Vísir - 12.09.1925, Page 6

Vísir - 12.09.1925, Page 6
f VÍSIR Laugardaginii 12. sept. 1925. Lanðsins besta úrval ai rammalistnm. Myndir innrammaðar fljótt og vel. — Hvergi eins ódýrt. Gnðmnndnr Ásbjörnsson. 'HW A N D Simi 555. Langaveg Efnalang Reykjaviknr Kemlsk fatahrelnsnn og lltnn Langaveg 32 B. — Siml 1300. — Símnefnl: Efnalang. Hrainsar meB nýtísku áhöidum og aðferðum allan óhreinan fatnaS og dúka, úr hvaöa efni sem er. Litar upplituS föt og breytir um lit eftir óskum . Eykur þægindi. Sparar lé Fril Uestur-fslendinsuiii. —o— Merkur íslendingur látinn. Þann 25. júlí ]). á. anda'ðist í Chicago Islendingurinn Benedikt læknir Einarsson. Blaöið Lögberg fer svofeldum orðum um hann: ,,Var hann stórmikill hæfileika- maöur, aö sögn, og skaraði mjög fram úr i skurðlækningum. Iiann var fæddur i Myvatnssveit 12. ágúst 1855, og fluttist vestur urn haf 17 ára að aldri. Starfaði hann l'yrst: sem túlkur í þjónustu járn- bra.utarfélaga, en tók síðan að stunda nám við Mi.chigan-háskól- ann. Lauk hann prófi í' læknisfræði með ágætis vitnisbuijði. Til Chica- ' go fluttist hann 1891, og dvaldi þar upp frá því.“ Sænskt blað, sem dánarfregn þessi er þöfð eft- ir, telur Benedikt heitinn eigi að eins hafa verið rnikinn og merk- an lækni, heldur hafi mannkostir hans verið svo miklir, að fátítt er. Bókelskur hafði hann verið meö afbrigðum, fróður um sögu íslands og bókmentir. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. I I Merk læknishjón. Þau Magnús B. Halldórsson og Ólöf kona hans Magnúsdóttir, áttu silfurbrúðkaup 6. júlí í sumar. Var þe’f.n hjónum haldið veglegt sam- sæti í Winnipeg, og má svo heita, Aðalnmboðsmaðnr fyrir Island Ú, Einarsson vélfræðingur. Símnefni „Atlas14 Reykjavik. Sími 1340 að vinir þeirra kæmi að úr öllum áttum, til þess að taka þátt i þvi, t. d. margt manna úr North Dakota ríki. Magnús er ágætur læknir og hefir látið mjög til sín taka um ýms mál. Kona hans er dóttir síra Magnúsar heitins Skaptasonar, hins merkasta manns. Síra Ragnar Kvaran haföi orð fyrir gestitlm í samsætinu. Rögnvaldur Pétursson átti 25 ára prestskaparafmæli 12. júlí í sumar. Hann er einhver hinn atkvæðamesti Vestur-íslendingur, sem nú er uppi. Hefir hann helgað Únítarastefnunni starf sitt að miklu leyti. Hann hefir lengi ver- íð fulltrúi Unitarafélagsins í Bost- 011 fyrir Vestur-Canada, auk þess sem hann gegndi störfum fyrir söfn u'o sinn í Winnipeg. Þó starf hans hafi farið mikið í trúmálin, þá hef- ir hann þó afkastað miklu á öðr- um sviðum. Hann er ágætlega rit- fær |tnaður og víðlesinn, og hefir skrifað mikið í blöö vestra, eink- anlega Heimir og Heimskringlu, Hafði hann ritstjórn hennar á liendi um skeið. Á síðari árurn hefir hann lagt mikið starf fram fyrir þjóðernishreyfinguna vestra, verið ritstj. Tímaritsins, og að allra dómi leyst það prýðilega at hendi. Dómarnir hafa vearið ærið misjafnir um síra Rögnvald og oft staðið á honu|m mörg járnin, eins og títt er um menn, sem mjög skara fram úr. Síra Rögnvaldi mun það manna mest að þakka, að „Andvökur" Stephans kornu út. Heimskringla, sem út kom 25. júlí s. 1. var að mestu helguð starfi Rögnvalds. Flutti Stephan G. honunt kvæði, sem þar er prentað. ílarleg grein um starf hans er í blaðinu, eftir Gísla Jónsson, ávarp eftir síra Ragnar E. Kvaran, Sig- . fús Halldórs, ritstjóra Heims- kringlu o. fl. Ekta kirsuberjasatt framleidd af óþyntum berjasafa og sykri. Engin íblöndun af Essensum eða öðrum keimsterkum efnum. Fyrsta flokks vara Selst aðeins á 3 pela flöskum. — Fæst hjá flestum kaupmönnum. Efnagerð Reykjavikur. Fórnfus ást Skáldsaga eftir George Ohnet. 1. í gamla hallargarðinum stóö vagn með hestum fyrir. Á þessurn vagni ætlaði Selim Núnó í veiðiför ásamt gestum sínum. Þjón- arnir voru komnir á undan með skotvopn þeirra og veiðihunda. Það var 1. dagur sept- embermánaðar og fyrsti dagurinn sem leyfi- legt var að fara á dýraveiðar. Ekkert ský var á lofti, og sólin sendi brennheita geisla yfir héraðið. Á klukkuturni þeim, sem gnæfði upp úr miðri höllinni, var klukkan að slá tólf. Þá opnuðust dyrnar, sem vissu að stein- tröppum hallarinnar og Selim Núnó og gest- ir hans gengu út. Þar voru tvær konur, ung- frú Ester Núnó og greifafrú Peral. Ungfrú Núnó var klædd látlausum búningi; hún var ljóshærð, alvörugefin og móeyg. Grerfafrú Peral vár í stuttu, skotsku pilsi, gulum reið- stígvélum og bar litinn fjaðrahatt á höfði. Augu hennar voru svört og tindrandi, var- irnar rauðar. Níu karlmenn komu út með þeim; allir voru þeir taldir með bestu skytt- um Parísarborgar. Þar var prinsinn af Fau- cigný, Burat lögmaður, Francfort, systurson- ur Núnós, hinn laglegasti maður, barón Tre- sovier, Brucken greifi og þeir vinir Núnós, Bre.de, Trembly og dúfnaskyttan frægajakol) Termont. Núnó sjálfur var klæddur hvítum fötum. Hann var jötunmenni á vöxt, og gaf þegar merki um, að vagninum skyldi ekið til þeirra. „Þú ætlar þá ekki að verða samferða?“, sagði hann við dóttur sína. „Nei, pabbi! Eg kem ef til vill síðar og borða með ykkur morgunverð," sagði hún. „Jæja, þú tekur þá körfuvagninn og lætur beita fyrir hann skotsku hestunum. Við för- um að steinkrossinum; þar er bæði fagurt útsýni og skuggasælt.“ Hann gekk tit> Ester og mælti við hana í hljóði: „Þú hefðir átt að sýna greifafrúnni þá kurteisi að verða henni santferða. Henni kann að þykja leiðinlegt, að ver,a ein í þessum karl- mannahóp.“ „Hún er víst ekki feimin við það; hún ætlar að vera á veiðum með þér í allan dag,“ svaraði hin unga mær. „En mér væri mikil þægð í, ef þú vildir gera það,“ sagði Núnó. „Jæja þá! Fyrst þér er það kappsmál, þá verð eg auðvitað að gera þpð.“ „Þú ert góð stúlka,“ sagði Núnó innilega, tók um mittið á dóttur sinni og kysti hana á ennið. Síðan snéri hann sér að géstum sín- um og mælti: „Greifafrú! Við erum þá ferðbúin.“ Hubert Brufchen greifi, ungur og laglegur maður, hraustlegur útlits, stiklaði léttilega upp í vagninn, bauð greifafrúnni sæti við hlið sér og greip síðan taumana á þeim fjórurn hestum, sem fyrir vagninn var beitt. Hinir * veiðimennirnir settust á sætin í vagninum, ■ tveir þjónar stóðu við vagndyrnar, og að litl- um tima liðnum brunaði vagninn af stað og hvarf inn í trjágöngin. Ester stóð litla stund og horfði á eftir vagninum. Síðan gekk hún i hægðum sínum niður í skemtigarðinn bak við höllina. Þegar hún var orðin ein, gerðist yfirbragð hennar raunalegt. Sá, sem þá hefði séð hana, mundi tæplega hafa trúað því, að hún væri einka- dóttir og eftirlætisbarn Núnós hins ríka. Sið- an móðir hennar dó, fyrir tiu árum, hafði Ester alist upp á heimili föður síns, undir handleiðslu ungfrú Faverger, ágætrar kenslu- konu. Hún var kaþólskrar trúar og hafði því

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.