Vísir - 14.09.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1925, Blaðsíða 2
VÍSIR Höínm fyrirllggjandl: Lauk, Kartöflur. Símskeyti Khöfn, 12. sept. FB. Jlýsk leynisamtök. Símað er frá Berlín, að lög- xeglan hafi uppgötvað ]>ýskan leynifélagsskap. Nafn hans er „Riddarar Eldkrossins“ og minnir lielst á ameríska leyni- félagsskapinn Ku Klux Klan. Tilgangurinn er að útrýma Gyð- ingum úr landinu og losapýska- land úr íriðarhlekkjunum. — Æðsti valdsmaðurinn í félags- skapnum kallast „Óðinn“, þátt- takendur fleslir æstir national- istar. Álitið er, að flolckurinn hafi mörg óuppljóstruð morð á „samviskunni“. Nokkrir félags- menn hafa þegar verið hand- samaðir. Sókn Frakka í Marokkó. Simað er frá París, að sókn- in milda á hendur Abdel-Krim harðni stöðugt undir forystu Petains marskálks og Rivera. Tuttugu og fimm þúsundir úr landhernum gera áhlaup, en 112 herskip skjóta í sífellu á aðal- bækistöð Abdel-Krim. Flugvélar hafa varpað 8000 sprengikúlum á höfuðborgina. Khöfn 13. sept. FB. Frá Marokko-ófriðnum. SímaS er frá París, a'ð dynjandi skothríS kveði sífelt við á vígvöll- unum í Marokko, af engu minni grimd en í heimsstyrjöldinni. Hver árás hefst meS ákaflegri stórskota- hríS á vígstöðvar óvinanna og sveima spanskar og franskar flug- vélar yfir þeim og kasta niSur þús- undum sprengikúlna. Abdel Krim og menn hans verjast drengilega, þótt þeir eigi vísan ósigur. Málmfundur í Svíþjóð. SímaS er frá Stokkhólmi, aS ná- lægt Skellefteaa hafi fundist ó- venjumikið afkopar, fólgnum í svo- kölluðum arsenimálmi, inniheldur einnig 20 gröm af gulli hver smá- lest. F járhags-eftirlitsnefndin. Símað er frá Genf, aS samkvæmt beiSni Austurríkis hafi fjárhags- eftirlitsnefnd AlþjóSabandalagsins veriS lögS niSur. Öryggismálin. Bandamenn hafa boSiS Strese- mann á fund, til þess aS ræSa ör- yggismáliS. Kviksögur um Islands Falk. IiingaS barst sú símfregn frá Danmörku á laugardag, aS Islands Falk heföi sokkiS viS Grænland á fimtudag, en rannsóknaskip Mac Millans hefSi bjargaS skipshöfn- inni á síSustu stundu. Fregn þessi er komin frá Bandaríkjunum, en sögS komin þangaS frá skipi Mac Millans. — SíSan hafa þær fregn- ir borist frá Grænlandi, aS loft- skeytastöSin i Godhavn hafi náS loftskeytasambandi viS Islands Falk á laugardag, og má þá ætla, aS eitthvert annaS skip hafi sokk- j iS viS Grænland, nema svo sé, aS fregnin öll sé uppspuni. Ný frímerki hefir póststjórnin gefiS út fyrir skemstu, fimm tegundir alls: 7 aura, 10 aura, 20 aura, 35 aura og 50 aura. — Þessi nýju frimerki eru frábrugSin öllum öSrum eldri ísl. frímerkjum aS lögun og stærS og þó einkum aS því leyti, aS þau bera ekki mynd konungs vors, heldur eru þau meS myndum af íslenskum byggingum og islensku landslagi. — Frímerki þessi eru einkar-lagleg og mun mörgum þykja vænt um, aS horfiS hefir veriS aS því ráSi, aS nota myndir af islenskum stöðum og mann- virkjum á frímerkin, í staS kon- ungamynda þeirra, sem veriS hafa á öllum íslenskum frímerkj- um síSan laust eftir aldamót. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Soffía og Pét- ur Hjaltested stjórnarráSsritari og frú Helga og Árni Thorsteinson, tónskáld. Ragnheiður Þorbjömsdóttir, Kaplaskjólsveg 2, verSur 74 ára á morgun. Jón Jónsson, verkstjóri, BræSraborgarstíg 21, er íimtugur í dag. Af veiðum komu í gær: Geir, Skallagrím- ur og Grímur Kamban (til aS leita sér aSgerSar) og Ari í morgun. Botnia fór héSan norSur til Akureyar i nótt. Á meðal farþega voru: stórkaupmennirnir Hallgr. Bene- CHEVROLET Tekjurnar af vörubifreið yðar fara beinlínis eftir því, hve mikið má bjóða henni, og hversu ódýr hún er í rekstri. Forðist því umfram alt að velja yður vörubif- reið af handahófi. Chevrolet vörubifreiðin er ódýr. Það má bjóða henni alt, og hún er ódýrari í rekstri en aðrar vörubifreiðar. Hún er sterkbygð og vönduð, hvar sem á hana er litið. Hina frábæru Chevrolet vél þekkja allir og diskkúpling- una sem aldrei bregst. Hver sá sem þarf á ódýru, spar- neytnu og hentugu flutningatæki að halda, ver vel þeim peningum, sem hann borgar fyrir Chcvrolet vörubifreið. Verð hér á staðnum , kr. 3700.00. Einkasalar: JÓH. ÓLAFSS0N & C0 Keykjavík. TrikoHie nærfatnaður er nýkominn í Vöruhúsið. diktsson og Páll Stefánsson, Geir G. Zoéga, vegamálastjóri, Theódór Líndal og frú hans, Jón Straum- fjörS og Hallgrímur Hallgrímsson verslunarmaður. Vísir er sex síður í dag. Sagan er í aukablaðinu. Rvík í dag. Sterlingspund .........kr. 22.75 100 kr. danskar ........— 115.37 100 — sænskar......— 126.09 100 — norskar ........— 99.62 Dollar ................— 4.71 % Ú rslita-kappleikurinn milli Vals og K. R., sem ekki varð haldinn á laugardag, vegna rigningar, verður í kveld kl. 5y2. Verðlækkun. Chevrolet flutningabifreiðir, er kosta 3875 danskar krónur i Dan- mörku, eru seldar hér fyrir 3700 íslenskar krónur hjá Jóh. Ólafsson & Co., og er það 600 króna verð- lækkun frá því sem áður var. Skipafregnir. Gullfoss var á Norðfirði í morg- un á leið hingað. Goðafoss kemur til Reyðarfjarð- ar á morgun (frá útlöndum). Lagarfoss var i Stykkishólmi í morgun. Esja var á Vopnafirði í morg- un. Rask, aukaskip Eimskipafélags- ins, fer frá Leith í dag til Vest- mannaeyja og Reykjavíkur. Villemoes er i Vestmannaeyjum. Gjöf til fátæku hjónanna 3 kr. frá A. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.