Vísir - 06.02.1926, Síða 3
« iLih
WWMWI—I
Það sem eftir er af
Vetrarkápuefni
verður selt með
miklum afslætti
I
Egill Jacobsen.
„Iil vopn'
Skallagrímur
kom af veiðum í gærkveldi; fór
til Englands í nótt.
Slökkviliðið gábbað.
Um kl. 2 í nótt var slökkviliöið
kallað inn á Laugaveg 76; hafði
brunaboði verið brotinn þar, en
• eldur var enginn, og vita menn
ekki, hver valdur er að þessum
hrekk.
Hljómsveit Reykjavíkur
leikur í Nýja Bíó á morgun kl.
4, eins og auglýst hefir verið áður.
Aðalæfingin var i gærkveldi. Var
fult hús áheyrenda, og þótti mikið
til hljómleikanna koma.
Leikhúsið.
Dansinn í Hruna verður leikinn
annað kveld. Niðursett verð.
Xausn frá embætti
hefir Stefán læknir Gíslason í
Vík fengið frá 1. þ. m.
Aðalfundur
Dýraverndunarfélags íslands var
haldinn í gærkveldi. Stjórn félags-
ins var endurkosin: Jón Þórarins-
son (form.), síra Ólafur fríkirkju-
prestur Ólafsson (varaform.),
Hjörtur Hansson (ritari), Leifur
Þorleifsson (gjaldkeri), Samúel
Ólafsson og Emil Rokstad. Vara-
menn: Þorleifur Gunnarsson og
frú Ingunn Einarsdóttir.
Mótorbátur Gissur hvíti,
frá Isafirði, kom af veiðum í
nótt með liðug 80 skp. Hefir hann
þá á tæpum mánuði veitt 240 skpd.
af fiski, og mun það mesti afli,
sem línubátur hefir fengið hér við
1and á svo skömmum tíma.
Sado
fór héðan í gærkveldi vestur og
'norður um land til útlanda.
Fylla
kom úr eftirlitsferð í morgun.
Enskur botnvörpungur
,kom í morgun með veikan
mann; einnig þýskur með veikan
-mann.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 2 kr. frá Þ. J., xo
kr. frá E., 10 kr. frá S.
Til fólksins á Sviðningi,
.afh. Vísi, 10 kr. frá P.
Cengi erl. myntar.
Sterlingspund ..
100 kr. danskar
100 — sænskar
100 — norskar
Dollar ..........
100 frankar franskir
100 — belgiskir
100 —. svissn. .
100 lírur.............
100 pesetar...........
100 gyllini...........
100 mörlc þýsk (gull)
kr.
22.15
112.44
122.11
92.82
4.56%
17.32
20.80
87.98
18.55
64.65
183.16
108.56
í 25. tbl. Vísis 30. f. m., ritar
Jakob skáld Thorarensen grein,
með fyrirsögninni „111 vopn“, og
er um dýrahald Ólafs- Friðriks-
sonar, og svo ]>að að nokkrum ref-
um Ólafs hafi verið hleypt út úr
girðingunni, rétt fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar. — Grein þessi er
öll furðulega fávísleg, og svo ill-
gjarnleg, að úr hófi ekur. Skáldið
dróttar því, sem sé ótvírætt að
Borgaraflokknum, að af hans völd-
um hafi refunum verið sleppt út.
— Nú vil eg spyrja skáldið : Hvert
gagn mátti Borgaraflokkurinn af
því hafa, að refunum var sleppt?
kghygg, að skáldið hljóti að svara
þessari spurning hiklaust með orð-
inu ekkert, og þá er rétt svarað.
— En hitt er víst, að hann mátti
hafa ógagn af því á þann hátt, að
einhverir gikkir yrði nógu vitlaus-
ir til þess að kenna einhverjum úr
flokknum um þetta, og nota það
til að sverta hann með, eins og
komið er á daginn. — Alþýðubl.
í gær prentar upp töluvert úr grein
skáldsins, en í annari grein segir
það frá, að þeirn refurn Ölafs, sem
eftir voru, hafi verið slept út á
þriðjudagsnóttina, og dróttar þvi
ótvírætt að burgeisum. — Það
mun vera að berja höfðinu við
steininn, að reyna að fá rithöfunda
sem skáldið og ritstjórn Alþbl. til
þess að hugsa rökrétt. En vor-
kunnarlaust ætti þeim að vera, að
siá hvað það er bæði heimskulegt
og fúlmannlegt, að ætla það öðr-
um mönnum að þeir vinni spell-
virki, sem þeir ætti engan hag af
að hafa, en mikinn ótila. Nær rök-
réttri hugsun væri að drótta þess-
uin spellvirkjum að einhverjum
Alþýðuflokksmönnum, sem ynni
þau með þeirriætlan.að mótflokks-
mönnum þeirra yrði um kent, svo
sem orðið er. — Þó dettur mér
ekki í hug, að geta þessa til.
Eg er viss þess, að þessi spellvirki
stafa af alt öðrum ástæðum en
pólitískum, og miklu eðlilegri. —
En áður en eg geri grein fyrir
þeim, ætla eg að segja frá við-
burð, sem gerðist hér í bænum ný-
lega.
í vesturbænum býr í húsi sínu
ekkja, sem er eindregin Borgara-
flokkskona. Hjá henni eru tvær
stúlkur fullorðnar, er fylla sama
flokk. — Rétt fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar um daginn, var skot-
5ð tveim skotum inn um stofu-
glugga á húsi ekkjunnar. Eftir
hinunx göfugmannlega hugsunar-
hætti skáldsins og ritstjórans, ætti
Borgaraflokkurinn að kenna Al-
þýðumönnum þetta tilræði, og það
væri að því leyti rökrétt, að ef
ein eða tvær þeirra kvenna, sem
þarna bjuggu, hefði beðið bana
eða lemstrast, svo að þær hefði
ekki mátt sækja kjörfund, þá var
Borgaraflokkurinn sviftur einut at-
kvæði eða tveim. Þó er það víst,
að engum Borgaraflokksmanni
dettur í hug að Alþýðuflokkurinn
eða rnenn úr honum eigi sök á
þessu. Þetta mál er mjög einfalt
og hggur beint við. — Spellvirkj-
um þeim, senx hér hafa nefnd ver-
ið, og óteljandi mörgum öðrum,
valda óknytta-strákar, sem vaða
uppi um allan bæinn í fullum
friði hinnar bráðónýtu lögreglu. —
Og þessum verkum munu strák-
arnir halda áfram og auka drjúg-
Aeimskipafjeiag
'f Í5LANDS
REYKJAVÍK
„LAGARFOSS“
fer lxéðan 10. febrúar til Aber-
deen, Grimsby og Hull.
Fljót ferð og ódýrast flutn-
ingsgjald fyrir saltfisk til um-
hleðslu í Hull til Miðjarðarhafs-
landanna, þar sem skip fer strax
suðureftir i lxvert skifti eftir
komu „Lagai’foss“.
„GULLFOSS“
fer frá Kaupm.höfn 12. febr. og
frá Leitb 16. febr.
Lúguhlerar af litlum mótorbát,
sem sökk á höfninni, hafa tapast.
Þeir, sem kunna að hafa fundið,
geri aðvart í síma 1226, gegn fund-
arlaunum. (io5
Trk að mér
andlitsböð og nudd,
Lindís EiriksdóUir,
Bergslaðastrati 14. Smi 1151.
urn, meðan þeir njóta friðarins. Og
þeir munu ekki fara eftir stjórn-
málum. — Þeir munu hér eftir,
sem hingað til, gera jafnhátt undir
höfði alsýknum ekkjum úr Borg-
araflokknum, og Alþýðuflokks-
mönnum, sem ekki hafa annað til
saka unnið en að vera „æslnga-
skrifli skrílsins hér“, eins og eitt
góðskáld vort hefir nefnt Ólaf
Friðriksson. Eg hefi gert þá grein
íyrir þessu máli, sem ein er eðli-
leg, og vænti eg að allir heilvita
rnenn verði mér sammála. —
í grein skáldsins er önnur að-
dróttun svo ósæmileg, að henni
er ekki svarandi, ennfremur ein
slórvitleysa, og nokkrar smærri,
sem eg nenni ekki að eltast við
að þessu sinni.
Ámi Ámason,
frá Höfðahólum.
By g ging arlóðir
eru áreiðanlega bestar og ódýTastar á
Sólvöllum
Lóðir rnóti sólu, að stærð 400—440 fermetrar, kosta kr.
4.500, og smærri lóðir, 288 ferm. kosta kr. 3000. — 1 þessu verði
er innifalið götugjald til bæjarsjóðs, sem er 2 krónur pr. fer-
meter í lóðunum. — Hagkvæmir borgunarskilmálar.
Um kaup ber að semja við:
A. J. Johnson,
bankagjaldkera.
Hvannalindum á Sólvöllum. Sími 611.
Styðjið innlendan iðnað
og verslið við íslenska
kunnáttumenn!
Verslunin
Áfram
(húsgagnaverslun og vinnustofa),
Frá Canada.
—x—
Mr. Mackeuzie King, stjórnar-
íormaður í Canada, sagði ekki af
sér í haust eftir allsherjarkosning-
arnar, þó að flokkur hans væri fá-
mennari en íhaldsflokkurinn.
Ilann ákvað að bíða þess að þing
kæmi sarnan í janúarmánuði og
vildi láta þingflokkana sjálfa
ákveða, hvor flokkurinn færi með
völd. Þegar á þing kom, bar for-
maður íhaldsflokksins, Mr. Meig-
hen, frarn vantraustsyfirlýsingu á
hendur stjórniniii, og eftir mjög
langa deilu fóru svo leikar, að
vantraustsyfirlýsingin var feld
með þriggja atkvæða mun. Þing-
menn frjálslynda flokksins eru
101, en íhaldsflokksins 116, en
þingmenn bændaflokksins (sem
eru 22) giæiddu flestir atkvæði
gegn vantraustinu og hafa lieitið
frjálslyndu stjórninni fylgi sínu
fyrst um sinn. — Verður Mr.
King stjórnarformaður eins og áð-
ur, þó að hann næði ekki kosningu
i haust. Margir flokksbræður hans
hafa boðið að leggja niður þing-
mensku til þess að hann nái þing-
sæti, og mún hann nú hafa náð
kosningu.
LAUGAVEG 18
hefir nýlega fengið fjöbreytt úrval af: Fellitjöldum (rúllugar-
dinum), mörgum litum, glugga- og dyratjaldastöngum, ásamt
bringjum og húnum, barnavöggum, rúmstæðum, eins og
tveggja manna, matborðum og stólum, margar teg.
Af sérstökum ástæðum eru tveir „buffet“-skápar til sölu,
mcð tækifærisverði.
Brúðukerrurnar eru nýkomnar aftur. Hinir þjóðfrægu
bólstruðu legubekkir eru ávalt fyrirliggjandi. Saumaborð 65 kr.
stk. Súlur og húsgögn í svefnherbergi og borðstofur. Komið
meðan nógu er úr að velja. — Ekki missir sá sem fyrstur fær.
Munið HÚSGAGNAVERSLUNIN ÁFRAM, Laugaveg 18,
sem býr einnig til allar tegundir af bólstruðum húsgögnum.
Trolle & Rothe hf. Rvík,
Elsta vátryggingarskrífstofa landsins.
Stofnuð 1910.
Annast vátryggingar gegn Sjó og brunatjóni með bestu
fáanlegu kjörum hjá ábyggilegum fyrgta tlokks vá-
tryggingarfélögum,
Margar miljónir króna greiddar innlendum vátryggj-
endum í skaðabætuT,
Látið því aö eins okkur annast allar yðar vátrygging-
ar, þá er yður áreiðanlega borgið.
i *r, ii ík ‘ 5 . %'.V;I
-H'U.v’. -4 S&fi
íjMgiIg
é JkL
“ jA* 't'r í'i 'VT 5} i V1 ý i *K'
" " Il' rt&i '
FAKSIMILE
PAKKL
SLOAN’S
er langútbreiddasta
„LINIMENT"
í heimi, og þúsundir
manna reiða sig á það.
Hitar strax og linar verki.
Er borið á án núnings.
Selt í öllum lyfjabúðum.
Nákvæmar notkunarregl-
ur fylgja hverri flösku.
■*i
Tísis-kaffið gerir alla glaða