Vísir - 16.08.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1926, Blaðsíða 2
yisiR m 11 ÚLSl EMdi d Nýkomnar anskar kartöflur. Símskeyti —o— Khöfn 14. ágúst. FB. UmrætSur um spánsk-ítalska samninginn. Símaö er frá London, aö álit manna sé, aö spansk-italski samn- ingurinn stefni að þvi aö takmarka vaxandi vald Frakka viö Miöjarö- arhafið. Mörg blööin líta svo á, aö með samningnum sé stefnt í sömu átt og fyrir heimsstyrjöidina, að nokkurar þjóðir taki sig út úr og stofni meö sér bandalag, en slík stefna verði nú aö teljast gagn- stæö anda Þjóðbandalagsins. Þjóðverjar og ÞjóÖbandalagiÖ. Símaö er frá Berlin, að vafa- samt sé, hvort Þjóðverjar verði viöstaddir á septemberfundi Þjóð- bandalagsins, nema það verði trygt fyrirfram, að að eins Þýska- land fái fast sæti í ráðinu, en það er ósennilegt að Spánn og Pólland víki frá kröfum sínum um föst sæti í því. Khöfn 15. ágúst. FB. Nýr verslunarhringur, Símaö er frá París, að fulltrúar stáliönaðarins í Belgiu, Luxem- burg, Þýskalandi og Frakklandi hafi gert með sér samning um að stofna hring, er meðal annars ákveöi nánara framleiðslu og sam- vimru milli þýskra kolanámueig- enda og franskra járnnámueig- enda. KoIaverkfalliÖ. — Námamenn taka til vinnu. Símað er frá London, að 70 af hverjum lck> kolanámamönnum í Westmidland kolanámunum séu farnir að vinna. Vinnubyrjun fær- ist í vöxt í öðrum kolanámahéruð- um. Róstiu: á Balkanskaga. Símaö er frá Belgrad, að búlg- arskir óaldarflokkar hafi vaðið inn í Júgóslavíu. Hefir búlg- örskum og júgó-slavneskum her- mönnum lent saman. Eitt hundrað fallnir. Utan af landi. Akureyri 14. ágúst. FB. Stöðugir óþurkar. Víöa fram til dala er taða enn þá óhirt og stór- skemd orðin. Sérstaklega eru brögð að þessu á instu bæjum í Öxnadal og Svarfaðardal. Leikfélagið æfir nú kappsam- lega Ambrosius undir stjórn Adam Poulsen, sem hingað kom með fs- landi síðast. Verður að öllu for- fallalausu leikið um miðja næstu viku. A. P. hefir ákveðið 3 upp- lestrarkveld, (hiö fyrsta í kveld. — Hanna Granfelt söng á fimtudags- kvetd. Áheyrendur stórhrifnir. Innflutningup. —o— íFB. 14. ágúst. Fjármálaráðuneytið tilkynnír: Innfluttar vörur í júlímánuði alls kr. 4.112.725.00, þar af til Reykjavíkur kr. 1.656.896.00. Frá Gpænlandú Svo óvenjulega bregður við um þessar mundir, að tvö Grænlands- för liggja við landfestar hér við land, annað hér, en hitt í Hafnar- íirði. Franska rannsóknarskipið „Pourquoi-pas?“ kom hingað á laugardaginn, en skip dönsku verslunarinnar á Grænlandi „Gust- av Holm“ kom til Hafnarfjarðar í gær. Bæði skipin komu frá Scor- esbysundi, og voru það fyrstu skip, sem vitjuðu um nýlendufólkið síð- an nýlendan var stofnuð í fyrra. Landkönnuðurinn Einar Mikkel- sen var í för með Charcot skip- stjóra á „Pourquoi-pas ?“. Var hann aðalhvatamaður til þess aö nýlendan var stofnuð, og þegar þeir stigu á land, sæmdi Charcot skipstjóri hann heiðursmerki í um- boði frönsku stjórnarinnar fyrir afskifti hans af nýlendustofnun- inni. Annars er sög'ð góð Iíðan hjá nýlendufólkinu og veiðiskapur í besta lagi. í hlut eins veiðimann- a.nna komu t. d. 15 hvítabirnir, 20 refir, 70 selir og 7 náhveli, eða nær því 2000 kr. eftir verðlagi ^önsku verslunarinnar. Grænlend- ingarnir kunna vel við sig á þess- um slóðúm, og hafa þeir hvatt vini og vandamenn í Angmagsalik til þess að flytjast norður til Scor- esbysunds hið bráðasta.Auk veiði- gæðanna hafa nýlendumenn mikið gagn af kolum, sem fundist hafa þar í jörðu. í náinni framtíð verður loft- skeytastöð komið upp og athugað hefir verið hvort tiltækilegt sé að koma upp jarðskjálftamæli í Scor- esbysundi. Þegar ófært reyndist að hafa stöðina á Jan Mayen, átti að koma henni fyrir annaðhvort í Scoresbysundi eða Angmagsalik. Danski landkönnuðurinn Lauge Kock fór með „Gustav Holm“ norður til nýlendunnar og ætlar að hafa þar vetrarsetu til þess að rannsaka landið. Merkilegustu fréttirnar, sem bárust frá nýlendunni hermdu, að fundist hefðu fornleifar í haugúm þarna norður frá. Meðal gripa þessara voru tveir silfurhnappar og perlufesti, eru perlurnar greipt- ar í málmumgerð. Að órannsökuðu máli er ekki gott að segja hvernig gripir þessir eru til komnir. Hval- veiðamenn hafa vanið komur sín- ár til Scoresbysunds, en ekki þyk- ir líklegt, að þeir hafi lieygt þarna dauða menn. Liklegra er, að þaftia sé að ræða um islenskar eða nor- rænar fornmenjar. Ef svo er, þá tnun Svalbarði vera þar sem Scor- esbysund heitir nú. Ef þetta reyn- ist rétt að vera, þá er fundurinn hinn merkilegasti, og mun hafa djúptæk áhrif á þekkingu manna á Grænlandi hinu foma. Það væri meira en lítið ein- kennilegt, ef oss íslendingum bæi> ust fregnir af dáðríkri, en dáinni islenskri kynslóð, er hafði hug til þess að byggja Grænland, um leið og vér fáum áreiðanlegar fregnir af veiðisæld og gæðum nýrrar bygðar á eylandinu mikla. L. S. Rasmus Rasmussen, leikhússtjóri. V'onandi er það markvert tím- anna tákn, að rétt í þann mund, sem verið er að ræða um söfnun íslenskra þjóðlaga og varðveislu, ber hér góðan gest að garði, er stráir yfir oss skinandi perlum úr þeim hinum dýrmæta fjársjóði af sama tægi, er frændur vorir Norð- menni eiga í fórum sínum og hefir tekist að varðveita. Gestur þessi er herra leikhússtjóri Rasmus Ras- mussen, víðkunnur maður sem leikari, og þá eigi síður fyrir hið mikla starf sitt að því að vekja og glæða áhuga þjóðar sinnar og skilning’ á þessari dýrmætu al- þýðulist Norðmanna. Norðmenn hafa átt því láni að fagna að eiga ágæta menn, er bæði hafa safnað þjóðlögum, unnið úr þeim og sungið þau inn í hug og hjarta þjóðarinnar. Má af nafnkunnum tónskáldum nefna Grieg, Svendsen o. fl. Mun eigi of djúpt tekið í ár- inni að segja, að „þjóðvísan“ hef- ir verið sá sesamlykill, er opnaði Grieg æfintýraheim alþýðusöng- listarinnar norsku, og varð þess valdandi, að Grieg fann sjálfan sig á þessu sérnorska sviði. Hefir all- margt þessara örsmáu, glitrandi perlna orðið honum efni í heilar tónsmíðar, er víðkunnar hafa orð- ið óravegu um sönglistarheiminn. Eigi er minna um vert að gera þjóðinni ljóst, hvílíka menningar- iega fjársjóðu hér sé um að ræða, sjmgja bergmál liðinna kynslóða, sorg þeirra og gleði, glens og gáska og helgihald, inn í hjörtu nútíðarmanna. Á því sviði hafa þeir Þorvaldur sál. Lammers og Rasmus Rasmussen uimið þjóð sinni ómetanlegt gagn, og gengið fremstir manna. Hefir Rasmussen þrásinnis farið um Noreg þveran og endilangan og sungið söngva þjóðarinnar, alvarlegs eðlis og gáskafullar gamanvísur. Lætur honum hvorttveggja vel, eins og raun varð á einnig hér í Reykjavík síðastl. fimtudag. Rasmussen hef- ir lagt ást sína við þessi fornu lög og kvæði. Ber hann þau fram af sérstakri smekkvísi og næmum skilningi, enda koma þar leiklist- arhæfileikar hans söngvaranum að góðu haldi, og má oft og tíðum eigi á milli sjá, svo er hvort- tveggja innilega sameinað í fram- burði hans. Eigi mun þurfa að efa, að hr. Rasmussen verði hér vel tekið, er almenningi verður það fullljóst, hvílíkan aufúsugest hér hefir að garði borið. Enda er listafjöl-* hæfni hans svo mikil og fágæt, að JOH. OLAFSSON & CO., REYKJAVIK. Steiaolinlampar. Hengi- Vegg- Borð- og Nátt- latnpar. Lampabrennarar allar gerðir og stærðir frá 2 — 20”’ Lampagiðs allar stœrðir. Lampakúplar allar stærðir. Lampakreikir m. m. Heildsala. Smásala. Versl. B. H. BJARNASON. hér er eigi um meðalmensku að ræða í leiklist. Ættu því Reykvíkn ingar að hagnýta sér þetta sérstaka tækifæri til góðrar og fjölbreyttr- ar skemtunar. Helgi Valtýsson. þar munu flestir eitthvað finna við sitt hæfi til andlegrar glaðningar og hressingar. Eg mintist t. d. eigi að hafa heyrt ýmsa merka borgara Reykjavíkur hlæja eins dátt og hjartanlega áður fyrri sem á fyrstu söngskemtun herra Ras- mussens. Og voru þar á meðal menn er eg aldrei áður hefi heyrt hlæja „opinberlega“. Það var hollur hlátur! Nú mun í ráði, að herra Ras- mussen haldi hér kirkjukonsert, og verður það óefað ágæt skemt- un öllutn söngelskum mönnum. Einnig eru líkur til, að hann muni stofna til leikkvolds, áður en hann fer héðan, með t. d. Jeppe á Fjalli, og spái eg þá Reykvíkingum svo hollum hláturshristingi, að þeim muni verða ryklaust innanbrjósts fyrstu misserin á eftir! Er af sumum talið, að með Jeppa hafi Rasmussen náð ‘hámarki sínu í kjamgóðri alþýðulist. Er hann þó víðkunnur fyrir fjölhæfni sína í leiklist, eins og sjá má berlega á því að tilnefna nokkur hinna stærri hlutverka, er hann hefir af hendi leyst um æfina. Skal eg nefna þau hér mönnum til fróð- leiks. Ibsen: Nikulás biskup, Skúli hertogi, Örnólfur úr fjörðum, dr. Relling, John Gabriel Borkman. — Björasson: Tygesen, Kampe gamli, Tjælde, Berent lögm, o. fL — Holberg: Jeppi, Könnusteypar- inn, Corfitz, v.Tybo, Rosiflengius o. fl. Sýnir skrá þessi berlega að, „Lofaðu svo einn að lastir ekki annan.“ í Prestafélagsritinu síðasta ritar biskup vor, dr. theol. Jón Helga- son ítarlega æviminningu föður síns, Helga lektors Hálfdánarson- ar. Er þar meðal annars komist svo að orði uro séra Einar prófast Sæmundsson, í sambandi við það, að honum var veitt Stafholt, en ekki föðurdr. Jóns, sem þá varkand dídat í guðfræði frá Hafnarhá- skóla: „Hneyksluðust sumir á þeirri veitingu, því að séra Einar þótti enginn skörungur og í ofaná- lag ekki svo reglusamur sem skyldi“*; auk þess gerir biskup lít- * Allar leturbreytingar hér. Höf. eru nú komnar aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.