Vísir - 20.11.1926, Síða 2

Vísir - 20.11.1926, Síða 2
H T SI Á1 Allir sem versía með spil, ætiu að muna eftir, aS Holmblads-spilin frá S. SalO" mon & Co. eru lang vinsælust allra spila, sem hér fást. löíum 6 tegandir fyrirliggjandi Hér með tilkynnist að jarðarför konunnar minnar og móður okkar, KristbjargarRunólfsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni mánudag- inn 22. þ. m. og hefst með húskveðju á Baldursgötu 20 kl 1 e. h. Guðjón Jónsson og börn. Hér með lilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar hjartkæra móðir, Filippia Brynjólfsdóttir, andaðist 10. þ. m. að heimili sínu, Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum. Jarðarförin fer fram 27. þ. m. Guðmundur pórðarson. Árni pórðarson. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum, að dóttir okkar elsku- leg, M iría Vilhelmina, andaðist að heimiJi sínu Grjólagötu 14 B. i gær 19. þ. m. Jarðarfötin ákveðin siðar. Sesselja Þórðardóttir. Óikar Árnason. Framhalds-nppboí hefst næstkomandi mánndag á samskonar vörnm og áðnr. UiÁi Lh£..i Jóh ölafssoa & Go. fiiðjið ekki um „átsúkkulaði“, það er til af mörgum mismunandi tegundum. — Biðjið um TOBLER. Af bragðinu skulu þér þekkja það. Tilkynning. Matvðfnverslnn er opnnð í dag á Grettisgðtu 2. Þar verða á boðstúlnm gúðar vörnr með samgjörnn verði. Simi 871. Símskeyíi —o— Khöfn 19. nóv. FB. Námamenn fella tillögu Baldwins. Simaö er frá London, aö náma- menn hafi felt sáttatillögnr Bald- ■wins. Foringjarnir viröast ráö- þrota. Fulltrúafundur námamanna 'kemur saman á morgun. Menn bú- ast við því, aö margir þeir, er því voru fastast fylgjandi, aö sáttatil- lögur Baldwins yrðu samþyktar, muni hvetja námamenn til þess að hefja vinnu þegar. Það er talið mjög hætt við því, að samband r.ámamanna klofni. 370.000 náma- menn unnu í námunum í gær. Bernard Shaw hafnar Nóbels- verðlaununum. Símað er frá London, að Bern- ard Shaw, setn nýlega voru úr- skurðuð bókmentaverðlaun Nó- bels, hafi hafnað þeim með þeim ummælum, að hann þrafnist ekki peninganna, og hann óski þess, að þeim verði varið til þess að auka þekkingu Englendinga á sænskum bókmentum. Sað&r-Jútland. Khöfn í október. Um þver endilöng Norður- lönd hafa menn fylgst með hinni mestu eftirtekt með því, sem nú er að gerast í Suður-Jótlandi. Lands- hluti þessi er syðsti hluti Norður- landa, og mönnum getur eigi staðið á sama hverir hafa yfirráð yfir honum eða hvernig yfirráð- unum er beitt, hvort kúgun sé höfð í frammi við landslýð eða hvort stjórnarfarið sé markað af skeytingarleysi og látið reka á reiðanum. Þó nú að svo sé, að sambandsþjóð vor hafi yfirráðin í Suður-Jótlandi eftir atkvæða- greiðsluna 1920, þá varðar oss ís- lendinga einna minst Norðurlanda- þjóða um afdrif landshlutans, því að vér erum vopnlaus þjóð, en úr suður-jósku málunum, og sérstak- lega málum hertogadæmanna, hlýtur vald og herstyrkur einn að skera, þegar krufin verða til mergjar. Landshlutinn var her- fang Þjóðverja 1864.og aftur her- fang bandamanna 1918, áður en þeir skiluðu honum aftur í hend- ur Dönum. Það er því gersamlega á misskilningi bygt, er menn eða félög, sem stjórnast af því sem eg vil kalla „anda hinna sameinuðu lconungsríkja“, reyna að útbreiða skoðanir á suðurjósku málunum, sem allar eru meira og minna lit- aðar dönskum hugsunarhætti. Þetta hafa íslendingar skilið og tekið frekar þunglega slíkri við- leitni, þegar höfð var í frammi. En nfx bregður svo við, að uppi er hreyfing i Spður-Jótlandi, sem einkennileg þykir, og þó að hún sé sérstaklega sniðin eftir stað- háttum í Suður-Jótlandi, kann hún að hafa áhrif annars staðar í sam- bandslandi voru, og því ekki vert að ganga alveg fram hjá henni. Cornelius Petérsen heitir mað- ur. Hann er frá Vesteranflod í Suður-Jótlandi, bóndi, mikill fyr- ir sér og orðhákur. Árið 1920 var hann hinn ákafasti föðurlandsvin- ur, en nú vílar hann ekki fyrir sér að eiga samvinnu við Þjóð- verja norðan landamæranna, til þess að koma áhugamáli sínu á íramfæri. Við hann er svokölluð sjálfstjórnarstefna eða öllu heldur sveitastjórnarstefna kend. Vill hann koma á sjálfstæðri héraða- stjórn og bændastjórn í stað þing- stjórnarinnar, sem hann telur hafa leitt böl yfir dönsku þjóðina, en sérstaklega þó yfir Suður-Jótland, eftir að landshlutinn komst undir dönsk yfirráð. Stefna suðurjóska bóndans hef- ir því tvær hliðar, aðra almennara eðlis, hina þrengri, sem í rauninni nær einungis til Suður-Jótlands. Fvrri og meiri hlið málsins veit að hinni almennu óánægju með þingræðið, og er það ekki sérstakt í Danmörku, þar sem skotið hefir upp fjölda af minni háttar spá- mönhum, sem blindaðir voru af hinum fascistiska ljóma sunnan úr ítalíu, og héldu að þeir gætu orð- iö einskonar vasabókarútgáfur af Mússólíni. En síðari hliðin og þrengri, veit alveg sérstaklega að óánægju manna i Suður-Jótlandi út af danska stjórnarfarinu í landshlutanum. Af þessu verður skiljanlegt, að Þjóðverjar vilji eiga samvinnu við Cornelius Pe- tersen, svo að jafnvel er sagt, að 60% af fylgismönnum hans séu þýskir. En það sem kemur lönd- um C. P. til að fylgja honum, er vafalaust auk stjórnarfarsins einn- ig fjárhagslegum vandræðum að kenna. Fyrir skemstu hélt H. P. Han- sen, þingmaður, stórmerka ræðu í íikisþinginu, þar sem hann benti á ýmsa af þeim örðugleikum, sem Suður-Jótland hefir orðið að stríða við stjórnarfarslega eftir samein- inguna 1920. Verður ekki farið nánara út í það hér, en ein af að- alástæðunum fyrir þvi, að ekki hefir ræst betur úr, kvað hann vera að slésvískt stjórnarfar hefði verið svo frábrugðið dönsku stjórnarfari og staðið á svo gömi- um nierg, að ekki væri hægt að a-llast til að alt félli þegar í stað í ljúfa löð með ríkjahlutunum. Það mun og viðurkent, að fjár- hagsleg vandræði séu meiri í Suð- ur-Jótlandi en nokkurs staðar ann- ars staðar í Danmörku. Sérstak- lega kom gengishækkun dönsku krónunnar hart niður á þeim Suð- ur-Jótunum, og þó að mikið hafi verið gert til þess að bæta úr vandræðunum, þá hefir það alt komið fyrir ekki. —0— Eins og gengur og gerist, þegar i;m svipaðar stefnur er að ræða, og þeim fylgt eftir með nokkurri íestu, hefir mönnum lent í hár saman og hnútur flogið milli borða. Frægust mun vera rimman milli Staunings, forsætisráðherra, og C. P. Er C. P. kvað 50.000 suð- urjóska bændur vera í þann veg- inn að flosna upp af jörðum sín- um, sökum fjárhagsvandræðanna, svaraði Stauning með því að segja, að hann hefði 50.000 at- vinnulausa menn í sínum flokki, sem væru reiðubúnir til að taka við óðulum bænda. Þetta þótti C. P. vera hin mesta svívirðing gagnvart bændum og kallaði for- sætisráðherrann ræningjahöfð- ingja o. f 1., en meiðyrðamál hafð- ist upp úr krafsinu, og var 'C. P. dæmdur í sekt. Annað atriði í sambandi við suðurjósku málin var það, að utn svipað leyti og C. P. beið dóms, þóttust menn hafa komist fyrir samsæri í hernum, sem hefði það fyrir augum að steypa stjórninni og núverandi stjórnarfyrirkomu- lagi. Nokkrir liðsforingjar voru teknir fyrir og rannsakað mál þeirra, og eins voru unglingar nokkrir kallaðir fyrir rétt, því að þeir höfðu látið hermannlega upp á fascista vísu, en alt var þetta svo ómerkilegt og barnalegt, að ekki væri mark á því takandi, ef íhald- ið hefði ekki notfært sér þann ugg, sem sló á menn, og gert meira úr atburðunum en vert var, og með þvi veikt frekara en styrkt stöðu stjórnarinnar, sem áður var þó sæmilega óstöðug i sessi. Þegar öll kurl koma til grafar, er ekki vafi á því, að sjáifstjórn- arstefna Corneliusar Petersens á sér alldjúpar rætur i Suður-Jót- landi, og að það er lítt hugsan- legt, að slík stefna hefði getað orðið til annars staðar í Dan- mörku, heldur en einmitt þeiin landshlutanum, sem var lausast tengdur ríkinu og þar sem nokk- urskonar sjálfstjórn var kunn frá fornu fari. Stjórninni hefir reynst erfitt að greiða úr suðurjósku vandamálun- um og svo mun enn verða. Og ekki er að vita nema það verði þyngst á metunum hjá stjórnar- andstæðingunum, þegar þeir gera upp reikningana við jafnaðar- mannastjórnina, en víst er um það, að suðurjósku málin hafa þegar gert sitt til þess að losa stjórnina í sessi, hvort sem þau verða til þess að velta henni eða eigi. L. S. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. II. Dr. Jón biskup Helgason vígir cand. theol. Pál Þorleifsson til Skinnastaða í Öxarfiröi. - Engin siðdegismessa. í frikirkjunni kl. 2 síðd. síra Árni Sigurðsson. Kl. 5 prófessor Haraldur Níelsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. í spítalakirkjunni í Hafnarfirði: Söngmessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. í adventkirkjunni kl. 8 síðd. Síra O. J. Olsen prédikar. Sjá augl. Sjómannastofan kl. 6 síðd.: Guðsþjónusta. Allir velkomnir. Veöriö í morgun. Hiti i Reykjavík 1 st., Vest- mannaeyjum o, Isafirði 1, Ak- ureyri -f- 1, Seyðisfirði 1, Grinda- vik o, Stykkishólmi 1, (engin

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.