Vísir - 16.06.1926, Síða 2

Vísir - 16.06.1926, Síða 2
YlSIR Innilegar þakkir til allra, fjær og nær, fyrir auðsýnda hlut- tekningu við jarðarför móður okkar og tengdamóður, Guðbjargar Melchiorsdóttur. Höfum fyrirliggjandi: Krystalsykur, smáhöggun. Stransyknr, í 1 cwt. sekkjnm finan. Kandis ranðan. Reykjavík, 14. júní 1926. Stefanía Friðriksdóttir. Þórunn Benediktsdóttir. Grímúlfur H. ólafsson. Björgúlfur ólafsson. M Símskeyti —X-- Khöfn 15. júní. FB. Frá Pólverjum. SimaS er frá Varsjá, aS stjórnin krefjist neitunarvalds forseta og aukins réttar til þingrofa. Bretar og Rússar. Sínm'ð er frá London, að Cham- berlain hafi sagt í ræðu í þinginu út af fjárstyrk Rússa til bresku verkfallsmannanna, að gott sam- komulag milli Rússlands og Eng- lands geti ekki naldist, nema Rússar hætti öllum undirróðri í breskum löndum. Marokkómálin. Símað er frá París, að fundur Frakka og Spánverja um Mar- okkómálin sé byrjaður þar, og sé búist við, að samkomulag náist bráðlega. Til áréttingar. —o—• Af því að „Morgunblaðið" var i gær á ný að reyna að vefengja skýrslu „Vísis“ um fjármálastjórn Sigurðar Eggerz, er rétt að rifja aftur upp aðalatriðin úr umsögn Vísis, svo að Mbl. gefist enn kost- ur á að taka þau til meðferðar, í stað þess að tönnlast sí og æ á aukaatriðum, sem flokksforingjar þess þar að auki bera ábyrgð á. „Vísir“ rifjaði það upp: að nú- verandi fjármálaráðherra, Jón Þor- láksson, hefði í fyrirlestri sin- um um „fjárstjórn íslands 1874— 1922“, játað að fjárhagur ríkis- sjóðs hefði verið í góðu lagi, er Sigurður Eggerz lét af fjármála- ráðherraembætti 1920, að S. E. hefði tekið við fjárlög- um með fyrirsjáanlegum 3 mil- jóna króna tekjuhalla i ársbyrjun 1922, af þeirn Jóni Magnússyni og Magnúsi Guðmundssyni, að hann hefði skilað í hendur núverandi stjórnar tekjuhallalaus- um fjárlögum fyrir árið 1924, og að það þannig hefði verið stjóm Sig. Eggerz, sem hefði hafið við- reisn fjárhagsins, en ekki núver- andi stjórn. Við þetta (má enn bæta því, að það var einnig stjórn Sig. Eggerz, sem tók fyrsta skrefið til þess, að farið yrði að borga eitthvað af skuldunum, sem safnast höfðu undanfarin ár, með því að Ieggja fyrir þingið 1924 frv. um gengis- viðaukann. íhaldsstjórnin, sem þá tók^ við völdum, átti ekkert frumkvæði að því. Jón Þorl. lagði að vísu til, að alíir tollar yrðu hækkaðir í hlutfalli við gengið, eða að lög- leiddur yrði svonefndur „gulltoll- ur“. En á Jtað var ekki. fallist. í þess stað bar fjárhagsnefnd tram verðtollsfrúmvarpið. En í þessu sambandi er vert að athuga, hvernig farið hefði, ef til- laga J. Þorl. um gulltollinn hefði orðið ofan á. Þá væri tóbakseinkasalan áreið- anlega enn við líði, því að engin tiltök hefðu verið að hækka tö- bakstollinn frekara, til þess að vinna upp tekjurnar af einkasöl- unni. Þá hefði kola-, salt- og tunnu- tollur hækkað stórkostlega, og engin líkindi til J>ess, að sú lækk- un, sem gerð var á þeim tollum á síðasta J)ingi, hefði J)á náð frám að ganga, í stað þess að kolatoll- urinn er nú ekki nema 1 kr. á smá. lest, væri hann sennilega enn hátt á 4. kr., salttollurinn alt að Jiví helmingi hærri en hann er nú o. s. frv. „Morgunblaðið" er enn að tala um tekjuhallann á fjárlögunum 1923, þrátt fyrir það, að því hefir verið lænt á, að sá tekjuhaili sýni Jiað eitt, að þau fjárlög hafi verið miður vel undirbúin undir Jiing af fyrirrennurum Sig. Eggerz. En til þess að bæta það upp, er blaðið eitthvað að fimbulfamba um það, hvað fjárlögin fyrir árið 1925 hafi verið illa undirbúin. En ])ó að fjár- veitinganefnd hafi hækkað gjalda- bálk þessara fjárlaga eitthvað, þá sannar það ekkert í Jiessu efni, því að þess munu varla dæmi, að gjaldabálkur fjárlaga hækki ekki talsvert í meðförum nefndarinnar. Hitt er auðsætt, að nefndin, undir formensku Maguúsar Guðmunds- sonar, muni ekki hafa gert minna en rétt var, úr áætlunarskekkjum stjómarínnar. — En hver var svo niðurstaðan um Jæssi fjárlög? Það varð rúmlega 5 milj. króna tekju- afgangur á þeim. Eða var ekki svo ? — Það virðist nú ekki benda til þess, að þau liafi verið mjög ógætilega samin á þann veginn! Utan af landi. Akureyri 15. júní. Landsfundi kvenna lokið. Rædd mál þrjá síðustu dagana: Bann- málið, kvennaheimilið, líknarstarf- semi, garðyrkja, ávarps-titill kvenna, þátttaka kvenna í undir- búningi 1930. Fulltrúar skoðuðu Gefjunni, lystigarðinn, gróðrar- stöðina, Kristneshælið. Kveðju- samsæti. Unaðsleg veðurblíða. H. B. Konungshjónin fóru héðan í morgun vestur og uorður um land og koma við á Akureyri og Seyðisfirði. Meb þeim fóru héðan íorsætisráðherra og frú hans. Er för Jieirra heitið til Seyðisfjarðar. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., Vest- mannaeyjum 9, ísafigði 8, Akur- eyri 9, Seyðisfirði 7, Grindavík 9, Stykkishólmi 12, Grímsstöðum 12, Raufarhöfn 10, Hólum í Horna- firði 10, Þórshöfn í Færeyjum 9, Angmagsalik 3, Kaupmamiahöfn 16, Utsire 16, Tynemouth 11, Leir- vík 12, Jan Mayen 2 st. Mestur hiti hér síðan kl. 8 í gærmorgun 13 st., minstur 8 st. — . Loftvægis- hæð (772) við Jan Mayen. Horf- ur: í dag: Austanátt við Suður- land. Logn á öðrum stöðum. Þurt veður norðan lands. Þoka sumstað- ar á suðvesturlandi og við Vest- urland og norðvesturland. í n ó 11: Svipað veður. Húsaleigunefndin. Foriiiaður húsaleigunefndar, hæstaréttarritari Bjöm Þórðarson, hefir beðið Vísi að vekja athygli á því, að húsaleigunefndin hefir hætt störfum frá Jiessum degi, samkv. húsaleigulögum síðasta Alþingxs, sem hlutu konungsstað- festingu í gær. Frambjóðendur við landkjörið 1. 11. m. halda landsmálafund í Keflavík á morg- un. kl. 7 síðdegis. Á laugardaginn halda þeir fund við Ölfusárbrú, en daginn eftir (sunnud. 20. júní) að Stórólfshvoli. — Á Akranesi verð- ur fundur haldinn næstkomandi mánudag, en daginn eftir í Borg- arnesi. i Alþingiskj ósendur þeir, við landskjörið 1. júlí næstk., sem úr bænum fara fyrir mánaðamót og verða fjarverandi á kjördegi, eru hér með alvar- lega ámintir um að íieyta kosn- ingarréttar síns áður en Jieir fai-a. Geta þeir fengið að kjósa á skrif- stofu bæjarfógeta kl. 1—5 dag- lega. — Sérstaklega er þessu beint til stuðningsmanna og kjósenda E-listans. 11. hljómleikar þýsku hljómsveitarinnar voru i gærkvöldi. Þar hafði hr. Karl Grötsh fiðlu-einleik í 2 Romanzen eftir Beethoven og tókst mætavel. Sjöunda sýmfónían var endurtek- in á Jiessum hljómleik, og var henni tekið fegins hendi af áheyr- endum. í kvöld heldur sveitin síðasta- hijómleik sinn í kirkjunni kl. 7,30, og að því búnu verður hún kvödd með samsætr á Hótel ísland. ' Bönkunum verður lokað frá hádegi á morg. un. Þýskt skólaskip kom hingað í gær og mun verða hér nokkura daga. Enskt varðskip kom hingað í morgun. Lárus Sigurbjömsson, rithöfundur, er nýkominn til bæjarins. Félagsppentsmiðjan til, með litlum fyrirvara. Einnig eiginhandar gúmmí-stimpla Glimta-söngskemtunin byrjar í kveld kí. 7)4 en ekki 7)4 eins og auglýst hafði verið. Tímanmn hefir verið breytt, til þess að hann yrði ekki of naurn- ur. Söngpallurinn liefir verið stækkaður eftir ósk söngmann- anna, til Jiess að Jiar fengist meira svigrúm til leiks. Hjúskapur. Ungfrú Louise Skoug og.Frið- Jiór Steinholt verða gefin saman í hjónaband í Osló í dag. Aðalfundur í. S. í. (ÍJiróttasambands íslands) verð. ur haldinn 19. þ. m. i Kaupþings- salnum kl. 8 síðd. Lyftan verður í gangi hálfa klukkustund fyrir fundinn. Fulltrúar eru beðnir að koma stundvíslega og með kjör- bréf. Allsherjarmót í. S. í. heíst á hinum nýja íþróttavelli kl. 2)4 á morgun, og verður mjög fjölbreytt að vanda. Nú eru tvö ár síðan þetta mót hefir verið háð, og verða keppendur um 80, fyrir utan reipdráttarmenn og aðkomu- menn utan af landi, sem eru marg- ir, eins og sjá má af keppanda- skránni, sem seld verður á götun- um á morgun. Mikil hátíðahöld verða hér á morgun á afmæli Jóns Sigurðssonar, og gangast íþróttafélögin fyrir Jiví, eins og verið hefir. — Nýi íjiróttavöllur- inn verður vígður, og má búast þar við miklu fjölmenni. — Búð- um mun verða lokað frá hádegi. Til Hallgrímskirkju í Reykjavík: 20 kr. frá X, af- hent síra Bjarna Jónssyni. Gullfoss fór héðan kl. 8 i gærkveldi til Vestfjarða. Meðal farþega var Sigvaldi S. Kaldalóns og fjöl- skylda hans, á leið til Flateyjar ii Breiðafirði. Laxveiði hefir veiúð fremur treg i Elliða- ám til Jiessa. Flest hafa veiðst io laxar á dag, tvívegis. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá R. Glfneiireir i OrnmðÉ. —o--- íslensku glímumennirnir 14 hafa rui sýnt glimu víðsvegar hér í Dan- möi-ku. Komu þeir hingað að morgni hins 19. maí og glímdu fyrst i Svendborg á föstudag fyi-- ir hvítasunnu. Var þegar í stað gerður góður rómur að glimunni, en hvernig sem annars á því stend- ur, hefir aðsóknin verið slæleg hingað til. Segjast Noregsfarax-nir frá því í fyrra hafa fengið ólikt beþri a'ðsókn i Noregi. I Fredriksværk vildi það óhapp til, að Þorgils Guðmundsson kenn- ari fór úr liði um öxlina, og verð- ur hann víst eigi bættur svo, að hann geti tekið þátt í glímusýning- unum það sem eftir er fararinnar. Annars hefir förin gengið ágæt- lega; sérstaklega róma glimu- mennirnir Jiað, hve Niels Bukh hafi tekist að semja góða ferða- áætlun fyrir förina. Fei-ðast glímumennirnir í sérstökum bíl milli sýningarstaðanna, svo að för- in verður ánægjulegri en sífelt skrölt með járnbi-autarlestum. Sunnudaginn 30. maí var glírnt í Kaupmannahöfn. Blöðin lofa glímuna mjög fyrir fegurð og snerpu, og áhox-fendur klöppuðu glimumönnunum óspart lof í lófa. Sérstaklega vöktix Jieir Sigurður Giæipsson, Þorgeir Jónsson, Sig- urjón Guðjónsson og Ottó Mar- teinsson athygli áhorfenda fyrir óvenju laglegar varnir og brögð rneðan á sýningarglímunni stóð. í kappglímu, sem kom á eftir sýningarglímunni, vann Sigurður Greipsson í eldra flokki, en Sigui-- jón Guðjónsson i yngra flokki.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.