Vísir - 28.05.1926, Side 5
VÍSIR
Pöstudag'inn 28. maí 1926.
Blóðappelsínur
nýkomnar.
Landstjarnan.
Dr. ttiGol. M. lleiiendaiB
flutti í gær síöasta háskólafyrir-
lesturinn af níu alls, sem liann
hefir glatt meö áheyrendur sína
hér í bæ. Þvi að þaö orkar ekki
tvímælis, að fyrirlestrar þessir
hafa verið hinir skemtilegustu í
alla staði, auk þess hve mikinn
fróðleik þeir hafa 'haft að flytja
og hann framborinn af rétt óvenju-
góðum fyrirlestrarmanni, svo á-
gætlega málifarinn sem dr. N. er.
Að vísu voru flestar þær höfuð-
persónur, sem dr. N. hefir leitt
frárn á sjónarsviðið,* þegar áður
kunnar áheyrendunum að ein-
hverju leyti, menn eins og þeir
Oehlensclæger og Steffens, bisk-
uparnir Myuster og Martensen,
andlegu stórmennin Sören Kirke-
gaard og Grundtvig, presturinn al-
kunni Vilh. Bech o. s. frv., en fyr-
irlesaranum tókst að gera mynd-
ir þeirra 'svo lifandi að ekki var
ítema áiiægju að sjá þá aftur fyr-
ir sér eins og þeim var þarna lýst.
En svo nátengt sem hið kirkju-
lega líf er andlegu- lífi þjóðanna
yíirleitt, þá hlaut fyrirlesarinn aft-
ur og aftur að komast inn á hið
síðartalda. Þannig varði hann ein-
um tímanum til að lýsaþeirri hreyf-
iugu, sem hefst með G. Brandes
eftir 1870, og að gera grein fyrir
áhrifum þeirrar nýju stefnu,
hvernig þessi hreyfing hefði hlot-
ið að hefjast, hvernig henni hefði
verið tekið og hvernig henni heföi
verið svarað af kirkjunnar mönn-
um. Var ekki síst þessi fyrirlestur-
inn einkar fróðlegur. $var kirkj-
unnar 'hefði oröið auknar fram-
kvæmdir á öllum sviðum kirkju-
lífsins, en me| þeim hefði tekist
að reisa við aftur það traust til
kirkjunnar, sem Brandesarstefnan
hefði verið búin að rífa niður. Með
öðrum hætti hefði ekki verið hsegt
að hamla á móti niðurrífandi öfl-
um stefnunnar, því að* kirkjan
hefði ekki átt neinum svo sling-
urn andans manni, hvort 'heldur til
munns eða penna, á að skipa, að
hann gæti staðið afburðamanni
eins og Brandes á sporði. í síðasta
erindinu gerði hann stuttlega góða
grein fyrir þeirri hreyfingu i trú-
aráttina, er siðustu árin hafi gert
vart við sig með Dönum hjá rit-
höfundum eins og þeirn Helge
Jvode, Holstein, Revventlow 0 g
Kehlet.
Að loknu síðasta erindinu þakk-
aði deildarforseti próf. Har. Niels-
son fyrirlestrarmanni bæði í nafni
deildarinnar og háskólans, fyrir
hingaökomuna, og allan þann
fróðleik, sem hann hefði haft að
flytja og ánægjuna, sem hann
hefði veitt áheyrendunum með er-
indum sínum. En íyrir hönd
áheyrandanna þakkaði biskup fyr-
irlestrarmanni og lét þá ósk i ljósi,
að þess yrði ekki langt að bíða, að
'hann kæmi aftur hingað til að
miðla mönnum af lærdómi sínum
og djúpsettri þekkingu, þvi að
slíkir fyrirlestramenn væru altaf
hingað velkomnir. xx.
ítalir 00 Mussolíni.
Eftir Skúla Skúlason.
—o—
Niðurl.
III.
Hér hefir verið minst á nokkur
atjriði í stjórnmálum ítaliu eins
og þau horfa við fyrir útlending-
um þeim, sem ekki eiga við stjórn
Mussolini að búa og ókunnugir
eru stjórnarháttunum heima fyrir.
Ástandið virðist í fljótu bragði vel
viðunandi og stjórnin virðíst hafa
komið ýmsu þörfu til leiðar.
En samt er vegúr Mussolini
fallandi. Menn eru jafnvel farnir
áð tala um, að margir þverbrestir
séu komnir í hásætiö hans. Ýmsir
bestu stuðningsmenn hans snúa
v ið honum bakinu, þ. á. m. nú síð-
ast hægri hönd hans og máttar-
stoð, Farinacci. Hvað veldur?
Mussolini er einvaldur. Það er
að vísu rangt að nota þaö orð,
þvi að einvaldsstjórn hefir aldrei
verið til og verður aldrei til í bók-
staflegri merkingu. Enginn einn
maður getur'stjórnað heilli þjóð,
heldur verður einvaldsstjórnin
ávalt klikustjórn, þar sem marg-
ir ráða en einn ber ábyrgðina.
Enginn maður er almáttugur og
-Mussolini ekki heldur og því sið-
ur klíka hans. Það segir sig sjálft,
að Mussolini hefir átt við örðug-
leika að etja. Það er ekki barna-
leikur, að svífta heilt stórveldi
írjálslegu stjórnarfyrirkomulagi
og setja einveldi í staðinn. — Á
þeirri lýðveldisöld sem vér lifum
nú, verður það ekl'i framkvæmt
nema með harðneskju og kúgun.
„Þeir segja mest af Ólafi kon-
ungi, sem hvorki hafa heyrt hann
né séð.“ Stjórn Mussolini horfir
öðruvísi við þeim, sem úý í frá
eru, en hinum, sem eiga við hana
að l^úa. Og sumt af því, sem skeð
hefir í ítalíu síðustu árin, hefir
komist út fyrir landamærin, þrátt
íyrir ritskoðun og yfinhylmingu.
ítalir búa við harðstjórn, sém
hvergi mundi liðast í neinu landi
siðmenningarþjóða vesturálfunn-
ar. Þeir búa við stjórn, sem ofsæk-
ir andstæðingana, svo að þeir eru
griðalausir að kalla í sínu eigin
föðurlandi,en hylmir yfir glæpi og
ofbeldisverk stuðningsmanna sinna.
Eftir því sem fleiri hafa gerst and-
stæðir stjórninni, hefir hún gripið
til fleiri þvingunarráðstafana. ítal-
ir eru ófrjáls þjóð, þar sem stjórn-
málaskoðanir eru ekki leyfilegar,
svo framarlega sem. þær fara í
bága við vilja klíkustjórnarinnar.
Morð j afnaðarmannaforingj ans
Matteotti* er eitt hryllilegasta
dæmi þess, hvernig réttarástandið
er i landinu. Það var búist við að
Matteotti mundi skýra frá máli,
sem fascistum kæmi óþægilega, og
til þess að afstýra þessu létu ýms-
ir helstu menn flokksins myrða
hann. Allir vissu hverjir upphafs-
menn ódæðisins voru, en þeir
sleppa við refsingu, en öðrum, sem
minna komu við málið, er hegnt,
til þess að friða almenningsálitið.
Þetta er það dæmi réttarmorðs,
sem víðkunnast hefir orðið, en það
er engan veginn einstætt. Æðstu
dómstólar landsins eru vilhallir,
og þá er ekki að því að spyrja,
hvernig ástatt muni á „óæðri“
stöðum.
Matteotti-morðið vakti geysi-
mikla gremju unt alla ítalíu, og
mikill meiri hluti blaðanna for-
dæmdi það í einu hljó.ði. Til þess
að lægja þær raddir, tók stjórnin
til J)ess óbrigðula ráðs, að banna
útkomu blaðanna. I ítalíu er prent-
frelsi afnumið. Andstæðingablöðin
eru úr sögunni, nema þau sem nú
cru gefin út erlendis, — hafa flúið
úr landi, eins og Mussolini forð-
um, ])egar hann varð að flýja til
Sviss, undan afturhaldsstjórninni,
sem þá réð lögum og lofum í Ital-
íul Tvennir eru tímarnir. Nú eru
eingöngu gefin út fascistablöð í
ítalíu, og kom bannið sér vel fyrir
þau, því að þau áttu áður örðugt
uppdráttar, i samkepninni við
frjálslyndu blöðin, er höfðu miklu
meiri útbreiðslu. Og blöðunum er
stjórnað af dyggustu skósveinum
Mussolini, — sem Jumnig er ein-
ráður um hvað ítalir lesa. Bækur,
sem stjórninni þykja of frjálslynd-
r.r, eru líka bannfærðar.
Þetta eru aðeins dæmi. En þau.
sýna nægilega ljóst, hvernig
„italska frelsið" muni vera í öðr-
um greinum. — Þjóðin er kúguð
og stjórnin vilhalt flokkseinv’eldi,
afturganga frá umliðnum öldum,
með ýmstim kostum en yfirgnæf-
andi göllum, sem æ verða rneir
áberandi eftir því sem á líður.
Mussolini má eiga það, að ihann
er duglegur maður, að hafa getað
undirokað heila þjóð i 3—4 ár;
á þeim tíma, • sem lýðfrelsið er
grundvallaratriði í stjórnskipun
menningarþjóðanna. Hann hefir
gert það. sent allir töldu ómögu-
legt. En sennilega er hann nú far-
inn að sjá, að Jjað, sent hann er
að gera, er ófranikvæmanlegt' til
lengdar.
fiardlnnr
mikið úrval nýkomið.
Verðið óheyrilega lágt.
Komið. Skoðið. Kaupið.
VÖRUHDSIÐ.
Guðm. B. Vikar
Sími 658. Sími 658.
s=s Laugaveg 21.
1. fl. saumastofa fyrir karl-
mannafatnað. — Úrval af
fataefnum fyrirliggjandi,
alt árið. — Fljót og góð af-
greiðsla.
OLDSMOBILE.
OLDSMOBILE er ábyggilega fegursta 5 manna bifreið, sem
til landsins befir flust.
OLDSMOBILE hefir sérlega kraftgóða 6 sivalninga (cylinder)
vél, sem gerigur alveg hljóðlaust, og verður bifreiðin því
framúrskarandi skemtileg i akstri.
OLDSMOBILE er mjög vönduð bifreið, enda er hún smíðuð
lijá General Motors (sömu og srníða BUICK), og er það
trygging fyrir að bifreiðin sé i alla staði heppilega og
traust bygð.
OLDSMOBILE er ódýrasta 6 sívalninga (cylinder) bifreið, sem
seld hefir verið á Islandi. Verð kr. 5600.00, uppsett í
Reykjavík.
Einkasalar á íslandi:
Jóh Ólaíssoa & Go.
8
A
F
T
Útlærðir fagmenn er nota bestu hráefni, fram-
leiða bestar vörur. Til heimilisnotkunar borgar sig
að nota að eins það sem gott er.
HÚSMÆÐUR notið að eins okkar ágætu saft;
Ekta Hindberjasaft, ekta Kirsiberjasaft, ekta saft úr
blönduðum ávöxtum. Að eins framleidd úr berj-
um og sykri, engin íblöndun af vatni eða essens-
um. Er alt að kr. 2.00 ódýrari en útlensk flösku-
saft af sömu gæðum.
Ennfremur framleiðum við ekstra sterka Kirsi-
berjasaft, sem er mjög bragðgóð og næringarmik-
il, en þó ódýr. %
Biðjið um saft frá Efnagerðinni hjá kaupmanni
yðar, fæst einnig í Laugavegs Apóteki.
Eínagerð Reykj aviknr.
Sími 1755.
Veggfóður. Málning.
Veggíóður nýkomið i miklu úrvali.
Málariitn,
Sími 1498. Bankastræti 7.
Þetta er lang-
besti skóáburð
urinn. Fæst í
skóbúðum og
verslunum.
Vandaðar útidyra-
tröppur
úr plönkum til sölu með tæki-
færisverði.
Steingrímur Guðmundsson,
Amtmannsstíg 4.