Vísir - 30.01.1926, Blaðsíða 2
V ÍS I R
Eöfnm fyrirliggjandi:
Glenora Hveiti.
Creara of Manitoba Hveiti.
Best Baker Hveiti.
Vqb»5íö enn lægpa en áðnp.
petta eru bestu og þektustu hveititegundirnar sem liér
fást. Við höfum undanfarin ár að staðaldri verslað með þess-
ar hveititegundir, enda selt mörg þúsund sekki. — Allir þeir
sem ekki líta á verðið eingöngu, heldur einnig vörugæðin,
kaupa þessar tegundir.
Khöfn, 29. jan. FB.
Gengi norskrar krónu.
Símað er frá Osló, að gengis-
nefndin telji enga ástæðu til
þess að hækka krónuna upp í
pari sem stendur og lieldur enga
ástæða til þess að koma á gull-
innlausn með lækkuðu krónu-
gildi. Leggur nefndin til að fyrst
um sinn sé reynt að festa gengi
krónunnar í núverandi gildi,
þannig að Noregsbanki ábyrgist
fast dollargengi og jafnvel taka
dollaralán, ef nauðsyn krefur,
til þess að festa gengið, en bíða
síðan átekta. .jjg
Khöfn, 30. jan. FB.
Viðsjár með pjóðverjum
og ítölum.
Símað er frá Miinchen, að
suður-þýskt félag hafi gert til-
raun til þess að varna kaupum
ítalsks varnings. Mussolinihótar
l hefndarskyni að gera landræka
þúsundirsJ>jóðverja, er búsettir
eru í Tyrol (suðurhlutanum) og
banna öllum pjóðverjum að-
gang að ítaliu.
Seðlafölsunin.
Símað er frá Budapest, gð
rannsóknanefnd hafi fullsann-
að, að innanríkismálaráðherr-
ann liafi vitað um seðlafölsun-
ina.
f>jóða.rsorg í Belgíu.
Símað er frá Brússel, að um
gjörvalla Belgiu hafi fólk syrgt
í gær í tilefni af jarðarför Mer-
cier’s kardinála. — Jarðarförin
fór fram með mestu viðhöfn og
voru tugir þúsunda viðstaddir.
Öllum kirkj uklukkum landsins
var hringt.
LTtan af landi.
—x—
ísafirði, 29. jan. FB.
Fjölmennur þingmálafundur
var haldinn hér í gærkveldi og
stóðu umræður í 8 tíma. Tillög-
ur íhaldsmanna í fjárhagsmál-
inu, landhelgisgæslumálinu og
um samninga við Mikla Nor-
ræna voru allar samþyktar og
var í þeim öllum traustsyfirlýs-
ing til stjómarinnar. Samþykt
var í einu hljóði tillaga þess efn-
is, að seðlaútgáfan verði falin
sérstakri stofnun, sömuleiðis að
unnið sé að gætilegri hækkun
krónunnar upp í gullgengi. —
Ennfremur samþykt tillaga um
að ríkishappdrætti verði stofn-
að, mótmæli gegn varalögreglu
og allslconar herliði, um af-
nám eða lækkun gengisviðauk-
ans og afnám verðtolls á lífs-
nauðsyn j um, mótmæli gegn
hvalveiðum, tillögur um fisk-
veiðalöggjöfina og síldarsölu-
samlag og loks áskorun um, að
þingstörfum verði lokið sem
næst á tveim mánuðum. Marg-
ar tillögur voru samþyktar um
bæjarmál.
Frá Hæstarétti
15. janúar.
-O--
M á 1 i ð: Louis Maigat f.
h. eigenda og vátryggjenda
skonnort „Yvonne“,
gegn
L. Fjeldsted f. h. eigenda og
vátryggjenda kútter
„Phebe“.
Fjórða dag maímánaðar árið
1924 komu fiskiskipin„Yvonne“
frá Frakklandi og „Phebe“ frá
Færeyjum til Reykjavíkur. J>au
höfðu siglst á úti í Jökuldjúpi
kveldinu áður. — Bæði skipin
vskemdust nokkuð, en ^vonne
þó meira. Sjóferðarpróf var
haldið í málinu 6. maí, og krafð-
ist þá hrm. L. Fjeldsted skaða-
bota (h.f. eiganda og vátryggj-
anda ,,Phebe“) af skipstjóra
Louis Maigat á „Yvonne“ (f. h.
eiganda og vátr . skipsins) að
upphæð kr. 10.710.00, (dg máls-
kostnaðar að auki) fyrir tjón
það, sem „Phebe“ beið við á-
reksturinn. Hann krafðist og að
staðfest yrði löghaldsgjörð á
„Yvonne“, er hann fekk fram-
kvæmda 10. og 19. maí til trygg-
ingar kröfum sönum. — Lauk
málinu svo fyrir sjódómi, að
Maigat skipstjóra var gert að
greiða „Phebe“ kr. 10.710.00 í
skgðabætur og 500 lcr í máls-
kostnað, en löghaldsgjörðin var
heimiluð.
Maigat skipstjóri skaut mál-
inu til Hæstaréttar og var það
, sótt og varið þar 15. þ. m., en
dómur uppkveðinn 17. þ. m. —-
Sækjandi var hrm. Jón Ás-
Þeir sera reykja
fá ókeypis
tuttugustu
hverja cigarefta.
Geymið seðlaaa.
Fást alstaðai*
björnsson en verjandi brm. L.
Fjeldsted. Fluttu þeir langar
ræður, og krafðist sækjandi
fullrar sýknunar, en verjandi
krafðist staðfestingar á sjódóm-
inum.
Dómur Hæstaréttar var á
þessa leið:
„Stýrimaður á Yvonne skýrði
frá því í skýrslu sinni fyrir sjó-
dóminum, að hann, til þess að
forðast áreksturinn, liefði meðal
annars skipað fyrir um að „filer
la grande écoute“. Túlkurinn
við réttarhaldið þýddi þessi orð
á þá leið, að hann liefði skip-
að „að vinda upp stórseglið“.
Er bygt á þeiiTÍ þýðingu í hin-
um áfrýjaða dómi, og Yvonne
talin eiga sök á árekstrinum
meðal annars með því, „að
fjölga seglum“. í hæstarétti er
það upplýst, að þýðing þessi er
ekki rétt, en að hin umgetnu orð
merkja það, að stýrimaður skip-
ar að slaka á kló stórseglsins,
og getur það, að seglum var
hagað þannig, eigi bakað
Yvonne sök á árekstrinum.
þ>að er upplýst, að bæði skip-
in sigldu beitivind, að Yvonne
hafði vindinn á stjórnborða, að
Phebe hafði vindinn á bakborða
og að bæði skipin breyttu stefnu
í sömu átt, undan vindi, og rák-
ust þá skipin á. En um nánari
atvik að árekstrinum brestur
sannanir. pað brestur þannig
sönnun fyrir því hvort skipið
breytti íjt stefnu og hve langt
þá var á milli þeiiTa. Stýrimað-
urinn á Yvonne bar það í sjó-
dóminum að hann hefði breytt
stefnu fyr en Phebe, og að þá
hefði verið orðið svo skamt á
milli skipanna að sýnt hefði
verið að Phebe kæmist hvorugu
megin fram hjá Yvonne. Háseti
sá er stóð á verði á Yvonne bar
það og að Yvonne hefði fyr
breytt stefnu. — Væru þessar
skýrslur réttar mundi verða að
telja stefnubreytingu Yvonne
réttmæta samkv. 27. og 29. gr.
sbr. athugasemd við 21. gr.
hinna alþjóðlegu sjóferðareglna,
enda þótt Yvonne hefði samkv.
21. gr. þéirra ella átt að halda
stefnu sinni. Hinsvegar hafa
þeir fjórir skipverjar á Phebe,
er skýrslu gáfu í sjódóminum,
borið það samhljóða, að Phebe
hafi breytt stefnu fyr en Yvonne
og það nálægt 8 mínútum áður
en áreksturinn varð, en samkv.
17. gr. sjóferðareglnanna skyldi
Phebe vikja úrleiðfyrirYvonne.
í sjóferðaprófunum, sem eru
mjög ófullkomin, er ekkert,
sem sýni með nægilegri vissu
hvor skýrslan sje rjettari. Sér-
staklega skal það tekið fram, að
ekikert verður bygt á þeim fram-
burði stýrimannsins á Phebe, að
hann, er hann kom upp á þiljur,
liafi séð rauða ljósið á Yvonne
beint framundan, og að það hafi
verið komið á kulborða er hann
tók að slá skipinu undan', því
væri sú skýi-sla rétt hefðu skip-
in verið. komin hvert fram hjá
öðru áður en Phebe var lagt
undan, og er þá mjög óliklegt,
að skipin hefðu rekist á. par
sem málinu er þannig varið er
eigi unt að leggja sökina á á-
rekstrinum, hvorki á; annao
skipið né bæði, verður því að
dæma málið samkv. 226. gr.
siglingalaganna og ber þá að
lella hinn áfrýjaða dóm og lög-
haldsgjörðina frá 10. og 19. maí
1924 úr gildi og sýkna áfrýj-
anda af kröfum stefnda. Máls-
kostnaður í sjódómi og hæsta-
rétti þykir rétt að falli niður.
pví dæmist rétt vera:
Áfrýjandi Louis Le Maigat
f. h. eigenda og vátryggjenda
skonnortunnar Yvonne ogfanns
hennar á að vera sýkn af kröf-
um stefnda Lárusar Fjeldsted
f. li. eigenda og vátryggjenda
kúttersins Phebe.
Löghaldsgjörðin frá 10. og 19.
maí 1924 skal úr gildi feld.
Málskostnaður í sjódómi og
hæstarétti falli niðrrr.“
Messur á morgun:
í dómkirkjunni kl. ii, síra
Bjarni Jónsson; kl. 5, síra Friðrik
Hallgrímss. (altarisganga). Mess-
u.rnar eru sjómannaguösþjónustur.
Eftir á gefst kirkjugestum tæki-
færi til a'S styrkja Sjómannastof-
una.
1 fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5
e h. síra Árni" Sigurðsson. Sjó-
mannaguðsþj ónusta. — Á eftir
gefst kirkjugestum kostur á að
styrkja Sjómannastofuna.
í Landakotskirkju : Hámessa kl.
9 f. h. Kl. 6 e. h. guðsþjónusta
með prédikun.
I Adventkirkjunni: Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 6j4 e. h. (marg-
ir þátttakendur).
1 fríkirkjunni í IJafnarfirSi kl.
2 e. h. síra Ólafur Ólafsson. Sjó -
mannagu'Ssþ j ónusta.
í Hafnarfjarðarkirkju kl. 1 e. h.
Sjómannamessa.
Jarðarför
Gunnlaugs Ólafssonar fór fram
i gær og var mjög fjölmenn. Sira
Ólafur Ólafsson flutti húskveðju,
en sira Árni Sigurðsson ræSu í
fríkirkjunni. — Kistan var borin
í Goodtemplarahúsið og þar fíutti
prófessor Haraldur Níelsson ræðu.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt, nema á Grítns-
stöðuni 2 st. frost. — t Reykjavík
1 st., Vestmannaeyjum 2, ísafiröi
3, Akureyri 2, Seyðisfirði 3,
Grindavik 3, Stykkishólmi 2,
Raufarhöfn 2, Hólum í Hornafirði
1, Þórshöfn i Færeyjum 5, Ang-
magsalik (í gær) 2, Kaup-
mannahöfn 1, Kinn 3, Tynemouth
6, Wick 6, Jan Mayen o st. Mestur
hiti í Rvik síðan kl. 8 i gærmorgun
/j st., minstur o. Úrkoma mm. 2.7.
— Loftvægislægðir fyrir vestan
og suðvestan land. —■ Horfur:
í d a g: suövestlæg átt og skúr-
ii á Suðurlandi og Vesturlandi.
Hægur suðaustan á Norðurlandi
og Ausrurlandi. 1 nótt: geng-
ur sennilega í suðaustrið sunnan-
lands. Breytileg vindstaða. Hæg-
ur norðanlands.
Leikhúsið. ,
Dansinn í Hruna verður leik-
inn í 13. sinn á morgun og að-
göngumiðar seldir vægara verði
en verið liefir. — Leikurinn hef-
ir gengið mætavel og miklu bet-
ur en lílclegt mætti þykja, þeg-
ar þess er gætt, hversu þungt
er yfir honum frá upphafi til
enda. — En hér hafa, svo sem
kumiugt er, gamansamir leikar
gengið einna best hin síðari ár-
in. — Munu þess eigi allfá
dæmi, að 'fólk hafi farið oftar
en einu sinni og tvisvar lil að
sjá „Dansinn“. — Fer nú að
verða liver síðastur að sjá hann
og leikurinn er svo fyrirferðar-
mikill og örðugur viðfangs að
ýmsu leyti, að ekki eru mikil lik-
indi til, að hann verði telcinn
upp aftur í bráð, er hælt verður
að sýna hann nú.