Alþýðublaðið - 29.05.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1928, Blaðsíða 2
H íAíEiÞVÐUBBAÐIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐIi Ikemur út á hverjum virkum degi. Aigreiðsla i Alþýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. J 9*/s—10Vs &rd. og kl. 8 — 9 síðd. : J Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 ; J (skrifstofan). : J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á | 3 mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 I J hver mm. eindálka. 3 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan : < (i sama húsi, simi 1294). Rafmagnsstöð við Sogið. Reykjavík stækkar dag írá degi. Stór svæði, sem fyrir fá- um árurn voru ýmist melurð (Skólavörðuhoitið) eða græn tún (Gesirstún o. íi.) eru nú aiskipuö nýreistum byggingum. Stór hverfi hafa risið upp í útjöðrum bæjar- ins (Sólvellir, Grimsstaðaholt, inn með Laugavegi, Lauganesvegi o. • s. frv.). En pótt byggingarnar þjóti upp, þá er .fólksfjölgunin þó örari, og enn er mikill skortur á húsnæði, sérstaklega tveggjá til þriggja herbergja íbúðum. Bærinn hlýtur því að stækka enn hröðum skréfum. Þessum öra vexti bæjarins fylg- ár það, að fyrirtæki, sem fyrir 10—15 árum voru við hæfi bæjar- ins, geta engan veginn fulinægt þörfum bæjarmanna nú. Þannig hefir uppfylíingm innan hafnarinnar stækkað meir en um' helming á síðustu 10 árum, undir stjórn Þór. Kristjánssonar hafn- arstjóra, og bryggjur hafa veriö bygðar, svo að nú er hægt að afgreiða helmingi fleiri skip en hægt var í hinni upprunalegu höfn, meðan einungis var Vestri- hafnarbakkimi og „Batteríis“- bryggjan. Vatnsveitan, er bygð var í tíð Páls Einarssonar borgarstjóra, reyndist brátt of lítil, sem von var til, þegar íbúatala bæjarins tvö- faldaðist á fáum árum. Nú er búið að leggja nýja vatnsveitu í viðbót við þá gömlu, og sumir telja, að enn þurfi að auka við vatnsveituna. En sá er kostur á, að enn er nóg vatn í Gvendarbrunnum, ef auka þarf neyzluvatnið, í bænum. Og enn er hægt að byggja nýjar upp- fyllingar og nýjar bryggjur inu- an hafnarinnar, ef siglingar aukast hin^að og útgerðin vex. Þegar ráðist var í byggingu raí- magnsstöðvarinnar við Elliðaárn- ar, var fyrst og fremst haft í huga, að útvega bæjarbúum raf- magn til ljósa og einnig lítils háttar til iðnaðar. En af þeirri þekkinigu, er menn höfðu um notkun rafmagns, þar sem það var komið, þá mátti ganga-út frá því vísu, að ekki lið’i langur tími þar til bæjarbúar heimtuðu raf- magn til hitunar og suðu. Með svipuðum vexti bæjarins og verið hafði þangað til (1919), mátti einnig telja víst, að upp risi ýms fyrirtæki, er þyrftu á raf- orku að hálda í stórurn stíi. Þótt það þannig þegar í upp- hafi hafi verið Ijóst, að ekki liöi á löngu, þar til krafa kœmi fram um meiia rafmagn til notkunar í bænum, þá hefir það samt vafa- laust verið muðsynlegf, að ráðast í byggingu rafmagnsstöðvarrohar við Eiliðaárnar. Þótt vitanlega þá hefði veriö réttast að ráöast í virkjun Sogsins, þá var í bili ekki hægt að teyma íhald bæjarins lengra en inu að ánum. Og vegna þess verða Reykvíkingar nú aö greiða hátt gjáld fyrir lítið raf- magn. (ÞaÖ er svo sem ekki ein- asti skatturinn, sem bæjarmenn greiða vegna íhaidsins.) Hefðu því allir þeir bæjarfull- trúar ,sem vildu ráðast í virkjun Sogsins, felt í bæjarstjórnimii 1919, að byggja stöðina við Ell- iðaárnar, þá heföu afleiðingarnar orðið þær, áð ekkert hefð’ ver- ið gert. Þá heföi það ástand haldist, að nafmagn hefði verið fiamleitt með olíuhreyfivélum og selt rándýru verði. En fátækling- árnir í bænum hefðu setið áfram með olíutýrurnar. Vafalaust er nú þegar búið að stækka og auka rafmagnsstöðina við Eiliöaárnar svo mikið, sem. fært er. Vatnsma'gn ánna er svo lítið, að nýjar útbyggingar myndu ekki svara kostnaði En nú vantar meira og ódýrara rafmagn til bæjarins, og er þá ekki urn annað að’ gera, en að byrja þegar á virkjun Sogsins; Þaðan getur Reykjavík, Hafnar- fjörður og nágrannahéruðin feng- ið nægiliega orku bæði til ljösa, áuðu, hitunar og handa iðnaðin- um. Bæjarstjórn Reykjavikur hefir haft þetta mál til meðferðar und- anfarið; er sagt, og mun rétt vera, að áætlun um virkjun 15 þús- und hestafla rafmagnsstöðvar við Sogið sé þegar fuLIgerð af rafmagnsstjóra, hr. Stgr. J. Við bæjarstjórnarkosningarnar í vetur virtist það vera sameigin- ’legt áhugamál allra bæjarfulltrúa- efnanna að hrinda þessu máli < framkvæmd. Og, í vetur og vor hafa fulltrúar Alþýðuflokksins .haldið málinu vakandi í bæjar- stjórn og rafmagnsnefnd. En það er eins og einhver í- halds-mylnustemn haldi málinu niðri. Alt af á skýrsilan um rann- sóknirnar og áætlanirnar að „vera nærri til “, „rétt að koma“, „verö- ur birt á næstunni" o. s. frv. Bæjarbúar verða að krefjást þess af bæjarstjórninni, aö hún hraði þessu rnáli; það tekur að minsta kosti 3 ár að byggja stöð(- ina við Sogið; bærinn stækkar; þörfin á raforku eykst stórkost- lega. (Og Titan kemur víst ekki.)‘ Reykvíkingar mega ekki við því að bíða lengi eftir rafmagnsstöð við Sogið. Borgarstjóri ræður meiri hl.ut- anum í bæjarstjórninni. Ef borg- arstjóri er á móti málinu, getur hann tafiö þaö lengi, án þess það veröi vitaö fyrir Víst, hver skoð- un hans ér á málinu. Einu sinni áléit hann, að rétt væri að bæta við Elliöárstöðina stðrri ólíú- hreyfivél, til þess að framleiða með rafmagn og bæta með því úr rafmagnsskorti í bænúm. Én vonandi er hann nú horfrnn frá þeirri skoðun. Hér eftir mega engin víxlspor verða í þessu máli. Litla rafmagnsstöðin við Elliöaárnór var nauösynlegt (en dýrt) víxlspor, tiil þess að geta síðar knúö ihakiiö til að stíga hið stærra skrefið, að virkja Sog- ið. Nú á að vera að þessu komið. Eftir því, sem heyrst hefir úr skýrslu Stgr. J., er fjárhagsatriði málsins ekki neitt ægilegt. Reykja- vikurbæ, ef til vill með aðstoð landsins og héraða þeirra, er. njóta góðs af virkjuninni, á að vera vel kleyft aö ráðast í þessar framkvæmdir. En þetta má ekki dragast. J. B. Verkfall á Eskifirði. Á laugardagdnn fékk Alþbl. svo hljóðándi simskeyti frá Eskifiröi: „Verkfali hófst í gær við fisk- verkun hjá togarafélaginu „Andri“ Ósamkomulag um launakjör. — Fundur allra verklýðsfélaga verð- ur hvítasunnudag." Tillögur. 3. Esperanto. Þetta þing lítur svo á, að al- þjóöamáj sé knýjandi nauðsyn fynix alþjóÖasamtök. Væri það tek'ið upp, mundi þaö ekki að eins spara verkamannasamtökúnum fé og tíma, heldur mundi einnig stuðla að samvinnu allra þjóða, þar sem það mundii gera hvern einstakling færan um að taka þátt í alþjóðastarfsemii. ÞaÖ er því skylda aiþjóðaflokks verkamanna að vekja áhuga félaga sinna á því, Bö taka upp alþjóða-hjálparniálN og útbreiða þaö, Þiingið lýsir sig Samþykt álykt- undnni um þetta efni, sem gerð ívar á þinginu í Hamborg 1924, og felur skrifstofustjórnijjni að halda áfnam tilraunum tiil þess að koma í motkun hjálpármáiMmu Esperanto meðal meðdima Alþjóðasamhands flutningamamna. Enn fremúr á- dyktar þiingið að skora á öll fé- lög, sem í alþjóðasa'mbandinu eru, að styðja að úthreiðslu þessa rnals í blööu'm sínum, annaöhvoft með því að gefa út kensiugrein- ar og greinafliokka eða á annan hátt, og ivinna að öðru leyti að útbreiiðslu alþjóöamálsins af öll- uim mætti. íþróttir. Frá fimleikaflohknnm. Calais, FB„ 27. maí. Koma ísilendinga til Calais vek- ur almenna athygli. Mótíð hófst kl. 7 í ínorgun.' Kept verður um meistaratign Frakklands (i leik- firni) og um leið valdir menn til þess að taka þátt í óilympiskii' leikunum. Tvö þúsund og firnm hundruð börn sýndu leikfimi í dag. Klakkan sex gengu þrir brezkir ieikfimiflokkar, sjö ítalskir, 'Seytj- án belgiskir, einn frá Luxemburg, einn frá Danmörku og ísitenzkí’ flokkurinn um borgina, og bar hver fJokkur fána sinnar þjóðar fyrir. í ráðhúsinu bauð borgarstjóriim í Calais flokkana velkomna. Fjögur hundruð frakkneskir flokkar ganga um borgina í dag, og hefir hver fliokkur sinn lúðra- flokk. Fimmtiu þúsundir aðkomu, manna komu til Calais í dag. Calais, FB., 28. maí. Hvítasunnudag keptu þrjúi hundruð og tuttugu félög. Stór- kostteg aðsókn í dag. Mamnfjöldi er svo mikill í borginni, að menffl sofa í þúsundataM í hermamná- 'Skálum borgarinnar. — Aðalhátiö- in á morgun. — Velliðan allra, Kveðjur. Stjórn Sundfélags Réykjavikur skorar á alla þá, er hafa happ dxættismiða félagsins til sölu, áS vera nú dúgiegir þessa daga, þar til dregiö verður. Enn þá vantar töluvert fé til að borga bátana. 3ja flokks knattspyrumótið fór þannig, að K. R. sigraðí Val með 3:0, og vann þar með bikarinn að þessu sinni. Valdimar Sveinbjörnsson biður álila þá drengi úr Baima- skalianum, er hafa happdrættis- miða Sundfélagsins, að gera skil eins fljótt og þeir geta til hans á Skólavöröustig 38. Tillagan er frá Sænska flutn- ingamannasa'mbandinu.. Húsmæður Dollar - stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkri fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur þvottasápa, 1H Fæst víðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eiríkssyni, Hafnarstræti 22. Simi 175. Verkaraannapingið í Stokkhólmi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.