánarvíninu um, ef menn hittast stórdrukknir, jafnvei þó að þeir kunni að hafa fengið „hressing- una“ hjá leynisala eða samkvæmt læknisávísun sér til heilsubótar. IV. Því miður munu ekki vera mikl- ar horfur á því, að Spánverjar falli frá þeirri kröfu sinni — okkur að skaðlausu — að leyfður skuli inn- flutningur á vínum þeirra hingað. — Og við erum áreiðanlega ekki undir það búnir, að geta hafnað kröfum þeirra um leyfi til vín- flutninga hingað, því að mikil hlunnindi koma í móti. — Og mér j þykir, satt að segja, ekki mjög l líklegt, að það komi fyrir á dög- | um þeirrar kynslóðar, sem nú er j fulltiða í landinu, að við verðum i færir unx að hafna saltfiskmark- aðinum á Spáni að miklu eða öllu leyti. — Það væri æskilegt að vísu að við gætum gert það, okkur að skaðlausu eða skaðlitlu, en eg hefi enga trú á að það heppnist. — Svo sem kunnugt er, hefir tals- vert verið til þess gert, að afla nýrra markaða fyrir útflutnings- vörur landsmanna. — Sendimenn bafa farið víöa um lönd í markaðs- leit, samið skýrslur um þau ferða- lög o. s. frv., en því miður virð- ist árangurinn ekki vera mikill að svo komnu. — Og vjð því er ekki heldur að búast. — Það tekur áreiðanlega langan tíma, að afla nýrra rparkaða. — Og það er hin mesta skammsýni að ímynda sér, að slíkir markaðir náist á svip- stundu eða fáum árum. —Tilraun- irnar taka vafalaust all-langan tíma. — Væntanlegir neytendur jxurfa að kynnást og smá-venjast vörunum, sem að þeirn er haldið. Og salan verður óhjákvæmilega heldur lítil fyrst í stað, en vex svo hægt og hægt á löngum tíma, ef varan fellur í geð og er seld skap- legu verði. — Að öðrum kosti verður tilraunin árangurslaus. — Það væri því hin mesta fásinna og þjóðar-ógæfa, að fleygja frá sér gömlum og góðum markaði fyrir höfuð-afurðir landsins, í þeirri veiku von, að takast mætti að svæla út fiskinum fyrir eitt- hvert verð í einhverjum[ löndum öðrum. — Hitt er auðvitað sjálf- sagður hlutur, að halda áfram að leita fyrir sér um nýja markaðí, sem ef til vill gæti komið í staðinn fyrir saltfiskmarkað vorn á Spáni, er stundir líða. — Og ríkissjóður má með engu rnóti horfa í það, þó að af þeim tilraunum kunni að leiða all-verulegan kostnað. Eg fæ því ekki betur séð, en að það sé nokkurnveginn örugt, að við verðum að hlíta Spánarmark- aðinum enn um nokkurt skeið, og sennilega —- því miður — að sætta okkur við, að leyfður sé innflutn- ingur á vínum Spánverja hingað til lands. (Niðurl.). P- Messað verður í fríkirkjunni í Hafnar- firði á sunnudaginn kl. 2 síðdegis. Sira Ólafur Ólafsson. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík io st., Vest- mannaeyjum g, ísafirði io, Akur- eyri io, Seyðisfirði g, Grindavík io, Stykkishólmi n, Grímsstöðum 7, Raufarhöfn 8, Hólum i Horna- firði io, Þórshöfn í Færeyjum io, Angmagsalik 7, Kaúpmannahöfn 17, Utsire 12, Tynemouth 14, Wick 12, Jan Mayen 7 st. (Mestur hiti í Rvík siðan kl. 8 i gærmorgun 13 st., minstur 8. — Úrkoma mn\o.4). — Loftvægislægð suðvestan við írland. Veðurspá: Svipað véður. Slys. Maður datt af flutningabifreið hjá Herkastalanum í gær og fót- brotnaði. Hann heitir Ásbjörn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.