Vísir - 19.03.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 19.03.1926, Blaðsíða 2
)) ftemiN] i ölseini Biðjið ekki um hveiti, því að þáð á ekki aaman nema nafnið, biðjið um: Glenora, Cream oí Manitoba eða Canadian Maid pá fáið þér ábyg'gilega, fyrsta flokks vörur fyrir sanngjarnt verð. Símskeyí —o- Khöfn 18. mars. B’B. Frá þinginu í Genf. Símaö er frá Genf, atS þrátt fyr- ir atburðinn skildu fundarmenn með vináttuhug. Talsverður kuldi kom þó fram í garð Brasilíu. Bæði Svíþjóð og Tjekkóslóvakia buð- ust til þess að sleppa tímabundn- um sætum sínum i ráðinu, i þeirn tilgangi, að hin óánægðu ríki gæti fengið þau, svo samkomulag næð- ist um upptökuÞýskalands.Heims- bföðin ræða tæplega um annað en þennan viðburð, og sum telja hann fyrirboða þess, að þjóðabandalag- i'ð leysist upp, en flest ræða málið rólega og gera lítið úr slikum hrakspám. Frá Alþingi í gær. Efri deild. Þar fór fyrst fram ein umræða um Frv. til laga um löggilta end- urskoðendur, og stóð aðeins stutta stund, og var það að umræðunni lokinni samþ. og afgreitt sem lög frá Alþingi. Næst voru þrjú frv. umræðulít- ið samþ. til 3. umræðu. x. Frv. til laga um viðauka við og breyting á lögum 14. nóv. 1917, um áveitu á Flóann. 2. Frv. til laga um veit- ingasölu, gistihúshald o. fl. 3. Frv. til 1. um breytingar á 1. 4. júní 1924, um stýrimannaskólann í Rvík. Þá var ákveðið, að fara skyldi fram síðar ein umræða um Till. til þingsályktunar um niður- lagning vínsölu ríkisins á Siglu- firði. í neðri deild var haldið áfrant 2. umræðu um Frv. til 1. um útsvör, og varð enn eigi lokið. Verður umræðunni hald- ið áfram í dag, þar til yfir lýkur. Önnur mál (4) varð að taka út aftur af dagskrá og fresta umr. um þau. Nolkrar iiiiiissiijir við nefndarálit Þingvallanefnd- arinnar. —x-— Af því að eg er gagnkunnugur Þingvöllum, l>úinn að dvelja þar 16 ár, þá langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við tillögur hinnar háttvirtu Þingvallanefndar. Það er fljótséð, að nefndin hef- ir ekki gjaldþol þjóðarinnar fyr- ii augum með þessum tillögum sinum. Hún vill verja fast að hálfri miljón króna til húsabygg- inga, er sýnast að mestu leyti allsendis óþarfar. Getur nokkur kunnugur maður skilið, að þörf sé á að verja 70 þúsundum króna tii að byggja nýja kirkju á Þing- völlum, þar sem allur söfnuðurinn nú er ekki nema um 90 manns? Hverjir eiga að sækja þá kirkju þegar fram liða stundir? Ekki ætlast nefndin að minsta kosti til þess, að fólkinu fjölgi í bygðar- laginu, þvi að hún leggur til, að aðalbæir sveitarinnar verði lagðir í eyði, eða allir hraunbæirnir i Þingvallasveit. Stingur hún upp á þvi snjallræði til að friða Þing- vallaskóginn ! En hvað segir skóg- fræðingurinn ? Hann segir, að þeim Ixlettum, sem friðaðir hafa verið með girðingum í 10—20 ár, hafi ekki farið vitund betur fram en ógirta svæðinu í hrauninu. Mér dettur ekki í hug að efast um, að hann hafi rétt fyrir sér. Mér þykir það skopleg hag- fræði, ef leggja skal í eyði nokkr- ar búsælustu jarðirnar á Suður- landi af þessunx ástæðum! Mér skilst því, að tillaga nefndarinn- ar ^é til þess gerð undir niðri, að jarðir þessar geti orðið skemti- staður handa Reykvíkingum á sumrum. Það eru ef til vill þeir útileguinenn, sem eiga að fylla stóru kirkjuna nefndarinnar! Nær hæfi væri að verja ein- hverju af þessum mörgu þúsund- um til að styðja að því, að reist yrði myndarleg safnaðarkirkja i Keykjavík sjálfri. Annars er nú- verandi Þingvallakirkja í dágóðu standí, eins og gerist um flestar sveitakirkjur. \ x o I B í þessu sambandi vil eg geta þess, að mér þykir hugmynd Árna Óla næsta þjóðleg og vel fram- kvæmanleg, að tjaldað sé yfir Stekkjargjá, svo að þar gæti menn komið saman, bæði til fundar- halda og messugerðar, ef veður leyfði ekki útivist. En ef menn vilja eitthvað dubba upp núverandi Þingvallakirkju, þá er ekkert móti því að hafa, því að til þess þarf ekki stórfé. En svo eg víki máli mínu aftur aö skógarfriðuninni, þá er það mitt álit, að Þingvallaskógur verði aldrei friðaður nema með ærnum kostnaði og afardýru eftirliti, því aö aldrei verður fyrir það girt, að ekki fleira eða færra af fé sé i skóginum, bæði vor og haust, úr efri hreppum Árnessýslu. Jónas sál. í Hrauntúni, sem var einkar athugull maður.og ól allan sinnald- ur í Þingvallasveit, sagði mér, að eítir það er viðarkolagerðin lagðist niður í Þingvallaskógi, þá hefði skóginum farið stórum fram. Og siðan farið var aö grisja skóginn að fyrirsögn skógfræöings, þá hefir hann þroskast að miklum mun. Þá er annað atriði í tillögum nefndarinnar eigi siður loftkast- alakent, að verja skuli 60 þúsund- um króna til nýrrar bæjarbygg- ingar á Þingvöllum. Nú stendur svo á. að nýbúið er að gera miklar l>ætur á öllum Þingvallabænum, svo að öll bæj- arhúsin þar virðast vera i góðu lagi, eins og þau eru nú. En að því er ágang Öxarár snertir, að húfl flæði heim að bænum, þá stafar eigi meiri hætta af því nú en verið hefir á undanförnum öld- um. Og lítið geri eg úr því að verja fé til að stennna stigu fyrir lienni þegar hún þrífur sprettinn ofan úr Almannagjá á vorin. Bær- inn hefir líka frá upphafi staðið þar, sem hann stendur nú, og breyting á bæjarstæðinu mundi eigi verða til batnaðar. Þá.kem eg að þriðja og stærsta loftkastala nefndarinnar. Hún vill láta landið byggja nýtt gistihús á Þingvöllum fyrir 250 þúsundir króna, og bætir þvi við, að þetta uýja furðuverk eigi að standa fyr- ir austan Þingvallatúnið. Eg get nú fyrst og fremst frætt menn um það, þá er eigi þekkja til, að leiðinlegra og hættulegra gistihússtæði er ekki hægt að finna kringunt Þingvöll en þennan stað. Óðara en komið væri út úr gistihöll þessari, þá væri þar gjá við gjá, allar fullar af grængol- andi vatni. Og vxða ber svo lítið á þessum gjám, að þær sjást ekki, því að mosinn frá báðurn börm- um er sumstaðar samvaxinn yfir þær, en eru þó svo víðar, að full- orðinn maður, og hvað þá börn, gæti fallið í þær. Væri nú þanxa fólk með börn, þá mætti eigi sleppa þeim út fyrir dyr, nema þeirra væri vandlega gætt. Eins og kunnugt er, var Val- höll bygð (árið 1898) fyrir utan sjálfa }>inghelgina. Hún stendur ];ar á einkar heppilegum stað. Hví þá ekki að byggja hið nýja gisti- hús þar rétt hjá, ef til kæmi, t. d. þar sem réttin stendur? Nefndin leggur nú til að Val- höll sé látin standa fram yfir þjóð- hátíðardaginn mikla 1930. Getur þá ekki ný.ja húsið staðið þar líka? Til að rýma fyrir nýjum vftrnm seljum við ýmsar tegundir af mislituiA kvenskóm með miklum afslætti. Þetla er tækifa'ri til aí fá sér góða skó fyrii? lágt verð. HVANNBERGSBRÆÐUR. Maísmjöl fy rirliggj andi. Þórðnr Sveinsson & Co Búið er að leggja einkar góðan veg heim að Valhöll og um vell- ina fyrir mikið fé. En ef hið nýja hús yrði reist á öðrutn stað, þá mundi þurfa að leggja þangað uýja vegi og til þess þvrfti enn rnikið fé. Núverandi eigandi Valhallar lxefir boðið nefndinni og hinu háa Alþingi að byggja hið fyrirhug- aða nýja gistihús þar sem ákjós- anlegast þætti, og undir eftirliti þar til kvaddra manna, nxóti því að ríkissjóður lánaði sér af áætluðum kostnaði við bygging- una gegn 1. veðrétti i eigninni, er afborgað sé á 20—30 árum. — Þessu tilboöi þykir mér hyggilegt að taka, ef til franxkvæmda kemur. Það er að sjálfsögöu skylda allra þeirra, sem trúnaðarstörf inna af hendi fyrir þjóðina, að gera það svo samviskusamlega og skyn*amlega sem unt er, án alls tillits til hagsmuna einstakra manna. Það er nú mitt álit, að ef flytja axtti gistihúsið þaðan sem Valhöll stendur nú, þá ætti helst að reisa það fyrir ofan Almannagjá. Þar mætti finna því einkar fallegan stað með fegursta útsýni, og þá vrðu vellknir líka fyrir stórum nxinni átroðningi af ferðafólki, en hingað til hefir átt sér stað. Eins og eg sagði að upphafi, virð- ist mér nefndin lítið tillit taka til þess, hvernig gjaldþoli þjóðar vorrar er varið, ]>ar sem hún ætl- ar ríkissjóði að borga alt að hálfri miljón króna til þessara þriggja nýsmíða á Þingvöllum. Allir sjá, að ærið fé þarf fram að leggja til þess að hátíðarundirbúningurinn á Þingvöllum verði að öðru leyti samsvarandi þessurn tillögum neíndarinnar. „Dýrr nxundi Haf- liði allr, ef svá skyldi hverr limr“! Eftir þessari byrjun má búast við franska klaðinn Blá Seviot- og aö kostnaðurinn skifti miljótiuu*, ]>egar Þingvöllur væri kominn í það horf, sem nefndin vill hafa hann 1930. Þeir hafa víst ekki veitt þýx eftirtekt, nefndarmennirnir, hversk mai'gur maðurini^má nú strita tí þess að geta int af hendi þfi. skatta, sem þing og stjórn legg- ui' á þá. — Mér er ant um heill og són» ];jóðar vorrar, en eg veit líka, a% hún híýtur hvorki heill né sóma aí því, að berast á langt fram yfir efni sín. — Oss íslendingum hætt- ir svo mjög til að taka á oss ein* eða annan útlendan tildurgljáa og' stórborgarabrag, sem aldi'ei verS- ur oss til annars en vansa og at- hlægis. — Sníðum oss í þessu seni öðru stakk eftir vexti, það verðar oss ávalt vansalaust. Eg óska og vona að hið Iték Alþingi hafi glöggar gætur á ]>ví, að ekki verði tugum og hundruð- um þúsunda fleygt í óþjóðlegt tildur og óhófssukk, eins og áður hefir átt sér stað, þegar íákissjóS- ur hefir verið að verki á Þitig- völlum. Sigm. Sveinsson. Hafnsrfjörður sérstakt kjördæmi, —o--- Nú er Hafnarfjörður gerður. ají umræðuefni í þinginu, og rætt un réttlætiskröfu þá, er geri hann a& /sjálfstæðu kjördæmi. Ekki þarf ali; eyða mörgum orðum að samaa- burði Ha f nar f j a í'ðark aup s t aðav vjð aðra kaupstaði landsins. Allir vita, aö nxiðað við fólksfjölda o£ greidd gjöld í ríkissjóð, stendur Iiafnarfjörður í fremstu röð, aS. undanskilinni Reykjavik. Ætl*: liann þvx að njóta sömu réttinda af rikisins hálfu og aðrir kaup- _ Á.ýFjftlbrcytt úrval af allskonar V/Æ Reg&verjnm fyrir konur, karla og bör*. misl. Ullartau í karla og drengjafatnaði Ullartau í kjóla og svuntur. Alt selt með lægstu kjörum. Regnfrakkar. Regnkápur. Gúmíkápur. Regnhlífar. Alt selt með bestu kjöruta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.