Vísir - 11.03.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1926, Blaðsíða 2
VlSIR Böfnm fyrirllggjandi: GSeuora, Gream of Manitoba, Canadian Maid. Best Baker. Þessar hveititegundír mæla best með sér sjálfar. Notið Jouventine sem gefur hárinu sinn eðlilega lit, og eyðir gráum hárum. Hið heimsfræga Franska hárvatn Petrole-Hahn, sem eyðir flösu og eykur hárvöxt. — Gullhár- vatnið „Oreine“ gerir iiárið glór bjart, að ógleymdum hárlitnum „Aureol“ o. m. l'l. Versl Goðafoss, Sími 436. Laug-aveg 5. Símskeytí —x — Khöfn to. mars. FB. Þjóðabandalagið. SímaS er frá Genf, a'ð sérstakur fulltrúafundur Þjóðabandalagsins hafi verið settur í fyrradag. Ákaf- legur spenningur út af kröfunum um fast sæti í ráðinu. Kvisast hef- ir, að sumar jijóðir hafi í hótun- um að segja sig úr Þjóöabanda- laginu, verði kröfum um fast sæti í ráðinu ekki sint. Afvopnunarfundi frestað. Símað er frá Genf, aö umsímuð- um afvopnunarfundi hafi verið frestað þangað til í maí. Flugslys. Símaö er frá Stokkhólmi, að farþegi liafi dottið úr flugvél í 350 métra hæð, og lamdist í hon- um hvert bein. Khöfn 11. mars. FB. Skorað á Briand að taka við st j órnarf ormensku. Símað er frá París, að allflestir hafi lagt að ríkisforsetanunt aö leggja hart að Briand a'ð mynda ráðuneyti á ný. Lofaði hann loks að g-era tilraun til stjórnarmynd- unar. Caillaux verður liklega fjár- málaráðherra. Shakespeare-leikhúsið endurreist. Símað er frá London, að sam- þykt hafi verið að endurreisa Shakespeare-leikhús það, sem ný- lega bránn. Vígbúnaður ítala. Símað er frá Rómaborg, að þeg- ar lagt var fram frumvarp uin umbætur á hernum, hafi Mussolini sagt, að tímarnir væru ótryggir og best að vera viðbúinn. Utan af landi. ísafirði 10. mars. FB. Húsbruni. Eldur kom upp í morgun kl. 10 i húsinu nr. 12 við Aðalstræti. Brann húsið að nokkru; fólk bjargaðist og innanhússmunir, að mestu, þó töluvert skemdir. 1 hús- inu var skipaafgreiðsla og fimm fjölskyldur, sem nú eru húsnæðis- lausar. Eldurinn kviknaði frá olíuvél, en var slökttir eftir hálfa klukkustund. V. Akureyri 10. mars. FB. Kappskák. Samtímisskák Stefáns Ólafsson- ar fór fram á sunnudaginn. Úr- skurður í gær. Var hann á þá leið, að hann hefði 15 vinninga, tapað 4 skákum og 6 orðiö jafntefli. — Næstkomandi sunnudag teffir Ari Guðmundsson einnig samtímis- skák við 25 menn. Frá Alþingi í gær. —o— Efri deild. Þar var lokið umræöum um Frv. til laga um löggilding verslunar- staðar við Jarðfallsvík í Málmey. Við 2. umræðu var löggilding á Melstað í Selárdal bætt inn i frv., eíns og áðúr hefir verið skýrt frá í Visi, og við þessa siöustu (3.) uníræðu í Ed., var enn hætt við Leirhöfn á Melrakkasléttu. Vav frv., svo breytt, samþykt og end- ursent til neðri deildar og heitir nú Frv. um löggilding verslunar- staða. I öðru lagi fór fram 1. umr. um Frv. til laga um gróðaskatt. Flm. Jónas jónsson. Á síðasta þingi bar Jónas Jónsson fram frv. um liygg- inga- og landnámssjóð, en frv. sofnaði þá í nefnd og varð eigi út- rætt. Nú ber hann frv. fram aft- ur, en í breyttri mynd, og eru nú írv. tvö. Er annað frv. um hygg- inga og landnámssjóðinn, fyrir- komulag hans og starfshætti, og veröur þess síðar getið, en hitt, sem var til. umræðu i gær, kveður á um hvernig sjóðnum skuli aflað tekna. Samkv. frv. eiga allir þeir, som lögum samkvæmt eiga að greiða tekju- og eignaskatt til rík- issjóðs, einnig að greiða sérstakan gróðaskatt, ef skattskyldar tekjur þeirra fara fram úr 15 þús. kr. á ári, eða meira. Gróðaskatturinn skal vera 25 af þúsundi af 15 þús. kr. tekjum, og fer hækkandi um 25%» fyrir hver 10 þús. kr. tekna, upp í 20o‘/(, af 80 þús. kr. tekjum. (iróðaskatturinn er viðbót viö hinn almenna tekju- og eignaskatt. Aú eignum 50 þús. kr. skuldlausum skal greiða 15/h. Skatturinn inn- heimtist af innheimtumönnum rík- issjóös, sem svo skulu endurgreiða hann til Landsbanka íslands, en að öðru leyti er Búnaðarfélagi ís- lands falið að ráðstafa skattinum samkv. því sem segir í frv. til laga um bygginga- og landnámssjóð. Umræður urðu nokkrar milli flutningsmanns og fjármálaráð- herra, sem andmælti frv., en að þeim loknum var frv. samþ. til 2. umræðu að viðhöfðu nafnakalli með 11 gegn 2 atkv. og visað til fjárhagsnefndar. Neðri deild. Þar voru fyrst þrjú frv. samþ. til 3. umr.: Frv. um breyting á lögum 9. júlí 1909 um almennan ellistyrk, Frv. um breyting á lög- um 3. nóv. 1915 um kosningar til Alþingis og Frv. um breyting á lögum 3. nóv. 1915 um atvinnu við vélgæslu á gufuskipum; öll um- ræðulítið. Næsta mál var Frv. til laga um tilbúinn áburð. Flutningsmaður Tryggvi Þórhallsson. Á síðasta þingi bar Tryggvi fram frv. um sama efni; það varð eigi útrætt þá. dagaði uppi í nefnd. Nú er frv. borið frarn aftur, en lireytt í sum- um atriðum. Aðalefni frv. er að fela Búnaðarfélagi íslands alla verslun með tilbúinn áburð á tímabilinu frá 1927—1930, að báð- um árum meðtöldum, en ríkissjóð- ur leggi versluninni rekstrarfé og ókeypis flutning á vörunni með skipum ríkissjóðs, frá útlöndum til hafna hér á landi og milli þeirra. Verði flutningi varanna eigi komið við með skipum ríkis- sjóðs heimilast stjórninni að semja við Eimskipafélag íslands, en kostnaðinn greiðir ríkissjóöur. Var frv. samþykt til 2. umræðu og vís- að til landbúnaðarnéfndar. Síðasta njál á dagskrá var Frv. Á síðast liðnu ári seldust fleiri Cbevrolet vörubifreiðar hér á landi en nokkru sinni áður liafa verið seldar af nokkurri ann- ari bifreiðategund á einu ári. J?etta er meðal annars ein sönnun fyrir ágæti bifreiðanna. Margar mikilsverðar endurbætur liafa verið gerðar á Chev- rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem: 1. Öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit- um, og lægri að aftan svo liægra sé að lilaða bifreiðina. 2. Heilfjaðrir að framan og aftan. 3. Sterkari framöxull. 4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif- reiðina miklu auðveldari í snúningum. 5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að taka þurfi af henni hlassið. 6. Allir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slíta öxlunum. 7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum. 8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að liægt er að slíta gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má slitna afturhringi á framhjól til stórsparnaðar. Chevrolet bifreiðin ber 1% tonn, og með það blass fer hún flestar brelckur með fullum liraða (á 3. gíri). Chevrolet bifreiðin er með dislckúplingu, hinni heimsfrægu Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk. Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn líka að vél- arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður á Chevrolet er liverfandi litill samanborið við aðrar bifreiðiv. Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða liöfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn. Einkasalar fyrir ísland: Jóh. Ólalsson & Co. Reykjavik. til laga um Mentaskóla Noröur- og Austurlands á Akureyri. Flm. lieruharö Stefánsson. Vill flutn- ingsmaöur bæta lærdómsdeild viö gagnfræðaskólann á Akureyri og' hafi skólinn rétt til aö útskrifa stúdenta til Háskóla íslands. Var frv. eftir all-langar umr. samþ. til 2. umræöu og vísaö til mentamála- nefndar. „Vegna óreglu“ 1. Eg hefi veriö aö blaöa í síöustu prentaöri skýrslu um fátækra- framfæri í Reykjavík. — Skýrsla jiessi er einkar-greinilega samin, veitir margskonar upplýsingar, sem betra er aö hafa en missa, og viröist sjálfsagt. að haldiö veröi áfram að gefa út slíka skýrslu ár- lega. Ómagaframfærið er aö veröa býsna stór gjaldliður í reikningum bæjarins og þung byröi á skatt- þegnununi. Fyrir þvi er ekki nema eölilegt og sjálfsagt, aö borgarar bæjarins, ]>eir sem skattana veröa að greiða, láti sig einhverju skifta, hvernig fé því er variö, sem af þeim er tekið til opinberra þarfa. - Gjald- endurnir eru langfæstir aflögu- færir og margir þeirra taka mjög nærri sér, að inna af höndum þau miklit gjöld, sem af þeim eru heimtuö í ríkissjóð og bæjarsjóð. Dæmi munu vera til þess, og þau ekki all-fá, aö ýmsir gjald- endttr veröi að taka lán og attka þann veg skuldir sinar von úr viti, til þess aö geta staðið í skilum meö þessa hlóöpeninga, opinberu gjöldin. Eitt af því, sem eg veitti athygli i nefndri skýrslu um fátækrafram- færi, og var raunar kunnugt um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.