Vísir - 10.08.1926, Blaðsíða 2
yisiR
Nýkomnar
danskar kartöflur.
Símskeyti
—o-
Khöfn, 9. ágúst. FB.
Ráðstjórnin rússneska mótmæl-
ir því, að uppreisn sé þar í Iandi.
Símað er frá Moskva, að ráð-
stjórnin hafi lýst því yfir, að
uppreisnin sé hreinas ti uppspuni.
Símað er fi'á Varsjá, að blöð-
in þar flytji nýjar fregnir af
uppreisninni gegn ráðstjórn-
inni. Sagt er, að herinn sje mjög
óánægður með útnefning Un-
schlichts herforingja. Margar
herdeildir hafa óhlýðnast hon-
um. — Morðtilraun gagn Stalin
mishepnaðíst.
Banatilræði við Pangalos.
Símað er frá Aþenuborg, að
gerð liafi verið tilraun til þess
að myrða Pangalos. Var skot-
<ð á liann, en liann sakaði ekki.
— Tilræðismaðurinn er talinn
geggjaður.
Utan af landi.
—o--
Akureyri, 9. ágúst. FB.
Saltað í Akureyrarumdæmi
vikuna 1.—8. ágúst 5123 tunn-
ur af sild, en kryddað i 1065
tunnur. Alls mun nú saltað og
kryddað á öllum veiðistöðvum
norðanlands tæp 40 þúsund
tunnur, en á sama tima í fyrra
rúm 100 þúsund. ísl.
Svar til Jóns Bergsveinssonar.
í Vísi 13 og 14. júli skrifar Jón
Bergsveinsson „nokkrar athuga-
semdir“ viö skýrslu mína um síld-
arsölu og sildarmarkao. Eg var
fjarverandi, þegar greinin birtist,
og gat því ekki svaraö henni strax.
En sökum þess, að hún ber með
sér talsverðan athugunarskort á
málinu, þykir mér ekki rétt að
ganga fram hjá henni þegjandi.
Mér er ekki algerlega ljóst, hvort
ætlan höfundarins var að veitast
aö mér persónulega, eöa hvort hon-
um hefir aöeins gengið til góður
vilji, að verða þarfur þessu mál-
efni. En hvort sem er heldur, ætla
eg a'Seins að víkja að málefninu
og svara þeim atriöum, sem mér
þykir einhvérju skifta.
J. B. heldur þvi fram, aö rangt
sé hjá mér, að Svíar bæti i síldar-
tunnur héðan og sendi þær til við-
’skiftamanna sinna með ákveðinni
þyngd. Það er flestum ljóst, sem
eitthvað þekkja til, að rétt er sem
eg segi, en J. B. er auðsjáanlega
þessu ókunnur. Eg átti langt tal
Versl. Ben. S. Þórarinssonar
er ávalt birg af ódýrum barna-
sokkum, barnabuxum, hosum,
bolum (úr uil 00 baðmuil), treyj-
um og útifötum o. s. ftv.
um þetta viö stærsta síldarkaup-
anda í Svíaríki i vetur, og kvað
hann það mikinn ókost, að geta
ekki sent síldartunnmr héðan til
viðskiftamanna sinna, án þess að
þurfa að vega þær og hæta í þær.
Enga glöggskygni þarf heldur til
þess að sj;t,.að alvarlegar óánægju-
raddir muudu fljótlega rísa frá
smákaupmönnum í Svíþjóð, ef-
þeir ætti að kaupa sildartunnur
héðan með afar misjafnri þyngd,
frá 75—95 kiloy og greiöa líkt verð
fyrir ’hverja tutmu. En þessu hafa
innflytjendurnir séð fyrir metTþví
að selja tunnurnar með ákveðinni
þyngd.
Næst talar J. B. um kaupendur
i Tékkóslóvakiu og um það, að eg
hafi svarað neitandi, að tilgreint
væri stykkjatal í tunnum héðan,
að þær hafi allar ákveðna þyngd
og að stjórnarstimpill sé á hverri
tunnu. Hvers vegna að svara
þessu neitandi? segir greinarhöf-
undur. Af þeirri einföldu ástæðu
svaraði eg þessu neitandi, að ekk-
ert af þessu er framkvæmt.
Stykkjatal er áætlað. Vigt er
áætluð. Stjórnarstimpill er enginn.
Þetta veit J. B. eins vel og hver
annar. En þó að þetta sé svo nú,
þá hindraði það mig ekki að segja
umræddum kaupendtim, að þeir
gæti fengið síldina þannig útbúna
eða á hvern annan veg, er þeir
vildi. En J. B. ‘heftr. auðsjáanlega
ekki komið til hugar, að eg mundi
hafa vit á slíku.
Um það að verka síldina á
skoska visu er og nokkur ágrein-
ingur. Telur J. B., að erfiðara
muni að selja hana þannig. Sví-
þjóð er nú því aær eina landið,
sein kaupir sild verkaða á þann
hátt, sem vér geram. Það er þvi
engin ástæða til, að breyta um
verkunaraðferð á þeirri síld, sem
Jiangað er se&J. En flest önnur
lönd, sein síld kaupa, vilja hafá
hana verkaða á skoska vísu, og;
eina ráðið til að selja síld í þeiui!
löndum, er að verka hana eins og*
neytendurnir vilja hafa hana. ITítt
er að vinna fyrir gýg, að reyna að
selja þeirn sild verkaða á annan
hátt, en þeir hafa vanist.
Jón er matsmaður sildar og
þykir vafalaust nærri sér höggv-
ið, með því, sem eg segi um sild-
armatið. Eg segi i skýrslunni, að
matið sé í svo mikilli niðurlæg-
ingu, að enginn erlendur kaup-
andi, sem til þess þekkir, og síst
Svíar, hafi traust á því og vilji
kaupa eftir því. Út af þessu legg-
ur hann fyrir mig tvær spuming-
ar. 1. Hvers vegna kaupa Sviar
sildina fob. óséða þegar hún er
i háu veröi ? 2. ITvers vegna vilja
Sviar, þegar síldveiði hef>- v«rið
mikil og verðið lágt, ekki kattpa
síldina nema komna til Svíþjóðar
og viðurkenda af kaupendum
Ekki veit eg hvort Jón leggur
spurningar þessar fyrir mig vegna
þess, að hann hyggur sig munu
reka mig i vörðurnar með þvi að
spyrja mig sem barnalegast, eða
hitt, að hann dtafi svo illa brotið
þetta mál til inergjar, að hann
telji sér trú um, að þetta sanni að
rrjatið sé ekki i þeirri niðurlæg-
mgu, sem eg gat um. En hið ein-
kennilegasta er, að þessi kaupað-
fcrð, sem hann talar um í spúrning-
um sínum, sannar niðurlægingu
matsins.
Eg skal skýra þetta nokkuru
nánara vegna þeirra sem þetta
lesa og ekki erw betur fræddir en
Jón.
Þegar lítið er am síld og verð-
ið hátt, hafa kaupendurnir sig
mjög i frammi tiT þess að kaupa
síFdina og gera þ-vf seljendum
befiri boð, en þeir gera ef mikið
framboð er. Þetta er svo um alla
vöru. Þess vegna kaupa þeir síld-
ina fob. og láta sína eigin menn
líta á bana áður en liún er send.
Þá er ekki verið að spyrja um
matsvottorð. Þegar lítið er um
síld, þá taka kaupendurnir jafnvel
fullu verði þá síld, sem ekki er
fyrsta flokks vara, vegrra þess að
■ekki er hægt að fullnægja_ eftír-
spurnínni frá neytendunum. —
Þetta sannar á engan veg, að ís-
Ienskt síldarmat sé ekk£ í niður-
lægingu.
Þegar svo mikið veiðist af sild,
að markaðurinn hefir ekki not
fyrir hana alla, þá fér verðið
venjulega sílækkandi. Þá sækja
seljendurnir á, til þess að losna
við vörtina með senr minstu tapi.
Þá hafa kaupendurnir venjulega
töglin og hagldirnar. Og seljend-
urnir verða að gera sér að góðu
jjað örþrifa-úrræði, að senda síld-
ina til Sviþjóðar undir dóm kaup-
andans, áður en hann segir til um
hvort hann vilji kaupa* hana eða
ekki. Þegar svona er málum kom-
ið, erekkert inat, hversu gott sem
cr, sem getur hækkatf verðið. En
það getur varnað þvíj.að menn, ef
til vill óafvitandi, sendí út miður
góða eða skemda síld; sem kaup-
endbrnir svo fleygjá burt og vilja
ekkf sjá. Áreiðanlégt mat gæti
vamað þvi, að menn hafi stór-
kostnaö við að sendá hurt slíka
síld handa kaupendtmum til að
velja úr eða kasta brott. Þetta er
því einn liður sem sannar að is-
tenskt síldarmat er í niðurlægingu.
Aldrei er mats,. sem kaupendur
trúa, eins raikils þörf og þegar
síldin er í lágu verði. Ef Svíar
vissu, að jjeir mættu treysta mat-
inu, mund'u útflytjendur sildar hér
varla þttrfa að hlíta þeim nauð-
ungarskilmálum ]>egar framboð
er. mikið, að íara með síldina til
Svíþjóðar og sýna kaupanda hana,
áður en hann ákveður hversu
mikið hann telur gott af henni og
vill taka. En íslendingar vita og
Svíar vita, að oft heíir komið fyr-
ir, að síld sem héðan hefir verið
send, sem fyrsta flokks vara, hefir
verið skemd eða léleg vara. Lítið
aðhald er þvi fyrir kaupendurna
að kaupa eftir núverandi matsvott-
orðum, þegar mikið er af síld á
boðstólum. Eg skal geta þess, að
cinn elsti og stærsti kaupandinn i
Svíþjóð ^agði við mig, að af öllum
Xjd/
t ■ ý'-. ijjgS]]
Sí*9*
JOH. OLAFSSON & CO.,
REYKJAVIK.
K. F. U. M.
peir drengir og piltar, sem
vilja taka ;þátt í Kaldárselsdvöl,
komi til viðtals í kveld kl. 8C —
Lagt verður af stað miðv.iku-
dagskveldið kemur.
—o—
Valur III fl. æfing i
kvöld kl. 8%.
islenskutn sí 1 darútf 1 yt;j,endutn væri
að eins, tveir, sem hann þyrði að
kaupa sild af óséða. Þarna er
vöruvöndun útflytjendanna og
drengileg viðskifii orðin að þvi
matsvottorði, sem allir íslenskir
síldarseljendur þyrftu að hafa.
Matsvottorð era til þess, að
kaupandi geti öruggur keypt vör-
una óséða, án þess að þurfa að
óttast, að hún sé öðru vísi en.hún
er sögð vera. Sé öruggara rnati
komið á síldina, er eg ekki í vafa
um, að eftir skamman tíma mætti
selja hana án undantekningar eftir
matsvottorðum til Svíaríkis,
■hvernig sém á stendur, jafnvel
þegar hún er í mjög lágu verði.
Þetta getur þó því að eins staðist,
að rnenn sendi ekki vöruna í um-
boðssölu, þegar illa gengur að
selja.
hyg'g'. eg fari ekki með
af nýjustu gerð. Altaf stærst
ÚE-val. Nokkrar dömutöskur
með hálfvirði.
Leöurvöradelld
Hljóðfærahýssias.
öfgar þótt eg segi, að því fé, sem
nú er varið til mats á síld, sé kast-
að á glæ. En þótt núverandi mat
hafi ekki hindrað sölu til Svíþjóð-
ar undanfarið og muni varla gera
meðan síldarútvegurinn er i þeiní
hershöndum sem hann er nú, þá
verður aldrei komist inn á nýja
markaði með núverandi matsað-
ferð, eða þeim frágangi á síldinni
sem nú er. En því lengur sem
hygnir menn hugsa þetta mál,
verður þeiin betur ljóst, að lausn
þess liggtir utan Svíþjóðar.
Bjöm ólafsson.