Vísir - 22.12.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 22.12.1925, Blaðsíða 2
v iaiR Ný dagstofa hásgögn: rd, 4 stilar, af sérstökum ástæðum til sölu strax. Til sýnis á skrifstofn okkar. 1* Franz Ziemsea fyrrum sýslumaður andaðist á heimili sínu hér í bænum í nótt, eftir langa van- heilsu. Hann varð fullra sjölíu ára að aldri. — Æviatriða hans verður síðar minst. Daasiaa i Hrona. Merkur vi'SburSur verSur í sögu leiklistarinnar hér á landi á annan í jólum. Leikfélagið ætlar aS sýna „Dansinn í Hruna“, eftir IndriSa Einarsson, síSasta rit hans, sorgar- leik í 5 þáttum í bundnu máli. Er þaS í fyrsta sinn, aS heilt leik- rit í bundu máli verSur sýnt á þessu landi, en bragarhátturinn, fimmskiftir mjúkliSir, er sá sami og í leikritum Shakespeares, Schil- lers og annara meistara. Kaflar •i „Nýjársnóttunni“ og „Kinnar- hvolssystrum“ eru í bundnu máli ‘Og þótti vel fariS meS á leiksviSi hér. „Dansinn í Hruna“ er enn- fremur fyrsti sorgarleikur ibundnu máli á íslensku, sem bókmentalegt gildi mun fá (áSur aSeins til „Teit- ur“, eftir Jón Trausta) og mun í leikritagerS íslendinga ef til vill fá sama gildi og t. d. „Emilia Gal- otti“ Lessings hjá ÞjóSverjum. Höfundurinn, IndriSi, Einarsson, er lauk viS leikrit þetta sjötugur, hvarf meS leikriti þessu aftur til sífis rómantíska uppruna. í „Nýj- ársnóttinni", vinsælasta íslenska leikritinu, blés hann lífi og anda 5 íslenskar þjóSsagmr um huldu- fólk og álfa, og holldísir hans, Ljósbjört og HeiSbláin, er döns- uSu meS yndisþokka kringum 18 vetra skólapiltinn i latínuskólan- um, hafa urn 50 ára skeiS beint huga hans aS tunglsljósi og vira- virki skáldlegra sýna, sem láta æskubros enn leika um varir hans og gera gang hans fráanog hvikan sem á léttasta skeiSi væri. IndriSi Einarsson er ennfremur aSalhvata- maSur Þjóðleikhússins, sem hefSi átt aS byrja göngu sina meS þvi aS sýna þetta leikrit. En IndriSi Einarsson getur ekki beSiS eftir því; hann þarf aS sjá „Dansinn í. Hruna“, til þess aS losa sjálfan sig viS efni þetta, er hefir fjötraS hann í nokkur ár, og sækja í sig nýjan þrótt og nýtt líf. í „SverSi og bagli“ leitaSi I. E. aftur til Sturlungaaldarinnar, í „SkipiS sekkur“ reyndi hann aS skapa nýtísku leikrit i anda Ib- sens, í „Hellismönnum“, „Nýjárs- nóttinni“ og „Dansinum í Hruna“ hvarf hann inn til hinna draum- þungu og víöáttumiklu upplanda íslenskra þjóSsagna, þar sem þjóS- sálin íslenska endurspeglast í æf- intýrum og dulsögnum. I. E. þekkir heimsmeistarann Shakespeare allra leikritaskálda best, og líkt og þrumur og eld- ingar, sjónir og vofur eru tákn og Jmyndun mannlegra tilfinninga og heimsvalda rá'ðstafana, þannig á hiS bundna mál aS vera skraut- skikkja hugsananna, er lyftir leiknum upp af fjalagólfi hvers- dagsmenskunnar. LeikfélagÍS skil- ur hlutverk sitt, aS bjóSa Reyk- víkingum aS sjá leik þenna á jól- um. A. J. K. Veðrið í morgun. Frost um land alt. I Reykjavík 3 st., Vestmannaeyjum 3, IsafirSi 4, Akureyri 4, Stykkishólmi 4. (Engin skeyti frá öðrum innlend- um stöSvum). Angmagsalik í gær -7- 13, Utsire —r- 1, Tynemouth 3, Leirvík -t- 2 st. Minst frost í gær 2 st., mest 5 st. LoftvægislægS fyrir austan land. VeSurspá: All- hvöss norSanátt. Snjókoma á NorSurlandi. Skipbrotsmennimir af Ásu komu fyrir miönætti í nótt til Hafnarfjarðar á fiskflutn- ingaskijjinu La France, sem hafSi bjargaS mönnunum af öSrum bátnum, en síöar tekiS Hina, sem komust í þýska botnvörpunginn. — Mennirnir voru hér um bil 6 klukkustundir i bátunum og var veSur í hvassara lagi og hríSar- myrkur þangaS til birti af áegi, en fór batnandi úr því. Annar bát- urinn laskaöist eitthvaS og var mjög lekur. Enginn maður slasað- ist, en sumir voru blautir og nokk- uS þjakaSir. — Vísir mun flytja nánari fregnir um þetta á morgun. Aðgöngumiðar á leiksýninguna (Dansinn í Hruna) annan jóladag og næstu daga, verSa seldir í ISnó i dag og á morgun (fyrir alla dagana i einu). DOWS PORTVÍN er vín hima vandlátu. S j ómannakveð ja. Svoíátpndi skeyti barst Vísi í morgun: Liggjum á ÖnundarfirSi. Kær kveSja til vina og vandamanna. VelliSan. Skipverjar á Ara. Hugprúð ljósmóðir. Laust fyrir miðnætti í nótt var komið utan úr Viðey til að sækja ljósmóður þangað, en veður var háskalega hvast, og þótti ekki árennilegt að fara út. Jóhanna Ijósmóðir P'riðriksdótt- ir á Spítalastig 1 lét það þó ekki á sig fá og réfest til fararinnar með sendimönnum. Sem hetur fór famaðist þeim vel út í eyna. Sólhvörf eru í dag og skemstur dagur. Eggert Stefánsson syngur i Nýja Bíp i kveld kl. 7.t4- Guðni Símonarson, gullsmiður, ÓSinsgötu 8, varð sjötugur 16. þ. m. Vísir er sex síður i dag. Sagan, sim- skeyti o. fl. er í aukablaSinu. Skipafregnir. Gullfoss kom aö vestan i gær- kveldi. Belgaum kom frá Englandi í nótt. Maí og Apríl komu af veiöum í morgun. t Skodsborg kom í gærkveldi meS kolafarm. Lagarfoss fer í dag áleiSis til Englands. Sögur Helga Hjörvar, sem út komu fyrir tæpum þrem mánuöum, eru nú um það bil upp- seldar. Háskólastúdentar, frá guðfræSideild, standa viS jólapotta HjálpræSishersins í kveld kl. 6—12. I.esið smáauglýsingar í blaðinu í dag. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 10 kr. frá ónefnd- um. Vínverslunin biður þess getiö, vegna þeirra, sem óski aö fá vínföng send heim til sin fyrir jól eSa nýár, að hún geti ekki fyrir jól sinnt pöntunum lengur en til kl. 3 síSd. á Þorláks- messu og fyrir nýár ekki lengur en til kl. 3 síðd. daginn fyrir gaml- ársdag. Adv. Gjöf til fátæku hjónanna, afh. Vísi: 10 kr. frá N. N. Nýjar bækur. Nýkomnar eru út tyær bækur. | Er önnur minningarrit um SigurS j Kr. Pétursson og nefnist Minning. ! Hin er þýSing á bók um uppeldis- niál eftir J. Krishnamurti. ÞýS- andinn er Hallgrímur Jónssoa kennari. — Bækurnar eru báSar mjög ódýrar og hentugar til jóla- gjafa. Þær fást hjá frú Katrínu Viðar, Lækjargötu 2. — VerSur beggja þessara bóka getiö siSar. Alþýðúbrauðgerðin hefir opnaS nýja brauðsölu og mjólkurbúS á Grettisgötu 2. Sjá augl. Eiðurinn verður öllum ljóSavinum kær- komnasta jólagjöf. Fæst í Þing- holtsstræti 33. Jóla og Nýjárskort \ í mjög stóru og fallegu úrvali, bæöi glanskort og með íslenskum erindum. Einnig ný landslagskort og skrautskeyti, sem fæst í Safna- • húsinu. ! Gengi erl. myntar. Rvík í dag. ' Sterlingspund ......kr. 22.15 100 kr. danskar....... — 113.36 100 — sænskar .......— 122.65 100 — norskar .......—< 92.67 Dollar . . . ........— 4-57% Nýkomið: mikið og gott úrval af smiií Ktilda- húfni fyrir drengi og fullorðna..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.