Vísir - 07.06.1926, Síða 2
yisia
Rauður Kandís
nýkominn.
Símskeyti
Kíhöfn 6. jútií. FB.
Hátíðahöld í Liibeck.
Símað er frá Lúbeck, aS þar sé
nú haldin viShafnarmiki! minning-
arhátíð i tilefni af sjö alda sjálf-
stæSi. Fulltrúar baltisku landanna
eru viðstaddir.
Kolaverkfallið.
Sínoað er frá London, að fram-
kvæmdaráð námamanna taki af-
stöðu á þriðjudaginn til samnings-
tilboðs námaeiganda.
MacDonald um allsherjarverkföll.
Simað er frá London, að Mac
Donald skrifi í „Socialist Review“
að reynslan hafi sýnt, að allsherj-
arverkföll séu ónýt vopn í baráttu
verkalýðsins, því að tjónið af þeim
iendi á verkamönnum sjálfum.
Utan af landi.
>—o—
Akureyri 6. júni. FB.
Landsmálafundur.
Frambjóðendur til landkjörs
héldu landsmálafund hér í gær-
kveldi. Ræðumenn voru efstu
tnenn allra listanna, nema A-list-
ans. Fyrir 'honum talaði Haraldur
Guðmundsson. Sátu þó þrír fram-
bjóðendur listans fundinn. Einn
þeirra, Erlingur Friðjónsson, bar
fram nokkurar fyrirspupnir til
fjármálaráðherra. Fundurinn fór
hið l>esta fram. Sig. Eggerz, Bríet
og Haraldur urðu hér eftir, en
Jón Þorláksson og Magnús Krist-
jánsson héldu áfram austur. —-
Landsfundur kvenna ásamt iðn-
sýningu hefst á þriðjudaginn.
Sorglegt slvs.
Bam datt í gær í nótabörkunar-
pott. Það náðist með lífsmarki, en
txdsýnt er hvort það heldur lífi.
Nýkomið
mikið af fallegum
M
afar ódýrt.
Landkjöpið.
Áhugi kjósenda á landkjöri því,
sem fram á að fara i. næsta mán-
aðar, virðist ekki vera sérlega
mikill, ef dæma skal eftir fram-
komu blaðanna. Dagblöðin hafa
furðu-lítið lagt til málanna, enn
sem kornið er, en vikublöðin tvö,
„Vörður" og ,,Tíminn“ eru byrjuð
að jagast urn kosningarnar, og þó
lítillega. — Nudda þau helst um
það, hvor vera muni verri eða
skárri Jón I>orláksson eða Magnús
Kristjánsson.
Munu kjósendur býsna alment
taka all-lítt undir lofsöng um
þessa menn. — Iiitt mundu þeiy
geta fallist á, að hvorugur sé til
mikilla verka borinn, né giftusam-
legra, í stjórnmálum landsins. —■
Eiga báðir nokkurn stjórmnála-
íeril að baki sér, og hvorugur
glæsilegan. — En blöð þessara
manna, Vörður og Tíminn, látast
ekki sjá sólina fyrir þeim, og telja
þá fágæta stólpagripi, sem ekki
verði að skaðlausu án verið í æðstu
trúnaðarstöðum, og á löggjafar-7
J'ingi þjóðarinnar.
Uni Jón Þorláksson, efsta mann
á ihalds-listanum er það að segja,
rneðal annars, að hann er gróða-
maður mikill og aflakló. Það er
ekki sagt honum til ámælis —• síð-
ur en svo. —- Hann er sennilega
einn þeirra þur-skynsömu mannaj
sem meta öll verðmæti lífsins i
krónuin og aurum. Þeir nienn eru
oft nytsamir borgarar, en reynast
að jafnaði óhæfir til forustu.
í stjórnmálum er J. Þ. talinn í
slirðara lagi til allrar samvinnu,
og manna óheppnastur i pólitísku
dagfari. — Mætti styðja þá skoð-
un nánara með gildum rökum, ef
á Jjyrfti ,að halda. — Jón var frá-
bær námsmaður i skóla, og tók
manna best próf, svo sent kunn-
ugt er. — Fyrir þá sök ’hafa sum-
ir ímyndað sér, að hann hlyti að
vera spakur að viti. — Það þarf
Jtó ekki að vera. — Miklir ,,náms-
hestar“ reynast stundum illa á
skeiðvelli lífsins. — Jón Þorláks-
son hefir nú verið nemandi í skóla
lífsins og reynslunnar, síðustu ára-
tugina, en árangurinn hefir ekki
oröið sérlega glæsilegur. — Hann
hefir verið athafnamikill að vísu,
og komið víða við, en árangur
síarfseminnar þykir ekki hafa
orðið svo notadrjúgur þeim, sem
njóta áttu og notið hafa, að orð sé
á gerandi. — Nægir í því efni að
benda á ýmsar íramkvæmdir hans
fyrir Reykjavíkur-bæ, svo sem
gasið, rafmagnið, móinn o. s. frv.,
en ekki verður lengra farið út í
það að sinni. —* Þyngst af öllu
verður þó það á metunum, að póli-
tiskt eðlisfar Jóns Þorlákssonar er
ákaflega gallað. Hann er fullkom-
inn íhaldsmaður. Og hann er í-
haldsmaður af þeirri gerð, sem
Eann lýsti sjálfur í Lögréttu 1908.
— Sakir þessa mikla megin-galla,
ætti hann að hverfa út úr stjóm-
niáluin landsins, sem allra fyrst.
— íhaklsmenn eru hugsjónalausir
og tregir til allra umbóta. Þeir
evu eigingjarnir og makráðir og
vilja ekkert leggja í sölurnar til
almennings-heilla. — Jón Þorláks-
son hefir lýst þeim manha best.
Og sú lýsing á við hann sjálfan.
Magnús Kristjánsson, kaupmað-
ur, efsti maður bænda-listans, á
langan Jiingferil að baki sér, en
ekki merkilegan að sama skapi. —
Þótti hann löngum seigur og dygg-
ur og fylginn sér í ílokki Hann-
esar Hafsteins á fyrri árurn, en
síðar skifti mjög um stjórnmála-
hamingju mannsins, er hann nvistl
foringja síns og höfðingja. —
Lenti hann Jiá á refilstigum með
pólitískum æfintýramöntíum, sem
tim }>ær mundir hlupu saman úr
öllum áttum, með harki og óhljóð-
um, sem ekki hafa sjatnað enn
í dag. — Þóttust angurgapar þess-
ir hafa bændaliðið alt á sínu bandi
og hófu þegar í stað grimnva sókn
á hendur verslunarfrelsi lands-
manna. —• Sú var ein fyrirætlan
]>eirra manna, að hneppa í dróma
hafta og einokunar mikinn
hluta verslunar landsmanna viö
aðrar þjóðir. — Og svo langt
gengu þeir í ofsa sínum og ósköp-
um , fyrst í stað, að þeir lýstu
yíir því á j>renti, að eigi skyldi
fyrri staðar numið, en kaupnvanna-
stétt landsins væri öll úr sögunni.
— Síðar gengu þeir þó frá þess-
ari skjalfestu yfirlýsingu, og kváð-
ust ekki hafa meint'svona mikið.
Með þessum niönnum dansaði
hinn aldraði kaupmaður, Magnús
Kristjánsson, og hefir dansað sið-
an. —■ Það er ekki kunnugt al-
menningi, hvort hann muni hafa
fallist á }>á fyrirætlan hinna nýju
foringja sinna, að allir kaupmenn
landsins skyldu ílæmdir frá at-
vinnu eða komið á kné. Hitt er
vitanlegt, að bráðlega gerðist hann
Ötull talsmaður verslunarhaftanna
airæmidu, og einokunar þeirrar og
verslunar-áþjánar, sein Ttmaklík-
att vildi leiða yfir þjóðina, og tókst
að leiða yfir hana að nokkuru Ieyti
um stundar sakir.
Magnús Krstjánsson var lengi
þingmaður Akureyrar. Hann rak
}>ar útgerð og verslun, og þótti
sanngjarn rnaður og góður við-
skiftis. — Og mörgum Jiótti vænt
urn hann, sakir mannkosta hans og
hjálpfýsi. En svo var þorrið gengi
'hans og íylgi J>ar t sveit við sið-
usttt kosningar, að bráð-ónýtur
íhaldsmaður tók af honum kjör-
dæmið. Þar var þó ekki „við blá-
mann að berjast". — Slík l>ending
frá kjósöndum var mjög ákveðin.
Jafnaðarmenn tefla fram mein-
hægurn inanni, Jóni Baldvinssyni.
— Jón hefir setið á þingi undan-
farin ár og talað rnikið. — Hann
er ólíklegur til byltinga og hvers
konar hermdarverka, enda mun
hann ekki í hávegum hafður af
ærslalælgjum og öfgamönnum í
ílokki sínum. —• Er mælt, að „bols-
ar“ rnuni trauðla greiða ihonum
atkvæði á kjördegi. —
Það er satneiginlegt um íhalds-
flokkinn, Framsóknarflokkinn og
flokk jafnaðarmanna, að þeir eru
allir stéttarflokkar. — íhalds-
flokkinn mun að sönnu langa tii
að neita því, að hann sé stéttar-
flokkur, en þeirri neitun trúir eng-
inn maður. —< Skattamálagreinar
fjármálaáðheiTans í Verði síðast-
liðið sumar gefa meðal annars
nokkura bendingu um, hvert hug-
urinn stefni hjá svæsnasta hluta
íhaldsliðsins, og verður ef til vill
vikið að því síðar.
Frú Bríet Bjamhéðinsdóttir hef-
ir brotist í því með miklum dugn-
aði, að koma sér upp lista, og
feugið til þess styrk hjá nokkur-
um konum hér í bæ og víðar. —
Situr hún sjálf í efsta sætinu, svo
sem að likindum lætur. —• Ölík-
legt þykir, að bak við þann lista
standi mikið annað en löngun fni-
arinnar til þess að komast á þing.
Þá er síðasti listinn, E-listinn.
Standa að honum frjálslyndir
kjósendur í öllum kjördæmum
landsins. — Er mikill uggur og
ótti í forsprökkum stéttaflokk-
anna við þennan lista, )>ví að þeir
vita, að allir frjálslyndir kjósend-
ur í landinu muni fylkja sér um
hann og sigra. Verður nánara sagt
frá honum í næsta blaði.
Efsti maður á þessum lista er
Sigurður Eggerz, bankastjóri.
Fáein orð.
--X—
Mér datt í hug, er eg las upp-
íafið á siðustu grein Guðm.
Einarssonar, frásagan um Vil-
íjálm pýskalandskeisara og
Nikulás Rússakeisara. Vilhjálm-
ur var á veiðum á pýkalandi,
en Nikulás var staddur á her-
skipi úti í Eystrasalti. Vilhjálm-
ur sendi Nikulási simskeyti og
ritaði undir: Weidmanns Gruss
(kveðja frá veiðimanni), en
únn svaraði um hæl: Weid-
manns Dank (þakkir frá veiði-
manni). Grein G. E. ber með
sér, að hann kann ekki að fara
rétt með ummæli min um pór.
B. þorl. i síðustu grein minni.
Eg vona, að þessar orðahnipp-
ingar verði til þess, að eg fái síð-
ar tækifæri til að fara lofsam-
legum orðum um andlitsmynd-
ir íslenskra málara, þegar þeir
liafa náð þeim þroska, að hægt
verður að setja þá á bekk með
erlendum málurum, er kunna
tök á þessari list. A. J.
Ath.
Deilu þessari er hér með lok-
ið í Visi. — Ritstj.
Iiinrli i iisiili.
—0--
Það hefir veriö vakiö máls á
því, aö reisa minnismerki á Þing-
völlum í tilefni af þúsund ára af-
mæli Alþingis. Eg, sem þessar lín-
ur rita, skal geta ]>ess þegar, aö
eg efa það nokkuö svo, aö þvi-
líkt minnismerki næSi tilgangi
sínuin eöa sómdi sér á Þingvöll-
um, svo stórfenglegum staö. Og
um Þingvöll viröist mér það, að
tvent sé til: að fl-ytja þangað þing-
ið, en koma þó jafnframt í veg
fyrir alla fasta bygð þar, umfram
þinghús og gistihús fyrir feröa-
menn; hitt er, að halda Þingvöll-
um hreinum af öllum mannvirkj-
um (nema gistihúsi, sem ekki
verður undan komist), en láta
náttúruna sjálfa og auðnina þar
tala sínu máli, og sá er grunur
minn, að komandi kynslóðir
mundu þakka okkur þaS best, ef
þær týna ekki sögu sinni og
tungu.
En það tekur engu tali að setja
á Þingvöll neina stofnun eða
bygð, nema Alþingi væri sjálft.
Og þinginu mætti ekkert þorp
fylgja né „sumarbústaðir“, og
ekkert pírumpár af neinu tæi. Það
er fyrst og síðast, aö friða Þing-
völl, svo lengi sem þjóðin telur
þar vera helgan stað, eða sá hluti
hennar, sem á sér lotning og ein-
hverja tilfinning fyrir ]>ví, sem
meira sé vert en bithagi 'handa
gemlingum síra Guðmundar Ein-
arssonar. En það er ekki þetta
fólk, sem nú sækir helst til Þing-
valla; það er alt önnur mann-
eskjutegund.
En eg vík aftur að minnismerk-
mu. Þaö hefir í sambandi viö þaö
verið talað um vankunnáttu ís-
lenskra listamanna í því að rnóta
rétt einn mannslíkama, og má þá
vera, að fyrir sumum forgöngu-
mönnum þessarar hugmyndar hafi
vakað myndastytta af einhverjum
upphafsmanni hins fyrsta þings
—• eða eitthvað í þá átt.* En það
finst mér, ef minnismerki skal
reisa á Þingvöllum, þá verði það
að vera táknmynd, symþólsk
mynd, en ekki stytta af neinutn
manni, hversu góður sem var. —
Líka mætti reisa minnismerki í
hreinum byggingastil, arkitektón-
iskt (sbr. minnismerki hjá Leip-
zig)-
En hvað sem íslenskri list aun-
ars líður, þá er nú svo, að við eig-
um einmitt minnismerki til að
reisa á Þingvöllum, ef það ætti
annars að gera, symbólska mynd,
sem vera má, að eigi fyrir sér
miklu meiri frægð en menn grun-
ar nú og enn er orðið. Það er
Alda aldanna, eftir Einar Jónsson,
íslenskan listamann.
Mér finst, að þeir, sem annars
tala um minnismerki á Þingvöll-
um, mættu vel taka málið upp með
þeirn hætti, hvort reisa skuli þessa
mynd Einars á Þingvöllum, hvort
kleift sé að reisa hana svo stóra
og veglega sem meö þyrfti og
hvaða efni skyldi velja til.
„Alda aldanna“ er stórfenglegt
skáldverk og indælt í senn; hugs-
unin, sein í myndinni felst, hæf-
* Eggert Briem frá Viðey legg-
ur nú einmitt til, að minnisvarðinn
verði reistur Þorsteini Ingólfssyni.
Regnkápur,
Reiðjakksr,
fjórar góBar teg.
Sporibaxur,
Sportsokkar,
faiaCduiJhnuAon