Vísir


Vísir - 22.08.1925, Qupperneq 2

Vísir - 22.08.1925, Qupperneq 2
VfSÍK Vísis-kaffið gerir alla glaða. Höfam fyrirllggjandi: Blandaða hænsnafóðrið góðkunna, Hænsnamais, Hænsnabygg, Hestahafra, Maismjöl. Símskeyti Khöfn, 21. ágúst. FB. Leopardinn skotinn. Síma'S er frá París, aS búiö sé aö skjóta leopardann. Kirkjufundur settur í Stokkhólmi. SímaS er frá Stokkhólmi, aö kirkjufundur hafi veriö settur þar i gær meS miklum hátíöleik. Fund- urinn er mjög fjölmennur. Fjórar norskar f jölskyldur gerðar rækar úr Þýskalandi. SímaS er frá Berlín, a'S fjórar norskar fjölskyldur hafi veriS geröar landrækar. Er þetta gert í hefndarskyni, þvi aö nokkurar þýskar fjölskyldur voru börnar út í Osló, végna húsnæðisleysis. Er fólk mjög reitt yfir þessu í báSum borgunum. Ketill springur í lystiskipi. Símað er frá London, að ketill hafi sprungiö í lystiskipi einu. Skipið var nálægt Pawtucket, er ketillinn sprakk. Ákafleg hræðsla greíp farþegana og drukknuðu 60 þeirra. (Pawtucket er borg í Banda- ríkjunum, í Rhode Islands ríki, á Atlantshaf sströndinni). Bandaríkin slaka til við Belgi. Shnað er frá Washington, að Bandarikjamenn og Belgir hafi aftur tekið til að semja um skulda- viðskiftin. Bandarikjamenn slaka heldur til. Drykkjuskapur eða biudindi. (NiSurl.). V. Drykkjuskapurinn magnast í landinu, einkum meðal hinnar ungu kynslóðar. — Ungir sveinar um fermingu eða lítið þar yfir, sjást iðulega víndrukknir á al- mannafæri, og mælt er bæði hátt og í hljóði, að stúlkurnar sé farn- ar að staupa sig líka. — Þetta er sorglegt tímanna tákn. — Það er ekki tiltökumál, þó að gamlir vín- \ svelgir haldi uppteknum hætti og | drekki sig fulla. — Það virðist vera þeirra líf og yndi og áhuga- mál. Hitt er alvarlegra, ef æsku- lýðurinn alment flykkist inn á hinn breiða veg hófdrykkjunnar, því að sú braut er hál og hættuleg, og liggur ávalt til ofdrykkju og glötunar fyrir einhverja, sem eftir henni fara. En hvað á að gera ? Á að láta skeika aS sköpu'Su Og alt draslast, svo sem verkast vill? Vínflóðið til landsins og um landið verður ekki heft aö svo komnu. — Hvorki löglegt vín né ólöglegt mun veröd gert landrækt með öllu fyrst um sinn. — Við er- um ekki færir um, að taka afleiö- ingum þess, að banna hin léttu vín- in, sem við Spánverjana eru kend. Og við erum ekki heldur menn til þess, að taka að fullu fyrir kverk- arnar á smyglurum og launsölum. Sumir þeirra pilta kunna að nást, eins og verið hefir, en marga rek- ur stöðugt undan ' refsingum og skakkaföllum, og þeir lifa góðu lífi á breyskleika náunga síns. — Strandlengja þessa lands er svo mikil, að hún verður ekki varin ti! neinnar hlitar fyrir smyglara- lýð, jafnvel þó að yfirvöldin væri hin röggsömustu. — En við öðru er fremur ráS gerandi í þessu landi, en rögg og skörungsskap af hálfu stjórnarvaldanna. Þegar svo er í garðinn búið sem hér, viröist ekki geta veriS nema um tvent að velja: annað hvort aS afnema bannlögin og gefa öllu lausan tauminn, eða þá aS taka upp öfluga sókn á hendur vín- nautninni. — Aö láta alt móka og dingla i deyfð og aðgeröarleysi líkt því sem verið hefir, finst mér aS ekki geti komiS til mála. — ÞjóSin mun nú ekki óska þess, að bannlögin verði úr gildi feld, og þarf því ekki frekara um þaS aS ræða hér. — Þá er hitt atriðiS: með hverjum lifctti vínnautn þjóð- arinnar verði upprætt, án þess þó að banna þurfi með lögum alla vinflutninga til landsins. — Mér skilst, að til þess að þaS megi veröa, þurfi hugarfar þjóðarinnar að breytast. Og sú breyting skeSur hvorki í dag eða á morgun né á næstu árum. Hún tekur áreiðan- lega langan tíma, líklega svo að mannsöldrum skiftir. — Og hún fæst einungis með stöSugri fræSsíu um skaSsemi vínnautnarinnar. — Carr & Co. Ltd. Carlisle. Ein elsta og stærsta verksmiðja í sinni grein í Bretlandi. wr 1T..1 lv6x og Kökur Umboðsmenn: Þórður Sveinsson & Co. Það þarf aS ala hinar ungu kyn- slóðir, hverja af annari, ujrp í þeirri sönmi trú, aS vínnautn sé mikill og háskalegur ljóður á ráSi hvers manns. — ÞaS er ekki kunn- ugt, aS vínnautn eða drykkjuskap- ur hafi gert menn betri eSa vitrari eða afkastameiri til starfa. — ÞaS er ekki kunnugt, að hún hafi ver- ið þeim aflgjafi til neinna góðra verka. — Hitt er alkunna, aS á- fengiS hefir drepiS margar góðar gáfur, lagt glæsilegustu nienn í valinn á ungum aldri, og gert sæg hraustra drengja aS andlegum og líkamlegum flökum, vinum þeirra og vandamönnum til skapraunar og þjóSfélaginu til tjóns og byröi. Eg geri fastlega ráð fyrir, að all- ir geti orðiS einhuga um þaS, hvort sem þeir eru bannmenn eða and- banningar, aS æskilegt væri, aS fræöa lýðinn sem allra best um skaSsemi víndrykkjunnar. — Hinn vínhneigSi maður sóar ekki ein- ungis fjármunum sínum eða ahn-’’ ara, sjálfum sér og öðrum til böls og tjóns. — Hann sóar líka orku sinni, andlegri og likamlegri, og miklum tíma skammvinnrar ævi. — Hann verður lélegri starfs- maður og afkastaminni og hænir að sér allskonar slóða og jarð- vöðlá. Og enn er það, að hannspill- ír gleöi vina sinna og kunníngja. En ef menn eru sammála um þaS, að fræðsla í þessum efnum sé nauösynleg, þá er líka auðsætt, að allir ætti að geta sameinast um aS styrkja þá viðleitni, sém bind- indismenn hafa sýnt í því, aS fræSa fólkiö um skaösemi vínnautnarinn- ar. — Sú fræðsla hefir verið góðra gjalda verS, en hún þarf aS fara mjög vaxandi, ekki síst meSal æskulýSsins. — Hvert einasta barn verSur aS fá fulla vitneskju i skól- anum sínum um skaSsemi áfengis- ins. — AS öðru leyti hygg eg, aS Stórstúkunni sé best til þess trú- andi, aö hafa þaS fræðslustarf meS höndum. Og Alþingi verSur aö styrkja hana svo ríflega, aö hún sjái sér fært, aS hafa góöa menn að starfi allan ársins hring. ÞjóSin eyöir árlega miklu fé í lítilsverSan hégóma. Sumu af því er algerlega á glæ kastað. — Engi maður, ætti að vera svo smávax- inn um skapsmuni, aö hann teldi eftir nokkura tugi þúsunda árlegæ til þess aS kenna þjóSinni þau sannindi, aS víndrykkjan er ein- staklings-bölvun og þjóSarsmán. P- Hljómleikar frú Dórn og Haralds Sigurðssonar. Frú Dóra sýndi áheyrendum þaS greinilega, hvers virSi þaS er, aS kunna aö nota sér til fullnustu meSfædda hæfileika og hve miklu vandaður og næmur flutningur fær áorkaS. Hún tók þegar áheyr- endur á vald sitt meö „Frauenliebe und Leben“ eftir Schumann. ís- lensk lög söng hún einnig, úrvals- lög, eftir þá Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson og Pál Isólfsson, og var eftirtektarvert hve vel henni tókst meS „Ein sit eg úti á steini,“ sem raunar má telja f.yr- irmynd í íslenskri „Lied“-gerS, fastsamiS og laust viS íboriS skraut, en lýsir þó vel anda text- ans. Reyndi einnig á undirleikar- ann Harald, sérstaklega í Schu- berts lögunum. Haraldur SigurSsson hélt pianó- hljómleik sinn daginn eftir, einnig fyrir troSfullu húsi, og er þaS gleöilegur vottur þess, aS fólk skil- ur, hvílíkur maSur hann er, meSal Sérlega fallegt og gott íranskt peysufata- klæði nýkomið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.