Vísir - 14.09.1925, Blaðsíða 5

Vísir - 14.09.1925, Blaðsíða 5
VÍSIR 14. sept. 1925. Eftirlit. --X— Erlendis munu ví'ðast hvar vera settar fastar reglur um það, að bif- reiðir sé ekki of hlaðnar, hvorki af farþeg-um né farangri. — Þetta mun þó einkum taka til bifreiða þeirra, sem til mannaflutninga eru notaðar. — Þar er fólki ekki káss- að sarnan, jafn vel hverju ofan á annað, eins og i bifreiðinni getur tollað, heldur er t. d. fjögra manna bifreið einungis notuð fyrir fjóra farþega o. s. frv. Hvervetna, þar sem reglur þess- ar hafa verið settar, eruhafðar hin- ar ströngustu gætur á, að þeim sé hlýtt og hvergi út af brugðið.’ — Vöruflutningabifreiðir („kassabif- reiðir“), sem til mannaflutninga cru notaðar, bera það oftast með sér, skýrt og ótvirætt, meö auglýs- 'ingu (utan á bifreiðinni sjálfri), hversu marga farþega hún megi flytja í. senn, og komi það fyrir, sð út af sé brugðið, er sá, sem sök- ina ber, látinn sæta ábyrgð. Þetta eru vitanlega alveg nauð- synlegar varúð ir-ráðstafanir. Það liggur i augum uppi, að bifreið, sem hlaðin er langt yfir það, sem henni er ætlað að bera, er slysa- hættara en litt hlaðinni bifreiö og farþegum tiltölulega meiri háski búinn, ef eitthvað ber út af, ef þeir eru margir saman. — Bifreiðinni sjálfri er og rniklu hættara við bráðu sliti/bilun og áföllum, ef hún er ofreynd af óhæfilegum þunga. Og sérstaklega mun vera hætt við áföllum éða bilun, ef svo stendur á, að ekið er í hliðarhalla eða upp og ofan brekkur. Á eggsléttum vegum og halla- lauSum, svo sem viða i Danmörku, er hættan aúðvitað miklu minni, en þó hafa Danir sett reglur um far- þegafjölda i bifreiðum þar í landi, miðað við stærð og burðar-þol bif- reiðanna. — Og þeir hafa strangt eftirlit með þvi, að settum reglum i þessu efni sé hlýtt. Þar er mönn- um ekki látið haldast það uppi bótalaust, að kássa fólki sarnan í bifreiðirnar og hlaða þær svo, að langt sé fram yfir það, sem þeim er ætlað að bera. Eg veit nú ekki til, aö hér á landi sé því nein takmörk sett, hversu marga farþega bifreið megi flytja í senn. — Hitt mun sönnu nær, að einatt sé miðað við það, hversu marga hún geti rúmað i mesta lagi. Og almenningur hér er ótrúlega þolinmóður og tilhliðrunársamur og sættir sig við þrengsli og lítið rúm. — Mun eigi ótítt, að liver sitji undir öðrum, er sæti þrýtur. — Þetta er ákaflega óþægilegt fyrir jólkið og varasamt, og auk þess áhætta ei'gi all-lítil fyrir eigendur og umráðamenn bifreiöanna, því að vitanlega slitna þær fyrr og ver, ef þær eru sífeldlega ofhlaðnar. Og auk þess er slysahættan langt um meiri, eigi síst þar ; em svo er hátt- að, sem hér á landi víða, að bif- reiða-vegir eru slæmir, ósléttir og grýttir og á sumum stöðum lim miklar brekkur að fara, upp og ofan. í einhverjum ;— líklega nokkuð mórgum ■—■ af svo nefndum „kassa- jifreiðum", sem hér eru í notkun, mun vera sætarúm fyrir allmarga farþega, og talað.hefir verið um yfir 20 farþega í einum og sarna gninum samtímis. — Þetta er óskapleg hleðsla og voöi á ferðum, ef eitthvað verulega ber út af, en slíkt getur vitanlega altaf komið fyrir, þrátt fyrir hina mestu var- færni af hálfu bifreiðastjóranna. — En þeir rnunu vera upp og ofan, eins og gengur og gerist, en þó miklu fleiri, nú orðið, gætnir menn en gapar, enda er það hinn'mesti voði, aö sleppa bifreiö í hendur ógætinna og óreglusamra manna. Eg veit ekki hversu arðvænleg- ur atvinnurekstur bifreiða-akstur (fólksflutningar) muni vera hér á landi, en líklegt nuétti þó virðast, að þar væri nokkur hagnaðar-von, ef á það er litið, hversu margir gefa sig viö þessu starfi. — En sé þvi í raun og sannleika þann veg háttað, að bifreiöirnar þurfi aö tefla á allra fremsta hlunn um farþega-fjölda, til þess að þær geti borið sig í rekstri með núver- andi fargjöldum, þá er það ekki álitamál, aö fargjöldin verða að hækka svo, að bifreiða-akstur geti borið sig fjárhagslega, þó að far- jiegafjöldi yrði takmarkaður. — Fólk rnundi líka alveg vafalaust, allur þorrinn að minsta kosti, greiða hærri fargjöld með ljúfu geði, ef rýmra yrði um það í bif- reiðunum, en oft og einatt á sér stað nú, og það vissi að eigandi farkostsins eða útgerðarmaður jryrfti að fá hærra gjald, til þess að vera sæmilega haldinn með við- skiftin. — Það er ekki lítið í það varið. fyrir fólk, að hafa góð sæti óg nökkurnveginn rúmt um sig, þá sjaldan það „lyftir sér upp í bifreið“. — Hitt eru hálfgerð vand- ræði og veldur óánægju, er fólki er hrúgaö saman í eina og sömu bifreiðina, svo að enginn hefir al- mennilegt sæti, eða svigrúm til að hreyfa sig. Loks er þess að geta, og mun jnað skifta miklu 'máli í augum al- mennings, að i ofhlaðinni bifreið er örúggleikinn um slysalausa ferð miklu minni, en þar sem fáir eru saman komnir og bifeiðin létt hlað- in. Ýmsum kann að virðast þetta svo lítilfjörlegt mál, að ekki taki því, að stofna til neinna umbóta. -- Það er liinn mesti misskilningur. — Hér er einmittt brýn þörf á um- bótum. — Þeir, sem í útlöndum hafa verið og séð þá takmörkun, sem þar er á því höfð, hversu mörgum farþegum megi aka í einni bifreið í senn, eru öldungis hissa á þeirri léttúð, sem hér rík- ir i þvi, að ofhlaða bifreiðirnar. — Og enn þá méira furða þeir sig þó á eftirlitsleysinu af opinberri hálfú, því að vegirnir, sem bifreiö- um er beitt á í þessu landi, eru niiklu verri en hvervetna í öðrum löndum, þar sem bifreiða-notkun er mikil. — En einmitt það atriði, að vegirnir eru tiltakanlega slæm- ir, mælir sterklega með þvl, að ,Það er litla, daglega skamtinum að þakka“! pir Jlr sögði faisir gömln og vanheilu. peir, sem nota Kruschen salt, eru ávalt hraustir og kátir. Kruschen salt leysir upp og hreinsar óhrein og' skaðleg efni úr blóðinu. J>að heldur meltingunni í besta lagi og hreinsar slím og óhreinindi úr nýrum, lifur og öðrum líí'færum. — pað örf- ar heilbrigða efnaskiftingu likamans, sem er skilyrði góðrar líðunar. Takið lítinn skamt daglega. fæst í glösum (endast 100 daga) hjá lyfsölum og kaupmönnum. Aðalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaufaer, Reykjavík. Skóbúð Reykjavíkur. Aðalstræti 8, hefur lang fjölbreyttast úrval af skófatnaði, við hvers manns hæfi. Verðið mun lægra en áður. Rykfrakkar og Regnkápur nýls.omiS, Versl. (jullfoss. Sími 599. — Laugaveg 3 H.f. Þvottahúsið Mjallhvít. Sími 1401. - Sími 1401. Þvær hvitan þvott fyrir 65 aura kílóið. Sækjum og sendum þvottinn. ekki sé alt látið drasla eftirlits- laust. Eg leyíi mér að stinga upp á þvi, að hér veröi sem allra fyrst settar reglur um það, hversu marga farþega bifreiðir megi flytja í einú, miðað við stærð þeirra og buröar- magn. Þegar búið er að setja þær reglur, þarf að auglýsa þær fyrir öltum almenningi og sjá um að jicim veröi fylgt. Ferðamaður. Veggfóðnr nýkomið. Verð frá 40 aurum ensk rúlla. Hvítur maskínupappír. Hessian. Málninga vörnr. Máiarinn. Bankastræti 7. Simi 1498. Starfsstúlkur óskast að Vífilsstöðum 1. október. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- konunni. Síml 265. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.