Vísir - 12.03.1926, Síða 2
\ 1 3 1
Hef«B fyrlrllgefanðf:
af iðgjaldi því, sem ákve'ðið er
fyrir þessar tegundir skipa, en það
sem á vantar fult iðgjald, greiðist
úr ríkissjóði."
Var frv. samþ. til 2. umr. og
vísað til sjávarútvegsnefndar.
ep fýpirmyndar bifrcíð.
Glenora,
Cream of Hanitoba,
Canadian Haid.
Best Baker,
Þessar hveltitegnndlr mæla best með sér sjálfar.
Símskeytí
--X-
Khöfn ir. mars. FB.
Franska stjórnin.
Símáð er frá París, að Briand
hafi tekist ráðuneytismyndunin.
plestallir ráðherrarnir, sem áður
voru í stjórninni, voru teknir í
Jhana aftur. Nýi fjármálaráðherr-
ann heitir Raoul Peret.
Khöfn 12. mars. FB.
Kolamál Breta.
Símað er frá London, að kola-
námanefndin hafi afhent stjóm-
inni nefndarálit og er aðalinnihald
þess, að ráða fastlega frá því, að
námurnar séu þjóðnýttar. Bent er
á það, að núverandi fyrirkomulag
þurfi mikilvægra umbóta, en sami
vinnutími og hingað til og dálítil
launahækkun nauðsynleg.
Utan af landi.
'Akureyri 12. rnars. FB.
Einar Sigfússon, Stokkahlöð-
um, lést hér í sjúkrahúsinu í gáir,
rúmlega sjötugur. (Hann var
bróðir Jóhannesar yfirkennara
Sigfússonar).
Ffó Alþingi
í gær.
Efri deild.
Þar var að eins eitt mál á dag-
skrá, Frv. um heimild fyrir veð-
deild Landshanka íslands til að
gefa út ný bankavaxtabréf, en var
tekið út af dagskrá og umræðunni
(3. umr.) frestað.
Neðri deild.
Þar voru fimm mál á dagskrá.
1. Frv. til laga um skifting
Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvð
kjördæmi (3. umr.), var rætt
nokkra stund, en síðan var málið
tekið út af dagskrá og umræðunni
frestað, samkvæmt tilmælum 2.
þm. Eyf. (Bernh. Stef.), sem hafði
orðið síðbúinn með breytingartil-
lögu við frumvarpið, er hann ósk-
aði eftir að fá að bera fram.
2. mál var Frv. til laga um lög-
gilta endurskoðendur, var eftir
stuttar lunræður samþykt til 3.
umræðu.
3. mál. Frv. til laga um framlag
til kæliskipskaupa, var tekið út af
Nýkomið.
Fjölbreytt úrval af misiitum
fataefnum, eiunig gott úrval
af bláum cbeviotum. Verðiö
hvergi lægra. KomiS og skoSiS
D. Hlllm 5 SíB.
ASalatræti 16.
dagskrá og umræðunni (2. umr.)
frestað.
4. mál. Frv. til laga um kirkju-
gjöld í Prestsbakkasókn í Hrúta-
firði. Flm. Tryggvi Þórhallsson.
Frv. var að aflokinni framsögu
samþ. til 2. umr. og vísað til
mentamálanefndar. Er frv. þetta
borið fram til að bæta úr misrétti,
sem Prestsbakkakirkja hefir orðið
að búa við síðan 1885, er 4 bæir inn-
an Prestsbakkasóknar hafa orðið
að greiða kirkjugjöld til Óspaks-
eyrarkirkju. Þessu er svo varið,
að árið 1885 voru sóknatakmörk-
in milli óspakseyrar- og Prests-
bakkasókna færð til þannig, að 4
bæir, sem áður höfðu verið í
Óspakseyrarsókn, voru sameinað-
ir Prestsbakkakirkjusókn, en af
einhverjum lítt skiljanlegum á-
stæðum var ákveðið að kirkju-
gjöldin frá þessum bæjum skyldu
greiðast til Óspakseyrarkirkju
eftir sem áður. Prestsbakkakirkja
varð þó að innheimta gjöldin og
endurgreiða þau síðan til Óspaks-
eyrarkirkju. — Frv. kveður á um
að framvegis skuli bæir þessir
greiða gjöld til sinnar eigin kirkju
að Prestsbakka, en Óspakseyrar-
kirkju skuli í eitt skifti fyrir öll
greiddur úr ríkissjóði höfuðstóll
í krónutali, sem samsvari með 6%
vöxtum, meðaltali þessara gjalda
undanfarin 5 ár.
5. og síðasta mál á dagskrá var
Frv. til laga tun breyting á lögum
ej. 44, 27. júní 1925, um slysa-
tryggingar. Flm. Jón A. Jónsson.
Frv. þetta fer fram á, að linað
verði að nokkru á þeirri kvöð, sem
slysatryggingarlögin frá síðasta
þingi leggja á herðar útgerðar-
manna, smærri sem stærri, og
annara atvinnurekenda, sem þau
taka til. En efni frv. er aðallega
þetta: .....Þar sem slysatrygð-
ur vinnur fyrir hlut af afla eða
hundraðsgjaldi af tekjum fyrir-
tækisins, greiði hann iðgjaldið að
jöfnu við útgerðarmann eða at-
vinnurekanda.“ Að ákvæðunum
um slysatryggingar á bátum og
vélskipum verði breytt i þá átt, að
..... Útgerðarmenn róðrarbáta
greiði að eins y iðgjald, útgerð-
armenn vélbáta og seglbáta alt að
12 rúmlesta 2y iðgjalds og útgerð-
armenn stærri vélbáta og seglskipa
„A útieið"
Svar.
Hr. E(mil) t(horoddsen) ritar í
„Vísi“ fyrra miðvikudag um leik-
inn „Á útleið“, sem leikfélagið er
að sýna um þessar mundir. Fer
hann lofsorðum um alt, sem leik-
ritinu við kemur, nema þýðinguna.
Ilún finnur ekki náð fyrir augum
hans. En þar eð eg hefi þýtt leik-
ritið, stendur það mér næst að
svara athugasemdum hans. En eg
hefi ekki getað gert það fyrr, af
þvi að eg hafði ekki frumritið og
þýÖinguna við höndina.
Hr. Et. segir, að allmikið flaust-
ursverk sé á þýðingunni á köflum.
Um það er eg sjálfur auðvitað ekki
bær dómari, en hitt þori eg að full-
yrða, að mjög mjkið flaustursverk
ei á umsögn Et. um þýðinguna.
Hanti getur hvorki tilfært rétt á
ensku né íslensku, þegar hann ætl-
ar að sanna mál sitt. Hann tekur
t. d. upp tvær setningar á ensku
og íslensku og gerir það á þessa
leið: „Þér eruð góður, Scrubby.
— Góður með að skilja, meinið
þér“( !), og segir að þetta eigi að
vera þýðing mín á ensku setning-
unum: „Yoti are right, Scrubby.
— Right in the head, you mean.“
En í frumritinu hljóða setningar
þessar þannig: „I am right, aren’t
I, Scrubby? — Right, Sir, in the
head, do you mean?“ og í þýðing-
unni á þessa leið: „Eg er góður,
er ekki svo, Scrubby? — Góður í
höfðinu, herra minn, eigið þér við
það?“ Og eg hygg, að höf. aths.
hefði getað sparað sér háðsmerk-
ið aftan við þessa þýðingu, en
hvaðan hann hefur þetta „góður
með að skilja“ og „meinið þér“,
veit eg ekki. Ef til vill hefir háðs-
merkið átt við dugnað hr. Et. í að
koma með réttar tilvitnanir.
Ennfremur tekur hann upp þessa
setningu: „Einhver ætti að hafa
vísað —“ („Somebody ought to
have —“), sem eg man ekki eftir
og finn ekki í leikritinu, ef það
er ekki aflögun Et. á setningunni
„Somebody ought to ring a bell“
(„einhver ætti að hringja bjöllu").
Et. segir ennfremur, að málið sé
stirt og jafnvel hjákátlegt. En þar
eð hann færir ekki önnur dærni en
þau, sem að ofan eru nefnd, hygg
eg, að eg geti látið mér slík um-
mæli i léttu rúmi liggja.
Loks segir hann, að blæbrig'ðin
í máli persónanna séu allmikil á
frummálinu, en engin í þýðingunni
— ]>ar tali allir eins. En eg hefi
nú ekki getað séð þessi miklu blæ-
brig"ði, sem hann talar um, nema
að því leyti, að frú Midget talar
óvandað mál (slang), og það
reyndi eg eftir mætti að láta hana
tala á íslensku lika, en þar er miklu
minni munur á máli mentaðra
manna og ómentaðra, svo að það
er alt erfiðara en á ensku.
Hvort hr. Et. hefir rangfært
viljandi eða óviljandi, skal eg ekki
um segja. En grein hans minnir
Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubifreiðar hó»
á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri aan-
ari bifreiðategund á einu ári. petta er meðal annars ein sönzmn
fyrir ágæti bifreiðanna.
Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chev-
rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem:
1. Öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit-
um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina.
2. Heilfjaðrir að framan og aftan.
3. Sterkari framöxull.
4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif-
reiðina miklu auðveldari í snúningum.
5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án
þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þese aC
taka þurfi af henni hlassið.
6. AHir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slita öxlunum.
7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum.
8. öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er
að slíta gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má sbtna
afturhringi á framhjól til stórsparnaðar.
Chevrolet bifreiðin ber 1% tonn, og með það hlass fer
hún flestar brekkur með fullum hraða (á 3. gíri).
Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu
Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk.
Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn lika að véJ-
arkrafti, flýti, styrldeika og þægindum. Viðhaldskostnaður á
Chevrolet er hverfandi lítib samanborið við aðrar bifreiðh*.
Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða
höfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn.
Einkasalar fyrir ísland:
Jóh Ölaíssoa & Co.
Reykjvik.
fra 1%” tb 2%”, tilsalgs i större
eber mindre partier. —■ Bilbge
priser.
STAVANGER
SKIBS-OPHUGNINGS CO. A/S,
Stavanger.
Telegr.adr.: „Ophugning“.
SA 2418, Norge.
Fram köllun,
Kopíering,
ábyggilejiusi (»j< ódýruxt
Sportvöruhús Rvk.
I •* mar Bj»rii«MOi ).
'ímar: 105H & 558. Bankasir 11
Slðssti dagnr
á morgun
til að kaupi fallegar ný-
ti«ku kventftsku' 0 fl.
fyrir kálfvlrði.
Leðurvörudeild
mig átakanlega á gamla orötækiS:
„Þóttust menn, en voru ekki; —
en gátu ekki“.
Jakob Jóh. Smári.
marg-ir ánætar
fp iinHir.