Vísir - 30.01.1926, Blaðsíða 3
V 1 S IR
Reynið nýju
lom Di og Ioioéii sioann.
í heildsöln hjá:
TóbaksversL Islands. h f.
•Gulifoss
fer héSan í kveld til Hafnar-
fjaröar og þaðan til útlanda á
morgun. Meöal farþega ver'ða:
Sigfús Blöndahl konsúll, Sighvat-
ur Blöndahl kaupmaöur, Ólafur
Johnson konsúll, Oddur Her-
mannsson skrifstofustj., Ingimar
Brynjólfsson, Gunnar Kvaran,
Eiríkur Leifsson og frú, Siguröur
'Birkis, Sig. Stefánsson stúdent,
Guörún Thomsen, Hjalti Jónsson,
capt. Wind.
Sjómannastofan.
Guðsþ jónusta á morgun kl. 6.
Sira Bjarni Jónsson talar.
St. Framtíðin nr. 173
kýs embættismenn og gerir aör-
ar áríöandi ráöstafanir á fundin-
um á mánudagskveldi'ð kemur.
Skorar á meölimi sína aö mæta.
25 ára starfsafmæli
átti Berklavarnafélagið danska
{Nationalforeningen til Tuberku-
iosens Bekæmpelse) 16. þ. m.
Skrautlegt minningarrit (með
myndum), eftir Chr. Jensen, var
gefiö út um starfsemi félagsins og
liefir Vísi veriö sent það til um-
sagnar. Var svo til ætlast, aö þaö
yrði komið hingað fyrir afmælis-
jdaginn, en kom ekki fyrr en í
mánaðarlok. —■ Fáar þjóðir munu
bafa gert meira en Danir til þess
að útrýma berklaveiki og hafa all-
ir helstu menn þeirra verið að
verki'í félagi þessu. Ritið er hið
íróðlegasta og mjög til þess vand-
:að á allan hát't.
Skipafregnir.
Goðafoss er á Hvammstanga í
•dag.
Lagarfoss er í Leith.
Villemoes fór héðan kl. 12 í dag
til Englands. Sækir steinolíufarm.
Sado fór frá Djúpavogi i gær
á leið hingað.
ísland kom kl. 1 í nótt til Vest-
mannaeyja og er væntanlegt hing-
að seint í kveld.
Hjúskapur.
í dag verða gefin saman í hjóna-
,band ungfrú Alma Andersen og
Eiríkur Leifsson kaupmaður. Síra
Jóhann Þorkelsson gefur þau sam-
au. Þau fara héðan á Gullfossi
tii útlanda.
Varðskipið Fylla
kom hingað kl. 4 1 morgun frá
Daumörku.
Maí
kom af veiðum í gærkveldi og
fór áleiðis til Englands í- nótt.
Hansk-Islandsk Kirkesag
(desemberblaðið) flytur grein
úm heimilisháttu á íslensku prests-
setri, eftir íslenska prestskonu,
skemtilega og sannorða lýsingu,
með mynd af Oddastað. Fremst í
sama blaði er mynd af jólapósti á
íslandi, og er hún eftir Lárus Sig-
urbjörnsson (Gíslasonar).
Skipakaup.
H.f. Sleipnir seldi í gær Glað,
hið nýja skip sitt. Kaupandi er
Ingvar kaupm. Ólafsson. Skipið
heitir nú Ólafur og fer til veiða
i kveld. Skipstjóri Bergþór Teits-
son.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 2 kr. frá S. J., 2
kr. frá P.
Landpóstar
fara héðan norður og vestur í
fyrramálið.
Gjöf
til Hallgrímskirkju, afh. Vísi:
5 kr. frá N. N.
Bæjaxstjómarkosningar
i Vestmannaeyjum fóru á þá leið
í gær, að kosnir voru af borgara-
lista Jóhann Jósefsson, alþm. og
Sigfús Scheving, en af alþýðulista
ísleifur Högnason, kaupfélags-
stjóri. — Atkvæðamagn listanna
var 591 gegn 360 atkv.
N. F.
Siðasti laugardagur mánaðarins,
kl. 8.
Gengi erl. myntar.
Sterlingspund........kr. 22.15
100 kr. danskar .... — 112.78
100 —-• sænskar .... — 122.14
100 — norskar .... —• 92.76
Dollar ................ — 4.56%
100 frankar franskir —- 17.42
100 — belgiskir — 20.92
100 — svissn. . — 88.15
100 lírur.............. — 18.61
100 pesetar.............— 64.68
100 g>rllini ...........— 183.44
100 mörk þýsk (gull) ,— 108.61
ávarp.
Islenskar konur ætla að reisa
hús á Arnarhólstúni. Alþingi hefir
gefið lóð til þess. Hlutafélag' hefir
verið stofnað í þessum tilgangi 15.
des. sjðastl., og heitir félagið
„Hlutaíélagið Kvennaheimilið". í
samþyktum félagsins, 3. gr., er
komist svo að orði: Tilgangur fé-
lagsins er að koma upp, samkomu-
húsi i Reykjavik handa islenskum
konum, þar sem þær geti dvalið
um lengri eða skemri tima. — For-
göngukonur þessa fyrirtækis voru
nefnd, kosin af Bandalagi kvenna,
og hefir verið leitað aðstoðar allra
kvenfélaga bæjarins 0 g fjölda
málsmetandi kvenna víðsvegar um
land alt. Undirtektir hafa verið
góðar, þar sem til hefir frést, enda
er hér um nauðsynjamál að ræða.
Húsi því, er hér er til stofnað,
er ætlað að vera einskonar mið-
stöð fyrir félagsstarfsemi íslenskra
kvenna á sem flestum sviðum. Það
á að vera fyrir fundi þeirra og
samkvæmi. Það á að vera athvarf
konum hvaðanæva af landinu, er
hingað koma ókunnar og þurfa
aðstoðar og leiðbeiningar við til
að koma sér fyrir og geta veitt
þeim gistingu um lengrieðaskemri
tíma. Þar á Lestrarfélag kvenna
Reykjavíkur að vera og léttur að-
gangur að góðum bókum og blöð-
um i vistlegum lestrarsal, Þar eiga'
þær konur, sem fáa þekkja, að
eiga vísan góðan félagsskap í tóm-
stundum sinum. —
Samfara rekstri þessa heimilis
verður hússtjórnarkensla og þá
jafnframt mat- og kaffisala. Þarna
ætti og að vera aðalstöð fyrir
verslun með íslenskan heimilis-
iðnað og kaup á efni og áhöldum
til hans. — En fyrst og fremst á
húsið a'ð vera fögur umgerð um
líf og starf kvenna utan heimil-
anna. Húsið á að vera komið upp
1930. Þar eiga íslenskar konur að
hittast á 1000 ára hátíð Alþingis.
Leyfir hráðabirgðastjórn hluta-
félagsins sér hér með að skora á
alla, er skilja nauðsyn þessa fyrir-
tækis, karla jafnt sem konur, aö
styðja það með þvi að kaupa
hlutabréf félagsins. Sjá hlutaútboð
félagsstjórnarinnar á öörum stað
í blaðinu.
Bríet Bjamhéðinsdóttir. Guðrún
Pétursdóttir. Inga L. Lárusdóttir.
Laufej- Vilhjálmsdóttir. Stein-
unn Hj. Bjamason.
Trolle & Rothe hf. Rvík,
v
Elata vátryggingarskrifstofa landsins.
Stofnuð 1910.
Annast vátryggingar gegn Sjó og brunatjóni með bestu
fáanlegu kjörum hjá ábyggilegum fyrsía tlokks vá-
tryggingarfélögum.
Margar miljónir króna greíddar inníendum vátryggj-
endum í skaðabætur
Látið því að eins okkur annast allar yðar vátrygging-
ar, þá er yður áreiðanlega borgið.
,Helm Royal1 átsúkknlaði.
—o---
Meö stofnsamningi dags. 15.
desember 1923 hafa eftirtaldar
konur og féíög ákveðið að stofna
hlutafélag í þeim tilgangi að koma
upp samkomuhúsi í Reykjavík
handa íslenskum konum:
Bandalag kvenna, Lestrarfélag
kvenna Reykjavíkur, Thorvald-
sensfélagið, Anna Guðmundsdótt-
ir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Cam-
illa Bjarnarson, Elin Briem Jóns-
son, Eufemía Waage, Gróa Ander-
sen, Guðrún Bjarnadóttir, Guörún
Eyjólfsdóttir, Guðrún Pétursdótt-
ir, Halldóra Bjarnadóttir, Hólm-
fríður Þorláksdóttir, Inga L. Lár-
usdóttir, Ingibjörg ísaksdóttir,
Kristín Símonarson, Laufey Vil-
hjálmsdóttir, Lovísa ísleifsdóttir,
Margrét Th. Rasmus, Ragnhildur
Pétursdóttir, Sigríður Pétursdótt-
ir, Steinunn Hj. Bjarnason, Theó-
dóra Thoroddsen, Vigdís Árna-
dóttir og Þuríður Lange.
Samkvæmt nefndum samningi
skal nafn félagsins vera „Hlutafé-
lagið Kvennaheimilið". Upphæð
hlutafjár er fyrst um sinn ákve'ð-
in kr. 10.000.00, og stjórn félags-
ins er heimilt að hækka hlutaféð
upp í kr. 100.000.00,og mun stjórn-
in nota þá heimild eftir því sem
fé safnast. Stærð hluta skal vera
25, 50, 100 og 500 kr. Stofnendur
hafa skrifað sig fyrir hlutum að
upphæð kr. 4.325.00. Afgangurinn
er ætlast til að fáist með almennu
útboði. Hluthafar skulu sæta inn-
lausn hluta sinna, ef félagsfundur
samþykkir að leysa inn hlutina.
Til sölu á hlutabréfum þarf sam-
þykki félagsstjórnar, sem hefir
forkaupsrétt að hlutabréfum f. h.
félagsins. Hlutabréf skulu nafn-
skráð. Stjórn félagsins skipa und-
irritaðar konur. Endurskoðendur
hafa verið kosnir frú Eufemía
Waage og frú Rósa Þórarinsdótt-
ir. Varastjórn; Frú Margrét Th.
Rasmus og frú Ragnhildur Pét-
ursdóttir.
Samkvæmt ofanrituðu og m,eð
tilvísun til stofnsamningsins og
samþykta fyrir félagið, er mun
verða til sýnis hjá hr. Eggert P.
Briem, á skrifstofu Eimskipafé-
lags íslands, leyfir stjórnin sér
hér með f. h. stofnenda félagsins,
að gefa almenningi kost á, að
skrifa sig fyrir hlutum í þvi. Tek-
ið verður á móti hlutafjárloforð-
um af stjórn félagsins og á eftir-
töldum stöðum, til 25. júlí 1926:
Bókaverslun Arinbjarnar Svein-
bjarnarsonar, Laugaveg4i, Hann-
yrðaversluninni á Laugavegi 23,
hjá frú Hólmfríði Þorláksdóttur,
Bergstaðastr. 3, Lesstofu kvenna,
Þingholtsstr. 28, Mjólkurbúðinni
á Vesturgötu 12 (Lovísa Ólafs-
dóttir), Sápuversluninni, Austur-
stræti 17, Smjörhúsinu Irma,
Hafnarstræti 22, Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4.
Gjalddagi lofaðs hlutafjár er í
síðasta lagi 25. júlí 1926.
Árangur af hlutafjársöfnuninni
verður birtur í „19. júni“, „Tim-
anum“, „Verði“ og dagblöðum
Reykjavíkur.
Reykjavík 25. janúar 1926.
Bríet Bjamhéðinsdóttir, form.,
Þingholtsstræti 18.
Guðrún Pétursdóttir, gjaldkeri,
Skólavörðustíg 11 A. Box 686.
Inga L. Lárusdóttir,
Sólvöllum. Sími 1095. Box 41.
Laufey Vilhjálmsdóttir,
Klapparstig 44.
Steinunn Hj. Bjamason, ritari,
Aðalsræti 7.
111 yopn.
--X—
Hr. Ólafur Friðriksson bæjar-
fulltrúi hefir undanfarin missiri
sýnt óvenjulegan áhuga um fugla-
og refarækt hér i bænum, og hafa
ýmsir bæjaxmienn — ef til vill
einkurn börn — átt margar
skemti- og fróðleiksstundir við at-
hugun á dýrum þessum, mönnum
hefir þar komið bending til hinn-
ar frjálsu náttúru. Og enda þótt
mjög hafi orkað tvímælis um það,
að hverju leyti unt mundi að temja
dýr þessi þann veg að þau biðu
eigi tjón á eðli sínu, mátti öllum
vera það ljóst, að hér var einung-
is um tilraun að ræða.
En það er síður en svo, að hr.
Ó. Fr. hafi fengið að vei'a í friði
með tilraunir sínar. Blaðaskamm-
irnar hafa dunið á honum jafnt og
þétt fyrir þetta „arðvænlega fyrir-
tæki“ — og hvað eftir aniiað hafa
verið rofnar girðingarnar um-
hverfis dýrin og þeim hleypt út í
veður og vind. Grunur leikur og
á því, að sumir „gjöfulir vegfai’
endur“ hafi skotið að fuglunum
þeim fæðutegundum, er þeim
voi'u síst til þrifa, og þann veg
flýtt fyrir hnignun þeirra.
1 vor hóf Ólafur refaeldi hér
austanvert í melahallanum; þetta
var á afskektum stað og gátu nú
bæjarbúar með engum rökum
kvartað undan hvimleiðum þef af
þessu fyrirtæki.
Þania blasti við augum vegfar-
enda einhver skemtilegasta 0g ein-
kennilegasta grein islensks dýra-
lífs, og hefði mátt svo virðast sem
flestum hefði átt að vera þetta
baga laust. — Nei, óekkí! Núna
í bæjarstjónxarkosningahríðinni
liafa einhvei-jir „framtakssamir
Bowtrees Toffee
er best og ljúfengast. JFæst í
öllum búðum á 5 aura stykk-
ið. Safnið umbúða miðunum.
Þeir verða keyptir í
Landstj örnunni.
K. F. U. M.
Ylfingar
þeir, sem ætla að selja Skáta-
blaðið eru beðnir að koma kl.
10 f. li. á morgun í Miklagarð.
Nýkomið:
Viktorínbannir
ódýrt.
V0N og Brekknstíg 1.
menn“ ekki getað séð „atvinnu“
Ó. Fr. í friði, heldur rofið girð-
inguna og hleypt refunum út.
Það mun vera rétt, sem stend-
ur í „Morgunblaðinu“ 26. þ. m.,
að „venjan er það, að sleppi ref-
ir, sem aldir hafa verið upp með
mönnum, þá verða þeir hinir
skæðustu dýrbitir.“ En hverjum
er slíkt að kenna, mundi það eigi
þeim að kenna, sem rjúfa tvöfald-
ar girðingar og hleypa refunum
út?
Sá er þetta rjtar, er ekki fylgis-
maður Ólafs Friðrikssonar i þjóð-
málum, en hann er heldur ekki
meiri andstæðingur hans en það,
að hann getur ómögulega séð að
þessar refaeldistilraunir Ó. Fr.
komi lands eSa bæjarmálum nokk-
uS við, og honum hefði þótt, og
lxtur svo á, að flestum mundi þótt
hafa ósvífið, ef einhverjir A-lista-
menn hefðu brotist inn í vöru-
geymslu B-listamanns til ráns eða
þjófnaðar,enda þótt sá hefði ómót-
mælanlega verið jafnsekur um þá
ósvinnu að bjóða sig fram til bæj-
arstjórnar eins og Ó. Fr.
Jak. Thor.