Vísir - 26.11.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 26.11.1925, Blaðsíða 2
t VlSIR Umsóknir nm styrk úr styrktarsjóði skipstjóra og síýri- manna við Faxatlóa, eiga að vera komnar til formanns Öidnfélagsins íyrir 15. desember næstkomandi. Rúsínur, Sveskjur, Epli þurknð, Apricots, Ferskjnr, Döðlur, Fíkjnr. G. Rristjánsson pt. formaður. Hafnarstræti 17. i t I ( -;------—————— Inniletg þakklæti vottast hér með öllum, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu, við frá- fall og jarðarför sonar míns og bróður okkar, Jóns Óla- sonar, kaupmanns. Elinborg Tómasdóttir og börn. Símskeyti Khöfn 25. nóv. FB. Briand tókst ekki að mynda stjórn í Frakklandi. Sima'ð er frá París, a'ö Briand hafi gefist upp við að mynda nýja stjórn. Jafnaðarmenn bjóðast til að mynda nýja stjórn, vilji þeir flokkar, sem hallast að þeim, styöja þá. Utan af landi. —o— ísafirði 25. nóv. FB. 8 vélbátar héðan byrjaðir veið- um. Afli í tregara lagi. Síld lítils liáttar veiðst i Skötufirði. Aflast vel á hana í Miðdjúpinu. Tíð hag- stæð. Snjólaust. „Vesturland“. Listamenn. Átta konungar við útför Alex- öndru drotningar. Símað er frá London, að átta konungar verði viðstaddir jarðar- för Alexöndru drotningar. Hátíðahöldum frestað. Hátíðahöldum í desemberbyrj- un vegna undirskrfftar Locarno- samingsins, verður sennilega sleg- ið á frest vegna hirðsorgar. Khöfn 26. nóv. FB. Gersemar Tutankhamens. Símað er frá Cairo, að hálfgert sé ráðgert að flytja þangað lík og gersemar Tutankhamens, þar eð hættulegt sé að varðveita þetta á staðnum. Baráttan við bannlagabrjóta. Símað er frá Osló, að bardag- inn við vinsmyglana sé harður; óvenjulega miklar eftirspurnir eftir jólabrennivíni. Friðarverðlaun Nóbels. Simað ér frá Stokkhólmi, að Aftonbladet skýri frá því, að það sé ekki ósennilegt, að Dawes hinn ameriski, sem Dawes-samþyktin er kend við, fái friðarvertðlaun Nóbels á þessu ári. V Gúmmistigvél fyrir börn og unglinga. Verðið lágt. Páll og Emil léku á tvö flygel í og höfðu hjálparmenn tvo — voru þeir þá fjórir í einni röð, — hvers- | dagslegt eins og á áheyrendabekk, | en hreinlegt til að sjá vegna þess, . að nóg var rúm fyrir þá alla. En ! staðfesta og djarfleikur var á föl- : um andlitum listamannanna. ; Og tónverkin byrjuðu að fæð- ! ast i stigandi framsögn með um- j sögn og risi og afleiðsluend- j ingum — alveg eins og í mál- j fræði — og hljómmyndirnar birt- j ust eins sjálfrátt og eðlilega — alveg eins og þegar talað er rök- hugsáð frá sönnum tilfinningum. Við sem híustuðum vorum fá — en við gleymdum sjálfum okk- ur smám saman — þvi að hér voru guðir tónanna í veldi sínu — og vér áheyrendurnir urðum örlítil börn. — Það var klappað af vana eftir tvö fyrstu verkin — en lengi og innilega, — mýkra og samstilt- ara en eg hefi nokkru sinni heyrt hjá áheyrendum — vér vorum 1 áhrifum hinnar „hljómfyltu sam- slillingar". Líkast til hafa þeir Emil og Páll fundið þarna listaðferð sem bæjarbúum verður geðfeld, — flygelin tvö. — Hljómmagnið er likast til mátulega mikið og ein- falt til þess að okkur þyki svara kostnaði, að hlusta méð athygli. — Skapferli okkar sem' er bæði gjöfult og heimtufrekt, finnur þarna hæfilega viðstöðu fyrir sterkustu kendirnar, — en einmitt á þann hátt opnast hin mörgu sál- arsvið milli þessara tveggja hljómfjarlægða í eðli okkar — og við það fá fleiri hliðar í sálarlífi okkar tækifæri til þess að jjrosk- ast — svo að meira jafnvægi verður eftir ep' áður á skapferli þess sem hljómleikinn sótti. Skammdegi fer nú í hönd — og gerist því þörf á undirbúningi til mótstöðu myrkurs og kulda. — Bæjarbúar eiga útverði —• al- íslenska i listum — hljómlistar- menn. — Þessum mönnum verð- um við að trúa fyrir velferð okk- ar meðan sól ekki skín, — ]jví að í verkum jjeim er jjeir leika, er birta mikilla meistara er sækja liugi okkar heim með ljósi og yl. Það er jjrent til fyrir borgar- búann til jiess að halda heilsu í skammdeginu, — gott heimilislíf, starfræksla við fagrar listir, og aö ganga vel búinn úti í náttúr- unni og sjá hversu hún er undur- samleg. — Hljómlistin lýsir hug- anum inn á náttúrulönd tónanna „inn í frumbygðir aldanna“. íslendingar eru frægir um heim fyrir margt og mikið — og vilja vera það. — En hættulegast af öllu fyrir hina sönnu list er ein- mitt þetta, — að vilja verða fræg- ur. — Hin sanna frægð er nátt- úrulögmál sem birtist hér og jrar, líkt og erfðagjöf sem er rétt að hinum eða jjessum, þegar tími er til korninn fyrir sliku. — Það sem tilfinnanlegast vantar í íslenskum listum nú, — er að gefa sér tíma — flýta sér ekki of mikið — og hlynna vel að jjví sem er lífvæn- legt í ljstum okkar. Vér íslendingar erum að byggja okkur borg með nýtísku sniði og vér höfum í hyggju að verða hamingjusamir — en það er nú erfitt mál. — Einungis verðum við það ef við trúum því sem rétt er — jafnt listamenn sem aðrir, hvaðan svo sem jjað kemur. — Einungis getum við haldið í horf- inu, ef vér hlustum á þá menn, sem lyfta okkur fram og upp til þess að eygja mismuninn á gleymskunni og nýjum uppgötv- unum. — Og mennirnir sem eiga að hjálpa oss til ]æss að sjá þenn- an mismun, eru hljómlistarmenn okkar. Þeir verða nú að hjálpa um stund upp brattann. Eg sit einn í stúkunni. — Eg fylgist með tónum slaghörpunnar tvígildur. — Páll situr teinréttur gjörhugall, hinn þaulæfði orgel-meistari. — Emil Thorodd- sen, hinn verðandi meistari, grann- ur, innfjálgur — trúir á list sem inspirerað form. — Samspilið er óviðjafnanlegt. — Eg hefi ekki heyrt neitt betra hér á landi, finst mér. — Þeir kunna nógu mikið, jjessir tveir menn, til jiess að und- irvitund Jjeirra kemur fram — ís- lensk blæbrigði streyma í frjáls- um andvara í hinu himingnæf- andi meistaraverki. Þessir menn eru færir um að spila fyrir allan heiminn jjegar fram í sækir, ef þeir halda áfram að vinna að jrví — eg finn jjað glögt. — Þeir leika fyrir sköpunarverkið. — „Þar er ein og einráð verðandin sem ræður.“ Kristallshrein og tær frum- efni fylla salinn — hljómsveifl- urnar fylla hvern ,desimala‘ i rúm- inu — og veggir og loft verður gagnsætt eins og úti um hásum- ar • í sólskini. — Himininn er nokkrum ,desigrömmum‘ blárri en um sumarnótt •— og mettur af blómum svo langt sem augað eyg- ir. — Undra brött fjöll í sól og litaríki rísa frá grunni undirstöð- unnar, með skærar og skrúðugíir hlíðar — í snöggum, hrífandi tón- brigðum. — — Það drífur stór- um, ilmandi rósum yfir öll fjöll, og yfir allar hlíðar — háramðum, með stórum, algrænum blöðum. Himininn er Jjrunginn af inspira- tion, svalur! og angandi þökk — heilagri-------heilagri Jjökk. Rvík í nóv. 1925. Jóhannes Sveinsson Kjarval. frá Uestur-ísfeidinoui. íslenskur þingmaður. I liinum nýafstöðnu kosning- um til Sambandsþingsins í Ott- awa (höfuðborg Kanada), var Islendingurinn H. M. Hannesson kosinn. Er hann fyrsti Islend- ingurinn, sem kosinn hefir verið á SambandsþingiS. Hann er fseddur í Öxnadal í EyjafirSi 27. nóv. 1884. LögfræSipróf tók hann viS Manitobaháskólann ár- ið 1905. Ilann gegndi ábyrgðar- miklum stöðum í kanadiska hemum, meðan heimsstyrjöldin stóð yfir, og smáhækkaði í tign uns liann var gerður að her- deildarforingja. Heimskringla kveður hann gáfaðan mann og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.