Vísir - 17.12.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1925, Blaðsíða 4
VlSlR f Páll Júnssou bóndi í Einarsnesi, fyrrum kennari á Hvanneyri, andaðist á heimili sínu i nótt eftir langvinnan sjúkleik. Ævi- atriða hans verður síðar minst. Símskeyíi Khöfn 16. des. FB. Stjórnarskifti í Frakklandi. Símaö er frá París, a'S fjár- málanefnd ne'öri deildar þingsins hafi lýst því yfir, aö fjármála- frunxvörp Locheur’s séu þannig úr garði gerö, að það hafi fyrirsjáan- lega engan árangur, aö leggja þau fyrir þingið. Hann breytti þá frumvörpunum, en nefndin hafn- aði einnig breytingunum. Sagði hann þá af sér samstundis. Frá Sýrlandi. Símað er frá Damaskus, að hardagarnir séu byrjaöir aftur af sömu grimd og áður. Sýrlending- ar höfðu bruggað ráð urn að drepa höfuðsmann Frakka, Jouvenil, en hending ein réði, að það tókst eigi. Mosul-málið. Símað er frá Genf, að úrskurð- ur i Mosul-málinu sé bráðlega væntanlegur, sennilega í dag. Battling Siki myrtur. Símað er frá New York, að hnefleikamaðurinn Battling Siki hafi verið myrtur í glæpamanna- hverfi borgarinnar. Verslunarsamningur milli Rússa og Norðmanna. Símað er frá Osló, að norsk- rússneskur verslunarsamningur hafi verið gerður og undirskrif- aður i Moskva. Það er best að kaupa öll höfuð- föt hjá' Haraldi; þar er' best úr- val og verðið lægst. — Núna eru fallegar Enskar húfur nýkomnar, einnig harðir og linir Hattar. jWmddmjflhmAm Fjárhagsörðugleikar í Þýskalandi. Símað er frá Berlin, að fjár- hagsörðugleikar félaga fari sí- vaxandi. 1 nóvembermánuði voru Soo gjaldþrot í borginni. Ábyrgðarpósturinn fundinn. Fundist hefir nú hestur sá, sem var undir ábyrgðarpósti að norð- an; lá hann dauður í snjóskafli, með pós.tinn á baki. Pósturinn var óskemdur og kemur hingað að forfallalausu 21. þ. m. Gnmur lék á því, að skemdir þær, sem urðu á háspennunni í . fyrradag, hefði orðið af manna völdum. En við nákvæma rannsókn kom í Ijós, að svo var eigi. Vafasamt þykir að síra Ingimar Jónsson á Mos- felli sé kjörgengur hér i bænum til borgarstjóra. Verður úrskurð- ur feldur um það í dag í kjör- stjórn. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað í Vest- mannaeyjum ungfrú Jónína Pét- ursdóttir i Hlaðbæ og Ólafur R. Jónsson, Kirkjubæ. Hjúskapur. 5. þ. m. voru gefin saman i hjónaband af bæjarfógeta ungfrú Ólöf Bjarnadóttir (læknis Jens- sonar) og Jón Hallvarðsson, cand. juris. Ungfrú Elín Andersson hefir lokið prófi við konunglega ldjómlistarskólann i Kaupmanna- höfn, með ágætis vitnisburði. Hún er dóttir Reinh. Andersson, klæð- skerameistara hér i bæ. Kvennaheimili. 15. þ. m. var fyrir forgöngu Húsnefndar Bandalags kvenna stofnað hlutafélag með því mark- miði, að koma upp samkomuhúsi og heimili fyrir konur, á lóð þeirri á Arnarhólstúninu, er Alþingi hef- ir látið islenskum konum í té í þessu augnamiði. Stofnendur hlutafélagsins eru, auk Bandalags kvenna, Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur, Thorvaldsensfélag- ið og nokkrar konur hér i bænum. í bráðabirgðastjórn félagsins voru kosnar: Frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir form., frú Guðrún Réturs- dóttir, Inga L. Lárusdóttir, Lauf- ey Vilhjálmsdóttir og frú Stein- unn H. Bjarnason. Söngfélag stúdenta heitir nýtt söngfélag, er var stofnað síðastl. laugardag. Nær það til allra, er stúdentsprófi hafa lokið,gamalla og ungra.Með stofn- un þess er Stúdentasöngkórinn, söngflokkur háskólastúdenta, úr sögunni. Hefir hann starfað vel og notið vinsælda bæjarbúa. Gengi HINA ÓDÝRU Carélf- ogf Borðva.xdúka hefi eg fengið aftur, af mjög fallegri gerð. Aðrar fyrirliggjandi birgðir af Linoleum-gólfdúkum seljast með 20% afslætti til jóla. - Hjörtur Hansson Austurstræti 17. Hin viðurkendu sænsku hefi eg aftur fyrirliggjandi. VerSiS þaS lægsta. Hjörtur Hansson Austurstjæti 17. hans má mest þakka þeim félög- um stud. med. Magnúsi Ágústs- syni frá Birtingaholti, er var for- maður og söngstjóri, og stud. med. Bjarna Bjarnasyni frá Geitabergi. -—í stjórn nýja félagsins eiga sæti þeir stud. jur. Ólafur Þorgríms- son frá Laugarnesi, formaður, stud. med. Ólafur Magnússon rit- ari og stud. jur. Þorkell Þorkels- son, gjaldkeri. Hefir félagið feng- ið hr. fiðluleikara Þórarinn Guð- mundsson til þess að annast radd- æfingar, en aðalsöngstjóri þess er hr. tónskáld Sigfús Einarsson. Félagar eru nú um 40, þ. á. m. nokkrir embættismenn bæjarins, læknar, lögfræðingar, guðfræðing- ar o. fl. — Æfingar byrja upp úr áramótunum. Þeir stúdentar, er óska að ganga í félagið, tali við einhvern úr stjórn þess eða söng- stjórann. F.ggert Stefánsson syngur í Nýja Bíó kl. 7JÍ í kveld (ekki annað kveld, eins og misprentast hefir i Morgunblað- inu í morgun). Flutningsgjöld lækka og fargjöld frá nýári, á skipum P.imskipafélags íslands og Sam- einaða. Vísir er átta síður í dag. Leikhúsið. Þar verður alþýðusýning í kveld (Gluggar eftir John Gals- worthy), og verða aðgöngumiðar seldir í allan dag og við inngang- inn. E.s. Union kom í nótt með trjáviðarfarm til h.f. Völundar. Bankastjóri frá Bandaríkjunum, sem hingað kom í sumar á skemtiskipinu „Franconia", ritar kunningja sinum á þessa leið 14. f. m.: — „Við eigum margar skemtilegar endurminningar um för okkar, og þegar eg lxt nú yfir alt, sem fyrir mig kom, þá finst mér, að Reykjavík sé að mörgu leyti skemtilegasti staðurinn, sem við sáum. Við höfðum altaf ætlað, að ísland teldist til heimskauts- landanna, og okkur var mikið undrunarefni, er við fundum fyrir hinn litla og snotra Reykjavíkur- bæ', og eins fanst okkur nxikið til um góðvild íbúanna. Það er furðu- legt, hve miklu menn hafa afkast- að, við jafn örðuga aðstöðu, og eg tek ofan fyrir þeim og óska þeim alli-ar blessunar og hamingju. Eg er orðinn svo gamall, að ekki er líklegt, að eg eigi eftir að koma aftur til íslands, svo mjög sem mig langar þó til þess, en eg mun jafnan hafa landið hugfast og íbúa þess. Mér finst undarlegt að hugsa til þess, að þið eigið nú við langar nætur og mikla storma að búa, en hér er heitt og sumarlegt óg blóm í görðum. En það er gam- alt orðtak og satt, að hálfur heim- urinn veit ekki, hvað hinn helm- ingurinn á við að búa.“ • Karlakór K. F. U. M. söng í Nýja Bíó í gærkveldi fyrir húsfylli. Belgaum seldi nýlega afla sinn í Eng- landi fyrir 1865 sterlingspund. Ef þér ætlið að kaupa fallega skyrtu eða liálsbindi þá, skuluð þér gera kaupin hjá Haraldi. Hann hefir feikna mikið úrval af fallegum og góðum vör- um, sem seldar eru með lágu verði, — til dæmis Manchettskyrt- ur úr gegnofnu með 1 flibba, frá kr. 7.10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.