Vísir - 03.10.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 03.10.1925, Blaðsíða 4
vísir •h Porgrfir Gudmundsen tungumála kenn'ari. Hann var fæddur í Hjálm- holti i Árnessýslu, 6. des. 1850, og var sonur sýslumanns hjón- anna pórðar Gudmundsens og Jóhönnu, dóttur L. M. Knud- sens, sem var kaupmaður í Reykjavík. Góður drengur og glaðlyndur. Allir, sem þektu porgrím sál., vissu það, að hann var góður drengur. Hann var hinn hjálp- samasti, eftir þvi sem hann gat því við komið, og sagði aldrei upp vináttu að fyrra bragði. •— Hann hélt líka gömlum kunn- ingjum meðan þeir voru uppi, og var liinn skemtilegasti og gamansamasti, meðan hann hafði heilsu. 0ft orti hann skringilegar vísur til að láta hlæja að þeim, en ekki í því skyni að selja saman neinn skáldskap. Hann hafði rödd úr hverri skepnu, og hverjum fugli, jafnvel þeim fátíðustu, og skemti með að lierma eftir þeim. Kennari, sjómaður,ferðaforingi. þorgrímur lærði ýms af hin- um nýju málum tilsagnarlaust, og talaði 3-—4 af þeim vel. — Hann kendi oftast á vetrum, þangað til svefnleysið heimsótti hann þegar leið á útmánuði. En þegar honum létu ekki kyrset- urnar lengur, fór hann suður i Garð til sjóróðra á vorin. Hann hélt ekki heilsu, nema hann æfði kraftana, og miklir voru þeir. Hann var duglegur sjómaður og löngum fengsæll. — Á sumrum ferðaðist hann með útlending- um, og ávann sér hylli flestra þeirra, er hann ferðaðist með. Ótal ferðabækur nefna J>orgrím Gudmundsen í hverjum kapi- tula, og margir, sem hann hafði ferðast með skrifuðu honum lengi á eftir, og sýndu honum ýms vináttumerki. Vegna þess- arar útlendu frægðar, og vegna þess, að herforusta er að miklu leyti forstaða fyrir ferðalagi eða leiðangri (í stórum stíl), köll- uðu nánustu kunningjar hans hann stundum „Generalinn“; það þýddi á þeirra mállýsku, ferðaforinginn. Hann hló á sjö tungumálum. Rað er gömul fyndni um þög- ulan og fáorðan tungumálagarp, að hann þegði á 5 eða 6 tungu- málum. Með þorgrími ferðaðist einu sinni ameriskur dómari á- samt dóttur sinni. Dóttirin hafði það lundarfar, að hlæja, þegar eitthvað bjátaði á, lilæja erfið- leikana hurtu. Dómarinn áleit liláturinn mikinn kost. Á ein- um stað í bökinni hans er mynd af porgrími skellihlæjandi, og undir henni stendur: „porgrím- ur Gudmundsen hlæjandi á sjö tungumálum.“ Ameríkumann- inum ofbauð málakunnáttan hans. þ’orgrímur átti'ávalt skamt í brosið, en eftir því sem heils- an bilaði og árin færðustu yfir hann, átti hann lengra og lengra í hláturinn. Og nú, þegar hann var orðinn nærri sjötíu og fimm ára var lundin orðin þung, og ósigrandi svefnleysi var það, sem að lokum varð honum að bana. I. E. Símskeyti —X--- Khöfn 2. okt. FB. Titjerin í Berlín. Símaö er frá Berlín, aö Titjerin hafi setiiS boö mikið hjá Strese- mann og hafi hinn síðarnefndi sagt í ræðu, að hann ætlaði að reyna að koma því til leiðar, að í'ýskaland þyrfti ekki að ganga í Alþjóðabandalagið. Látinn stjómmálamaður. Símað er frá París, að Léon Bourgeois sé látinn. Hann verður jarðaður á rikiskostnað. (Hann var fæddur 1851. Var lögfræðing- ur og stjórnmálamaður. Hann gegndi ýmsum mikilvægum op- inberum störfum, endurbætti lög- gjöf um alþýðumentun, var eitt sinn dómsmálaráðherra. 1895—96 var hann forsætisráðherra. Hann gegndi ráðherraembætti x stjórn Poincaré 1912—13 og í stjórn Briands 19x5—16. Hann kom fram fyrir Frakklands hönd á báðum Haagfundunum og stóð framarlega i flokki þeirra manna, er unnu að því, að Alþjóðabandalagið komst á. Hann var talinn hygginn og varkár stjórnmálamaöur). Frá styrjöldinni í Marokkó. Simað er frá Madrid, að nú sé ákaft barist í Marokkó. Höfuð- borg Abd-el-Krims,Ajdir, brennur Khöfn 3. okt. FB. Kröfur verkamannaflokksins í Englandi. Símað er frá Liverpool, að Mac Donald hafi haldið þvi fram á fundinum, að nauðsynlegt væri að þjóðnýta ýmiskonar opinber fyrir- tæki, svo sem járnbrautir, raf- og gasstöðvar og starfrækslu sjúkra- húsa. Ennfremur bæri skylda til aö íhuga sem grandgæfilegast liagnýting kolanámanna. Ennfrem- ur, að verkamenn fengju að taka þátt i stjórn fyrirtækja, að þeir fengju hlutdeild í arði, og að síð- ustu var þess krafist, að konur fengi kosningarrétt frá tvítugs aldri. Fundurinn gerði samþykt á þessum grundvelli. Forvextir lækka í Englandsbanka. Simað er frá London, að Eng- landsbanki hafi lækkað forvexti í 4%- Leir- og Postnlínsvörur. Postulín: — pað er vandalítið að selja gallaðar úrgangsvör- ur, og lélegar leirvörur fyrir litið verð. — Hitt er meiri vandi að selja fyrsta flokks vörur með það litlu verði, sem miðlungs- vörur eru fáanlegar fyrir hjá þeim, sem best bjóða. Verslan undirritaðs hefir samt því láni að fagna, að geta boðið við- skiftavinum sínum bestu teg. —Postulíns og Leirvara fyrir ó- venjulega lágt verð, sem þakka er góðum samböndum og ó- vanalega heppilegum innkaupum. Höfum stórt og fagurt úr- val I þvottastellum fra 13—33 kr. Matarstellum frá 28 kr. til 275 kr. fyrir 12 menn. Postulínsmatarstell (77 stk.), Kaffi- stell, fjölbreytt úrval, fyrir 12 menn frá kr. 53—65. Bollapör 24 mism. gerðir frá 70 aura, til 1.50 parið o. s. frv. Glervörur af öllu tagi, þ. á. m. Vínglös úr slípuðum fjallakrystal, Jap. Glasabakka og alt annað þ. t. h. — Mest og best úrval. Lægst verð. — Ekkert rusl. Verslun B. H. Bjarnason. GARNIR og GÆRBR verða keyptar í haust í Garnastöðmni Rauðarárstíg 17. Sími 1241. (J Bæjarfréttir y ocx=>o o<=>oc Messur á morgun. 1 dómirkjunni kl. 11 árd., síra Bjami Jónsson. Kl. 5 síðd. síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju: Hámessakl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 3 st., Vest- mannaeyjum 1, ísafirði 3, Akur- eyri 2, Seyðisfirði 1, Grindavík -f- I. Stykkishólmi 1, Grímsstöðum -í- 5, Raufarhöfn 2, Hólum í Hornafirði 2, Þórshöfn x Færeyj- um 7, Angmagsalik (i gær) -f- 1, Utsire 11, Tynemouth 13, Wick II, Jan Mayen -=- 3 st. — Mestur hiti í gær 7 st., minstur 2 st. — Úrkpma 1,2 mm. — Veðurspá: Vestlæg átt. Þurrviðri á Suður- landi og Austurlandi. Úrkoma lík- lega og fremur óstöðugt á Norð- vesturlandi. Einar H. Kvaran flytur erindi í Nýja Bíó í kveld um íslendinga í Vesturheimi, og má þar vænta mikils fróðleiks og góðrar skemtunar. E. H. K. hefir farið um allar bygðir íslendinga i Vesturheimi á þessu ári, og má óhætt telja hann manna fróðastan um hag landa vorra þar vestra. Bogi ólafsson, aðjunkt, hefir flutst í hús sitt á Sólvöll- um. Hljómleikar Annie og Jóns Leifs í gærkveldi voru mjög fjölsóttir og þóttu ný- stárleg og góð skemtun. Gullfoss fer héðan kl. 6 siðd. í dag til útlanda. Meðal farþega verða: Halldór Eiríksson; bankamaður ojy fjölskylda hans, Sigurgeir kaupm. Einarsson, Gísli Johnsen, konsúll, ungfrúrnar Ingunn Sæmundsdóttir frá Garðsauka, Guðrún Stephen- sen, Anna Gunnsteinsdóttir, Gúð- björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elka Sveinbjörns- dóttir, Kristín Vilhjálmsdótt- ir, Helga Björgvinsdóttir, Ida Schepler, Sigríður Matthíasdóttir, Dr. Reinsch, Dr. Voelker, Jes Gíslason, Sveinbjörn Högnason, Ari Jónsson, Christiansen lyfsali Karl Runólfsson, prentari, Einar Jónsson, prentari, Óskar Gíslason, gullsmiður. o. fl. Baldur Andrésson, cand. theol., hefir verið ráðinn kennari við Eiðaskólann í vetur, og fer héðan í kveld á Gullfossí til Reyðarfjarðar. Ríkarður Jónsson, listamaður, heldur kvöldskóla í vetur, og er það sjálfsagður og góður skóli handa listamannsefn- um og þeim, sem ætla að leggja fyrir sig fíngert handverk. Einnig er það kjörinn skóli fyrirhannyrða- konur, sem þar géta sjálfar lært að búa til og lita „munstur" sín. Rxkarður leggur mikla áherslu á íslenskan stíl í allri skrautgerð, en kennir þó auðvitað eintiig eftir öðrum fyrirmyndum. Langt er nú komið viðgerð á Landsbókasafnshús- inu. Marmari hefir verið lagður á alla stiga og í göng, og húsið málað innan. Tekur það mikl- um og góðum stakkaskiftum við þessa viðgerð. Nýja Bíó sýriir Haförninn i siðasta sina i kveld. J>að er einhver besta mynd sem hér hefir sést lengí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.