Vísir - 17.12.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1925, Blaðsíða 3
V ÍSiR Fyrsta skityröi fyrir gó&ri end inga á bifreiðum er, að þær séu nægilega oft smurðar. Eu það kemur ekkí að fullum notum nema að smumingin sé góð. Bif- reiðastjórar! Besta smurning sem þið getið fengið á bifreiðar ykkar er 1» VEEDOL' JÓH. OLAFSSONM& CO. „Dýr matarkaup." Út af grein, sem birtist í „Vísi“ í gær me'ö ofanritaöri fyrirsögn, um verölag á vörum þeim, sem „Niöursuðan Ingólfur“ hefir á boöstólum, vildi eg mega biöja blaðið fyrir þessar athugasemdir: Háttv. greinarhöfundi finst síld- arveröið hjá Niðursuðunni Ingólfi óþarflega hátt,og gerir samanburð á kjöt og síldarverði og kemst að þeirri niðurstöðu, að síldarverðið sé tiltölulega hærra. Um þennan samanburð er það að segja, að hann nær vitanlega ekki neinni átt, enda er hann á misskilningi bygður, eins og nú skal sýnt fram á. Ef gera á réttan samanburð á kjöt- og síldarverði, verður að leggja til grundvallar venjulega, saltaöa síld og venjulegt saltkjöt. Nú selur Niðursuðan Ingólfur ágæta, norðlenska saltsíld í tunn- um á 30 krónur tunnuna, og kem- ur þá síldin til að kosta um 35 aura kílóið. Venjulegt saltkjöt mun víst ekki fást fyrir minna en 1.75 kg. Eða m. ö. o. síldin er þá 5 sinnum ódýrari en kjötið, og er þá ekkert tillit tekið til þess, að næringargildi síldar er miklu meira en kjöts — að mig minnir um 80% meira. Og það hugsa eg, að ekki sé völ á hollari né ódýrari vöruteg- und hér á landi. Að verðið sé hátt, 30 kr. fyrir tunnuna, verður varla haldið fram með sanngirni, — að minsa kosti er álagningin ekki óþarflega há, því hún er engin. Niðursuðan sel- ur þessa síld fyrir nákvæmlega sama verð og hún kostar félagið hingað komin. Af því mörgum þykir of mikið að kaupa heila tunnu af síld í einu, hefir Niðursuðan á boðstólum smá kúta með síld, fyrir kr. 12.50 stk. Þessi síld er skorin sundur, haus og sporöur skorinn af og innýfli og dálkur tekinn úr, svo hún er að heita má beinlaus; en hún er líka dálítið dýrari en hin; Niður- suðan verður vitanlega að fá sinn kostnað borgaðan, að viðbættri hæfilegri álagningu. Og s.vo viss er Niðursuðan, sem sagt, um, að hún selji síld þessa við mjög sann- gjörnu verði, að hún gefur fólki kost á að kaupa sildina i heilum tunnum á nákvæmlega sama verð og hún gefur fyrir hana sjálf. Svo nú er öllum innan handar að fá sí-ld f-yrir sama verð og framleið- andinn heimtar fyrir hana. Og það mundi fólk gera, ef það héldi að það borgaði sig betur. Eftir því sem meira er við síld- ina gert og til henhar kostað, eftir því hlýtur hún auðvitað að verða dýrari, og oftást nær er vinnan og tilkostnaðurinn við að gera.hana þannig úr garði, mikið meiri en kaupendur alment í fljótu bragði gera sér i hugarlund. Ef háttv. „Kaupandi“ vill gefa sig fram við mig, skal eg með á- nægju sýna honum, svo að hann megi sannfærast af eigin sjón. Annars er einfaldasta ráðið til að sjá hvort hinar ýmsu vöruteg- undir eru seldar við sanngjörntt verði, að bera þær saman við er- lenda vöru sömu tegundar. Þetta gerði eg að gamni mínu í dag; eg keypti 2 dósir af út- lendri appetitsíld; þær voru mis- munandi stórar, en kostuðu samt báðar jafnt, 1 krónu hvor. Nú tók eg eina dós af appetitsíld frá Ing- ólfi, sem seld er hér i búðum á 1 kr. 20 aura. Vigtaði eg svo upp úr öllum dósunum, og varð niðurstaðan sú, að það var hélmingi meira i þeirri íslensku en í þeirri stærri erlendu, en rúmlega þrisvar sinnum meira en í þeirri minni. Og útlenda appe- titsíldin var síst betri. Annars rniðar Ns. Ingólfur ekki verð sitt við útlendu vöruna, held- ur eingöng-u við raunverulegan til- kostnað, að viðbættum hæfilegum hagnaði. Félagið hefir hingað til verið í mjög vondum húsakynnum og ýmislegt orðið þvi dýrara þess- vegna í byrjun en þurft hefði ann- ars, en nú er félagið að enda við að koma sér fyrir i ágætum, nýj- um húsakynnum, og undir eins og hægt verður að lækka tilkostnað- inn við einhverja vörutegund, verður verðið tafarlaust lækkað, enda er þegar búið að lækka eina vörutegund úm 25%. Rvík 16. des. 1925. . G. J. ó. Jolavörur! Jólaverð! Kaffi- og súkkulaSistell, 30 teg., frá 10—110 kr. Matarstellin fallegu. — JJvottastell. Kökudiskar. — Ávaxtaskálar. — Vínglös allskonar. Hnífapör, margar teg. — Vatnsglös með skrautstöfum, alt stafrófið. Barnadiskar og bollar með myndum. Barnaleikföng, stórt úrval og ódýrt, t. d. um 100 teg. Dúkkur frá 0,25—35.00. Bílár, 30 teg., frá 0,50—7,50. Jólatrésskraut allskonar. — Barnakerti. Spil, stór, 0,65—3,50. — Myndabækur. Munnhörpur o. m. m. fl. K. Bankastræti 11. S í m i 9 15. Brjostsykuf WWWfWWWWWWWv ýmiskonar í 4 lbs glösnm. Þórðnr Sveinsson & Co. 1 1 i 1 Mikið nrval af tilbnnnm fatnaði. m- Voruhúsið. Hver sem kaupir fyrir 100 krónur i einu' fær fallega brúðu sem er 15 króna virði í kaup- bætir. Egill Jacobsen. NB. Munið eftir 10°/0 afslætlinum. Komið í Fatabúðina. Þar fáið þið' failegustu, bestu og ódýrustu jólafötin. Allan fatnað er best að kaupa Fatabúðinni. Best að versla í FATABtÐINNI. Heildsala. Epli (Jonathans) í kössum og tunnum, Appelsínur (Valencia), ágæt Vinber, góðar Rúsínur, steinlausar Sveskjur, Fíkjur, Döðlur og Kex (Snow Flake). Ó d ý r t. V O N , Sími 448. Oljábrensla. Látið gljábrenna og nikkelera reiðhjól yðar í Fálkanum, því þá hafið þér tryggingu fyrir vand- aðri virinu. Hjólin eru gljábrend þrisvar sinnum, og geymd ókeyp- i? yfir veturinn. Fálkinn, Sími 670.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.